Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ekki er sopiö kálið... A íbúar við Tjarnargötu: Bílastœði á lóðum Tjarnargötu 10 E og 12 er hvorki að finna í deili-né aðalskipulagi. Vilja úrskurð félagsmálaráðuneytisins um málið Ráðhúsið Fjölmargir íbúar við Tjarnar- götu hafa skrifað félagsmála- ráðherra bréf þar sem þeir biðja um úrskurð ráðuneytisins vegna fyrirhugaðs niðurrifs húsanna við Tjarnargötu 10 E og 12 til lausnar á bílastseðavanda ráð- hússins. Þeir benda á í sínu bréfi að bflastæðin sé ekki að finna hvorki í deiliskipulagi né aðal- skipulagi Kvosarinnar. f félagsmálaráðuneytinu liggur fyrir kæra íbúa við Tjarnargötu vegna byggingarleyfis fyrir ráð- húsinu og kjarni þeirrar kæru er að húsið sé mun stærra en gert var Lœknar Læknamálið hjá sak- sóknara Rannsókn lokið á misferli þriggja lækna. Endurskoðun reikninga heldur áfram hjá ríkisendur- skoðun Rannsóknarlögreglan hefur lokið rannsókn sinni á reikningshaldi þriggja heilsu- gæslulækna, en rannsóknin leiddi í Ijós að þeir hafa allir í mismikl- um mæli sent frá sér reikninga fyrir læknisverk sem aldrei voru unnin. Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá RLR sagði rannsóknina hafa leitt I Ijós að reikningsgerð læknanna væri að- finnsluverð en um mjög misháar upphæðir væri að ræða. Umræddir heilsugæslulæknar starfa á Hellu, í Ólafsvík og á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Arn- ar sagði að rannsóknin hefði ver- ið umfangsmikil og tímafrek þar sem RLR hafi þurft að hafa sam- band við hundruð sjúklinga til að staðfesta reikninga sjúklinganna. Læknarnir hefðu allir verið upp- vísir að því að senda frá sér reikninga fyrir verk sem aldrei voru unnin. Málin hafa verið send til ríkissaksóknara en ákær- ur hafa enn ekki verið gefnar út. Þeir sem eiga erindi við heilsu- gæslulækni voru lengi vel látnir kvitta undir eyðublað þar sem texti blaðsins var á hvolfi fyrir sjúklingnum. Nú eru komin ný eyðublöð þar sem textinn snýr rétt. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði Þjóðviljanum að allir ættu að geta fengið afrit af sínum reikningi færu þeir fram á það. Ný læknalög taka gildi 1. júlí nk.. í þeim segir ma. að lækni sé skylt að afhenda sjúklingi eða að- standanda hans sjúkraskrá ef það þjóni hagsmunum hans. Leiki vafi á um nauðsyn afhendingar td. vegna þagnarskyldu læknis, er lækni heimilt að afhenda land- lækni sjúkraskrá. Ólafur sagði læknafélagið vinna að reglugerð í sambandi við nýju lögin og þar með ætti ekki að ríkja nein óvissa í þessum efnum lengur. Halldór V. Sigurðsson hjá Ríkisendurskoðun sagði endur- skoðun reikninga lækna stöðugt eiga sérstað hjáembættinu. Eng- inn einn sérstakur læknir væri í skoðun um þessar mundir. -hmp ráð fyrir í upphafi. Ráðherra krafðist þess af borgaryfirvöldum að þau gerðu grein fyrir því hvernig þau hyguðust leysa þann bílastæðavanda sem fyrirsjáan- legur er vegna þess að bfla- geymsla í kjallara hússins var minnkuð að mun frá því sem fyrirhugað var í upphafi. í svar- bréfi borgarstjóra til ráðherra er lausnin að rífa Tjarnarbíó og gömlu slökkvistöðina og koma þar upp bflastæðum fyrir 190 bif- reiðar. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts á að sjálfsögðu eftir að ræða niðurrif þessara húsa og samþykkja í byggingarnefnd Reykjavíkur, Skipulagsstjórn ríkisins og síðast en ekki síst í borgarstjórninni því þessi fram- kvæmd hlýtur að auka enn frekar byggingarkostnað ráðhússins frá því sem hann er áætlaður í dag. Guðrún sagðist ekki fyllilega skilja þessa fyrirspurn ráðherra til borgaryfirvalda um bílastæða- vandann því aðalatriðið væri auðvitað stækkun ráðhússins en ekki bflastæðavandinn. Með þessu væru borgaryfirvöld og ráðherra ekki að horfa í aðalat- riði málsins heldur gefa sér nýjar forsendur sem skipta ekki höfuð- máli varðandi byggingarkæru íbúanna. „Ef af niðurrifi þessara tveggja húsa verður þá er mikil eftirsjá í þeim báðum. í Tj arnarbíói er trú- lega elsti bíósalur borgarinnar eftir að Fjalakötturinn var rifinn og gamla slökkvistöðin er bráð- skemmtileg bygging sem alveg óþarfi er að rífa,“ sagði Guðrún Jónsdóttir. -grh Verðtrygging lána Óheimil eftir 1. júlí Eftir 1. júlí nk. verður með öllu óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en tveggja ára. Tómas Árnason seðlabankastjóri segir að allar skuldaviðurkenn- ingar gerðar eftir 1. júlí með verðtryggingu séu klárt lögbrot. Þetta bann við verðtryggingu nær yfir öll viðskipti þmt. bflavið- skipti og tölvukaup svo eitthvað sé nefnt. Tómas sagði við Fjóð- viljann að ef bankastofnun bærist td. skuldabréf til innheimtu með verðtryggingarákvæði, útgefnu eftir 1. júlí bæri bankanum að kæra, þar sem klárlega væri þá um lögbrot að ræða. Það er því full ástæða til að hafa allan vara á þegar lánasamningar eru gerðir eftir 1. júlí. -hmp Húsaleiga Þessi nýja verksmiðja okkar er fullkomlega samkeppnisfær við sambærilegar verksmiðjur í nærliggjandi löndum. Hún upp- fyllir ströngustu kröfur um fyrsta flokks tæknibúnað, sagði Jón Helgi Guðmundsson aðalfram- kvæmdastjóri BYKO, en í gær var tekin í notkun ný timbur- vinnsluverksmiðja á athafna- svæði BYKO í Kópavoginum. Verksmiðja þessi sem er búin sænskum og þýskum tækjum verður notuð við margvíslega framleiðslu. ss á panel og öðru því er timbursala BYKO hefur á boðstólunum hverju sinni. í verksmiðjunni munu einungis 25% frá áramótum Húsaleiga á íbúðar- og atvinnu- húsnæði sem fylgir húsaleigu- vísitölu, hækkar um 8% um næstu mánaðamót. Þetta er þriðja hækkunin á þessu ári en húsaleiga hækkaði um 6% 1. apr- fl sl. og um 9% 1. janúar. Þetta þýðir að húsaleiga hefur hækkað um 25% frá áramótum. Einstaklingur sem borgaði 20 þúsund í húsaleigu fyrir desemb- ermánuð 1987 greiðir 24,957 krónur í leigu fyrir júlímánuð. Á ársgrundvelli er hækkun húsa- leigu rúmlega 50% en hækkunin er þó yfirleitt meiri á fyrrihluta árs þar sem fasteignagjöldin koma þá inn í útreikning vísitöl- unnar. Hagstofan vekur sérstaklega athygli á að tilkynnt hækkun fyrir júlímánuð eigi einungis við þar sem húsaleigusamningar eru gerðir samkvæmt lögum 62/1984. Húsaleiga hækkar næst 1. októ- ber. -hmp Útflutningur DoHariim hefur hækkað um 4,8% Frá síðustu gengisfellingu hefur kaupverð dollarans hœkkað úr 43,50 í 45,16 krónur. Á sama tíma hefur breska pundið lœkkað um 3,4% og japanska yenið um 10% Hluti vélasamstæðunnar í nýju timburvinnsluverksmiðju BYKO. Mynd: Ari. Timburvinnsla Ur síítvTnnu í hugvitsvinnu BYKO opnarfyrstu verksmiðju tiltimbur- vinnslu hér á landi. Jón Helgi Guðmundsson: Fullkomlega samkeppnishœf við framleiðslu erlendis frá starfa fjórir menn. - Hér er um umbyltingu í vinnsluaðferðum að ræða, í einu vetfangi er farið úr erfiðisvinnu í sjálfvirka tölvu- stýrða vinnslu þar sem hlutverk starfsmanna breytist úr slitvinnu í hugvitsvinnu, sagði Jón Helgi. Jón Helgi sagði að það hefði verið byrjað að grafa fyrir grunni verksmiðjunnar í október í fyrra og því aðeins tekið 8 mánuði að koma henni upp, en hann sagði að aðeins hefðu þrír útlendingar komið nálægt því verki, en að öðru leyti hefði það verið unnið að íslenskum fagmönnum sem hefðu að hans áliti staðið sig mjög vel. -sg Frá því gengi íslensku krónunn- ar var síðast fellt um 10% í mai sl. hefur dollarinn sty rkst all verulega eða um 4,6%. Á sama tíma hefur gengi sterlingspunds- ins lækkað um 3,4% og japanska yenið um 10%. Kaupverð dollarans var eftir gengisfellinguna um miðjan maí sl. 43,50 krónur en hefur hækkað jafnt og þétt til dagsins í dag upp í 45,16 krónur. Þá var kaupverð breska sterlingspundsins 81,62 krónur en hefur lækkað niður í 78,85 krónur. Mest hefur lækk- unin þó orðið hjá japanska yen- inu eða úr tæpum 39 aurum í 35 aura. Að sögn Benedikts Valssonar hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun hefur þessi styrkta staða dollar- ans gert það að verkum að áhrif verðiækkana á sjávarafurðum á Bandaríkjamarkaði hafa ekki orðið eins miklar og þær hefðu getað orðið án hækkunar dollar- ans. Á móti kemur að minna fæst en áður fyrir afurðir sem seldar eru á Bretland og á Japans- markað. Þrátt fyrir þessa smáglætu á hækkun dollarans er ljóst að fisk- vinnslan hefur ekki náð að endur- skipuleggja sig fjárhagslega þrátt fyrir síðustu gengisfellingu. Hún skilaði að vísu til fiskvinnslunnar hækkun á skilaverði en á móti kom að öll innflutt aðföng hækk- uðu sem samsvaraði gengisfell- ingunni og öll gengistryggð lán hækkuðu og vaxtabyrðin jókst að sama skapi. Þetta sést best á því að fisk- vinnslan telur sig þurfa um einn milljarð í erlendum lántökum til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar og er það allur sá kvóti sem ríkisstjórnin hefur heimilað í þeim efnum. -grh Sjónvarpið Fótbolti án tmflana Leikur Hollendinga og Sovétmanna í beinni út- sendingu í dag Við höfum gert viðeigandi ráð- stafanir til þess að tryggja að útsendingin í dag frá úrslita- leiknum í Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu verði án trufl- ana eins og gerðust því miður sl. miðvikudag, sagði Fylkir Þóris- son tæknifræðingur hjá Sjón- varpinu við Þjóðviljann. Ráðstafanir Sjónvarpsins eru í því fólgnar að stóla ekki ein- göngu á litla móttökuskerminn á Múlastöðinni sem leigður hefur verið af Pósti & Síma, heldur verður skipt yfir á Skyggni ef útlit verður fyrir einhverjar truflanir úrþeimlitla. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.