Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Efnahagsmálin Fallin efnahagsmarkmið Ólafur Ragnar Grímsson: Öll efnahagsmarkmið stjórnarinn- arfarin í vaskinn. Svavar Gestsson: Almenningur látinn greiða í þrígang fyrir efnahagsstefnu stjórnarinnar Arúmu ári sem ríkisstjórnin hefur setið er ljóst að öll markmið sem hún setti sér í upp- hafi í efnahagsmálum eru hrunin. Með samskonar reiknikúnstum og Þorsteinn Pálsson, Steingrím- ur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson viðhöfðu á síðustu mánuðum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen eru þeir nú búnir að ná nýju verðbólgumeti í íslenskri hagsögu með rúmlega 160% verðbólgu og geri aðrir betur, sagði Ólafur Ragnar Grímsson. - 163 prósent verðbólga segir meira um stefnu ríkisstjórnarinn- ar en flest annað, sagði Svavar Gestsson og nefndi að Framsókn- arflokkurinn hafi í orði kveðnu lagt áherslu á það á undanförnum árum að verðbólgan mætti ekki færast í aukana og þannig réttlætt kjarránið 1983. - Nú er auðvitað komið á dag- inn það sem við sögðum: Kjarar- ánið leysir ekki verðbólguvand- ann, heldur felur hann aðeins um skeið, sagði Svavar. Eins og menn rekur eflaust minni til þegar Framsóknarflokk- ur og Alþýðuflokkur gengu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar, var það gert með því fororði að ná verðbólgunni niður í það sem gerist í viðskiptalöndum okkar, gengi yrði haldið stöðugu, er- lendar skuldir minnkuðu og ríkis- sjóður yrði rekinn án halla. - Ekkert af þessu hefur gengið eftir, sagði Ólafur Ragnar, - verðbólga á árinu verður ekki undir 40 til 50%, eða um 10 til 12 sinnum meiri en í viðskipta- löndum okkar. í stað stöðugs gengis eru núna gengisfellingar á nokkurra mánaða fresti. Þótt fjármálaráðherra hafi margsinnis sagt það höfuð ávinn- ing af efnhahagsstefnunni að rík- issjóður verði hallalaus á þessu ári, er ljóst að hann verður rekinn með umtalsverðum halla. Rekstrarvandi atvinnuveganna og aðrir erfiðleikar í efnahagslíf- inu eru svo leystir til bráðabirgða með sífellt auknum lántökum. - Með þessari hækkun láns- kjaravístölunnar fær almenning- ur að taka á sig í enn auknari mæli óráðsíuna af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þannig leiðir þessi hækkun lánskjaravísi- tölunnar til þess að verð á verka- mannabústað hækkar um 200 þúsund krónur, sagði Svavar. Svavar sagði að vístöluhækk- unina væri að rekja til aðgerða stjórnvalda í efnahagsmálum. Fyrst til matarskattsins sem hafði í för með sér aukna verðbólgu. Svo til gengislækkunarinnar. - Þannig hefur almenningur þegar borgað tvisvar fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar: Fyrst í hærra matarverði svo í hærra innflutn- ingsverði. Nú á þessi sami al- menningur að borga meira af lán- um sínum en nokkru sinni fyrr, sagði Svavar. -rk Hitaveita Reykjavíkur 70% tekna í framkvæmdir Gjaldskrá hœkkar um 11,4%. Gefur80 milljónir í aukatekjur Ef gengið er út frá þessum for- sendum verða um 10 milljónir króna eftir í hagnað af þeim 80 milljónum sem gjaldskrárhækk- unin gefur hitaveitunni. Þá er ekki tekið tillit til þess að bygg- ingarvísitalan er skekkt vegna þess að launaskrið skilar sér ekki þar inn sem ætti að vera hita- veitunni í hag. Hitaveitan hefur áætlað að setja 125 milljónir í byggingu Vetrargarðsins í Öskjuhlíð. Þar hefur ekki verið gengið frá neinum verksamningum að frá- töldum samningi við ístak um byggingu botnplötu. Þær fram- kvæmdir eru ekki nema brot af heildarframkvæmdum við hring- veitingahúsið. Hitaveitan gæti því hæglega dregið úr fram- kvæmdum við byggingu veitinga- hússins um 80 milljónir í stað þess að hækka gjaldskrána og samt framkvæmt þar fyrir 45 milljónir. Hreinn sagði hækkunina vera ákvörðun veitustjórnar sem er undirnefnd borgarráðs. -hmp ssiiil^ ~ Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavík- ur hækkar um 11,4% þann 1. júlí nk. Hækkunin gefur hita- veitunni um 80 milljónir í tekjur umfram áætlun á þessu ári. Framkvæmdir við Nesjavalla- veitu verða upp á 970 milljónir á árinu og á eftir að framkvæma fyrir um 700 milljónir af þeirri upphæð. Þá eru áætlaðar fram- kvæmdir upp á 125 milljónir við Vetrargarðinn sk. sem er veiting- ahúsið ofan á hitaveitutönkunum í Öskjuhlíð. Heildartekjur hita- veitunnar eru áætiaðar 1700 milljónir á þessu ári. Hreinn Frímannsson gegnir starfi hitaveitustjóra í forföllum Gunnars Kristinssonar. Hann sagði Þjóðviljanum að hækkun gjaldskrárinnar færði hita- veitunni 80 milljónir í tekjur um- fram áætlun. Meirihluti tekna hitaveitunnar færu í framkvæmd- ir við Nesjavallaveitu en þar á eftir að framkvæma fyrir um 6- 700 milljónir í ár. Hækkun bygg- ingarvísitölu um 10% hefði áhrif til hækkunar á þau útboð sem ætti eftir að gera. Vonlítið er að koma öðrum en börnum svokallaðra forgangshópa á skóladagheimili og í heilsdagsvistun á dagvistarheimilum borgarinn- ar. Til að bæta úr brýnni þörf hafa foreldrar rekið barnaheimilið Ós. Eins og sagði í blaðinu í gær gæti orðið tvísýnt um þann rekstur ef tillaga um skert framlög borgarinnar til heilsdagsvistunar nær fram að ganga. ( heimsókn á Os hittum við tvo stráka sem báðir heita Bjartur og inni í húsinu blæs Arnar Freyr sápukúlur. Þeir félagar áttu að birtast í blaðinu í gær, en fyrir mistök komu sovéskar konur í þeirra stað. Mynd Ari Öldusel Daníel samt hæfari Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að Félag skóla- stjóra og yfirkennara hafi með yfirlýsingu sinni um afgreiðslu fræðsluráðs Reykjavíkur á stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla ver- ið að níða niður annan umsækj- andann Sjöfn Sigurbjörnsdóttur. Stjórnin vísar algerlega á bug þessum ummælum ráðherra. Stjórnin hefur aðeins lagt faglegt mat á menntun og reynslu um- sækjenda, segir m.a. í ályktun frá fundi stjórnar félagsins sem hald- inn var 21. júní sl. Stjórnin segist ítreka fyrri sam- þykktir sínar um mikilvægi góðr- ar fagmenntunar og mun áfram gera kröfu til þess að faglegt mat verði lagt til grundvallar við ráðn- ingu í stjórnunarstöður í grunn- skóla. - Við þetta bætast svo ummæli og óskir frá foreldrum og kennur- um Ölduselsskóla þar sem nær einróma er mælt með því að Dan- íel Gunnarsson verði settur í stöðuna. Þau ummæli ráðherra að álit og óskir nær 100% for- eldra eigi ekki að hafa áhrif hlýtur að vera mikið áfall fyrir samstarf foreldra og skóla um allt land. _tt Pingeyri Irsk kvenna- innrás Mikill skortur hefur verið á vinnuafli í frystihúsinu á Þingeyri. Lausn virðist þó hafa fengist á vandanum með ráðn- ingu 20 írskra stúlkna en fyrstu fjórar komu til Þingeyrar í gær. Halldór Tryggvason frystihús- stjóri telur skýringuna á vinnu- aflsskortinum helst vera þá að fólk vilji síður vinna í fiski en áður. Konur kjósi frekar að vera heima þurfi þær ekki þeim mun meira á peningunum að halda. Tveir togarar eru gerðir út frá Þingeyri; Sléttanes og Framnes. Á sumrin eru um 20 trillur á handfærum og fjórir stærri bátar sem eru á línu yfir vetrarmánuð- ina. Halldór sagði gæftir hafa ver- ið afleitar síðan um hvítasunnu en togararnir hefðu alveg við frystingunni þannig að atvinna væri næg. í frystihúsinu á Þingeyri vinna að jafnaði um 80 manns. -hmp T Frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur Á kjördag, laugardaginn 25. júní, höfum viö opnar skrifstofur til aðstoöar kjósendum sem hér segir: Aðalskrifstofa Suðurlandsbraut 14 Kosningastjóm og kosningasjóöur, sími 31236. Kjörskrá og upplýsingar um kjörstaði, sími 681200 (6 línur). Bílaskrifstofa, sími 38600 (5 línur) og 84060. Skrifstofa Garðastræti 17 Samband viö kjördæmi utan Reykjavíkur Kosningasjóöur Bílaskrifstofa Símar 11651, 17765, 17823, 17985, 18829, 18874. Hafið samband við sem flesta og hvetjið þá til að kjósa. Mætum öll á kjörstað. X Vigdís Finnbogadóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.