Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 7
MINNING legri stofnun sem gerði sér far um að vera eins og sýningarbás kerf- isleiðinda og afturhalds. f Kenn- araskólanum hitti maður fyrir annars konar fólk, annars konar nemendur og sæmilega kvika kennara. í þessum hópi stóð Björn upp úr, eldri en flestir nemenda, lífsreyndur maður kominn undir þrítugt, hafði stundað búskap, gengið á Hvann- eyri, var raunar eins og einn af kennurunum þótt hann sæti í miðjum bekk, hafði söngrödd sem varð að hljóma, hlýja út- geislun og smitandi lífsgleði. Hann hreif mann með sér, kenndi okkur að gleðjast með glöðum og taka eftir lífinu í kring- um okkur. Sumir samferðamenn sveima hjá og eru horfnir sína leið áður en maður hefur haft rænu á að kynnast þeim. Aðrir sópa til sín athygli á fyrstu stundu og halda manni nærri sér alla tíð síðan. Björn Bjarnason átti svo brýnt erindi við lífið, samfélagið og okkur vini sína að hann hvarf sjaldan úr huga manns, lét jafnan í sér heyra, spurði áríðandi spurninga og þegar hann missti þolinmæðina þýddi lítið að líta undan eða þykjast ekki skilja. Hans félag og hans vinátta var sjálfsögð og kröfuhörð og neyddi hvert dauðyfli til að skilja að lífið er í senn mikið alvörumál og brjálað samkvæmi. Björn bjó yfir frumkrafti og ástríðu sem á stundum virðist fá- séð í hinu straumlínulagaða nú- tímasamfélagi. Hann var líkari ís- lenskum bónda af síðustu öld en innfluttum þjóðfélagsfræðingi, hispurslaus maður, skildi ekki orð sem merkja uppskafnings- hátt eða snobb, alla tíð spurull, oft svo reiður út í tilveruna enda eiginlegt að taka hlutina alvar- lega, taka starf sitt alvarlega, taka vini sína alvarlega og það í miðjum hlátrasköllum, því hann var þess fullviss að tilveran væri eitthvað varanlegt, eilíft og að stefnan væri á almennan þroska en ekki forheimskun. Á stundum var þessi uppalandi okkar úr bekkjardeildinni miðri vondauf- ur um að okkur skilaði áfram veg- inn, en oftar þó uppi með vanga- veltur um að þrátt fyrir allt... þrátt fyrir allt; og gat altént reitt sig á eigið heillyndi og viss um sínar heitu tilfinningar. Hve oft hefur þessi Björn Bjarnason ekki barið uppá heima hjá manni og krafist hjálpar við að hugsa skýrt! Ég sakna hans. Við söknum hans öll, hvert og eitt einasta, því hann var svo sannarlega óvenju- legur maður, ævinlega við upphaf nýrrar vegferðar, nýrrar hugsun- ar og er nú skyndilega farinn á undan okkur, stunginn af ófor- varendis; það var raunar líkt hon- um og eitt andartak rennur mér í skap. Hvað á það að þýða að fara svona? Hver á nú að hjálpa manni að hugsa? Hver tekur nú mark á okkur? Kennari, sálgæslumaður, fé- lagsráðgjafi - hann vildi verða að liði og tókst það iðulega er ég viss um, því hann nálgaðist hvern mann sem jafningja, reyndi að kenna fólki að lífið er á stundum flókin jafnvægislist en þess virði að læra þessa kúnst. Og hann var viss um að stóru spurninganna spyrði maður sjálfan sig, vini sína og fjölskyldu, byltingin varð fyrst að eiga sér stað heima og í eigin brjósti áður en af henni gæti orð- ið í samfélaginu. Það var svo auð- skilið. Björn Bjarnason var félags- vera, en bjó alla tíð einn. Hann var ástheitur og stundum brenn- andi af þrá, en var þó jafnan út af fyrir sig. Einsemd hans var oft stór og erfið og óskiljanleg - og þó ekki. Á skólaárunum komum við sum með enga lífsreynslu og mikla fávisku og vorum boheme. Og kynntumst þá Birni Bjarna- syni sem var þvílíkur náttúru- kraftur og víðsfjarri því að beygja sig að fótum borgaralegs samfé- lags að við hin flúðum í örugga höfn. Nú er hann farinn einn á undan og ekki annað að gera en þakka fyrir sig á meðan maður sér til. Gunnar Gunnarsson Kveðja frá skólasystrum Við leggjum út á lífsins braut um Ijósa morgunstund og mætum hugrökk hverri þraut með hressa og glaða lund. Við eigum þor og afl og fjör og œskudjarfa sál. Með bjartan hug og bros á vör við bergjum lífsins skál. Og þegar gerist leiðin löng og léttu sporin þung, við kveðum burtu sorg með söng því sál er glöð og ung. Pað böl er hvergi í heimi til, sem hverfur ei og dvín ef œskan ber þér birtu og yl og bros í augum skín. (Freysteinn Gunnarsson) Þannig hljóðar skólasöngur okkar Kennaraskólanema og hann ómaði um sali Skíðaskálans í Hveradölum í byrjun júní þegar við hittumst aftur til að halda upp á tuttugu ára kennaraafmælið. Það má til sanns vegar færa að við skólasysturnar kynntumst Birni Bjarnasyni þegar við vorum að „leggja út á lífsins braut um ljósa morgunstund". Það var haustið 1964 þegar við hófum nám við Kennaraskóla íslands. Við vor- um allar vanar því að bekkjar- systkin okkar væru jafnaldrar okkar og tókum því frá fyrsta skóladegi eftir Birni þar sem hann var tíu árum eldri en við flestar og okkur þótti hann frekar gamall, tuttugu og sex ára. Það fannst sextán ára stúlkum hár aldur. En sá aldursmunur hvarf smám saman eftir því sem við kynntumst Birni betur. Björn varð fljótt einn sterkasti persónu- leikinn í bekknum. Aldursmun- urinn gerði að verkum að Björn var mun fróðari en við sem yngri vorum og víðlesinn og kom það oft í ljós. Við skólasystkinin komum víðs vegar að af landinu en sam- heldnin var mikil og ef til vill var hún ekki síst Birni að þakka. Hann varð eins konar stóri bróðir okkar. Björn var söngelskur og söng í Kennaraskólakórnum öll sín skólaár og síðar í öðrum kórum. Við minnumst margra góðra samverustunda. Mikiðvar sungið og margt kveðið á þeim árum í skólaferðum og kórferðalögum. f maí síðastliðnum hitti ein okkar Björn í sjötugsafmæli frænda hennar. Björn starfaði hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkur og var afmælisbarnið skjól- stæðingur hans. Björn var mætt- ur í afmælið og sýnir það vel hlý- hug hans til skjólstæðinga sinna. Talið snerist að mestu um Dóru dóttur Björns, en hún dvelur í Bandaríkjunum. Hún var sólar- geislinn í lífi hans. „Við kveðum burtu sorg með söng, því sál er glöð og ung“ segir í skólasöngnum okkar og svo sannarlega gerði Björn það. Við höfðum nokkrar áhyggjur af því að Björn kæmist ekki í tuttugu ára afmælishófið þar eð hann var sárlasinn. Hann hafði ort gaman- vísur fyrir afmælið og ætlaði að syngja þær um kvöldið við undir- leik eins skólafélaga okkar. í fyrstu leit út fyrir að Björn treysti sér ekki til að mæta en á síðustu stundu ákvað hann að drífa sig og taka þátt í gleðskapnum. Það síð- asta sem við áttum tal við Björn var að spyrja hvort hann treysti sér til að syngja vísurnar sínar. Hann sagðist ekki treysta sér þá stundina en ef til vill síðar um kvöldið. Við sáum hann ekki eftir það. Hann var farinn áður en við vissum. Við skólasystur hans kveðjum góðan vin og vottum að- standendum hans samúð okkar. Anna Sigríður, Kristjana og Sigrún Laugardagur 25. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Kjartan Þorgilsson kennari Fœddur 1. 11. 1905 - Dáinn 17. 6. 1988 Þangað vill fé sem fé er fyrir á Þorgils í Knarrarhöfn að hafa sagt þegar honum og konu hans Halldóru fæddust tvíburarnir 1. nóvember 1905. Þeir tvíburarnir Kjartan og Jóhannes voru 11. og 12. í röðinni barna þeirra hjóna sem alls urðu fjórtán. Við þessum stóra hópi blasti efnaleg fátækt svo sem reyndar var reglan frem- ur en undantekning í heimi al- þýðu um síðustu aldamót. Þess vegna urðu ummæli Þorgilsar fleyg í sveitunum við innanverð- an Hvammsfjörðinn að þau lýstu því viðhorfi sem einkenndi dag- far þessa fólks; viðhorf sem virtist eilítið kaldranalegt á yfirborðinu en var það ekki í raun. Þetta var miklu fremur ein af óteljandi að- ferðum til þess að lifa þrátt fyrir allt og allt. Mörg ár eru nú liðin síðan Jó- hannes Þorgilsson lést en á mánu- daginn verður gerð frá Neskirkju útför Kjartans Þorgilssonar kennara frá Knarrarhöfn, en hann lést í Reykjavík á áttugasta og þriðja aldursári. Systkinin í Knarrarhöfn urðu 14 talsins sem fyrr segir; enn lifa þrjár af fjórum systrum, með Kjartani lést tíundi og síðasti bróðirinn. Móðir Kjartans lést er þeir tví- burarnir voru þriggja ára og Steinunn elsta systirin tók að sér forystu í heimilishaldinu. Var sérlega kært með þeim Steinunni og Kjartani ævinlega og má segja að hún hafi þá strax frá sextán ára aldri gengið yngri systkinunum í móðurstað. Kjartan Þorgilsson vann öll al- geng störf til sjós og lands framan af ævinni. Var vinnumaður víða um landið. Varð búfræðingur á Hvanneyri 1927, stundaði land- búnaðarnám í Noregi 1928-1929. Lauk svo kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands vorið 1940. Lauk smíðakennaraprófi 1951. Kenndi reyndar löngu áður en hann lauk kennaraprófi: Hann var kennari í Vestur-Eyjafjalla- hreppi 1933-1934. Áuðkúlu- skólahverfi Vestur-Is. 1935-1934- 1935, Rauðasandi 1940-1942, barnaskólanum í Grindavík 1942-1950, Austurbæjarskólan- um í einn vetur og svo loks í Mela- skólanum til starfsloka. Kjartan var alla tíð virkur í fé- lagsmálastörfum varð snemma sósíalisti og var liðsmaður Sósíalistaflokksins og seinna Al- þýðubandalagsins. Hann var brennandi af áhuga allt til síðustu stundar.'Naut hreyfingin oft góðs af því, að ekki sé fastar að orði kveðið, í rauninni varð stjórnmálahreyfing íslenskra sós- íalista afl vegna þess að menn eins og Kjartan þúsundum saman voru tilbúnir að deila lífskjörum með hreyfingunni. Ég átti oft er- indi við Kjartan síðustu árin, ekki síst þegar selja þurfti happdrætti- smiða eða þegar afla þurfti fjár fyrir Þjóðviljann. Aldrei fór ég erindisleysu og reyndar jafnan fullviss um að Kjartan gerði eins og hann gat. Kjartan gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir hreyfinguna. Var til dæmis fréttaritari Þjóðviljans í Grindavík 1946-1950. Og 1959 í sumarkosningunum fór hann í framboð fyrir Alþýðubandalagið í Dalasýslu. Flokkurinn hafði ekki mikið fylgi í Dölum, einkum voru þessar kosningar erfiðar þar sem tekist var á um kjördæmis- málið og þess naut Framsókn vafalaust umfram það sem ella hefði verið. Friðjón Þórðarson, systursonur Kjartans var í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ásgeir í Ásgarði fyrir framsóknarmenn sem þarna unnu veglegan sigur í kosningun- um. Ekki fór Kjartan heldur í fram- boð vestur að leita að frægð fyrir sjálfan sig. Slíkt var honum ekki að skapi; hann hefur vafalaust tekið framboðið að sér eins og hvert annað verk sem vinna þurfti fyrir málstaðinn. í upphafi var minnst á þau orð sem Þorgils heitinn í Knarrarhöfn mælti þegar þeim Halldóru fædd- ust tvíburarnir. f Knarrarhöfn var skínandi fátækt. En ég hygg að á engan sé hallað þó fullyrt sé að óvíða ef nokkurs staðar hafi menntunarþráin verið eins sterk og í börnunum í Knarrarhöfn. Þar fór Þorgils fyrir, en þessa sterku þörf fyrir menntun og þekkingu hafði Steinunn líka og síðan yngri systkinin. Steinunn varð gagnmenntuð kona þó hún kæmist aðeins einn vetur í skóla. Þessi menntunarþörf og sterka krafa um þekkingu var þeim systkinum því öllum í blóð borin. Hún var einnig grunnur þeirrar ríku réttlætiskenndar sem Kjart- an Þorgilsson átti allt til síðasta dags. Ég kveð þennan vin minn, fé- laga og sveitunga með þessum orðum og sendi ættingjum hans og vinum samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Svavar Gestsson Stöðugt heggur dauðinn skörð í raðir mannanna. Að meirihluta er það eldra fólk sem fellur fyrir sigð hins slynga sláttumanns, þó að yngra fólk falli þar og ti) fold- ar. Stundum r líkast því að dauðs- föll séu tíðari í einn tíma en ann- an. Undanfarið hefur dáið óvenju margt fólk. Minnist ég ekki að hafa heyrt jafn margar andlátsfregnir í útvarpi og frá því síðla vetrar og fram undir þetta. Það er nokkuð til í þeim orðum sem ég lét eitt sinn falla í erfiljóði eftir roskinn mann, að tíminn færi mannlífið með sér og að mar- kvisst sé rutt á burt. Er ef til vill einhver tilgangur í því að láta fólk fæðast, lifa nokkur ár og hverfa síðan á braut, án þess að nokkur sýnilegur árangur hafi orðið af lífi þess? Þessar og þvílíkar hugsanir bærast með mér, er ég frétti lát gamals manns og tryggs vinar hér í blokkinni, þar sem ég hefi búið um árabil. Kjartan Þorgilsson andaðist í sjúkrahúsi á sjálfan þjóðhátíðar- daginn, eftir að hafa legið í dái um alllangan tíma. Hann veiktist snögglega, er hann var staddur á stofnun, sem vistar aldrað fólk. Þar var hann raunar gestur, en hann átti heima í íbúðinni sinni stóru og vistlegu að Hjarðarhaga 24 til æviloka. Kjartan var einn af byggjendum þessa mikla sambýl- ishúss, sem telur 38 íbúðir og nefnt er í daglegu tali Kennara- blokkin. Kjartan var bókamaður mikill og batt bækur sínar inn í sterkt band. Snyrtimaður var hann frábær. Hann var sífellt að bæta íbúð sína og gera hana vist- legri. Sjálfur var hann jafnan vel til fara. Hann vissi hvað það þýddi. Hér skal lítillega farið ofan í saumana á æviferli Kjartans. Hann var fæddur að Knarrarhöfn í Hvammssveit. Voru foreldrar hans hjónin Þorgils Friðriksson, bóndi í Knarrarhöfn, og Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir. Börn áttu þau mjögmörg. Nafnkunnur maður úr þessum stóra systkinahópi varð Þórhallur, magister í rómönskum málum. auk Kjartans lögðu stund á kennslu: Helga yfirkennari og Sigmundur skólastjóri. Kjartan lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1940. Búfræðingur varð hann frá Hvanneyri rúmlega tvítugur. Ævistarfið varð kennsla, eins og vænta mátti. Þá fór fólk nær ein- göngu í Kennaraskólann með það í huga að gerast kennarar. Hann kenndi í Vestur-Eyjafjalla- skólahverfi einn vetur og annan í Auðkúluskólahverfi í Vestur-ísa- fjarðarsýslu, áður en hann hafði lokið kennaraprófi, en eftir kennaraprófið var hann kennari á eftirtöldum stöðum: í Rauða- sandsskólahverfi í tvo vetur, Grindavíkurskólahverfi í átta vetur, við Austurbæjarskólann einn vetur. En frá 1951 og til starfsloka, 1974, var Kjartan kennari við Melaskólann. Þar voru hans bestu starfsár. Nokkuð gaf Kjartan sig að fé- lagsmálum. Hann var róttækur í stjórnmálum og bilaði aldrei í trú sinni á sigur sósíalismans. Annað komst aldrei að. Það var framtíð- in, að hans dómi. í Grindavík var Kjartan umboðsmaður Máls og menningar. Ég hef minnst á bókasafn Kjartans. Því var ég allkunnugur. Hann átti Tímarit MM frá upphafi og flestar bækur, sem Mál og Menning gaf út frá 1937. Tímaritið Rétt mun Kjart- an hafa átt að mestu frá upphafi. Rit Brynjólfs Bjarnasonar lét hann að sjálfsögðu ekki vanta í bókasafn sitt. Sagt er að bóka- safnið segi meira um einstakling- inn en mörg orð geta gert. Skömmu fyrir andlát sitt seldi Kjartan bókasafn sitt, næstum eins og það lagði sig. Vissi hann að stutt mundi eftir af ævidegin- um? Mig grunar það. Hvernig kennari var Kjartan? Um það veit ég næsta lítið. En ekki kæmi mér á óvart, að hann hafi verið þar sami reglumaður- inn og lýsti sér heima. Kjartan kvæntist ekki og eigi lætur hann eftir sig afkomendur. Oft mun hann hafa verið ein- mana, en hann flíkaði lítt tilfinn- ingum sínum. Heimili átti hann fallegt og hlýlegt, og þess naut hann að ég tel. Hann var að vissu leyti gæfumaður. Heilsan var dágóð lengstaf. Á heimili sínu dvaldi hann fram undir það síð- asta. Kjartan var lágur maður vexti, þéttvaxinn. Hann var fremur lag- legur í andliti og hélt sér vel á ytra borði fram á elliár. Afmæli sín héit Kjartan hátíðleg, síðast átt- ræðisafmælið. Þá var margt gesta hjá vini mínum, Kjartani. Hann var vinmargur og vinfastur. Nú sakna hans vafalaust margir. Ég kveð hann með kærri þökk fyrir kynnin, sem orðin voru alllöng, eða frá því að ég fluttist fyrst í blokkina á síðsumardögum 1969. Ástvinum hans vottast samúð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.