Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 9
Herinn fér fyrir aldamót Hin alþjóðlega þróun er í okkar merki, friðarsinna og herstöðvarandstœðinga Það hefur væntanlega ekki far- ið fram hjá neinum að vindar blása nú í friðarátt í alþjóða- stjórnmálum.. Leiðtogar í austri og vestri, í Asíu, Afríku og Mið- Ameríku setjast nú hvað eftir annað að samningaborði í stað þess að berja á hver öðrum. So- véski herinn er á leið út úr Afg- hanistan, her Víetnam út úr Kambútseu, samningar að hefj- ast um Namibíu og ennþá ríkir vopnahlé í Nicaragua. En þrátt fyrir þetta er nú víða vopnaskak í heiminum, styrjald- arátök og minniháttar erjur. Þær verða áfram fylgifiskur mann- anna þegar þeir takast á um yfir- ráð, auðæfi og völd. Misrétti af hvers konar tagi mun alltaf leiða af sér átök og erjur, það er sög- unnar dómur. Það er hins vegar skýr staðr- eynd að afvopnun er hafin. Fyrsta skrefið hefur verið stigið í þá átt. Þetta hefur í raun gerst á stuttum tíma því að það eru að- eins þrjú ár síðan Gorbatsjov gekk fram á sjónarsviðið og sagði að hann vildi stefna að því að eyða öllum kjarnorkuvopnum fyrir árið 2000. Nýtt tímabil af- vopnunar og friðar var hafið í al- þjóðamálum. En gefum Svavari orðið. Nú sast þú allsherjarþing S.Þ. um afvopnunarmál 1982. And- rúmsloftið á þinginu nú hlýtur að vera ólíkt því sem þá var ríkjandi Já, þá voru allt önnur sjónar- mið ríkjandi. Reagan var þá ný- kominn til valda og hernaðarút- gjöld fóru stigvaxandi um allan heim. Eftir að Gorbatsjov gaf út sína frægu yfirlýsingu sem mörg- um málsmetandi mönnum fannst reyndar hreint bull þá, hafa hjól- in snúist með miklu meiri hraða held ég en menn áttu von á. Þjóð- ir heimsins kalla á afvopnun og minni hernaðarútgjöld og af þeirri braut verður ekki snúið. Nú eru stríðsáætlanir eins og t.d. stjörnustríðsáætlun Reagans hreinlega komnar í ruslafötuna. Því verður vart með orðum lýst hvað andrúmsloftið hefur breyst friðaröflum í hag. Mikilvœgara hlutverk S.Þ. sem eftirlitsaðila En hvað erþað athyglisverðasta í umrœðunni nú á þinginu að þínu mati? Aðalumræðuefnin hér eru af- vopnun á flestum sviðum. Fyrst er rætt um kjarnorkuafvopnun. Þá eru í undirbúningi viðræður um hefðbundin vopn. Samningur er í smíðum um að banna með öllu efna- og eiturvopn. Hafnar eru umræður um vígbúnaðinn í hafinu og þær munu örugglega skila einhverjum jákvæðum nið- urstöðum en þar þurfum við ís- lendingar að þrýsta mikið fastar á. En til þess að unnt verði að ganga til afvopnunar og um leið að tryggja að vígvæðingin hefjist ekki á ný verður að vera til sterk- ur eftirlitsaðili. Sá aðili getur að- eins verið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegan fer hlut- verk S.Þ. vaxandi á næstu árum. Á því er ekki nokkur vafi. íslendingur í Líbanon Eru Islendingar einungis áheyrendur og áhorfendur í þessu starfi? Komum við eitthvað nálœgt því sem S.Þ. eru að gera á vett- vangi út í heimi? Við tökum náttúrlega ekki þátt í starfi friðargæslu- og eftirlitss- veita eins og t.d. hinar Norður- landaþjóðirnar gera. En það er ánægjulegt að einmitt um þessar mundir skuli það gerast í fyrsta sinn að íslendingar senda sér- stakan sendiherra til Sameinuðu þjóðanna til að fjalla um afvopn- unarmál. Einnig að það skuli ger- ast einmitt nú að íslendingur gegnir nú „hærri“ stöðu innan Sameinuðu þjóðanna en nokkru sinni fyrr: Ragnar Guðmundsson sem starfaði í Afghanistan á veg- um Þróunarstofnunnar S.Þ. þar til nú í vetur verður sérlegur full- trúi aðalritara S.Þ. í suðupottin- um Líbanon. Ég hitti Ragnar og konu hans á dögunum hér í New York óg það var spennandi að fræðast um þessi mikilvægu verk- efni sem Ragnari hafa verið falin. Herinnfer og Nató breytist og hverfur líka Steingímur Hermannsson hefur reynt að koma með nýjar áherslur inn í utanríkismálin í ráðherratíð sinni en er bundinn í báða skó við fyrri samninga og þœr hernaðar- framkvœmdir sem nú eiga sérstað í landinu. Geta herstöðvarandstœð- ingar og friðarsinnar á íslandi ekki vœnst þess að frekari breytingar verði á utanríkisstefnu okkar á nœstunni? Já, það hefur gengið hægt að koma okkar stefnumálum fram á undanförnum árum. En þó að við höfum ekki staðið okkur nógu vel á íslandi er hin alþjóðlega þróun að breytast okkur í vil. Atburðir afvopnunarmálanna birta árang- ur friðarhreyfinganna. Utanríkis- ráherra Sovétríkjanna talar um að ríki eigi að leggja niður allar herstöðvar utan eigin landamæra fyrir aldamót. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hótar nú að loka tveimur stærstu herstöðvum Bandaríkjanna utan bandaríska landssvæðisins þ.e. herstöðvun- um á Filippseyjum. Og vertu viss: Áður en langur tími líður munu hefjast alþjóðlegar viðræður um að leggja niður herstöðvar er- lendis - líka herstöð Bandaríkja- manna á íslandi. Þá verða hern- aðarbandalögin bersýnilega úr- elt, en ve.rða kannski notuð sem útibú frá Sameinuðu þjóðunum til þess að fylgjast með afvopnun. Við munum þá búa við nýtt al- þjóðlegt öryggiskerfi undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. í þessu sambandi er líka vert að hafa í huga það sem er að gerast í Bandaríkjunum sjálfum. Þar eru menn í vaxandi mæli að krefjast samdráttar í útgjöldum til her- mála. Dukakis sem vel gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna boð- ar samdrátt í útgjöldum til hern- aðar. Hann krefst þess að hinar Nató-þjóðirnar beri stærri hluta kostnaðar en verið hefur til þessa. Það verða þær aftur tregar til þess að gera. Allt þetta mun því hafa það í för með sér að dreg- ið verður úr hernaðarkostnaði Bandaríkjanna erlendis. Þetta þýðir einnig aukinn áhuga þeirra á því að eftirlitsstofnanir og allt þetta samanlagt og margt fleira mun hafa það í för með sér að bandaríski herinn fer frá íslandi og Nató hverfur í núverandi mynd. Vert er að vekja sérstaklega at- hygii á því sem er að gerast í Afg- hanistan. Sovétríkin eru að draga þaðan her sinn. Hvað tekur þá við? Sameinuðu þjóðirnar! Þetta er enn ein staðfestingin á því að hlutverk S.Þ. mun fara vaxandi ekki aðeins við að koma í veg fyrir vígvæðingu á ný og treysta afvopnun heldur líka til þess að tryggja smáþjóðirnar svo að stór- veldin láti þær í friði. Hvenœr megum við þá búast við því að herinn fari héðan? Miðað við hraðann sem hefur verið á málum að undanförnu: legu starfi herstöðvarandstæð- inga hérlendis. Samdrátturinn í hernaðarþenslu nú á rætur að rekja til friðarhreyfinganna. Á sama hátt þarf hið nýja öryggis- kerfi sem tekur við að vera verk friðarhreyfinganna. Við verðum að skapa sem allra víðtækasta samstöðu um það sem á að taka við þegar herinn fer og þegar ís- lendingar hverfa úr Atlantshafs- bandalaginu. Okkar stefna er á dagskrá Það erþá styttra íþað en margur heldur að þeir sem barist hafa fyrir friði og gegn heraðarhyggju verði ofan á? Já, en þrátt fyrir hagstæðar ytri kringumstæður verðum við að gæta réttar okkar og stöðu sem þjóðríkis En munum það umfram allt að hin alþjóðlega þróun er í okkar merki, friðarsinna, herstöðvar- andstæðinga. Við höfum til dæm- is í áratugi barist fyrir því að her- inn færi og að ísland færi úr Nató en að um leið tæki við alþjóðlegt eftirlitskerfi. Okkar stefna er á dagskrá af því að æ fleiri viður- kenna að hún er eina lausnin á vandamálum samtímans - víg- búnaðarbrjálæðið leysir engan vanda en magnar öll vandamál í óviðráðanlegar stærðir. -GSv. GÓÐIR AÐGRÍPAÍ Gríptu smurostana í nýju 20 gramma dósunum í hádeginu, þeir eru‘handhægir fyrir fólk á hlaupum. Og þú klárar þá í einni lotu! Fyrir aldamót. En um leið er á Við verðum að fylgja eftir hinni dagskrá okkar hlutur hér heima: alþjóðlegu þróun með myndar- Svavar Gestsson sat þriðja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál. Þingið hófstfyrir tveim vikum og lýkur í New York íþessari viku. Þjóðviljinn lagðiþví nokkrar spurningar jyrir hann á dögunum v *MjÖw° Laugardagur 25. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.