Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 13
Bandaríkin ERLENDAR FRÉTTIR Fæðið bömin, ekki sprengjumar Friðarleiðangur stöðvaður á landamœrunum. Reaganstjórn- in heldur fast við viðskiptabannið á Nicaragua Landamæraverðir koma í veg fyrir að 40 vörubílar full- hlaðnir af matvælum og fatnaði handa börnum í Nicaragua kom- ist leiðar sinnar. Leiðangurs- menn, flestir uppgjafa hermenn frá Víetnam og fjölskyldur þeirra, voru stöðvaðir 7. júní í landamærabænum Laredo í Tex- as. Þeir hafa ekki gefist upp og söfnuðust saman við Hvíta húsið á þriðjudaginn og mótmæltu því að Reaganstjórnin leggði stein í götu þeirra. Leiðangursmenn hrópuðu slagorð eins og: Fæðið börnin, ekki sprengjurnar; Reiðhjól ekki sprengjur, og fleira í þeim dúr. Hópurinn reynir að fá stuðning innan þingsins til að koma leiðangrinum áfram. „Ég er hræddur um að ekki sé nægjan- legur stuðningur í þinginu við þessa ferð. Það ætti að leyfa þessu einstæða fólki að fara með þennan farm til Costa Rica. Þar getur það fengið Oscar Arias forseta landsins sem hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nó- bels til að skipuleggja dreifingu á honum,“ sagði Brian Willson friðarsinni. Hann missti báða fæt- urna þegar hann tók þátt í mót- mælum gegn stefnu Bandaríkja- manna í Mið-Ameríku. Viðskiptabann Bandaríkjanna á Nicaragua kemur í veg fyrir að fólkið komi mat, fatnaði og lyfj- um til þurfandi fólks í hinu stríðs- hrjáða landi. Stjórn Reagans sit- ur nú hugsi yfir því hver næsti leikur eigi að vera í viðureign Contranna við stjórnina í Nicar- agua. Vopnahlé er ennþá í landinu og er það haldið ennþá þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum stíðsaðila þann 9. júlí. Contrarnir bera sig illa upp við Bandaríkja- stjórn og heimta meiri stuðning af hennar hálfu. Stjórnin getur í raun engu lofað þar sem þingið kom í veg fyrir áætlun hennar um að styðja myndarlega við skærul- iðana á sínum tíma. A meðan minnkar slagkraftur Contranna og sá aðili sem rýfur vopnahléð sem nú hefur staðið í einn og hálf- an mánuð verður harðlega dæmdur af þjóðinni sem liðið hefur stríðshörmungar í 7 ár. Efnahagur landsins er í rúst og Nicaraguamenn þarfnast nú friðar til þess að byggja upp. Hvort sá friður fæst kemur í ljós á næstu mánuðum. Reuter/-gsv. Börn Nicaragua vantar nú mat, föt og læknislyf vegna þess að landinu hefur verið haldið í stríðsherkví í langan tíma. Þetta eru SS-20 og Pershing 2 flaugar: Alls munu 2740 slíkar kjarnork- usprengjur verða eyðilagðar næstu fjögur árin. Afvopnun Sérfræðingar hefjast handa Útrýming á Pershing2 og SS-20 flugskeytum í undirbúningi Fimm sovéskir sérfræðingar komu til Utha í Bandaríkjun- um í gær í þeim tilgangi að undir- búa eyðileggingu þeirra kjarn- orkuvopna sem búið er að semja um að hverfi. 1. júlí koma svo 30 sérfræðingar í viðbót til að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Herkúles Inc‘s Magna-her- stöðin, sem er skammt frá Salt Lake City í Utha, er sú eina sem Sovétmenn munu hafa afskipti af í bráð. Þar eru Pershing 2 kjarn- orkuskeyti sem framleidd voru á árunum 1982-87 fyrir flugherinn. Samkvæmt hinum nýstaðfesta INF-samningi stórveldanna á að eyðileggja 859 skammdrægar kjarnaflaugar í Bandaríkjunum á móti 1881 samsvarandi flaug í So- vétríkjunum. Þessar flaugar draga frá 500-5500 km vega- lengd. Tímabilið frá 1. júlí til 31. ágúst verður notað til þess að undirbúa þá athöfn að eyðileggja þessi stríðstól. Sovéskir og bandarískir sérfræðingar munu telja ná- kvæmlega og taka saman yfirlit yfir þau tæki og vopn sem falla undir INF-samninginn. Bandarískir sérfræðingar fara til Sovétríkjanna í samskonar til- gangi á þriðjudaginn. Þeir munu fara til Votkinsk þar sem SS-20 flaugarnar voru framleiddar. í Votkinsk og Herkúles verða flestar þær flaugar eyðilagðar sem falla undir hinn nýja samn- ing. Þá verða skammdrægar flaugar einnig eyðilagðar í Texas, Kóloradó í Bandaríkjunum og í Hausen í V-Þýskalandi. Eftir að ár er liðið frá því að INF-samningurinn gekk í gildi verða stórveldin að eyðileggja vopnin innan þriggja ára. Reuter/-gsv. Noregur EFTA-ríkjum boðið heim Brundtland býður ráðherrum EFTA-ríkjanna tilfundar um viðskiptin við EBE Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra Noregs hefur boðið forsætisráherrum hinna EFTA-ríkjanna til fundar í Osló í mars á næsta ári. Þar geta ráðamenn þessara þjóða sem eru auk Noregs, ís- land, Finnland, Svíþjóð, Austurríki og Sviss borið saman bækur sínar fyrir þær miklu breytingar sem verða á Efnahags- bandalaginu 1992. „Samkomulagið innan EFTA er einn af mikilvægustu þáttum þess að við náum þeim markmið- um okkar að hafa áhrif á Evróp- umarkaðinn þegar þar að kemur. Þess vegna er þörf á pólitísku frumkvæði nú og boð mitt til hinna EFTA-ríkjanna er einmitt í þeim tilgangi,“ sagði Brundtland á fréttamannafundi í gær. Austurríki er eina þjóðin í EFTA sem hefur lýst því yfir að hún muni ef til vill ganga í Efna- hagsbandalagið. Af því getur jafnvel orðið á næsta ári. Hinar þjóðirnar allar hafa lýst yfir á- hyggjum sínum af því að Efna- hagsbandalagið muni setja nýja tolla á viðskipti þessara landa þegar Evrópa verður einn mark- aður hvað varðar vöruskipti, peningaflæði, þjónustu og vinnu- afl. Reuter/-gsv. Dukakis þykir ekki hafa sanrtfærandi stjórn á fjármálum síns eigins fylkis. Bandaríkin Dukakis leggur á tóbaksskatt Fjárlagagatinu áfylkissjóði lokað með aukinni skattheimtu. Pvert á loforð í kosningabaráttunni Michael Dukakis, fylkisstjóri í Massachusetts og lílega næsti forseti Bandaríkjanna, beitir nú öllu ráðum til þess að láta enda ná saman í fjármálum fylkisins. Hann hefur lagt skatta á sígarettur og í undirbúningi eru fleiri skattheimtur til að bæta í gatið á fylkissjóðnum. Sem forsetaframbjóðandi vakti Dukakis einmitt athygli fyrir það, að hann sagði að það væri það síðasta sem hann myndi gera í ríkisfjármálunum: Að leggja á meiri skatta. Það væri neyðarráðstöfun. En nú stendur hann sjálfur frammi fyrir því að um 400 milljón dollara vantar í fylkissjóðinn í Massachusetts. Þetta þykir dálítið kátlegt í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann er þó hvergi banginn og segir að einmitt vegna þess hve hann sé reyndur í því að ná jafnvægi á í fjármálum fylkis- sjóðsins hafi hann verið valinn forsetaefni demókrataflokksins. Hinir nýju skattar munu færa fylkissjóði um 200 milljón dollara á ári. Á fréttamannafundinum neitaði hann því alfarið að hann hefði vitað um hver ætti það land scm nýlega var tekið undir nýtt fylkisfangelsi sem á að reisa í Massachusetts. Á kreik komust sögur um að Dukakis hafi gefið landeigendum upplýsingar og ráðleggingar um hvað væri í vændum. Mörgum fylkisbúum finnst fnykur af málinu en fylk- isstjórinn varðist fimlega og sagð- ist hvergi hafa komið nærri.„Ég hef ekki hinn minnsta áhuga á því að vita hver á hvað,“ sagði Duk- akis og lét ásakanir engin áhrif hafa á sig. Reuter/-gsv. Laugardagur 25. júní 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.