Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 2
Dándimaður vikunnan í rósa- garöinum FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Komið fram í apríl. Þjóðviljinn POTTÞÉTT STÖÐUTÁKN BMW 500 er nýr bíll sem ekki fæst keyptur notaður erlendis og út á það m.a. mun hann örugg- lega seljast hér. Bíllinn HYGGINDI SEM í HAGKOMA Síðan liðu árin. Ég róaðist, full- orðnaðist og fitnaði. Þá tók ég aftur upp þann sið að ganga með slifsi. Ég hnýtti á mig bindi en get ekki sagt að ég hafi borið það vel. Bindið gat ómögulega verið til friðs framan á ýstrunni á mér. Það lenti ýmist ofan í súpudiskin- um eða lafði til hliðanna. Það var því ekki um annað að ræða en taka uþp þverslaufuna á ný. Nýtt líf SNÚItí Á FAGFÉLÖGIN En þar sem ég hef ekki starfsrétt- indi sem fatahönnuður var eina leiðin að eignast eigið fyrirtæki. Nýtt líf HEIMSPEKIHINNA LÖNGU FINGRA Eitt af því fáa sem hægt er að ganga að sem vísu er að ein- hverjir kaupa stolin bíltæki, vit- andi eða óafvitandi. Væri það ekki staðreynd hefði þjófnaður- inn engan tilgang þar sem hann gæfi ekkert í aðra hönd. Bíllinn SVO STINGUM VIÐ ÚT KÚRSINN Fundurinn leiddi okkur að mikil- vægu stigi. Við áttuðum okkur á því hvar við stöndum. Þjóðviljinn BRAGÐ ER AÐ... Stalín kennt um stríðsógnir. Morgunblaðið EÐA ÞANNIG Að eyða misskiptingu þýðir líka að þeningar flytjast til. Morgunblaðið MANNI GETUR NÚ SÁRNAÐ Tortryggni karls á rætur að rekja til þess að hann hafði verið rúinn inn að skinninu af besta vininum er hrifsaði eiginkonuna í kauþbæti. Morgunblaðið HVAÐ ÞYRFTI TIL? Stæðl á Gohen. Þjóðviljinn SKAÐI SKRIFAR Ég skal játa þaö að stundum fellur mér allur ketill í eld og þá verður mikið hviss í sálinni og vandræði. Ég hefi verið í svona niðursveiflu að undanförnu og skammast mín dálítið fyrir það sem sjálfstæður maður og ábyrgur. En svona er þetta nú samt. Æ, hugsaði ég, hvað á að þýða að vera að þessu? Ekkert er sem var. Kommúnistahelvítin horfin, SÍS frændi á grafarbakkanum og enginn eftir til að skammast við. Sjálfstæðisflokkurinn minn á einhverju undarlegu reiki eins og hvurt annað þang í sjónum, enginn veit á hvaða leið og til hvers. Og annað eftir þessu. Enginn vill éta lambakjötið. Fiskurinn að komast úr tísku, refaskinnin hanga eins og latir draugar í sínum óseljanlegleika og bráðum drukknar eldislaxinn úr leiðindum. Ekki einu sinni hægt að fá sér í staupinu sér til algleymis fyrir úrtölum upp þurrkaðra alka og allt kvenfólk eins og orðið of ungt fyrir mig. Er þetta nokkurt líf annars? Víst er það erfitt, sagði einn vinur minn sem ég rakti fyrir þessar raunir mínar. En þetta er bara sjálfskaparvíti. Hvurnig þá? spurði ég. Þú horfir ekki í rétta átt, sagði hann. Þú ert svo efnis- legur og jarðbundinn. Þú ert ekki nógu andlegur. Jæja, sagði ég. Og hvaða anda á ég að gleypa? Þú átt að hlusta á nið aldanna, sagði hann. Einmitt, sagði ég. Og hvar í djöfli er hann að finna? Engan æsing, Skaði, sagði hann. Aðgát skal höfð í návist framtíðar. Framtíðar? Já, hefurðu ekki lesið bókina um Framtíðarsýnir sjá- enda? Nei, sagði ég. Þú ert ekki við mælandi, sagði vinur minn forkláraður. í þessari bók sérðu að allt er á hinni bestu leið og þá einmitt á íslandi. Já en verðbólgan er aftur að komast á kommúnistastig- ið, sagði ég. Hvaða rugl Skaði. Þetta eru smámunir. Þetta er upphaf mikilla tíðinda. Því það má lesa um það hjá Nostradamusi og í Biblíunni og í Pýramíðanum, að þegar afgangurinn af heiminum lýtur í gras fyrir illverkum sínum, þá mun Ijós heimsins stafa af orkustöð og viskustöð hér á íslandi. Jæja, sagði ég, ætlar Landsvirkjun þá að fara að græða? Andleg orka, fyllir heiminn, sagði hann. Og mannkynsfræðarinn kemur fram hér í Reykjavíkur- geislanum og aldrei hefur verið neitt til jafn réttlátt og það sem hann gjörir. Ég hélt að hann væri þegar fundinn, sagði ég, hefurðu ekki lesið um sextugsafmæli Steingríms í Tímanum? Margir falsspámenn munu fram koma, sagði vinur minn. En þessi er Þór hinn nýi og úr fjórum áttum koma menn að votta honum virðingu sína. Líka frá Könum? spurði ég. Þegar æðsti valdamaður Bandaríkjanna, sagði vinur minn, hvetur til stríðs, þá mun eyja stöðugleikans fyrirlíta hann. Það er að segja ísland og þess leiðtogi. Stöðugleikans? sagði ég. Og stjórnin bráðum fallin. Vinur minn dæsti þunglega. Ég skil þetta ekki Skaði. Afhverju geturðu ekki verið pínulítið andlegur. Af hverju geturðu ekki opnað sálar- víddirnar? Viltu kannski ekki að heimurinn hlíti okkar leið- sögn? Heldurðu það verði ekki gaman þegar Ameríka sameinast okkur aftur eins og á dögum Leifs Eiríkssonar og þegar Rússar sjá að sér og kalla á okkur til að stjórna sér eins og þeir gerðu á dögum Væringjanna. Og svo koma allir hinir á eftir. Ég þagði við. Ég klóraði mér á bak við eyrað. Ég hristi hausinn. En samt: ég gat ekki að því gert, að spásýnirnar kitluðu mig að innan, og lyftu mér upp úr jarðbundnu volæði og pólitískum trekki og vind- gangi: já kannski, kannski er eitthvað til í þessu, kannski er ég....kannski erum við... Ég kom við í bókabúð og opnaði spádómsbókina góðu, Framtíðarsýnir sjáenda. Og sló upp í henni og sá þetta hér og mér fannst ein- hvernveginn það ætti svo vel við bæði hér og þar: „Skömmu áður en einvaldurinn er myrtur verður hala- stjarnan í merki Tvíburanna. Almannafé verður sóað til lands og sjávar....“ 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. juní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.