Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 3
Um þögn á þiöngu þingi Pollarnir með sjónum tæmast undan hraðsnúnum dekkjum bif- reiðarinnar sem brunar í átt að miðbænum undir himni sem er líkur því sem gerist í vatns- glösum. Glær og gegnsær, en blautur. Það hvín í pollunum þeg- ar þeir skvettast upp og út yfir malarkambinn meðfram sjávar- brautinni, því ég er að flýta mér hér í kvöld. Eg er að fara á Gaukinn og má lítinn tíma missa. Og þýður fákur ber mig hratt þar heim á biðraðarhlað. Andvarpi síðar er maður inn kominn og kemur sér fyrir í einu horninu, hangir þar eins og tóm- ur frakki, ósýnilegur, því hér í kvöld kem ég fram sem Einar Benediktsson, á frakkanum að- hnepptum og hnésíðum, óséður. Ég kannast þó við mig þar sem ég stend í þessu horni þarna og rýni yfir salinn í gegnum eld og reyk. Og áður fyrr kannaðist ég við hvern kjaft og klof hér í salnum sem nú er af, því nú er ég löngu vaxinn upp úr því að vera að kynnast fólki. Ráðsettur hangi ég því sem fyr og áfram þarna í bar- lausu horni og virði fyrir mér fén- aðinn á þessari veitinga-beit. Það er setið þétt og í sig skvett. Hér er höldur, halur, gaur og gæi. Og hér eru flyðrur, fljóð og pons og píur. Sem í eru bornar víur. Og það er kneyfað, knúsað, bylst og búsað. Já, og þessi er æði og þau eru bæði í leit að svæði fyrir börn og jafnað ræði. En ég þekki ekki neinn, og þó, þarna má við borð eitt kunna líta barnsmóður. Og þarna getur að sjá greina handa sinna skil einn lotinn og þrotinn og niðurbrotinn útvarps- mann með þrjú hundruð þætti undir augunum í leit að ársleyfis- mótívi. Ó vel! Og fleiri mætti ofan telja héðan úr Benediktísku horni, heimspekinema sem hugs- anir hekla og látbraðgs-skáld í lé- barðabuxum. En ekkert kemur mér þó úr innra jafnvægi alda- mótaskáldsins. Og bumba er knúð og bogi dreginn, blásinn er lúður og málmgjöll slegin. Svo glatt er leikið af gripfimum drengjum, yrki ég sem snöggvast þegar bandið hefur sinn háværa ramm- leik úr gagnstæðu horni og hausar gesta taka að tifa með og hendur á borðbrúnir detta. íslendingar sitja nú sem þjóð að nútíma- sumbli, sitja rassþungir við borð og hengja haus í bjórlausa könnu, verða drukknir án hreyf- ingar. Sem Einar segi ég það að okkur fellur þetta ekki vel. í há- vaðanum þegja menn og sitja hver gegnt öðrum með því einu að lyfta glasi og kinka tómum kolli. Þetta á ekki við okkur, við erum ekki borðapöntunar-fólk, okkur fellur betur að veltast um á milli borða en að allir sitji við það sama. Veltingur og læti, ósvífni og frekja, olnbogaskot og unda- nbrögð. Það vantar hin opnu svæði í veitingalíf íslendinga. En hér í kvöld er það þröng á settu þingi sem fyr og sjómenn- irnir sitja bartskornir í kringum hljómsveitina svo handstuttir að þeir ná varla í glösin á borðinu sem þeir sitja við en slá sér þess- ístað á lær og góla undir. Stelp- urnar dreifa sér um salinn og búa til svör í kolli sínum en sem þær þurfa þó aldrei að nota. Því nú eru hjálegutímarnir löngu liðnir og enginn fer lengur heim með neinum, fólk er mikið til hætt að heimsækja hvert annað. Til þess er veltingurinn of lítill, það er engin hreyfing á þessum skák- borðum, riddararnir reyna ekki einu sinni í drottningarnar. Og saman rölta þær því einar heim á leið, án þess að mynda nokkra kyn-slóð á eftir sér. Drengjunum lafir í leigubílum. En í auðum salnum stendur hinsvegar frakki minn enn, teinréttur og alltyrfinn íþessu marg-umþvælda horni, en sjálfur er Einar hinsvegar horfinn án harmafregnar út í beisaða sumarnóttina sem merlar raka- perlur á háleitt enni skáldsins en meitlar með hamars-tungu sinni jambrænar línur í geimvíðan hei- lann. Rétt áður en ég hverf inn í bíl- inn stend ég við hlið hans með hönd á húni eins og ökkla í ístaði og lít sem snöggvast upp á norðurhvel jarðar þar sem Esjan unir sér sem fyr undir hálofta- heimi, og Einar hefur að yrkja sig frá kvöldinu, frá stað og stund, frá Gauki á Stöng: Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga ? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! Hver getur nú unað við spil og vín? En ég næ honum þó fljótt niður í mér og inn í bílinn og á braut. Reykjavík, 22. júní 1988 Einar Benediktsson Völlur á Mogga Talið er líklegt að Morgun- blaðsmenn muni freistast til að treysta enn yfirburðastöðu sína í blaðaheiminum með haustinu, og eru nefnd umsvif á borð við mánudagsútgáfu, síðdegisútgáfu og stóraukna útgáfu um helgar í því sam- bandi. Það segir sig sjálft að Mánudagsmoggi yrði meira en lítið skeinuhættur DV, en að sögn heimildarmanna Þjóðviljans hefur slík útgáfa strandað á því að þaraðlút- andi samningar við fagfélög hafa ekki tekist. þá munu uppi hugmyndir um að gera eins- taka þætti helgarútgáfunnar að sjálfstæðari einingum eða blaðhlutum, í stað þeirra rugl- ingslegu kálfa sem nú tíðkast og bíta hver í annars hala. ■ Hnípin blöð í vanda Umsvif og veldi Moggans má vera „smáblöðunum" áhyg- gjuefni, og sú spurning eftir því nærtæk hvað beri að gera í stöðunni. Rekstur Tímans, Alþýðublaðsins og Þjóðvilj- ans mun ekki vera neitt til að hrópa húrra fyrir nú frekar en oftast áður, enda alltaf öðru hverju komið upp raddir um nánara samstarf og jafnvel sameiningu í einhverju formi, þótt lítið hafi gerst í þá veru. A einu sviöi að minnsta kosti er samvinna alveg gráupplögð, en það er helgarútgáfa: núna gefa þessi þrjú dagblöð hvert um sig út helgarblöð, fremur rýr í roðinu svona alla jafna enda grimmilega undir- mönnuð eins og það heitir á vondu máli. Hér er verk að vinna og það er það að sam- einast um veglegt og efnis- mikið helgarblað. Hugmynd- inni er hér með komið á flot við lesendur jafnt og uppúrstand- andi rekstrarfrumkvöðla blað- anna þriggja. ■ Fréttastofuraunir Tæknihliðinni er eitthvað meira en lítið áfátt þessa dag- ana á fréttastofu Sjónvarps- ins, og það svo að þegar draugagangurinn keyrir úr hófi gónir maður á skjáinn í forundran; viðmælendur í ein- stökum fréttabútum eru ekk- ert frekar ífókus, hljóðið á það til að detta út langtímum sam- an, en trúlega var botninum náð fyrir rúmri viku þegar ekki tókst einu sinni að klára veðurfréttirnar. Skyldi maður þó ætla að jafn klossfastur lið- ur í dagskránni byði ekki upp á neina sérstaka útsendingar- örðugleika. Eflaust er fjöldi manns á stofnuninni í sumar- fríi og því margt um af- leysingamanninn, en hvort það eitt og sér nægir til að skýra þessi ósköp er allt önnur Anna. Þegar klúðrið keyrir úr hófi er engu líkara en að hreinlega sé um skemmd- arverk að ræða. ■ Hannes fagnar Óvissunni í sambandi við lekt- orsstöðuna í stjórnmálafræði við háskólann fer senn að Ijúka. Talið er að Birgir (sleifur Gunnarsson menntamála- ráðherra muni tilkynna hver fær stöðuna um eða upp úr mánaðamótunum. Pólitískir vinir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar hafa sumir verið að fagna sigri hans fyrirfram og segja Birgi nú þegar hafa ákveðið að gefa Hannesi stöðuna. Fluga á vegg heyrði Hannes sjálfan síðan segja að eitthvað yrði að gera fyrir Ólaf Þ. Harðar- son þegar hinn fyrrnefndi hefði fengið starfið. í háskólanum eru menn orðnir þreyttir á pólitískum stöðuveitingum og vilja að faglegt mat ráði alfarið hverjir fá einstakar stöður. Það er því víst að ef Birgir ræður Hannes verður það honum annað Sjafnaryndi. ■ Kosningaraunir Kosningabaráttan fyrir forset- akosningarnar er um margt einstök. Annar frambjóðand- inn lætur sem hann sé ekki í framboði, en er þeim mun ötulli við að embætta fyrir opnum tjöldum þessa dag- ana. Mestur tími og orka hins fer í að senda út um borg og bæ áskorendastefnur í ör- væntingarfullri tilraun til að fá fjölmiðlana til að Ijúka upp skjánum og hleypa sér að. Það er því ekki nema von að einstaka stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur rugl- ist í ríminu þegar komið er í kjörklefann. Góðkunningi blaðsins kaus á dögunum utankjörfundar. Þegar hann kom út úr kjörklefanum viss í sinni sök, sagði hann hróðug- ur: Er það ekki Vigdís Þorsteinsdóttir? ■ Þá vitum við það Átökin innan Sjálfstæðis- flokksins vegna byggingar ráðhúss í Tjörninni taka á sig hinar undarlegustu myndir þessa dagana. Einn helsti andstæðingur ráðhússins innan flokksins er Leifur nokk- ur Sveinsson af Völundarætt og bróðir Haraldar Sveins- sonar framkvæmdastjóra Ár- vakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins. Leifur þessi er með fastan sagnadálk í Lesbók Mbl. og fyrir skömmu birtist þar skýring Leifs á því af hverju Davíð sækir það svo fast að ráðhúsbyggingin rísi í Tjörninni. Hún er sú að þegar borgarstjóraefni flokksins voru valin fyrir kosningarnar 1982 á fundi í Borgarnesi varð Davíð fyrir því óláni að vera barinn í rot af vestlenskum All- aballa sem mislíkaði NATO- daður Davíðs og síðan þá hef- ur Davíð ekki verið samur maður og haldinn hálfgerðu mikilmennskubrjálæði sem sést best á því hve honum er það mikið kappsmál að reisa sér minnisvarða í formi ráð- húss í Tjöminni. ■ Sunnudagur 26. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.