Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 6
fræðum, en sá áhugi væri einatt yfirborðskenndur. Aftur á móti líkaði honum vel það samstarf sem tekist hefur í nýstofnuðum „Félögum miskunnseminnar“, þar sem trúaðir og aðrir vinna saman að því að hlynna að öldr- uðum einstæðingum. - Á þeim grundvelli skapast einatt traustur áhugi á kirkjunni, sagði hann. Barnafrœðsla og fleira Enn er ósvarað þeirri spurn- ingu hvort ríkið slaki verulega á takmörkunum sem hafa í raun verið í gildi á því, að kristin fræði væru kennd börnum í hópum (það hefur verið leyft á einstakl- ingsgrundvelli). Og enn vantar kver og fleira þesslegt til slíkrar kennslu. Stojkov vonaði hið besta: Við breyttum engu í okkar reglugerðum um þetta mál á kirkjuþinginu, sagði hann - en við verðum reiðubúnir með til- tekin viðbrögð þegar lögum ríkis- ins verður breytt. Vel á minnst, Stojkov: hann minnti á það, að svör kristinna manna við lífsvandanum nytu nú meiri virðingar í bókmenntum en áður (Raspútín. Bykov ofl). Hann ræddi líka um þau vand- kvæði, að yngra fólk er slitið frá hefð kirkjunnar og á t.d. erfitt með að skilja lítúrgíuna vegna þess að hún er á fornri slavnesku. Hann sagði að það ætti að koma til móts við þarfir fólks til að skilja messusönginn - án þess að fórnað yrði fornri fegurð hans. Gegn tísku, með einlœgni Við vitum ekki hvað verður - en ærnar ástæður eru til að ætla að rússnesk kirkja muni eiga betri daga í vændum en hún hefur lengi átt. Hún getur meira að segja komist i tísku eins og það heitir. Um þá hluti ræddi sovésk- ur sagnfræoingur á dögunum við Dmítri Líkhatsjov, sem hefur meira og betur skrifað um fornan rússneskan, kristinn menningar- arf en aðrir menn. Sagnfræðing- urinn minnti á að ýmsir jafnaldr- ar hans hefðu leitað til kirkjunnar til að mótmæla falsi og lygi í opin- beru lífi. Svar Líkhatsjovs er á þessa leið: „Fegar einhver fer í kirkju bara vegna tísku eða af því hann ætlar að skipta um heimsskoðun - þá er það líka lygi. Kirkjan er ekki ein- ungis breytt lífsskoðun, heldur og breyting á lífsháttum og siðum. Sá sem trúir á einnig að færa trúna inn í sinn hvunndagsleika, fasta, halda hátíðir og svo fram- vegis. En margir fóru í kirkju til að mótmæla opinberri lygi. Og í því var einnig vottur af lygi fólg- inn. Kristnin krefst ekki aðeins kristinna viðhorfa heldur og at- hafna. Án verka er trúin dauð. Og um verk var ekki að ræða“. ÁB Danílovklaustrið í Moskvu var nýlega afhent kirkjunni og opnað á ný: þar verða aðalbækistöðvar patríarkans. Þegar Rússar létu skírast Kirkjur risu fljótt í Novgorod, Kíjev og öðrum helstu borgum Rússlands hins forna. Það hefur orðið samkomulag um það meðal fróðra manna, að Rússland hafi tekið kristni árið988 og hafi mestu um það ráðið Valdimar knjas í Kænu- garði. f annálum segir margt merki- legt um Valdimar þenna, meðal annars það að hann hafi verið hórkarl mikill í heiðni og átt 300 konur sem Salómon. Þar segir og frá því, að hann hafi mjög velt því fýrir sér hvaða trú hann ætti að taka og hans menn. Ein sagan segir frá því, að hann hafi hafnað gyðingdómi vegna þess að Jahve var reiður sínu fólki og hafði dreift þvt um allan heim - gat sú trú ekki verið upp á marga fiska. Önnur segir, að hann hafi hafnað múhameðstrú vegna þess að hún bannar áfenga drykki - Valdimar kvað hafa sagt er hann heyrði þau ósköp: „Drykkur er Rússum kæti, eigi getum vér án hans verið.“ Að velja fegurðina Önnur saga segir frá því að Valdimar hafi gert út sendimenn til að skoða guðsdýrkun hjá ná- grönnunum. Fannst þeim að áhangendur Múhameðs hefðu fúla siði og gleðisnauða, en Þjóð- verjar (sem heyrðu undir Róm- arkirkjuna) hefðu engri fegurð af að státa í sínum messum. Aftur á móti þótti sendimönnum Valdi- mars sem þeir hefðu himin hönd- um tekið þegar þeir heyrðu gríska messu í Soffíukirkjunni í Konstantínópel og gætu þeir ekki með neinu móti gleymt þeirri feg- urð og væri trú Grikkja allra trúa best. Sá góði fræðimaður, Dmítrí Líkhatsjov, segir á þessa leið um þessa sögu úr Nestorkrónikunni: „Við getum efast um að sendi- menn hafi verið gerðir út, en við þurfum ekki að efast um valið sjálft. Aðalröksemdin (fyrir rétttrúnaðinum) er kirkjurnar sjálfar, sem heilla menn með lif- andi ogsannri fegurð... Rétttrún- aðurinn er eiginlega gleðilegasti kristindómurinn. Skáldið Tjút- sjev dáðist að guðsþjónustu lútherskra, en honum fannst hún samt myrk og skuggaleg. Tökum og eftir því að kaþólskar kirkjur eru strangar í mikilleik sínum. En rússneska kirkjan er blátt áfram fögur, - svo er fyrir að þakka hin- um bjarta, litríka og skínandi helgimyndavegg, svo er og hinu mennska skipulagi rýmisins fyrir að þakka. Fögur Og björt.“ En hvað sem því líður: Valdi- mar knjas, sem var af blönduðu kyni rússnesku og norrænu eins og svo margir höfðingjar og kaupmenn á hinni frægu leið „frá Væringjum til Grikkja“, hann hafði vitanlega fleira í huga en fegurð messusöngs. Hann ætlaði að koma ár sinni fyrir borð með því að taka kristni, hann vildi ekki lengur vera heiðinn smá- kóngur. Og keisarar í Býsans höfðu vitanlega ekkert á móti því að kristna barbarana í þeirri von að þeir yrðu þeim mun spakari lénsmenn. Aðstæður voru hagstæðar fyrir Valdimar. Árið 986 beið Basil keisari annar mikinn ósigur í stríði og á næsta ári gerði Bardas Fokas hershöfðingi uppreisn og hélt til Konstantínópel með her manns og Iýsti sjálfan sig keisara. Basil bað Valdimar um hjálp. Vaidimar sendi á vettvang 6000 manna úrvalslið Rússa og Vær- ingja og bjargaði veldi Basils. En hann gerði það með því skilyrði, að kristnitaka í Rússlandi færi eftir hans höfði. Þar í fólst og það að Valdimar fengi Önnu, systur keisarans, fyrir konu. Basil vildi svo svíkja það loforð, en Valdi- mar settist þá um grísku borgina Korsún á Krímskaga og tók hana - og nú sá Basil sitt óvænna og sendi systur sína til Kænugarðs. Valdimar hafði lyft ríki sínu til mikils vegs - hann hafði tengst sjálfum keisurunum í Býsans. Hann hafði og tengst kristinni heimsmenningu þess tíma og reyndist mjög iðinn við að byggja kirkjur: fyrst voru það Grikkir frá Býsans sem reistu þær og prýddu íkonum, en í annarri kyn- slóð höfðu þeir komið sér upp rússneskum lærisveinum, sem fóru um margt sínar eigin leiðir. Það var mjög heppilegt fyrir rússneska kristni, að Búlgarir höfðu um öld fyrr tekið kristni og trúboðarnir, Kyrill og Mífódí, höfðu í leiðinni búið til slavneskt ritmál og þýtt á það bækur helg- ar. (Það var reyndar litið horn- auga á þeirri tíð: páfi sendi Mífó- dí ávítunarbréf og kvaðst hafa heyrt að hann léti syngja messur á slavnesku „barbaramáli" en ekki á latínu eða grísku eins og alls- staðar annarsstaðar væri siður í guðs kristni.) Á þessum öldum var næsta lítill munur á þeim slavneskum mállýskum sem síðar urðu búlgarska, rússneska eða tékkneska, og því mátti nota helgar bækur búlgarskar í nýjum rússneskum kirkjum. Þessi forn- slavneska eða kirkjuslavneska er reyndar enn í dag notuð við tíða- söng í rússneskum kirkjum. Mál- ið gerir messuna forneskjulega og eykur á fegurð hennar, en um leið stendur notkun þess skilningi safnaðarbarna fyrir þrifum - og er nú nokkuð rætt um hugsan- legar málamiðlanir, sem komi til móts við samtímafólk. Valdimar konungur lét steypa líkneskjum af Perún og öðrum heiðnum guðum í Dnépr eftir að hann hafði tekið skírn. Kristni- takan virðist hafa verið blóðsút- hellingalítil og kirkjur og klaustur og bókasöfn risu í helstu borgum Rússlands á furðulega skömmum tíma. ÁB 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.