Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 7
Viðtal við séra Rögnvald Finnbogason Ungt fólk leitar að sjólfu sér íkirkjunni afmælis kristnitöku í Rúss- landi. Saga til nœsta bœjar Ýmsir erlendir gestir, segir Rögnvaldur, bjuggust við að hitta rússnesku kirkjuna veika fyrir og vesæla, en hún sýndi þvert á móti góðan styrk sinn og mikla skipulagsgáfu. Og breyt- ingar eru miklar orðnar á hennar hag frá því ég áður heimsótti hana. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir skömmu að sjá níu kaþólska kardínála spígspora á Rauða torginu í boði patríark- ans af Moskvu. Að sjá Danílov- klaustrið opnað upp á nýtt og endurreist sem einskonar háborg patríarkans. Að sjá lagðan horn- stein að nýrri kirkju í Moskvu. Að sjá þá sitja hlið við hlið í sölum Æðsta ráðsins, Gromiko forseta og Pímen patríarka og heyra Gromiko mæra kirkjuna fyrir hlutverk hennar í sögunni og svara spurningum 500-600 gesta sem ráku erindi allra trúarbragða heims. Hvað er að gerast? spurði einn kardínáli frá Nígeríu, nágranni minn á hótelinu. Maður hefur náttúrlega beðið fyrir rússnesku kirkjunni frá því ég man eftir mér - en þetta, þetta hlýtur að vera verk heilags anda... Margt vantar enn Það er mikið talað um sam- viskufrelsi og það er gott, þvf það Það hafa orðið stórmerkilegar breytingará stöðu rússnesku kirkjunnar og svo vænt þykir mér um þessa kirkju og þetta fólk að ég vil trúa því að per- estrojkan tryggi það að frá þeim verði ekki aftur snúið, sagði séra Rögnvaldur Finn- bogason í viðtali við Þjóðvilj- ann. En Rögnvaldur, sem um alllangt skeið hefur kynnt sér rétttrúnaðarkirkjuna rússnesku og íkonalist henn- ar, var meðal gesta sem boðnir voru til Moskvu og Kænugarðs í tilefni 1000 ára Séra Rögnvaldur: það munar um velvild fimmtíu miljóna trúaðra... Hornsteinn lagður í Moskvu að nýrri kirkju sem reisa skal til minningar um þúsund ára afmælið. þýðir í raun að fólki sé leyft að vera trúað án þess að því sé mis- munað t.d. í starfi eða við úthlut- un húsnæðis, eins og iðulega hef- ur gerst. Ekki þar fyrir: kirkjuna vantar margt enn, t.d. kennslu- bækur fyrir prestaskóla, barna- kver og fleira, sem sumpart hefur verið heft útgáfa á með strangri pappírsskömmtun og sumpart með raunverulegu banni við að prestar uppfræði börn í kristin- dómi. Menn vona að þetta standi allt til bóta með perestrojku Gorbat- sjovs. Meðal annars vegna þess að Gorbatsjov er hygginn maður og skilur að það munar um þann bakhjarl sem hann veit að breytingar hans gætu átt í velvilja fimmtíu miljóna rétttrúaðra þegna landsins. Unga fólkið Ég sat mikið á tali við ungt fólk og vel menntað sem hafði ráðið sig til kirkjunnar hátíðisdagana til túlkunarstarfa. Þetta fólk var bersýnilega ekki barasta að taka þátt í merkilegum atburði, það var að leita að sjálfu sér í gegnum sína gömlu kirkju. Það var að komast að því að með kristni hefst rússnesk menning. Kirkjan hafði verið sem lokuð bók, þetta unga fólk hafði lengst af ekki heyrt annað en það væri söguleg nauðsyn að losna við trúargrillur úr sál þjóðarinnar og um leið sniðgengið allt sem vísaði til þess að kirkjan væri móðir rússneskra lista. Og þetta fólk er forvitið mjög og þyrst í bækur um kirkju og kristni. Þetta kom mér nokkuð á óvart. Og líka það að í þessum hópi mátti finna feiknasterka aðdáun á Reagan Bandaríkjaforseta sem var nýgenginn frá garði. Einn blaðamaður sovéskur sagði sem svo: karlinn kom skemmtilega fyrir, unga fólkið yfirfærir á hann alla sína aðdáun á Bandaríkjun- um, sem er mikil. Manni finnst þessar vinsældir dálítið skrýtnar, en svona er það - heimilisdraug- arnir hjá þessu unga fólki eru svo hrikalegir að demónarnir að vest- an, Reagan og frú Thatcher, verða að dýrlingum í samanburði við þá. Að grœða gömul sór Þetta afmæli er stóratburður í sögu kirkjunnar og líklega for- boði þess að áður en langt um líður verði grædd þau gömlu sár sem klufu kirkjuna árið 1054. Páfi kom ekki til Moskvu núna, en mér sýnist að hin virðulega sendinefnd sem frá honum kom hafi verið að undirbúa komu hans við heppilegt tækifæri. Samein- ing kirkna er vissulega ekki það að menn gefi upp á bátinn sín sérkenni, samræmi til dæmis hjá sér lítúrgíuna. Ég get reyndar ekki ímyndað mér að rússneska kirkjan fari að breyta sinni lítúrg- íu sem er Rússum runnin í merg og bein og sjálfur kraftbirtingar- hljómur guðdómsins, það væri eins og að fara að klippa utan af þrenningunni. Sameining er að menn vinni saman að sínum hug- sjónum, hver með sínum hætti. Sumir hafa óttast að rússneska kirkjan verði einskonar gettó í samtímanum, en mér sýnist að það sé fullur vilji fyrir því, bæði í austri og vestri, að koma í veg fyrir það. Gleymum því ekki heldur að vestræn kirkja á þeirri rússnesku ýmislegt upp að unna, t.d. þá áherslu sem hún hefur jafnan lagt á það í alþjóðlegu samstarfi að friður væri mál mála, það hefur ýtt við ýmsum í okkar hluta heims. Þessir dagar voru mikil upplifun og ég er eiginlega orðlaus yfir þessum stórkostlegu móttökum: þetta fólk er líka eitthvað svo stórt í sniðum og ríkt að höfðingsskap.. áb skráði Hvað er íkon? Helgimyndalist sem hvarf Mörgum er kunnugt um það að í réttrúnaðarkirkjum, grískum, rússneskum og öðr- um, er mikil helgi á íkonum - helgimyndum máluðum átré. Þær raða sér á heilan vegg, íkonostas, fyrir ásjónum trú- aðraíkirkjum, þærskipaog heiðurssess í „rauða horninu" í húsum bænda. Til þeirra snúa menn sér með bænir sínar: helgir menn og dýr- lingar á þeim eru „zastúpn- iki“, þeir sem ieggja inn gott orðfyrirþigáhimnum. Það er ekki að ófyrirsynju að á afmælisþingi sínu nú á dögunum tók rússneska kirkjan einn þekkt- asta helgimyndamálara landsins, Andrei Rúbljov, í tölu heilagra manna. Gullöld sem var En umræða öll um íkonalist er merkt þeim dapurleika, að mönnum ber nokkuð saman um að þessi list sé allt önnur en hún var. Hinir miklu íkonameistarar, Rúbljov, Feofan Grikki og fleiri, voru uppi á fjórtándu og fimmtándu öld. Þeir kunnu þá list, segja menn, að sameina frá- sögnina, upplýsinguna hinu táknræna og himneska. En þegar kemur fram á sautjándu öld, þá laumast frá Vesturlöndum inn í rússneska helgimyndalist freist- ingar raunsæisins: hið táknræna, „náðarríka" samband myndefnis og trúarlegrar merkingar víkur fyrir viðleitni listamanns til að sýna sennilegar persónur við til- teknar aðstæður. Og margir halda því fram að upp frá þessu hafi íkonalistin ekki borið sitt barr. Svo mikið er víst, að í dag er hún ekki nema skuggi af skugga. Tóknið rœður í íkonalist þjónar flest því markmiði að draga fram aðild Krists, guðs móður og helgra manna að himnanna dýrð. Mynd- irnar hafa ekki þriðju víddina - þar með verður holdið eins og gagnsætt og þyngdarlaust. Hinn gullni bjarmi umhverfis persón- urnar og geislabaugurinn tákna það, að öll veran er gagntekin guðlegri birtu. Á íkonum sjáum við ekki leik ljóss og skugga vegna þess að guð er ljós og ekk- ert myrkur í honum eins og segir í helgri bók. Táknið er jafnan sennileikan- um æðra. Þegar íkonamálari dregur upp Heilaga kvöldmáltíð hefur hann Pál postula með á myndinni þótt hann hafi vita- skuld hvergi verið nærri. Þetta er vegna þess að ekki er verið að „herma eftir“ atburði heldur sýna andlega þýðingu sakramentisins fyrir þá sem neyta af blóði og lík- ama Krists. Mynd sem einhver hefur gert af helgum manni í lifanda lífi get- ur aldrei orðið íkon hans, sem bænum er snúið til. íkon getur aðeins orðið sú mynd sem annars vegar sýnir helstu drætti hinnar sýnilegu persónu, en leggur hins- vegar áherslu á að sýna hana sem heilaga manneskju í himnesku ljósi, ásamt með táknum sem minna á afrek hins heilaga manns fyrir guði. En guð föður almátt- ugan er, vel á minnst, með öllu bannað að mála á íkon. Þegar Andrei Rúbljov skapar hina frægu mynd sína af heilagri þrenningu sýnir hann þrjár fagrar verur, sem í engu minna á föður og son: þetta er „ráðstefna á undan eilífðinni“, þar sem þrí- einn guð fjallar um sköpun manns og heims og veit um leið af blóði lambsins sem mun þvo burt synd heimsins... ÁB Heilög þrenning eftir Andrei Rúbljov: hvorki faðir né sonur, heldur þríeinn guð á ráðstefnu „á undan eilífðinni". Sunnudagur 26. júni 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.