Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 9
EYLANDSPÓSTDRINN _____ fírri Jónsson Myndir: Ari Fall er fararheill Listahátíð hefur víst ekki farið fram hjá mörgum og þann 16. og 17. júní síðastliðinn stóð Lista- hátíð fyrir tvennum popptón- leikum í Höllinni og gekk þessi uppákoma undir nafninu Lista- . popp. Líkt og 1986 voru erlendar hljómsveitir fengnar til að skemmta landanum og að þessu sinni urðu hljómsveitirnar The Christians og Blow Monkeys fyrir valinu. Fyrra kvöldið, þ.e.a.s. þann 16., lék diskó-popphljómsveitin The Christians fyrir dansi, en áður spiluðu tvær íslenskar sveitir og voru það hljómsveitirnar Síðan skein sól og Kátir piltar. Reyndar stóð til að dúettinn STRAX opin- beraði eitthvað af nýju lögunum en af einhverjum orsökum var það látið bíða og náði ég aldrei að heyra neitt af þeirra flutningi. Pegar ég mætti á svæðið höfðu íslensku böndin lokið sér af og komið var að aðalnúmeri kvölds- ins, The Christians. Pað var fremur dapurt að sjá þá stíga á svið í stórri íþróttahöll til að leika fyrir áhorfendur sem hafa ekki verið mörg hundruð talsins. Hljómsveitin byrjaði víst á nokk- uð þekktu lagi en einhvernveginn lét stemmningin ekki á sér kræla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hljómsveitarmeðlima. Hljóm- burðurinn var næstum því óað- finnanlegur og undirstrikaði hann mjög „vel“ glamúrinn í tón- list Christians. Einhvernveginn fóru þessir tónleikar framhjá mér, en kannski hafa aðdáendur hljómsveitarinnar skemmt sér og er það vel þó að þeir hafi ekki verið ýkja margir. Seinni konsertinn var svo á þjóðhátíðardaginn 17. júní og voru það Blow Monkeys sem sáu um að hleypa hita í rennblauta áhorfendur. Á undan þeim léku innlendu böndin Geiri Sæm & Hunangstunglið, Bjarni Ara & Búningarnir og STRAX (held ég). Eins og fyrri daginn missti ég af íslensku sveitunum (helv...), en var aftur á móti mættur í tíma fyrir Blow Monkeys. Að mínu mati er tónlist sveitarinnar mun merkilegri en músík Christians, en hvorug er þær meðal þeirra betri á Bretlandseyjum. Blow Monkeys spila létt fönkdjassað popp og mega þeir sem stóðu að tónleikunum eiga það að músík sveitarinnar er tilvalin til þess að dilla sér eftir á þjóðhátíðar- dögum. Hljómsveitin flutti þarna flest sín frægustu lög, bæði ný og eldri, og virtust áheyrendur, sem voru u.þ.b. tíu sinni fleiri en fyrra kvöldið, skemmta sér ágætlega og tóku óhikað undir. Söngvari bandsins, sem gengur undir nafn- inu dr. Robert, er svolítið „spes týpa“ (svo mar sletti nú soldið), og er af mörgum sagður vera fer- lega leiðin.egur. Aldrei hef ég séð hann öðurvísi klæddan en í stífstraujuðum jakkafötum með bindi og hann notar hvert tæki- færið af öðru til að slétta smjör- greiddan hárlubbann og og koma honum í fastar skorður. En það var reyndar ekki útlit hljómsveit- armeðlima sem ég ætlaði að krít- isera heldur sjálfir tónleikarnir. Hljómburðurinn var einnig ágæt- ur þetta síðara kvöld og komst tónlist sveitarinnar mjög vel til skila. Meðalaldur hljómleikagesta hefur tæplega komist upp í 14 ár ogm.a. afþeim sökum létégmig hverfa og veit því ekkert um þann mannfjölda sem eftir varð og dansaði úr sér allt vit eitthvað frameftir nóttu. Ef þessir tónleikar eru bornir saman við Listapoppið 1986 verður ekki hjá því komist að verða fyrir örlitlum vonbrigðum, bæði hvað varðar aðsókn og stemmningu, en ekki síður vegna tónlistarlegs mismunar. En nú eru menn svolítið ríkari af reynslu en áður og ættu því að geta gert betur næst. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA Lausar stöður: Staða forstöðumanns leikfangasafns á Blönduósi. Menntun: Þroskaþjálfi, fóstra eða sambærileg uppeldisfræðileg menntun. Starfssvið: Þjálfun á börnum undir skólaaldri, ráðgjöf við foreldra og aðra aðila, sem annast fötluð börn, og útlán á völdum leikföngum. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 95- 4188, eða framkvæmdastjóri í síma 95-6760. Staða deildarþroskaþjálfa við sambýli á Siglufirði. Menntun: Þroskaþjálfi. Starfssvið: Umönnun og umsjón með íbúum, að- stoð við stjórnun og uppsetningu meðferðaráætl- ana og við alenna stjórnun heimilisins. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96- 71217. Staða starfsmanns á skrifstofu á Sauðár- króki. Menntun: Góð almenn íslenskukunnátta og vél- ritun. Starfssvið: Viðkomandi þarf að geta unnið sjálf- stætt að almennum skrifstofustörfum. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 95- 6760. E£9| Vilt þú stjórna 'l||P skóla? Staða skólastjóra við grunnskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. Þú ættir að athuga þetta mál vel, því að hér er margt gott í boði, t.d.: 1. Góð kennsluaðstaða í nýju húsi. 2. Nýjar tölvur, Ijósriti og vídeó. 3. 100 skemmtilegir nemendur. 4. Launahlunnindi. Umsóknarfrestur er til 4. júlí nk. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjórinn í símum 95-3193 og 3112. Skólanefnd Hólmavíkurskóla p Fóstrur Stöðurforstöðumanns og fóstru við leikskólann á Hólmavík eru lausar til umsóknar. Umsóknar- fresturertil 4. júlí 1988. Um er að ræða 75% störf. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 95- 3193. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps Bróðir okkar Kjartan Þorgilsson kennari Hjarðarhaga 24 verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 27. júní kl. 13.30. Helga S. Þorgilsdóttir Sigríður Þorgilsdóttir Fríða Þorgilsdóttir Sunnudagur 26. júní 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.