Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 10
Guðrún Kristinsdóttir, starfandi nómsstjóri í félagsróðgjöf viðHóskólann, segir hér undan og ofan af nómsferð fjórða órs nema til heimsborgarinnar Guörún Kristinsdóttir, starf- andi námsstjóri ífélagsráð- gjöf viö Háskóla íslands, lóös- aði fjórða árs nema í faginu til New York í vor, og kynnti hóp- urinn sér fátækt og afleiðingar hennar í ýmsum myndum í heimsborginni, en ferðin var liður í námi hinna verðandi fé- lagsráðgjafa. Menntunarpró- grömm fyrir atvinnuleysingja, herferð gegn ólæsi og barátt- an gegn eyðni var meðal þess sem hugað varað. Blaða- maður hitti Guðrúnu að máli í fyrri viku af þessu tilefni, og bar upp þá léttvægu spurn- ingu í byrjun spjalls hvers vegna New York af öllum stöðum hefði orðið fyrir va- linu. Námsferðirnar hafa hingað til einskorðast við Evrópu, sagði Guðrún; áður hefur verið farið til Norðurlandanna, Bretlands, Hollands og víðar, og því má segja að það hafi verið kominn tími til að leita á nýjar slóðir. Það er því á þessum nótum sem Bandaríkjaferðin er til komin. Meðan á undirbúningnum stóð spurðumst við að vonum fyrir um hvert væri ráðlegt að fara í New York til að gera sér grein fyrir afleiðingum fátæktar, og okkur þótti dálítið athyglisvert að eng- inn varð til að benda okkur á fé- lagsmálastofnanir þar í borg, og segir kannski sína sögu. En „kerf- ið“ hjá þeim er óskaplega ólíkt því sem við eigum að venjast og mjög flókið; mikið af fjármagn- inu kemur til að mynda frá einka- aðilum, en það fé sem til fellur frá hinu opinbera er þrískipt, ýmist frá borg, fylki eða ríki. Þá er sá mikilvægi munur á íslandi og Bandaríkjunum á þessu sviði að þar eru fæstir starfsmenn í félags- málaþjónustunni í stéttarfé- lögum. Fullorðnu fólki kennt að lesa En við kynntum okkur meðal annars menntunarprógrömm fyrir atvinnuleysingja og eins ómenntað fólk. Þarna var heil- mikið prógramm í gangi sem mið- aðist að því að kenna uppkomnu fólki að lesa, en í New York er talið að um ein og hálf miljón manna sé ólæs á ensku eða allt að því. Þá er átt við að þetta fólk geti ekki fyllt út ávísun svo dæmi sé tekið; hvorki lesið dagblöðin né matseðlana á veitingastöðum, skilji ekki leiðbeiningar utan á lyfjaglösum og átti sig hvorki á umferðarmerkjum né strætó- og lestaáætlunum. Það má auðvitað nærri geta hvílíkur dragbítur ólæsið er á uppkomnu fólki, enda hefur miklu fé verið veitt í þessa herferð að undanförnu. Ut af fyrir sig kemur það kannski ekki til af góðu heldur fremur því að ráðamenn í borginni sjá að það eru hyggindi sem í hag koma að bæta úr menntunarskortinum. Við skiptum okkur í tvo hópa og fórum í tvo ólíka skóla; annars vegar var um að ræða púra lestr- arkennslu, en hins vegar fullorð- insfræðslu í víðari skilningi. í þessum síðartalda skóla voru nemendurnir átján þúsund tals- ins og þarna var boðið upp á ýmis námskeið auk enskunnar, og miðuðu gjarnan að því að fólk gæti orðið sér úti um ýmsan fróð- leik sem að gagni mætti koma við að útvega sér vinnu. Þarna voru námskeið fyrir fyrirvinnur fjölskyldna á hrak- hólum með húsnæði - heads of homeless families - allt voru þetta konur og bjuggu í gisti- skýlum með börnin og fengu framfærsluaðstoð. Þá voru líka prógrömm í gangi fyrir börnin. Við fórum í heim- sókn á skrifstofu nokkra í Suður- Bronx þar sem fátæktin er hvað mest, en hún hafði málefni Pu- erto Ricana á sinni könnu og veitti barnafjölskyldum stuðn- ing. Þetta mundi falla undir bamavernd hér, en þarna var fyrirkomulagið semsagt annað. Við fórum um í bílaleigubfl og sáum að það er sitthvað Bronx og Bronx, og er reyndar gömul saga og ný frá öðrum plássum. Sums staðar er umhverfið mjög þokka- legt, en annars staðar hörmu- legra en tárum taki, og þá segir það sig sjálft að það er mjög erfitt að halda voninni uppi. Þarna er krakkið mjög mikið vandamál, og börnin fæðast mörg hver til þess eins að deyja. En svo þetta verði nú ekki bölmóðurinn einber þá má það vel koma fram að við fórum í skemmtilega heimsókn í eina af vöggum bandarískrar fél- agsráðgjafar, en hún er í útjaðri Kínahverfisins í borginni. Sú vinna sem þarna fer fram miðar öll að því að örva fólk til skapandi starfs, og byggist á trúnni á að fólk sé betur í stakk búið til að klára sig sjálft ef það getur leyst úr læðingi þann skapandi kraft sem með því býr. Listastarfsemin sem þarna hafði verið byggð upp hafði þróast yfir í skólahald og verkstæðarekstur, og þarna var síst af öllu stöðnun þrátt fyrir virðulegan aldur starfseminnar. „Hjálparstöð homma“ var ein af þeim stofnunum sem við kynntum okkur, en hún vinnur að málefnum eyðnismitaðra. Þarna hefur verið drifin upp mjög fjölbreytt starfsemi á fáum árum; stofnunin tók til starfa árið 1982 en undirbúningurinn er ári eldri. Hún hefurvaxið mjög hratt, oger starfsmannahaldið til marks um það: árið 1983 voru þrír menn í fullu starfi, en eru um níutíu núna. Að auki eru um þúsund sjálfboðaliðar starfandi í einu. Það var áhrifaríkt að sjá hvern- ig Hjálparstöðin starfaði, út frá eigin hugmyndafræði byggðri á reynslu. Starfsemin hefur gott orð á sér, en engu að síður sögðu þeir sem þarna voru í fyrirsvari að þeir ættu talsvert erfitt uppdrátt- ar vegna þeirra fordóma sem hommar sæta. í upphafi sinnti hún mest þörfum hvítra milli- stéttarmanna og hlaut ámæli fyrir, en þeir hafa reynt að ná til fleiri hópa og orðið talsvert á- gengt; fleiri og fleiri svertingjar og spænskumælandi menn leita orðið til stöðvarinnar, mikið er um að konur snúi sér þangað, og eins biðja foreldrar starfsfólkið íðulega að reyna að gera eitthvað fyrir eyðnismituð börn sín sem eru á sjúkrahúsum. Stundum hefur komið til tals hjá þeim að breyta nafni stöðvar- innar - Hjálparstöð homma kall- ast á ensku Gay Men‘s Health Crisis - en því jafnoft verið hafn- að og það sjónarmið orðið ofan á hjá þeim að vinna gegn öllum hindrunum á eigin forsendum. Það var athyglisvert að heyra þessa menn ræða ýmis mistök sem þeim hafa orðið á í starfinu; eitt var það að kvennahópum var komið á á kvöldin á sínuni tíma og þá ekkert hugsað út í að konur eru ekkert á ferðinni í neðanjarð- arlestinni að kvöldi til ótil- neyddar og fundartíminn því af- skaplega mislukkaður. í þessu til- felli gengust mennirnir við því að þeirra eigin karlagildi hefðu leitt þá í ógöngur. Nú orðið er talsvert um konur í starfi hjá Hjálparstöðinni, enda vilja margir meina að það sé oft auðveldara fyrir konur að veita körlum stuðning en þá hver öðr- um: „Það er svo mikil yfirfærsla hjá okkur körlunum,“ er þá gjarnan viðkvæðið. Þá segja þeir að mikilvægt sé að geta treyst á fólk sem starfandi er á þeim stofnunum sem eru fyrir hendi - til of mikils sé mælst að slíkt geti gilt um heilar stofnanir - og því hafa þeir byggt upp net af slíku fólki sem þeir telja traustsins vert. Starfsemin á stöðinni er af ýmsum toga; bæði er um að ræða einstaklingsbundinn stuðning, persónulegan og praktískan eftir því sem við á, og eins fræðslu. Reyndar er fræðslan fyrirferðar- mesti þátturinn í starfseminni núna, og er þá bæði átt við það fræðslustarf sem snýr að almenn- ingi og einnig þjálfun fyrir sjálf- boðaliða stöðvarinnar, en það er mikil ásókn í hana, meðal annars vegna þess að mikið er um fag- fólk sem notar tækifærið til að komast í návígi við þetta vanda- mál ef svo má segja. Sjálfboðalið- arnir eru oftast í fullu starfi ann- ars staðar og gerast kannski til- sjónarmenn tvisvar til þrisvar í viku, en í hvert skipti útheimtast ein til þrjár klukkustundir. Það er algengt að sjálfboðaliðarnir endist í hálft ár eða svo, álagið býður ekki upp á meira úthald; skjólstæðingar stöðvarinnar, í New York borg og sjúkrahúsum þar, eru um tvö þúsund talsins, en í hverjum mánuði týna um ní- utíu þeirra tölunni. En það er allskonar fólk sem sækir í þessi sjálfboðaliðastörf, og það segir sína sögu um þá virð- ingu sem starfsemin nýtur að ef sjálfboðaliðarnir eru í launuðu starfi á annað borð þá halda þeir í flestum tilvikum sfnu kaupi með- an þeir vinna við stöðina. Allt stœrst í Texas nema... Yfir60% skjólstæðinganna eru 10 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. júnl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.