Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 14
KROSSGATAN Nr. 623 BRIDGE T~~ Z 3 t~ T (s> T~ z— T~ v— lö~ V 9— TT~ )í ? Y lí T~ TT~ JO )0 Y 15 iS )C> w~ ie r /4 10 Jo Y 20 )(<> Zl 9 w 22 8 23 /9 V W~ T~ lb 2o W T~ 22 2o 9 Y ISJ 2s 5 Y n T~ ~ )> Ji sr y 8 2% T~ % f )0 /4 10 2b )5 Y é sr V 5 T~ n> )h' (T) )# lb' 2o 20 /4 Y V 5 /S' Y\ )$ /9 )? £T 3o 9 3/ /3 ID 9 Y ii )b )D )C? /su ÁA 13 3i) 30 )3 sr Ý 21 8~ 5 io s 9 V 5 )2> 5- V /Ý # Y 2X 5 15 tr T~ f 32 3'f\ 22 S V y 12 JO )Ö /3 2b r (p Y )V )h 22 W~ 9 tr )Sr 9 Y )0 T~ 5 Y )0 )8 ib (2 15 s? 20 T~ JO <2 )2 )o Y )& & )S lb AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞ/EÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni á Vestfjörðum. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 623“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 8 II 27- 9 5 20 (o 21 J3 iT Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið á krossgátu 620 var NÚPSHLÍÐ. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Herborgar Gestsdóttur, Framnesvegi 40, Reykjavík. Fyrir vikið fær hún senda bókina Ekki kvenmannsverk, en hún er eftir þann vinsæla höfund P.D. James. BOI.l.l CUSTAVSSON BORÐNAUTAR TttKMNGAK HKINGUK JÓHANNESSON Verðlaunin fyrir krossgátu 623 er Ijóðabókin „Borðnautar" eftir Bolla Gústavsson, en þá bók prýða teikningar Hrings Jóhannessonar. Menningarsjóður gaf út. Bridge- veisla Norðurlandamótið 1988 hefst á morgun, kl. 11 á Loftleiðum. Setning mótsins verður í kvöld (laugardag). Spilaðar verða tvær umferðir á dag, utan þriðjudags, og lýkur mótinu með einni um- ferð næsta föstudag. f opna flokknum keppa 6 þjóðir og í kvennaflokknum 4 þjóðir. Búast má við mikilli keppni í báðum flokkum, þó óneitanlega verði Svíar og Norðmenn að telj- ast sigurstranglegir í Opna flokknum. Svíar nv. Evrópumei- starar og Norðmenn bronsverð- launahafar. í kvennaflokknum mun slagurinn standa á milli Dana og Norðmanna, þó Svíar geti eflaust klórað eitthvað í bakkann. Fyrir dömurnar okkar að þessu sinni er á brattann að sækja en karlaliðið í Opna flokknum gæti komið á óvart. Góð aðstaða verður fyrir áhorfendur á Loftleiðum á með- an á spilamennsku stendur. Sýndur verður sýningarleikur á kvöldin með skýringum. íslenskt bridgeáhugafólk er hvatt til að notfæra sér þetta mót, til að fylgj- ast með nokkrum af sterkustu spilurum heims. Svona mót eru ekki haldin hér á landi nema á 10 ára fresti eða svo. Sanitas-Bikarkeppni Bridge- sambandsins hefur farið vel af stað. Nokkrum leikjum er lokið í 1. umferð. Þættinum er kunnugt um eftirfarandi úrslit; sveit Delta sigraði Ármann J. Lárusson. Sveit Inga St. Gunnlaugssonar sigraði sveit Gunnars Þórðar- sonar. Sveit Valtýs Pálssonar sigraði sveit Stefaníu Skarphéð- ÓLAFUR LÁRUSSON insdóttur. Sveit Ásgríms Sigur- björnssonar sigraði sveit Zarioh Hamadi. Sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar sigraði sveit Guðmundar M. Jónssonar. Nokkrir leikir eru svo fyrirhugað- ir um þessa helgi en 1. umferð á að ljúka á morgun. 2. umferð á svo að ljúka sunnudaginn 24. júlí. Dregið verður í 3. umferð um miðjan júlí. Sumarbridge verður á dagskrá í næstu viku, þrátt fyrir Norður- landamótið. Spilað á þriðjudag- inn og fimmtudaginn. Sveitir Arnarflugs og Braga Haukssonar stóðu sig vel á Al- þjóðlegu móti í Amsterdam um síðustu helgi. Sveit Arnarflugs spilaði við velflestar efstu sveitir mótsins og hafnaði að lokum í 10.-11. sæti. Sveit Braga byrjaði mótið illa en með hagstæðum Monrad-meðbyr, klufu þeir fé- lagar töfluna lílct og iilvígur víga- hnöttur og höfnuðu að lokum í 6.-8. sæti. Alls tóku 50 sveitir þátt í mótinu, frá ýmsum löndum Evr- ópu. Sigurvegari varð pólsk sveit, nokkuð sterkir spilarar. Árangur sveitanna staðfestir þá stígandi sem er í íslenskum bridge um þessar mundir og ýtir undir frek- ari þátttöku héðan á sterk alþjóð- leg mót í nágrenninu. Bridgesambandið gekkst fyrir keppnisstjóranámskeiði í gær- kvöldi með framhaldi í dag, með leiðsögn Svíans Hans Olov Hall- én, sem er aðalkeppnisstjóri á NM. Ágæt þátttaka var í nám- skeiðinu. Námsflokkar Reykjavíkur í samvinnu við Bridgesambandið og Menningarmiðstöðina við Gerðuberg, hyggjast gangast fyrir bridgekennslu á þriðju- dagskvöldum í Gerðubergi, frá og með næsta hausti. Námskeiðið verður opið og miðað við grund- ivallarkennslu. Nánar síðar. Að lokum eru fyrirliðar sveita í Sanitas-Bikarkeppninni minntir á að greiða keppnisgjaldið, kr. 7.000 pr. sveit, hið fyrsta til BSÍ og einnig að láta vita um leikdaga og skila inn úrslitum. FJOLMIÐLAPISTILL Fjölskyldufriðurinn endurheimtur Það hefur gengið á með knatt- spyrnuleikjum í sjónvarpinu okk- ar að undanförnu. Tólf leikir sýndir á sextán dögum, og nú um helgina lýkur þessari veislu með úrslitaleik þeirra tveggja liða sem flestir eru sammála um að leiki bestu og skemmtilegustu knatt- spyrnuna: Hollendinga og Sovét- manna. Þetta hefur að mörgu leyti ver- ið hin skemmtilegasta Evrópu- keppni, töluvert um óvænt úrslit og lið sem fyrirfram höfðu verið talin sigurstrangleg mátt bíta í gras. Þannig eru enskir farnir heim með þrjá ósigra í farteskinu og með þeim sá óaldarlýður sem hefur verið hvað hvimleiðastur og andstyggilegastur á ferðinni í Evrópu undanfarin ár. Og með því að leik Hollend- inga og gerskra lýkur ætti aftur að komast á ró og friður á íslenskum heimilum. Því eins og áður virðist fátt líklegt til að valda meiri titr- ingi í hjónaböndum og úlfúð á heimilum en sýning knattspyrnu- leikja í sjónvarpi. Handbolta- leikir komast ekki í hálfkvisti við fótboltann að þessu leyti, hvað þá annað sport. Það stóð lfka eins og stafur á bók að um leið og byrjað var að sýna Evrópuleikina fylltust meinhorn ljósvakans af reiðu fólki - aðallega kvenfólki - sem oftar en ekki bar fyrir sig hag barna sinna: þau misstu af barn- atímanum í sjónvarpinu af því tímamunurinn á lslandi og meginlandi Evrópu gerði það að verkum að nokkrir leikir voru sýndir um kvöldmatarleytið hér. Reyndar svaraði Ævar Kjartans- son því til á Rás 2 að til væru tvenns konar börn í íslensku samfélagi: þessi venjulegu og svo knattspyrnuunnendur. Og mætti ekki á milli sjá hvor tegundin væri ódælli. Sennilega er enginn í vafa um afstöðu þess sem þetta ritar, ég hef legið yfir leikjunum og haft verulega gaman af. Ég hef líka haft dálítið gaman af að fylgjast með viðbrögðum fólks við þess- ari knattspyrnuveislu sjónvarps- ins. Að vanda skiptist fólk í tvær fylkingar með og móti og eru ÞRÖSTUR W* HARALDSSON>T/ karlar yfirgnæfandi meirihluti þeirra meðmæltu en konur fylla flokk mótmælenda. Sem betur fer fyrir heimilisfeður hefur veður verið svo leiðinlegt, amk. hér á suðvesturhorninu, að kraf- an um góðviðristúra með fjöl- skyldunni hefur væntanlega verið lágværari en oftast þegar fótbolti er á dagskrá sjónvarpsins. En viðhorfin til sjónvarpsfót- bolta eru ekki eins í öllum löndum. Þau fara að verulegu leyti eftir því hversu tengd við erum þeim sem eltast við tuðruna hverju sinni. Þannig les ég í danska blaðinu Informatíon að danskir rauðsokkar (jú, þær heita það enn í Danmörku) hafi síður en svo nokkuð á móti því að sjón- varpið verji stórum hluta tímans í að sýna fótbolta. Ágætur félags- fræðingur og íþróttaunnandi, Jörgen Ollgaard, heldur því meira að segja fram að þar- lendum baráttukonum fyrir kvenfrelsi finnist mikið koma til karlmennsku og limaburðar ákveðinna leikmanna danska landsliðsins. Er einkum nefndur Preben Elkjær Larsen í því sam- hengi. Liggur skýringin á þessum af- stöðumun hugsanlega í því að Danir eiga landslið í úrslitum Evrópukeppninnar en okkar landsliðsmenn duttu út í undan- keppninni? Ef þeir hefðu hins vegar verið að keppa í Vestur- Þýskalandi að undanförnu væri þess þá að vænta að menn á borð við Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson væru hærra skrifað- ir í vissum kreðsum en raunin er í dag? Og af því ég minntist á hand- boltann áðan, þá er það stað- reynd að það er afar sjaldgæft að heyra nöldrað undan beinum út- sendingum frá leikjum okkar manna í þeirri grein. Og hafa þær þó verið ófáar eftir að Bogdan fór að gera kraftaverkin. Getur það verið að þeir Kristján Arason og Alfreð Gíslason séu svona miklu meira sexí en Arnór og Ásgeir? Eða stjórnast viðhorfin hugsan- lega af því hvort „okkar menn“ standa uppi í hárinu á þeim bestu í heimi eða tapa fyrir Möltu? Spyr sá sem ekki veit. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.