Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.06.1988, Blaðsíða 15
Sagan um það hvemig snákar og önnur skriðdýr komu í heiminn Þjóðsaga frá Ghana Endur fyrir löngu var lítill drengur sem kallaður var Rikki. Hann bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í litlum kofa sem stóð á árbakka í fjarlægu landi. Dag einn var hann sendur með nokkra diska nið- ur að ánni til þess að þvo þá. Þegar hann var að þvo disk- ana missti hann einn þeirra í ána og straumurinn bar hann með sér. Hvernig sem Rikki reyndi, þá náði hann diskin- um ekki aftur. Honum fannst mjög leiðinlegt að týna di- skinum og á leiðinni heim fór Rikki litli að gráta. En allt í einu sá hann gamla konu koma lötrandi á móti sér. Hún kallaði á Rikka og spurði hann hvers vegna hann væri að gráta. Hann sagði henni hvað gerst hafði. „Gleymdu þessu góði,“ sagði gamla konan, „þú skalt nú segja mér hvers þú óskar helst og ég mun uppfylla ósk þína.“ „Eg vildi óska að við ættum fallegt hús með öllum þeim húsgögnum, mat og fleira sem fjölskyldan þarfnast," sagði Rikki. „Ef þú fylgir nákvæmlega fyrirmælum mínum mun ósk- in þín rætast,“ sagði gamla konan. „Gakktu nú beint af augum þangað til þú kemur að krossgötum. Þá skaltu beygja til hægri og ganga þangað til þú kemur að húsi með blárri hurð. Þú gengur inn í húsið og á borði þar inni muntu finna tvær körfur fullar af eggjum. Eggin í annarri körfunni munu segja: „Taktu mig, taktu mig,“ en úr hinni muntu heyra; „Ekki taka mig, ekki taka mig.“ Það sem þú gerir er að taka aðeins eitt egg sem segir „Ekki taka mig.“ Rikki þakkaði gömlu kon- unni kærlega fyrir og lagði af stað. Þegar hann kom að húsinu fór hann inn og hlustaði gaumgæfilega eftir því hvað eggin sögðu. Síðan tók hann eitt egg úr körfunni sem heyrðist úr „Ekki taka mig“ og hélt heim á leið. Þegar þangað kom fór hann með óskina upphátt og braut síðan eggið. Rikka til mikillar gleði spratt samstundis upp fyrir framan hann mjög fallegt hús með öllu innandyra sem fjölskyldan þarfnaðist. Nokkrum vikum síðar sendi nágrannakonan son sinn nið- ur að ánni til þess að þvo nokkra diska. Strákurinn sem kallaður var Jonni þótti oft ansi óstýrilátur. Þegar Jonni var að þvo diskana endurtók sagan sig og hajm missti einn þeirra í ána. En Jonni reyndi ekki einu sinni að ná honum aftur. Á leiðinni heim fór hann að hugsa um hvað hann ætti að segja mömmu sinni um disk- inn sem vantaði. Þá mætti hann sömu gömlu konunni og Rikki hafði hitt. Gamla konan bauð honum einnig að óska sér einhvers og gaf honum síð- an sömu fyrirmæli og Rikka. Jonni gaf sér ekki tíma til að þakka gömlu konunni fyrir, heldur hljóp af stað og stopp- aði ekki fyrr en hann var kom- inn að húsinu með bláu hurð- inni. Um leið og hann opnaði dyrnar heyrði hann í eggjun- um. Úr annarri körfunni heyrðist „Taktu mig, taktu mig“, en úr hinni „Ekki taka mig, ekki taka mig.“ Jonni hugsaði sig svolítið um og síð- an sagði hann við sjálfan sig: Gamla konan hlýtur að hafa ruglast, ég tek eitt egg úr kör- funni sem segir „taktu mig“. Síðan tók hann eitt eggið úr þeirri körfu og hljóp heim. Eins og Rikki þá óskaði hann sér að hann ætti hús og að allt sem hann og mamma hans þyrftu til daglegra nota, fylgdi með. Síðan braut hann eggið. En viti menn, í stað fal- lega hússins sem hann hafði óskað sér spruttu fram eðlur, snákar og alls kyns önnur skriðdýr. Jonni og mamma hans urðu skelfingu lostin. Þau tóku til fótanna og hlupu eins hratt og þau gátu undan dýrunum. Nú vitið þið hvernig snákar og önnur skriðdýr komu í heiminn. Sunnudagur 26. Júní 1988 MÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.