Þjóðviljinn - 28.06.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 28.06.1988, Page 1
Þriðjudagur 28. júní 1988 144. tbl. 53. árgangur Rœkja Allt í hers höndum Rœkjuframleiðendur íhár saman vegna hámarksvinnslukvóta á úthafsrœkju. OttarYngvason:Kvótinn verður kœrður til dómstóla. Skerðir athafnafrelsið. GunnarÞórðarson: Kemur í vegfyrir grimmilega samkeppni. Hindrarþá stóru íað verða stœrri Hugar að sveitar- stjóm Albert Guðmundsson: Framboði ekki stefntgegn einum né neinum. Sjálfstœðisflokkurinn getur sjálfum sér um kennt Albert Guðmundsson segir að forysta Sjálfstæðisflokksins hefði átt að athuga sinn gang og huga að afleiðingunum áður en hún rak hann úr flokknum, en hann telur eðlilegt að hann skipi efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík í næstu sveitarstjórnarkosningum. - Mínar lífsskoðanir eru ó- breyttar og framboði Borgara- flokksins er ekki ætlað að meiða neinn, heldur að berjast fyrir fra- mgangi ákveðinna skoðana, segir Albert. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þverrandi stuðningi við flokk- inn í skoðanakönnunum. - Þegar f kosningar er komið höfum við fengið um 11% atkvæða og ég á ekki von á því að stuðningur kjós- enda við flokkinn sé minni þegar á reynir, segii Albert. Sjá síðu 3 Ráðhúsið Kæmmar orðnar fimm Fyrirhugað niðurrif Tjarnarbíós oggömlu slökkvistöðvarinnar kœrt íbúar við Tjarnargötu hafa kært þá hugmynd borgaryfir- valda til félagsmálaráðuneytisins að rífa Tjarnarbíó og gömlu slökkvistöðina fyrir bílastæði. Með þessari kæru eru þær orðnar alls fimm sem borist hafa ráðu- neytinu vegna ráðhússbyggingar- innar. í ráðuneytinu liggur fyrir kæra íbúanna vegna byggingarleyfis fyrir ráðhúsinu en þeir telja að ráðhúsið verði mun stærra en upphaflega stóð til. Ráðherra hefur sagt að tekin verði afstaða til kærunnar í þessari viku en óvíst er hvort fimmta kæran verð- ur til að tefja þann úrskurð eða ekki. Á meðan er beðið eftir Jó- hönnu.________________ Sjá síöu 2 Nýstofnað félag rækjuvinnslu- stöðva sem 16 stöðvar eiga aðild að hyggst láta reyna á það fyrir dómstólum hvort hámarks- vinnslukvóti rækjuverksmiðja standist fyrir dómstólum. Óttar Yngvason hjá íslensku útflutn- ingsmiðstöðinni segir að kvótinn skerði almennt athafnafrelsi rækjuverksmiðja og með honum sé í fyrsta sinni settur kvóti á vinnslu sjávarafurða. Þá sé það miklum tilviljunum háð hvernig hann kemur út fyrir einstakar stöðvar. Óttar vænir stjórn Fé- lags rækjuframleiðenda um að hunsa meirihlutasamþykkt fé- lagsfundar sem hafi samþykkt með meirihluta atkvæða að mót- mæla kvótanum. Formaður Félags rækjufram- leiðenda, Gunnar Þórðarson, segist hafa ásamt öðrum barist fyrir því að kvótinn yrði settur á til að koma í veg fyrir gegndar- lausa samkeppni um hráefnið sem hafi næstum riðið mörgum rækjuframleiðendum að fullu. Þá segir Gunnar að kvótinn komi í veg fyrir að fjársterkar stöðvar geti sölsað undir sig hráefnism- arkaðinn á kostnað hinna smærri. Samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsins tekur hámarksvinnslu- kvótinn gildi 30. júní nk. og er hámarkið reiknað út frá meðalt- ali þess sem viðkomandi rækju- stöð vann á árunum 1984-1987. Verði reiknuð hámarksvinnslu- heimild innan 2 þúsund lesta má bæta við 10% álagi og 15% álagi sé vinnsluheimildin innan við þúsund lestir. En hámarksvinns- luheimildin skal þó aldrei verða minni en 500 lestir á hverja stöð. Sjá síðu 3 Aftur og ennþá betur! Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Svanhildur Halldórsdóttir, kosningastjóri hennar, fagna glæsilega endurkjöri á forsetasetrinu á Bessastöðum á kosninganótt. Mynd: Ari. Forsetakosningarnar Glæsilegt endurkjör Vigdísai Ótvírœð traustsyfirlýsing til Vigdísar. Hlaut 94,6% gildra atkvœða. Vigdís Finnbogadóttir: Djúpt snortin og afarþakklát Vigdís Finnbogadóttir fékk ótvíræða traustsyfirlýsingu í for- setakosningunum á laugardag- inn. Hún fékk 94,6% gildra at- kvæða og stuðning rúmlega tveggja þriðju allra atkvæðis- bærra íslendinga. Þriðja kjörtím- abil hennar hefst 1. ágúst. Sigrún Þorsteinsdóttir fékk tæp 6 prósent atkvæða, mun meira en kannanir höfðu spáð, en kjörsókn var með þeim dræmari í sögunni, 72,4%. „Djúpt snortin og afar þakk- lát,“ sagði Vigdís í gær við Þjóð- viljann um kosningaúrslitin. Meðal heillaóska sem henni hafa borist er skeyti frá áhöfninni á Guðbjarti ÍS, sem fyrir átta árum átti mikinn þátt í að af framboði Vigdísar varð. Sjá síður 3,15 og leiðara

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.