Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Lífyrissjóður Vesturlands Lýst eftir reikningum JónAgnar Eggertsson, Verkalýðsfélagi Borgarness: Afleit vinnubrögð. Yfirlit um iðgjöld ekki send út árum saman. Skúli Pórðarson, Lífeyrissjóði Vesturlands: Feill í tölvuútskrift. Endurskoðandi með málið Arsreikningar sjóðsins ekki verið afgreiddir hafa mörg ár og svipað gegnir um yflrlit til sjóðféiaga um greiðslur þeirra í sjóðinn - þau hafa ekki verið send út árum saman, sagði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verka- lýðsfélags Borgarness, en á aðai- fundi félagsins, sem haldinn var fyrr í mánuðinum, var ályktað um það ófremdarástand sem skapast hefði vegna þessa. í samþykkt aðalfundarins segir m.a. að - fundurinn átelji harð- lega að ekki skuli hafa verið hald- inn fundur í fulltrúaráði sjóðsins síðan 1984 og reikningar þess árs síðan samþykktir. Að sögn Skúla Þórðarsonar, forstöðumanns Lífeyrissjóðs Vesturlands, á þessi dráttur sér eðlilegar skýringar. - Það kom upp feill í tölvuútskrift 1985 og endurskoðandi er að fara yfir bókhaldið. Meðan ekki er komin niðurstaða frá honum er ekki hægt að leggja ársreikninga fram, sagði Skúli, en hann sagði að reikna mætti með að þeir yrðu til með haustinu. - Verkalýðsfélagið á fulltrúa í stjórn sjóðsins og því hefði fé- laginu átt að vera fullkunnugt um ástæður þess að ársreikningarnir liggja ekki fyrir. Við höfum ekk- ert að fela í sjóðsbókhaldinu, sagði Skúli. Jón Agnar sagði að eðlilega væru menn orðnir langeygir eftir reikningunum. - Það hefur verið talað um það undanfarin misseri að þeir væru væntanlegir þá og þegar. Bagalegast er þó að sjóðfé- lagar hafa ekki fengið yfirlit um iðgjaldagreiðslur í sjóðinn. Menn hafa enga tryggingu fyrir því að tillegg atvinnurekenda skili sér inn meðan svona er um hnútana búið. Þetta eru afleit vinnubrögð, sagði Jón Agnar. Skúli sagði það rétt að yfirlitin hefðu ekki verið send út lengi. - Meðan tölvuútskriftin liggur ekki fyrir, verðum við að fletta upp í öllum skilagreinum til að sjá yfirlit um iðgjaldagreiðslur fyrir sjóðfélaga. Hver og einn getur þó fengið yfirlit um sína stöðu, hafi hann vilja og áhuga á. Ekki tókst að ná til Valdimars Indriðasonar, formanns sjóð- stjórnar í gær. -rk Forsetakosningar Djúpt snortin Heillaóskir streyma til Vigdísar eftir einstœðan sigur Eg er djúpt snortin og afar þakklát fyrir þá traustsyfir- lýsingu sem þessar kosningar eru,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands þegar Þjóðviljinn spurði hana hvað henni væri efst í huga að kosningum loknum. Vig- dís sagði heillaóskir streyma til sín innanlands frá jafnt sem er- lendis, meðal annars frá frá dygg- um stuðningsmönnum á Guð- bjarti IS, þeim sem sendu henni örlagaríkt stuðningsskeyti vorið 1980. Vigdís sagðist á laugardags- kvöldið styðja hugmyndir um tvær umferðir í forsetakosning- um, svipað og í Frakklandi, þannig að sá sem kosinn er hafi meirihluta að baki sér. Vigdís sagðist á undanförnum árum hafa styrkst í þeirri trú að forseta væri styrkur í að vita af meirihluta þjóðarinnar að baki sér. - Fors- eti vinnur þannig störf að það er honum mikilvægt að hann njóti trausts þjóðarinnar. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Vigdísi í gær höfðu henni borist heillaóskir frá hinum ýmsu lýð- ræðislega kjörnu þjóðarleið- togum og þingforsetum. Forset- inn sagði að sér þætti auðvitað vænt um allar þessar heillaóskir en vænst þætti sér um þær sem henni hefðu borist frá fólkinu í landinu. Vigdís býr sig nú undir opin- bera heimsókn til Vestur- Þýskalands sem hefst á sunnu- dag. -hmp Reykjavík Albert oddvlti Albert Guðmundsson: Forysta Sjálfstœðisflokksins getur sjálfri sér um kennt Svo framarlega ekkert breytist er eðlilegt að ég leiði lista Borgaraflokksins í Reykjavík í næstu sveitarstjórnarkosningum þar sem ég er formaður flokksins og hef meiri reynslu af borgar- málefnum en flestir aðrir og þar með taldir núverandi borgarfull- trúar, sagði Albert Guðmunds- son, formaður Borgaraflokksins í samtali við Þjóðviljann í gær, en borgaraflokksmenn hyggjast bjóða fram í sem flestum sveitar- félögum í næstu sveitarstjórnar- kosningum árið 1990. Albert sagði að það væru engar fréttir að borgaraflokksmenn hygðust bjóða fram í sveitar- stjórnarkosningunum, - flokkur- inn væri stofnaður til þess og að hafa áhrif og láta gott af sér leiða. - Þeir hefðu átt að hugsa til þess áður en þeir ráku mig úr flokknum, sagði Albert, að- spurður um það hvort þessa yfir- lýsingu bæri að skoða á þann veg að fyrirhuguðu framboði flokks- ins í Reykjavík væri sérstaklega stefnt gegn meirihluta Sjálfstæð- isflokksins og Davíð Oddssyni. Albert taldi fráleitt að Borg- araflokkurinn leitaði samstarfs um sameiginlegt framboð með minnihlutaflokkunum í borgar- stjórn, en í síðasta tölublaði Þjóðlífs afneita fulltrúar minni- híutans því ekki að slíkt samstarf kunni að koma til greina. -rk Borgarstjórn Gengisfall hjá Davíð Innan við helmingur kjósenda í Reykjavík vill hafa Davíð Oddsson áfram sem borgar- stjóra. Fyrir tveimur árum hafði Davíð um 65% fylgi borgarbúa í embætti borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans hefur unnið fyrir tímaritið Þjóðlíf. Þrátt fyrir mikið gengisfall borgarstjórans heldur Sjálfstæðisflokkurinn sama fylgi og hann fékk í síðustu kosningum eða um 53%. Mikil uppstokkun er hins vegar á fylgi stjórnarandstöðuflokk- anna. Kvennalistinn hefur tvö- faldað fylgi sitt og er með rúm 21% atkvæða en Alþýðubanda- lagið er með 10,5% og hefur tap- að um helmingi fylgis síns, að langstærstum hluta til Kvenna- listans. -Ig- Grásleppa Tugmilj- óna tjón Grásleppukarlar við Faxaflóa og Breiðafjörð hafa orðið fyrir um 30 miljóna króna tjóni vegna veiðarfærataps en þeir mis- stu svo til allir veiðarfæri sín í þeirri suðvestanátt og öldugangi sem verið hefur allan júnímánuð á þessum svæðum. Að sögn Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands srtjábátaeigenda er þetta alveg hrikalegt fyrir karlana enda veiðarfærin ekki tryggð og ofan á missi þeirra bætist svo að sjálf- sögðu aflaleysið. Örn sagði að meiningin væri að fá veiðarfærin . bætt hjá réttum aðilum enda væri hér um að ræða tjón af völdum náttúruhamfara. Fyrir þessa grásleppuvertíð var tryggð sala á 9,300 tunnum en í dag er í mesta lagi búið að veiða í 7,500 tunnur og litlar sem engar líkur á að kvótinn verði fylltur að þessu sinni. Veiði er hætt fyrir Norðausturlandi, frá Vopnafirði til Húsavíkur, þar sem hún var einna best, en lélegt hefur það verið hjá körlunum frá Flatey á Skjálfanda vestur og suður úr. Örn sagðist fastlega búast við að þessi lélega vertíð í ár yrði til þess að eftirspurnin eftir hrogn- um yrði mun meiri á næsta ári og kvótinn þá hærri en nú og meira verð fengist þá fyrir tunnuna en þær 26 þúsundir króna sem hver tunna selst á í dag. -grh Grásleppubændur á Brjánslæk taka upp netin til endurbóta eftir óveðrið. Mynd Sig. Rœkja Framleiðendur í hár saman Sjávarútvegsráðuneytið með reglugerð um hámarkskvóta á vinnslu úthafsrœkju. Félag rœkjuframleiðenda klofnar. 16 rækjustöðvar stofnafélag rœkjuvinnslustöðva. Hyggjast kœra kvótann til dómstóla lensku útflutningsmiðstöðinni og hann kemur út hjá vinnslustöðv- Við sumir hverjir höfum barist lengi fyrir því að sett yrði svokallað vinnsluhámark á hverja rækjustöð til að koma í veg fyrir þessa gegndarlausu sam- keppni um hráefnið sem hefur víða orðið til þess að ofbjóða fjár- hagsgetu margra stöðva. Þetta hámark kemur einnig í veg fyrir að fjársterkar stöðvar geti sölsað undir sig hráefnismarkaðinn og bolað þcim minni út af honum,“ sagði Gunnar Þórðarson formað- ur félags rækjuframleiðenda við Þjóðviljann. „Þetta er sagði Óttar algjört öfugmæli," Yngvason hjá ís- einn þeirra sem sagt hafa sig úr Félagi rækjuframleiðenda og stofnað nýtt félag rækjuvinnslu- stöðva sem 16 stöðvar eiga aðild að. Óttar sagði að meirihluti stjórnar Félags rækjuframleið- enda hefði alfarið hunsað meiri- hlutasamþykkt gamla félagsins sem hefði samþykkt að lýsa yfir andstöðu gegn hámarkskvótan- um á sérstökum fundi þar um. Að sögn Óttars eru rökin gegn kvótanum þau að hann skerði al- mennt atvinnufrelsi rækjufram- leiðenda, með honum sé fyrir- tækjum gróflega mismunað og mjög tilviljanakennt hvernig unum. Óttar fullyrðir að sínir fyr- ri félagar í félagi rækjuframleið- enda séu með kvótanum að nota stjórnvöld til að hygla sjálfum sér á kostnað hinna. „Ég tel fullvíst að það verði látið reyna á það fyrir dómi hvort kvótinn standist landslög eða ekki því með honum er í fyrsta sinn settur kvóti á vinnslu sjávarafurða," sagði Ótt- ar Yngvason. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nýlega gefið út reglugerð, um heimildir rækjuvinnslustöðva til að taka á móti úthafsrækju í ár og öðlast hún gildi 30. júní nk. Sam- kvæmt henni er það hámark, sem hverri rækjuvinnslustöð er heim- ilt að taka til vinnslu, ákvarðað þannig að tekið er meðaltal 2ja ára á árabilinu 1984-1987, þegar mest magn af úthafsrækju var tekið til vinnslu hjá viðkomandi vinnslustöð. Ef reiknuð há- marksvinnsluheimild reynist vera innan við 2 þúsund lestir, verður bætt við 10% álagi við þá tölu við ákvörðun vinnsluhámarks, en sé reiknuð hámarksvinnsluheimild innan við eitt þúsund lestir, verð- ur bætt við 15% álagi. Þó verður hámarksvinnsluheimild hverrar stöðvar aldrei minni en 500 tonn. -grh Þriðjudagur 28. júni 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.