Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 8
T Atli var bestur Valsmanna í gær. Hann var áberandi sterkur og vann öll návígi sem hann lenti í. Vonandi eiga hinir „Þjóðverjarnir“ eftir að stapda sig eins vel. ÍÞRÓTTIR l.deild Sanngjöm uppskera Valur vann ÍBK3-1 ígœrkvöldi með góðum lokaspretti Úrslitin voru alveg í takt við leikinn. Framanaf var boltinn mest á miðjunni því framlínu- menn beggja liða voru daufir. Það var með góðum endaspretti að Val tókst að setja inn tvö mörk þegar Kefl víkingar voru farnir að þreytast. Suðurnesjamenn fengu lítinn frið strax í upphafi og gekk hvorki né rak hjá þeim. Valur var meira með boltann en Jóni Grét- ari tókst aldrei að skapa hættu þrátt fyrir færi. Fyrsta almenni- lega færið endaði með marki en það var ekki fyrr en á 22. mínútu. Atli nikkaði boltanum aftur fyrir sig úr hornspyrnu þar sem Tryggvi Gunnarsson þurfti bara að reka kollinn í boltann 1-0. Ekki voru fleiri hættulega færi en það var helst Atli sem reyndi skot sem fóru framhjá. Keflvíkingar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og í samræmi við gang leiksins tókst þeim að jafna strax á 49. mínútu. Boltanum var rennt út á Jón Sveinsson sem var 25 metra frá markinu og hann skaut lágskoti í stöngina og inn 1-1. Ingvar Guðmundsson Vals- maður sendi laglegan bolta fyrir á 57. mínútu en sá bolti smaug létti- lega í gegnum hópinn fyrir fram- an markið. Keflvíkingar voru orðnir öruggari með sig og áttu mörg færi en um 65. mínútu fór einbeiting þeirra að minnka og Valur tók völdin. Á 67. mínútu barst boltinn til Magna Blöndal sem skoraði af stuttu færi 2-1. Á 76. mínútu lék Atli laglega upp völlinn og skaut fyrir utan teig, boltinn slapp of auðveldlega gegnum hendur Þorsteins í mark- inu og inn 3-1. Eftir þetta var Val- ur meira með boltann en tókst ekki að bæta við marki. Jón Grét- ar fékk ágætis færi á 83. mínútu þegar boltinn barst fyrir markið en klúðraði því. Atli var bestur í Valsliðinu en Jón Grétar stóð sig afleitlega frammi og í Keflavíkurliðinu bar mest á Þorsteini í markinu því hinir komust lítið gegn snöggum Valsmönnum. -ste Hlíðarendi 27. júní Valur-ÍBK .. 3-1 1-1 JónSveinsson 59.mín 2-1 MagniBlöndal Pétursson 67.mín 3-1 Atli Eðvaldsson 76.mín Spjöld: Sævar Jónsson Val gult Dómari: Sveinn Sveinsson Maður leiksins: Atli Eðvaldsson 3. deild Þróttur vann á nýja grasinu Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.094.044.- 1. vinningur var kr. 2.048.178,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning á laugardaginn kemur. 2. vinningur var kr. 614.128,- og skiptist hann á 293 vinningshafa, kr. 2.096,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.431.738,- og skiptist á 7.231 vinningshafa, sem fá 198 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. B-riðill Þróttur N.-Huginn..........3-1 Þetta var fyrsti leikurinn á nýja grasvellinum á Neskaupstað sem reyndist nokkuð vel. Þróttur vann í góðum og skemmtilegum leik. Guðbjartur Magnason og Jakob Stefánsson gerðu mörk heimamanna en eitt markið var sjálfsmark. Jóhann Stefánsson skoraði mark Hugins úr víta- spyrnu. Sindri-Magni............... 1-2 Hvasst var á vellinum en þetta var engu að síður hörkuleikur og hefði jafntefli verið sanngjarnast. Ásgeir Gunnarsson gerði mark heimamanna en Reimar Helga- son og Magnús Helgason gerðu gestamörkin. Hvöt-Einherji...............0-0 Fyrri hálfleikur var bara há- vaðarok en í þeim síðari komu nokkur færi. Einherjamenn skutu tvívegis í stöng og náðu jafnoft skyndisóknum þar sem aðeins markvörðurinn var eftir en það var nóg. Undir Iokin vildu heimamenn sýna smáviðleitni fyrir báða áhorfendurna og náðu að komast í gott færi en ekkert varð úr marki. Mjög erfitt var að sýna góða knattspyrnu því rokið var mikið. 4. deild Arvakur skoönn niður A-riðill Árvakur-Skotfélagið.......2-4 Snorri Már Skúlason var ald- eilis á skotskónum og gerði 3 mörk í fyrri hálfleik og Stefán Stefánsson eitt, enda átti Skotfé- lagið þann hluta leiksins. En brýnin í Árvakri mættu galvösk til síðari hálfleiks og náðu að gera tvö mörk eftir 20 mínútur en þar voru að verki Friðrik þór Björns- son og Guðmundur Jóhannsson. Eftir þau mörk færðist jafnræði yfir leikinn enda úthaldið að þro- tum komið. Ernir-Snæfell.............2-4 Hólmararnir áttu mun meira í leiknum en Suðurlandspiltunum tókst engu að síður að pota inn tveimurmörkum. Rafn Rafnsson og Bárður Eyþórsson gerðu sitt- hvor tvö mörkin fyrir Snæfell en Einar Guðmundsson og Sigþór Haraldsson sitthvort markið fyrir fuglana. ( Ægir-Augnablik............ 1-2 Fyrir einstakan klaufahátt við markið tókst Ægismönnum ekki að skora, en þeír áttu leikinn. Augnablik tókst að merja sigur- inn með vítaspyrnu á síðustu mín- útu. Birgir Teitsson og Helgi Helgason gerðu Augnabliks- mörkin ,en Sveinbjörn Ásgríms- son mark heimamanna. Þjálfari Reykvíkinga hafði á orði að hann ”fcskammaðist sín fyrir að fara í burt með bæði stiginn. B-riðill Léttir-Hafnir.............0-0 Þeir léttu virðast komnir á gott skrið, tvö jafntefli í röð. Góð bar- átta var í báðum liðum en tvívegis var stiginn ofboðslegur darraðar- dans inní markteig Léttismanna. Ueikurinn byrjaði einni klukku- stund of seint því Baldur Sche- ving dómari var bæði slæmur í fætinum og gleymdi leiknum. 22 leikmenn, línuverðir og áhorf- endur biðu því eina klukkustund eftir einum manni! Skallagrímur-Ármann......0-0 Fyrri hálfleikur var fjörugur en gestirnir voru mun meira með boltann í þeim síðari. Leikurinn var rólegur þá, enda ekki nema 1 eða 2 gul spjöld. Ármenningum tókst að misnota víti en leikmenn beggja liða virtust steingleyma að skora mörk. Víkingur Ól.-Hvatberar....2-0 Talsvert rok var í Víkinni og heimamenn spiluðu gegn því í fyrri hlutanum og tókst ekki að skora en í þeim síðari spiluðu þeir fyrir fullum seglum og gerðu tvö mörk. Þar voru að verki Bogi Pétursson og Guðlaugur Rafns- son. Fyrirtak-Hveragerði......1-4 Fyrirtaksungarnir náðu að standa í Ölfusingum í fyrri hálf- leik og var staðan 1-1 í leikhléi. En í þeim síðari tóku Hvergerð- ingar leikinn í sínar hendur og skoruðu 3 mörk. Gunnar M. Ein- arsson skoruði tvö, og Ólafur Jósefsson tvö þaraf eitt úr víti. Árni Þorsteinn Gunnarson skoraði fyrirtaksmark en Árni Þór Ámason var Hvergerðingum oft hættulegur. D-riðill Kormákur-Efling..........2-1 Heimamenn voru mun betri aðilinn í leiknum enda gerðu þeir öll mörkin, misnotuðu víti og hvað eina. Bjarni Gunnarsson og Albert Jónsson gerðu sitthvort markið en mark Eflingar var sjálfsmark Kormáks. Hvasst var. á vellinum eins og á flestum völlum austanlands. HSÞ b-Æskan................2-2 Ekki var á nokkurn hátt hægt að kalla þennan leik augnakon- fekt, en menn voru frekar slappir og höfðu sumir leikmenn á orði að hitinn væri eins og í Mexicó. HSÞ átti þó meira í leiknum og klúðraði meira að segja vítasp- yrnu en gestirnir komust engu að síður í forystu 1-2. Halldór Arna- son og Einar Jónsson gerðu mörk HSÞ en Atli Brynjólfsson og Baldur Hallgrímsson Æsku- mörkin. E-riðill NeistiDj.-KSH............. 1-1 Leikurinn var nokkuð hraður en KSH var þó sterkari aðilinn. Talsvert var um kjaftbrúk við dómarann og fengu nokkrir mál- glaðir að sjá gult spjald sem þó hefði mátt nota meira á gróf brot. Jónas Ólafsson gerði mark gest- anna en Gunnlaugur Guðjónsson mark heimamanna. Austri-Höttur..............2-0 Eskfirðingar óðu í færum og hefðu átt að gera fleiri mörk. Hattamennirnir áttu þó góða spretti, líklega fram á völlinn. Sigurjón Kristjánsson og Hjalti Einarsson gerðu mörkin. Leiknir-Valur..............2-1 Leiknum var flýtt og spilaður á föstudeginum. Gestirnir komustí 0-1 forystu en með baráttu og vilja tókst heimamönnum að jafna og hafa betur. Jakob Atla- son og Ágúst Sigurðsson gerðu mörk Leiknis en Sindri Bjarna- son mark Vals. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.