Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 10
í DAG Forseta- kosningarnar Þá eru nú forsetakosningarnar afstaðnarað þessusinni. Úrslit þeirra urðu á þann veg, sem al- mennt var talið víst. Vigdís forseti vann slíkan sigur að óheyrt er áðurá íslandi. Eftir að Vigdís forseti hafði lýst því yfir, að hún gæfi áfram kost á sér í embættið hygg ég að fáir hafi búist við mótframboði. Vigdís er gáfuö og ágætlega menntuð glæsikona. Hún hefur verið landi og þjóð til sóma hvar sem hún hefurkomiðfram, utanlandsjafnt sem innan. Það hlaut því að verða mjög á brattann að sækja fyrirannan frambjóðanda. Samt skaut honum upp. Ekki verður sagt að Sigrún Þorsteinsdóttir hafi sópað aðsérfylgi. Þómá hún sæmilega vel una sínum hlut miðað við allar aðstæður. Þótt Vigdís forseti hafi þannig hlotið yfirburðakosningu vekur það athygli, að kjörsókn hefur ekki verið minni hér í almennum kosningum síðan við Alþingis- kosningarnar 1933. Fjórði hver atkvæðisbær maður neytti ekki atkvæðisréttarins. Menn leita skýringa. Eflaust eru þær margar og sjálfsagt sýnist þar sitt hverj- um. Ég geröi mér dálítið far um að rabba við fólk fyrir kosningarn- ar og skaut þá upp ýmsum við- horfum.Sumirsögðusemsvo:- ' Jú, ég vil hafa Vigdísi áfram en það skiptir engu máli hvort ég fer á kjörstað eöa ekki því sigur hennar er hvort sem er gullt- ryggður. Það er eins og menn gæti þess ekki að ef margir hugsa á þennan veg þá gæti það farið að skipta máli. Aðrir sögðu: - Ég kaus Vigdísi ekki seinast, fylgdi þá öðrum frambjóðanda. Éf annar frambjóðandi væri nú í kjöri, sem ég hefði trú á, þá myndi ég kjósa hann. Því er hinsvegar ekki að heilsa nú og þess vegna ætla ég að sitja heima eða skila auðu. Athyglisvert er, að yfirleitt hafði þetta fólk ekkert út á Vigdísi að setja né embættisstörf henn- ar. Hér virðist því vera um að ræða einhverskonar tryggð við fortíðina. - Og enn aðrir sögðu: - Vigdís hefur ekki verið nógu sjálf- stæð gagnvart Alþingi. Hún nýtir ekki svo sem hún ætti að gera þann rétt og það vald sem hún hefur til að skjóta miklum ágrein- ingsmálum til þjóðarinnar. Við vitum að þarna er vandsiglt milli skers og báru en við teljum þó að Alþingi hafi afgreitt mál, sem átt hefði að gefa þjóðinni kost á að leggja dóm sinn á, eitt og sér. Ætli að skýringarnar á því hversu margir kusu að greiða ekki atkvæði við þessar kosning- ar sé ekki að talsverðu leyti að finna í viðhorfum þessa fólks? Þau eru svo umræðuefni út af fyrirsig.einkum þaðsíðast nefnda. -MHG í dag er 28. júní, þriðjudagur í tíundu viku sumars, níundi dagursól- mánaðar, 180. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.00 en sestkl. 24.01. Viðburðir Fallinn Björn Jónsson á Skarðsá 1655. FæddurSveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld 1847. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Spænska stjórnin hótar loftárás- um á borgir uppreisnarmanna og samherja þeirra. Almenningur á Spáni er nógu lengi búinn að horfa á útlendinga drepa niður varnarlaust fólk. - Teiknistofa SigurðarThoroddsen verkfræð- ings, Austurstræti 14. Sími 4575. Útreikningur járnbentrar steypu, miðstöðvarteikningarog önnur verkfræðingsstörf. Danskir dagar Rás2, 27. júní til 1. júlí, kl. 12.45-16.00 Við fáum heldur betur að kynnast frændum okkar Dönum þessa dagana. Það standa nefni- lega yfir á rás 2 sérstakir „danskir dagar“. Nefnast þeir „Á milli mála“. Þeir hófust raunar ígær og standa yfir fram á föstudag á þeim tíma, sem tilgreindur er hér að ofan. Umsjónarmenn eru: Eva Ásrún Albertsdóttir, Valgeir Skagfjörð og Kristín Björg Þor- steinsdóttir. Þarna verður á mörgu gripið. Leikin verður dönsk tónlist af ýmsum toga, fjallað um danskar listir og bókmenntir, rætt við Dani, sem hér eru búsettir, og fslendinga, sem dvalið hafa í Danmörku, fjallað um danskan iðnað og Danmörku sem ferða- mannaland. Efnt verður til spurningakeppni um Danmörk og dönsku þjóðina og verðlaun í boði. Ögmundur Jónasson, fréttamaður í Kaupmannahöfn, flytur okkur daglega nýjar fréttir frá Danaveldi og flutt verður sérstakt efni frá danska sjónvarp- inu og fylgja kveðjur til íslend- inga. Þetta er nú andlega hliðin en líkaminn þarf löngum sitt og því fáum við daglega að kynnast dönskum mataruppskriftum, en Danir fá orð fyrir að vera miklir matreiðslumeistarar. - Og ekki sakar að geta þess að Danmörk verður aðalefni Barnaútvarpsins á rás 1 þessa daga. -mhg Leitað í djúpið Rót kl. 20.30 Gunnar Lárus heitir maður og er Hjálmarsson, söngvari og bassaleikari úr Svarthvítum draumi. Hann sér um Rótar- Bauluna í kvöld, leitar víða fanga og kafar djúpt. Hefur í hyggju að draga upp á yfirborðið „djúpsjáv- arperlur" úr öllum áttum frá Spáni, Frakklandi, Ástralíu, Jap- an, Nýja-Sjálandi, Grikklandi, Rússlandi, Noregi, Svíþjóð, Belgíu, Póllandi, Ungverjalandi og Perú. Ef tími leyfir verða svo einnig leikin rokklög frá Banda- ríkjunum, Bretlandi og íslandi. - Þátturinn verður endurtekinn á fimmtudag kl. 10.00. -mhg UM UTVARP & SJONVARP Sókrates og Platón Rás 1, kl. 19.35 Vilhjálmur Árnason heim- spekingur flytur í kvöld fyrsta er- indi sitt af sex um sögu siðfræð- innar. í þessu fyrsta erindi fjallar Vilhjálmur um siðfræði grísku heimspekinganna Sókratesar og Platóns, en báðir mótuðu þeir í verulegum mæli vestræna sið- fræði síðari tíma. - Þessi þáttur verður endurfluttur á föstudag- inn kl. 9.30. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Ef þú kjaftar frá hvernig sagan fer Kobbi skal ég ganga frá þér. Ég er búinn að hlakka til að lesa endinn i mánuð. Hvað með . smávísbendingu? I Hættul! Ég vil Jóakim og Andrésjekki heyra meira! ná i sporhundinn og... Hundaklyfberinn þinn. Ef það væri ekki ! býfluga á bakinu á mér skyldi ég aldeilis... ---------------T Býflugan, já. Mér dettur ekki í hug að segja þér hið sanna í því máli. Hvað þál? Er hún farin? Má ég hreyfa mig? Ha? Gerðu það segðu mér það! FOLDA Sæl. Manstu eftir mér? Heiti Bjarni. Hittumst í fríinu. Bý í næsta húsi.' Þá segirþú: . • „Enhvað r kheimurinn erlítill j “ Þá segiég: 3 ..Já, skritið, ekki satt." En... 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.