Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 1
iði Þriöjudagur 28. júní 1988 144. tbl. 53. árgangur Verðhœkkanir Braðabirgðalögin hunsuð Ráðherrar telja 8% hœkkun Landsvirkjunar hógvœra. Hœkkunarbeiðnirfrá öðrum opinberum þjónustufyrirtœkjum íráðherranefnd. Margarlitlar ríkisstjórnir í landinu? Á ríkisstjórnarfundi í gær var menn stæðu frammi fyrir orðnum svo „hógvær" (8%) skyldi ekkert fjallað um 8% taxtahækkun sem hlut. Landsvirkjun skyldi þó ekki gert í þetta sinn. Landsvirkjun hefur auglýst ein- haga sér á þennan veg í framtíð- hliða. Niðurstaðan var sú að inni, en úr því að hækkunin væri Menn velta því fyrir sér hvort enginn þurfi að hlíta lögunum sitt,“ segir Björn Grétar Sveins- nema sá hluti launþega sem son. treysti á rauðu strikin. „Verka- fólk á að vera á vaktinni og sækja Sjá bls. 3 Intifada - uppreisn í Landinu helga Greinaflokkurfrá Palestínu hefst í blað- inu í dag í dag hefst í blaðinu greina- flokkur sem Ólafur Gíslason skrifar frá Palestínu, en Ólafur er nýkominn úr ferðalagi um Jór- daníu, Vesturbakka Jórdans og Gaza-svæðið, þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir Pal- estínumanna og kynnti sér að- stæður á herteknu svæðunum. Ólafur dvaldi í 5 daga á her- teknu svæðunum og varð meðal annars vitni að vopnuðum átökum á milli barna og ísra- elskra hermanna, auk þess sem hann ræddi við fjölda fólks, með- al annars fórnarlömb barsmíða hernámsliðsins á Gaza-svæðinu, lækni, lögfræðing og prest. „Ég hef fylgst með Palestínu- málinu í gegnum fjölmiðla í mörg ár og skrifað um það ótal fréttap- istla og greinar hér í blaðið, en samt kom veruleikinn yfir mig eins og köld vatnsgusa: hvernig var þetta hægt?“ segir ólafur meðal annars í grein sinni í blað- inu í dag. En hún fjallar um heim- sókn í flóttamannabúðir Palest- ínumanna skammt fyrir utan Amman í Jórdaníu. Næsta grein birtist á föstudaginn kemur og segir frá heimsókn á Vesturbakk- ann. Þriðja greinin, „Dagur í Gaza“, birtist næstkomandi mið- vikudag, og sú fjórða föstudaginn þar á eftir, þar sem rætt er við kaþólskan prest á Vesturbakkan- um. Sjá bls. 7-9 Palestínsk stúlka í uppreisnar- hug í bænum Ramallah á Vestur- bakka Jórdans. Ljósm. ólg. Kvennalisti Mæðraveldið afturhverft? Pegar Kvennalistakonur tala varað við: slík hugsjón sé á marg- um reynsluheim eiga þær frekar an hátt engu síður afturhverf en við reynsluheim mæðra en feðraveldið sem hún beinist kvenna, segir Gestur Guðmunds- gegn. Það þarf að móta mun rót- son í grein í Þjóðviljanum í dag. tækari valkost... Þar eru rómaðir ýmsir kostir aukins mæðraveldis, en einnig Sjá SÍOU 5 Félag rœkjuframleiðenda Úrsagnimar ýktar Formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda segir að tölur um úrsagnir rækjuframleið- enda úr félaginu séu ýktar að mun og einungis sé um að ræða þrjá framleiðendur sem hafi yfir- gefið félagið vegna vinnslukvót- ans. Samkvæmt reglugerðinni hef- ur 41 verksmiðju með 89 pillun- arvélar verið úthlutað vinnslu- kvóta uppá 39.325 tonn sem er 3.325 tonnum meiri kvóti en veiðiskipunum er úthlutað. Með- alkvóti á verksmiðju verður um þúsund tonn en 19 vinnslur verða með 500 tonn hver. Sjá síðu 2 Gosdrykkir Mikill verðmunur Á sama tíma og hægt er að kaupa litla flösku af kókakóla á Akranesi fyrir kr. 19,50 kostar sama magn af gosdrykknum 40 kr. í verslunum á Þórshöfn og á Bakkafirði. Verðmunurinn er 105%. Þetta kemur fram í nýrri verð- könnun Verðlagsstofnunar á öli og gosdrykkjum. Gos og öl var að cllu jöfnu dýrast á Vestfjörðum en ódýrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. í þeim kaup- stöðum sem athugaðir voru sér- staklega reyndist ropvatnið vera ódýrast í Reykjavík en dýrast á Sauðárkróki. Þá sýndi verðkönnunin einnig að sama magn af gosi er mismun- andi dýrt eftir því í hvers konar umbúðum það er selt. Þannig kostar hver cl. af kók 83% meira í litlum glerflöskum en í 1,51 plast- flöskum. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.