Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. júní 1988 146. tölublað 53. árgangur Húshitunarkostnaður Misréttið eyksl stórlega Orkubú Vestfjarða: Húshitunarkostnaður hœkkar að meðaltali um 8.400 krónur. Pétur Sigurðsson: Ósvífni af forsœtisráðherra að segja kjarasamninga valda gengisfellingu. Davíð Oddsson: Ríkisstjórnin getur ekkifalið eigin óstjórn Hitunarkostnaður íbúðarhúsn- æðis á Vestfjörðum hækkar að meðaltali um 8.400 krónur á ári og verður 68.400 krónur, eftir að Orkubú Vestfjarða ákvað að hækka gjaldskrá sína um 8% í gær. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar Landsvirkjunar á heildsöluverði raforku um 8%. Pétur Sigurðsson forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða segir þetta auka líkurnar á því að grænu strikin í kjarasamningum ASV bresti í nóvember. ASV krefst þess að staðið verði við endur- skoðunarákvæði samninganna en hóta annars átökum í haust. Niðurgreiðslur á raforku til húshitunar eru föst tala og leiðir því hækkun Orkubúsins til 13- 15% hækkunar raforku til hitun- ar íbúðarhúsnæðis. Pétur sagði að Vestfirðingum hefði þótt hit- unarkostnaðurinn ærinn fyrir og yki þessi hækkun enn meira á það misrétti sem væri á milli lands- hluta í þessum efnum. Davíð Oddsson borgarstjóri er ekki par hrifinn af frammistöðu ríkisstjórnarinnar undanfarið. Borgarstjóri segir þá ríkisstjórn feiga sem tekur sér hlutverk gjaldskrárnefndar. Ríkisstjórn geti ekki falið afleiðingar eigin óstjórnar með þeim hætti. Sjá síðu 3 Fossvogsdalur Hraöbraut eða útivist? - Pað er tímaskekkja að tala um hraðbraut í Fossvogsdalnum á tímum þegar áhugi fólks á nátt- úruvernd fer vaxandi og ég er ekki í vafa um að leysa megi um- ferðarmál borgarinnar á annan hátt en að eyðileggja eitt besta útivistarsvæði höfuðborgarinnar, segir Gunnar Steinn Pálsson sem er einn úr undirbúningshópi um stofnun samtaka til verndar Foss- vogsdalnum. Reykjavíkurborg og Kópa- vogskaupstaður hafa lengi deilt um framtíð Fossvogsdals og vegna þessara deilna hafa engar framkvæmdir verið hafnar í daln- um. í skipulagi sveitarfélaganna er gert ráð fyrir ólíku hlutverki Fossvogsdals í framtíðinni; Reykjavfkurborg vill leggja hraðbraut eftir endilöngum daln- um en bæjarstjórn Kópavogs vill að dalurinn verðí útivistarsvæði fyrir alla höfuðborgarbúa. í síð- ustu viku samþykkti Skipulags- stjórn aðalskipuíag fyrir Reykja- víkurborg með þeim fyrirvara að óllum framkvæmdum í Fossvogs- dal verði frestað um 5 ár enn. Bæjarstjórnin í Kópavogi hefur í hyggju að kæra þessa afgreiðslu málsins, einkum vegna þess að hér er verið að taka ákvörðun um land sem með réttu tilheyrir Kóp- avogi, í skipulagi fyrir Reykjavík. Sjá síðu 6-7 Frekar þunnskipað er um þessar mundir í matsal Granda hf. ( Norðurgarði, enda bæði búið að segja upp starfsfólki og svo þykir kosturinn bæði rýr og dýr. Mynd: Ari. --± ¦< Grandi hf. Þjónustan skorín við nögl Megn óánœgja meðal starfsfólks Granda hf. í Norðurgarði ^* Megn óánægja ríkir meðal starfsfólks Granda hf. í Norður- garði vegna niðurskurðar fyrir- tækisins á þeirri þjónustu sem það hefur hingað til veitt starfs- fólkinu. Búið er að fækka rútum sem keyrt hafa starfsmennina til og frá vinnu úr þremur í eina, í mötuneytinu er boðið uppá bæði rýran og dýran kost en búið að afnema hefðbundnar heitar mált- íðir í hádeginu og fyrirhugað er að loka mötuneytinu og setja upp sjoppu í staðinn. Af þessum sökum ma. helst fyrirtækinu ekki eins vel á starfsfólki og áður. Sjá síðu 3 Ráðhúsið Jóhanna guggnaði Davíðfœr að byggja áfram Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sér ekki ástæðu til að nema úr gildi byggingarleyfi fyrir ráðhúsið í Tjörninni, þrátt fyrir að umtalsverðar breytingar hafi átt sér stað á einstaka bygg- ingarþáttum og að hún telji vinn- ubrögð borgaryfirvalda við undirbúning framkvæmda mjög ámælisverð. - Ég skil þetta ekki, og ég er mest uggandi yfir afleiðingunum, að þetta hafi fordæmisgildi fyrir aðra, segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt og fulltrúi í Skipulag- stjórn. Sjá síðu 3 s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.