Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Ráðhússbyggingin Jóhanna gafst upp Félagsmálaráðherra staðfestir útgefið byggingarleyfifyrir ráðhúsinu. Vinnubrögð borgaryfirvalda átalin. Fljótfœrni og vanvirðing við skipulags- og byggingarlög. Guðrún Jónsdóttir arkitekt: Skilþetta ekki. Ottast fordœmisgildi Hafið Vaxandi mengun Það er verulegt áhyggjuefni að mengun hafsins fer stöðugt vax- andi, það hallar undan fæti í þeim efnum. Mestar áhyggjur höfum við af losun geislavirkra efna og annarra efna sem ekki eyðast, sagði Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri en hann er nýkom- inn heim fró Lissabon þar sem hann sat 10. ársfund Parísarsam- komulagsins um varnir gegn mengun sjávar frá landsstöðvum. Tvær tillögur voru samþykkt- ar, báðar miða að því að draga úr mengun sjávar vegna geislavirkra efna. Önnur tillagan, sem kom frá íslendingum, bannar aðildar- löndum samningsins að byggja eða stækka endurvinnslustöðvar, nema viðkomandi ríki geti áður sýnt fram á, að slík stöð mengi ekki hafið. Hin tillagan fjallar um losun geislavirkra efna frá núver- andi endurvinnslustöðvum. -sg Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra úrskurðaði í gær að áðurútgefið byggingar- leyfi fyrir ráðhúsi í Tjörninni skuli standa óbreytt. Ráðherrann segist ekki geta fallist á það með kærendum að byggingarleyfið sé í slíku ósamræmi við staðfest deili- skipulag að varði ógildingu þess. I niðurlagi úrskurðarins átelur ráðherra hins vegar borgaryfir- völd harðlega fyrir vinnubrögð við undirbúning ráðhússbygging- ar. Þau hafi einkennst af fljót- færni og vanvirðingu fyrir skipulags- og byggingarlögum svo og reglugerðum þeim tengd- um og réttur hins almenna borg- ara til að tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmdir verið fyrir borð borinn. Krefst ráðherra þess að fram- vegis verði vandað mun betur til málsmeðferðar skipulags- og byggingarmála og borgaryfirvöld virði að fullu ákvæði laga og reglugerða þar að lútandi. Guðrún Jónsdóttir arkitekt og fulltrúi í Skipulagsstjórn ríkisins sagði í gær að hún skildi ekki þá niðurstöðu ráðherra að staðfesta byggingarleyfið. „Ég er uggandi yfir afleiðingunum sem þessi úr- skurður kann að hafa vegna þess fordæmisgildis sem hann gæti haft fyrir aðra. Öll málsmeðferð borgaryfirvalda í þessu máli hef- ur verið á skjön við lög og reglu- gerðir,“ sagði Guðrún-. Það var 29. aprfl sl. sem íbúar við Tjarnargötu kærðu bygging- arleyfið til ráðherra. í kærunni var m.a. bent á að vegghæð húss- ins væri langt umfram staðfest deiliskipulag. Húsið hefði einnig lengst verulega, aukist umtal- svert að flatarmáli og nýtingin á byggingarlóðinni væri langt um- fram það sem gildandi aðalskipu- lag leyfði. í úrskurði ráðherra segir m.a. um þessi einstöku kær- uatriði að ýmist sé um óveruleg frávik að ræða eða umtalsverðar breytingar sem réttlæti þó ekki afturköllun byggingarleyfis. ->g. Liðaskurðir með smásiá Iþróttahreyfíngin og Lions- klúbbur Reykjavíkur hafa af- hent bæklunardeild Borgarspital- ans að gjöf liðsjárskurðtæki sem að sögn Gunnars Þórs Jónssonar yfírlæknis mun gera læknum kleift að framkvæma aðgerðir í liðum og liðamótum á mun ein- faldari hátt en áður auk þess sem tilkoma tækisins auðveldar mjög nákvæma sjúkdómsgreiningu. - Með tæki þessu getum við skoðað og gert við liði án þess að skera í þá, sem gerir það að verk- um að sjúklingar eru um 4-5 vik- um fljótari að ná sér eftir skurðaðgerð, sagði Gunnar Þór. íþróttafólk verður oft fyrir meiðslum Miðum og liðamótum og kemur því tækið þeim sérstak- lega til góða en auk þess mun það nýtast vel til almennra bæklunar- lækninga. Það var Sveinn Björnsson for- seti ÍSÍ sem afhenti tækið fyrir hönd gefenda og kom fram í máli hans að 2 ár eru síðan farið var að huga að þessari gjöf, en tækið kostaði um 1.3 miljónir króna. 'Þ Læknarnir Stefán Carlsson og Gunnar Þór Jónsson sýna notkun hins nýja liðsjárskurðtækis. Vestfirðir Loðna Kyndingarkostnaður rýkur upp Hœkkun Landsvirkjunar veldur 13-15% hœkkun. Pétur Sigurðsson: Ekkert gefið eftir með grœnu strikin. Átök í haust Aúshitunarkostnaður mun al- mennt hækka um 13-15% á Vestfjörðum um næstu mánaða- mót, í framhaldi af heildsölu- verðshækkun raforku Lands- virkjunar. Stjórn Orkubús Vestf- jarða ákvað í gær að hækka gjaldskrá sína um 8%. En þar sem hlutfall niðurgreiðslna hækkar ekki að sama skapi verð- ur hækkunin mun meiri til hins almenna notanda. Pétur Sigurðs- son forseti Alþýðusambands Vestfjarða segir þetta hafa áhrif á verðlagsstrik samninga. Líkurn- ar á átökum í haust hafa því aukist. Kristján Haraldsson forstjóri Orkubús Vestfjarða sagði f sam- tali við Þjóðviljann að tæp 5% hækkunarinnar stöfuðu af gjalds- krárhækkun Landsvirkjunar. En rúm 3% væru vegna annarra kostnaðarliðshækkana. Sam- staða hefði verið í stjórninni um þessa hækkun en Orkubúið er 60% í eigu sveitarfélaganna og 40% í eigu ríkisins. Davíð Oddsson borgarstjóri er ekki ýkja bjartsýnn á lífdaga ríkisstjórnarinnar eftir afskipti hennar af verðhækkunum undan- farna daga. í samtali við Þjóðvilj- ann sagði hann að þegar ríkis- stjórnir færu að leika gjaldskrár- nefndir til að fela afleiðingar eigin óstjórnar ættu þær yfirleitt stutt eftir ólifað, það væri ótækt að ríkisstjórn bannaði að afleið- ingar verðbólgunnar kæmu fram. Hitaveitur á Vestfjörðum eru almennt knúnar með rafmagni og þau íbúðarhús sem ekki eru tengd þeim eru hituð beint með rafmagni. Kristján sagði húshit- unarkostnað að meðaltali hafa verið 60 þúsund krónur á ári fyrir hækkunina. Ef miðað er við 14% hækkun fer kostnaðurinn í 68.400 krónur. Niðurgreiðslur á raf- magni til húshitunar hafa verið 94 aurar á kílóvattstund síðan í maí. Verulegrar óánægju gætir með- al starfsfólks Granda hf. í Norðurgarði vegna niðurskurðar á þeirri þjónustu sem fyrirtækið hefur veitt starfsfólkinu og er það framkvæmt í skjóli hagræðingar og endurskipulagningar á rekstri fyrirtækisins vegna slæmrar af- komu. Þegar hafa 25 hætt vinnu í Norðurgarði af þeim 50 sem sagt var upp í sumarbyrjun og hættir hinn helmingurinn samkvæmt Þar sem niðurgreiðslurnar eru föst tala en ekki hlutfall af hitun- arkostnaði leiðir 8% hækkun Landsvirkjunar til um 14% hækkunar til neytenda. Pétur Sigurðsson sagði Þjóð- viljanum að fólki á Vestfjörðum hefði þótt húshitunarkostnaður ærinn fyrir. Misréttið í þessum efnum væri allt of mikið. Reykvíkingar byggju td. við hag- stætt orkuverð og hitaveitan þar hefði svo mikinn afgang að hún gæti byggt fyrir hann demants- hallir. uppsagnarbréfí 1. ágúst nk. Nú þegar er búið að fækka þeim rútum sem keyrt hafa starfs- fólkið til og frá vinnu úr þremur í eina, í matsal fyrirtækisins er ekki gengur boðið upp á hefðbundna heita máltíð í hádeginu, heldur súpu og brauð. Vegna andstöðu starfsfólksins hefur fyrirtækið neyðst til að taka upp viðræður við það um starfsemi mötuneytis- ins en fyrirhugað er að loka því og Að sögn Péturs verður staðið fast á því að gerðir samningar verði efndir. „Það þýðir ekki að segja að ein af ástæðum gengis- fellingarinnar séu þeir samningar sem gerðir hafa verið, eins og Þorsteinn Pálsson hefur sagt. I raun er það ósvífni af forsætisráð- herra að segja þetta þar sem fjár- málaráðherrann hefur sagt að Akureyrarsamningarnir sprengi ekki þann ramma sem settur var.“ Verðlagsstrik er í Vestfjarða- samningum í nóvember. -hmp setja í staðinn upp sjoppu. Þá standa einnig yfir viðræður um þvott á vinnusloppum. Að sögn starfsfólksins mælist þessi niðurskurður á þjónustu fyrirtækisins afar illa fyrir meðal þess og einhverjir hafa hætt ein- göngu vegna lélegra ferða til og frá vinnustað. Þá finnst fólkinu kosturinn sem boðið er uppá í mötuneytinu bæði rýr og dýr. Hátt verð Um þessar mundir er verð á loðnumjöli og lýsi afar hátt í V- Evrópu og taldar eru iitlar likur á að það lækki á næstunni. Gangi það eftir er mun bjartara yfir komandi loðnuvertíð sem hefst um miðjan næsta mánuð en oft áður. Sameiginlegur kvóti íslend- inga og Norðmanna er 500 þús- und tonn, þar af mega íslending- ar veiða um 400 þúsund tonn. Ef að líkum lætur verður kvótinn hækkaður eftir áriegan loðnu- leiðangur sem farinn verður seinna á árinu. Að sögn Benedikts Valssonar hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun hefur verð á fiskimjöli og lýsi hækkað töluvert frá síðasta ári. Tonn af lýsi var komið hátt í 400 dollara um miðjan síðasta mánuð og hefur lýsistonnið tvöfaldast í verði frá því í ársbyrjun í fyrra þegar það var í 200 dollurum. Þá hefur mjölið einnig hækkað tal- svert og á uppboðsmarkaðnum í Hamborg selst hver prót- eineining á um 9 dollara sem gerir um 630 dollara fyrir tonnið eða um 30 þúsund íslenskar krónur. Elías Geir skipstjóri á loðnu- skipinu Bergi VE sagði þetta gleðilegar fréttir og ef verðið lækkaði ekki frá því sem nú er, væri það í fyrsta sinn í langan tíma sem loðnusjómenn gætu byrjað vertíðina með bros á vör í stað þeirrar hefðbundnu grettu sem verið hefði vegna lélegs afurða- verðs í vertíðarbyrjun. Hann bjóst þó ekki við að þeir myndu byrja á loðnu fyrr en með haust- inu þegar úthafsrækjuveiðunum lyki. -grh -grh Fimmtudagur 30. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Grandi hf. Óánægja meðal starfsfólks Hagræðing og skipulagning hjá Granda hf. bitnar á þjónustu við starfsfólkið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.