Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 7
Skipulag Samtök til verndar dalnum í burðarliðnum. íbúar á höfuðborgarsvœðinu taki höndum saman ogkomiívegfyrirlagninguhraðbrautar. Leita nýrra leiða til lausnar umferðarvandanum Kópavogskaupstaður og Reykjavíkurborg hafa lengi deilt um hvernig nýta skuli Fossvogs- dalinn þar sem landamörk sveitarfélaganna liggja. Meiri- hluti borgarstjórnar hefur lengi verið þeirrar skoðunar að dalur- inn væri ákjósanlegur staður undir hraðbraut en bæjarstjórnin í Kópavogi hefur ekki tekið þeim hugmyndum með mikilli hrifn- ingu og bendir á að dalurinn sé eitt ákjósanlegasta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu vegna hagstæðra veðurskilyrða auk þess sem hann tengir saman úti- vistarsvæði borgarinnar nánast frá fjöru til fjalls. Deilurnar milli sveitarfélaganna hafa gert það að verkum að skipulag fyrir þetta svæði hefur ekki fengist staðfest af skipulagsstjórn og á meðan svo er eru engar fram- kvæmdir í dalnum Samtök um verndun Fossvogsdals Fram til þessa hefur almenn- ingur ekki látið mikið í sér heyra varðandi örlög dalsins þar til fyrir skemmstu að auglýst var eftir fólki í undirbúningsnefnd að stofnun samtaka um verndun dalsins og viðbrögðin voru mjög góð. Á þeim tveimur klukkutím- um sem tekin voru niður nöfn áhugasamra í gegnum síma hring- du um 200 manns sem verður að teljast nokkurn veginn sá fjöldi sem mögulega gat náð sambandi á svo skömmum tíma. - Ég hef lengi vitað af áhuga fjölda fólks á að nýta Fossvogs- dalinn sem útivistarsvæði og því tók ég mig til ásamt Halli Bald- urssyni og auglýsti stofnun undir- búningsnefndar að þessum sam- tökum, sagði Gunnar Steinn Pálsson sem staðið hefur fyrir stofnun samtaka um verndun Fossvogsdalsins. Samtökin eru ekki hugsuð sem hverfasamtök eingöngu því verndun Fossvogsdalsins er mál- efni sem varðar alla íbúa á höfuð- borgarsvæðinu sem meta fallegt umhverfi og útivist enda kom á daginn að þeir sem hringdu til okkar á sunnudaginn eru alls staðar af höfuðborgarsvæðinu - allt upp í Mosfellssveit, sagði Gunnar Steinn. Gunnar Steinn sagðist telja hugmyndir um Fossvogsbraut tímaskekkju í dag þar sem um- hyggja fólks og áhugi fyrir náttúr- uvernd hefði aukist mikið á þeim rúmlega 20 árum sem liðin eru frá því að farið var að huga að lagn- ingu brautarinnar, auk þess sem þróun byggðar hefði orðið með öðrum hætti en ætlað var og þjón- usta færst meira út í úthverfin og þar með hefði þörfin fyrir hrað- braut sem þessa minnkað. Tilgangurinn með stofnun þessara samtaka er að vekja fólk til umhugsunar um framtíð svæð- isins og hvetja til þess að leitað verði nýrra leiða til lausnar sam- gönguvanda í borginni.- Þó er ekki þar með sagt að ekkert vinn- ist þó Fossvogsbraut verði ein- hvertíma byggð því það er ýmis- legt hægt að gera þrátt fyrir slíkt mannvirki en vissulega verður það stærsta verkefni samtakanna að koma í veg fyrir þau skipu- lagsmistök, sagði Gunnar Steinn. Fyrstu aðgerðir Hugmyndin er sú að samtökin standi fyrir framkvæmdum í daln- um, geri tillögur um skipulag og nýtingu og vinni að uppbyggingu Margir njóta útsýnis yfir Foss- vogsdal. Fyrr eða síðar tekur þetta útsýni breytingum þó óvíst sé hvort þær verði til ills eða góðs. í sjálfboðavinnu. Fyrsta skrefið í þessa átt var gróðursetningarferð sem farin var í dalinn síðastliðinn fimmtudag. Kópavogskaupstað- ur stóð fyrir þessari gróðursetn- ingu en fjölmörg fyrirtæki i Kóp- avoginum gáfu þau tæplega 1000 tré sem gróðusett voru. Það er til marks um almennan áhuga Kópavogsbúa á málinu að undirtektir fyrirtækja varðandi þetta framtak voru með eindæm- um góðar, yfir 90% þeirra fyrir- tækja sem leitað var til styrktu þessa gróðursetningu og auk þeirra aðstoðuðu ýmis félaga- samtök við gróðursetninguna. Fjöldi manns mætti í Fos- svogsdalinn á fimmtudaginn þrátt fyrir kalsaveður, rigningu og rok. Par var unnið hörðum höndum við gróðursetninguna og hornaflokkur Kópavogs létti mönnum verkin með lúðrablæ- stri. Stuðningur við bœjarstjórnina Bæjarstjórnin í Kópavogi bindur vonir við að samtökin um líf í Fossvogsdalnum verði til þess að beina athygli sem flestra höf- uðborgarbúa að afdrifum dalsins, sem er ekkert einkamál íbúa ná- grennisins, og komi því að lokum til leiðar að dalurinn verði útivist- arsvæði um ókomna tíð. Aðalskipulag fyrir Kópavog hefur verið til frá 1985 en ekki fengist staðfest hjá skipulagsyfir- völdum vegna deilna um Foss- vogsdalinn. Reyndar hefur skipulag fyrir Reykjavíkurborg líka verið óstaðfest en á því skipulagi er gert ráð fyrir hrað- braut á landsvæði Kópavogs. Á fundi skipulagsstjórnar síð- astliðinn fimmtudag var aðal- skipulag Reykjavíkurborgar samþykkt með þeim fyrirvara að öllum framkvæmdum í Fossvogs- dal verði frestað í 5 ár. Bæjarstjórnin í Kópavogi mótmælir harðlega þessari af- greiðslu málsins og bendir á að það sem alvarlegast er í þessu máli, að svæðið sem rætt er um að leggja undir hraðbraut er að lang- mestu leyti,-eða um 80% af því, í eigu Kópavogskaupstaðar. Því er það alvarleg aðför að sjálfstæði sveitarfélaga að neita þeim um að skipuleggja sín svæði sjálf og furðulegt að einu bæjarfélagi skuli vera heimilt að skipuleggja land annars, sagði Valþór. Reykjavíkurborg heldur því fram í þessari deilu að samning- urinn sem gerður var á milli sveitarfélaganna árið 1973 feli í sér samkomulag um að hraðbraut skuli rísa í dalnum en bæjarstjórn Kópavogs bendir á að skýr ákvæði samningsins kveði á um að slíkt mannvirki rísi ekki nema með samþykki beggja sveitarfé- laganna. f þessum samningi er ákvæði um að deilumálum skuli skotið til gerðardóms.- Það er ansi hart ef endirinn yrði sá að hraðbraut verði neytt upp á Kóp- avogsbúa með gerðardómsúr- skurði, sagði Valþór. Hraðbraut er ekki eina lausnin Aðspurður um hvort bæjar- stjórn Kópavogs teldi ekki þörf á bættu vegakerfi sagði Valþór að vissulega neitaði enginn því að leysa þyrfti ákveðin vandamál varðandi umferðarmál borgar- innar en í því efni legði bæjar- stjórnin áherslu á aðrar lausnir sem bæði væru ódýrari og krefð- ust minni fórna frá náttúruvernd- arsjónarmiði. - Við höfum til dæmis bent á að Miklubrautina megi breikka til muna og beina umferðinni norðurleiðina niður í miðbæ, um Elliðavog, Kleppsveg og Sætún. Menn skyldu líka íhuga það hvort þeir vilji eyða öllum þessum fjár- munum í þjónustu við bílaum- ferðina því að enginn vafi er á því að framkvæmdirnar yrðu óheyri- lega kostnaðarsamar og miklu dýrari en framangreindar lausnir. -iþ Hvort hefur forgang: Mannfólkið eða bflamir! Deilur Reykjavíkurborgar og Kópavogskaupstaðar snúast um það hvort í Fossvogsdalnum verði byggð hraðbraut eða skipu- lagt útivistarsvæði. Hjá borg- arskipulagi Reykjavíkur hafa verið útfærðar hugmyndir um hraðbraut þvert í gegnum dalinn. Gert er ráð fyrir því að hún verði niðurgrafin og að hluta til yfir- byggð. Þeir sem hraðbrautina vilja telja hana nauðsynlega við- bót við vegakerfi borgarinnar og gera ráð fyrir að í framtíðinni verði brautin önnur af tveimur meginleiðum sem tengi borgar- hlutana í vestri og austri saman. Bæjarstjórnin í Kópavogi hef- ur hins vegar lagt til að Fossvogs- dalur verði allur skipulagður sem útivistarsvæði. Þeir sem fylgjandi eru hugmyndinni um útivistar- svæði hafa bent á að dalurinn sé eitt besta útivistarsvæði á höfuð- borgarsvæðinu fyrir margra hluta sakir, þarna er veðursælt og Séð yfir Fossvogsdal eins og hann lítur út í dag. Mun hér liggja hraðbraut eftir endilöngum dalnum eða verður þetta eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa í framtíðinni? Mynd Ari. skjólgott með afbrigðum sem er brautarstæði vegna mengunar- og veðurfars-og jarðvegsskilyrði mikill kostur útivistarsvæðis en hættu, auk þess er í dalnum ein eru óvíða betri til ræktunar en í að sama skapi ókostur fyrir hrað- stærsta uppeldisstöð trjáplantna Fossvogsdalnum. Fimmtudagur 30. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.