Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Flokksþingið í Moskvu „Glasnost“ á borði Fulltrúi gagnrýnir eina aftillögum aðalritarans, - annarsegir einnig þörfá perestrojku íforustunni Til þess var tekið í gær að „glasnost“-stefna Gorbatsjovs þykir ríkja bæði í orði og á borði á aukaþingi Kommúnistaflokks- ins í Moskvu, þarsem það gerðist - sennilega í fyrsta skipti í um sex áratugi - að fulltrúi á þinginu kom í ræðustól og gagnrýndi op- inberlega eina af umbreytingar- tillögum aðalritarans. Það var tillaga Gorbatsjovs um að aðalritarar flokksdeilda veld- ust sjálkrafa til forystu í stjórnkerfi, til dæmis sem forset- ar lýðvelda, sem varð fyrir barð- inu á Leonid Albakin hagfræð- ingi sem sagði tillöguna ekki í samræmi við yfirlýstan vilja Gor- batsjovs um hreinar línur milli flokksins og stjórnkerfisins. Einnig þótti táknrænt að full- trúi frá Vladivostok, sem tók mjög undir umbótatillögur Gor- batsjovs, beindi ræðu sinni allt í einu til aðalritarans og sagði að menn þyrftu að taka sig á í perest- rojku allsstaðar, „bæði í héraði og ekki síður hérna“, - og sást Gorbatsjov kinka kolli og muldra samþykkjandi. Fréttir af þinginu í gær eru ó- ljósar þarsem hluti þinghaldsins fer fram fyrir iuktum dyrum, en sumum ræðum og ræðubrotum er sjónvarpað beint. Ekki virðast enn hafa komið fram sterkar raddir íhaldsmanna í andstöðu við Gorbatsjov, en þó má vera að sú andstaða leynist bakvið gagnrýni í garð Borisar Jeltsin, þess sem settur var af sem foringi Moskvuflokksins fyrir harðfylgi sitt við hina nýju línu. Pomp og pragt á Rauða torginu fyrir 19. flokksráðstetnuna þar- sem tæplega fimmþúsund fulltrú- ar velta fyrir sér framtíðinni. Dukakis í ræðustól framanvið stjörnufánann. Pétur Botha styður sjálf- sagt Bush. Bandaríkin Suður-Afríka kosningamál Demókratar vilja setja Pretoríu-stjórn í kví með Iran og Líbíu Ein af sennilegum afleiðingum velheppnaðrar baráttu svarta prestsins Jesse Jackson í forkosn- ingunum í Bandaríkjunum er að afstaðan til Suður-Afríku verði að kosningamáli þegar þeir Bush og Dukakis fara af stað fyrir al- vöru seinna í sumar og i haust. Jackson hefur lagt mikla V-Þýskaland SPD hefur vinninginn Spiegel-könnun: Jafnaðarmenn sterkari en kristilegir ífyrsta sinn í fimmtán ár r Inýrri fylgiskönnun vesturþýska blaðsins Spiegel eru jafnaðar- menn í SPD með mcira fylgi en kristilegir og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár, en kristilegir hafa verið sterkari í þingkosningum allar götur síðan 1972. Pólitískt andrúmsloft í Vestur- Pýskalandi hefur tekið talsverð- um breytingum síðustu misserin, - stjórn Kohls orðið sífellt óvin- sælli, fylgissókn græningja slævst vegna innri ágreinings og jafnað- armenn sótt á, bæði í fylkiskosn- ingum og skoðanakönnunum. í Spiegel-könnuninni fyrir júní fær SPD 42 prósent, kristilega samsteypan CDU/CSU 41 prós- ent, en í síðustu þingkosningum í ársbyrjun ‘87 fengu Kohl og fé- lagar44,3% en jafnaðarmenn að- eins 37%. Frjálsir demókratar (FDP) fengu í könnuninni 9 pró- sent fylgis og græningjar 7, sem er svipað og í kosningunum. í sömu könnun er spurt að þvf hvaða flokkur hafi mestan byr nú um stundir og nefna 64% krata en aðeins 23% kristilega. áherslu á Suður-Afríku í þeirri flokksnefnd sem nú vinnur að kosningastefnuskrá Dukakis. Hann hefur sjálfur lýst stuðningi við frumvarp sem sennilegt er að fulltrúadeild þingsins samþykki síðar í sumar og er ætlað að tak- marka verulega bandaríska versl- un við Suður-Afríku. í frumvarp- inu eru að auki ákvæði sem banna hernaðarsamstarf og samvinnu leyniþjónustna ríkjanna, - og er frumvarpið þannig miklu róttæk- ara en gildandi lög um takmark- aðar efnahagsaðgerðir frá ‘86. Búist er við að núverandi hús- bóndi í Hvíta húsinu beiti neitun- arvaldi gegn frumvarpinu komi það á hans borð í haust, og gæti slík synjun skerpt til muna vægi þessara mála í kosningabarátt- unni. Bush varaforseti hefur sagt um Suður-Afríku að þar ríki kyn- þáttahatur, sem flestir Banda- ríkjamenn eru sammála um, en hann hefur ekki greint sig á neinn hátt frá þeirri stefnu Reagans gagnvart Pretóríu sem kölluð er „uppbyggjandi tilhlutun“. í stefnuskrá demókrata má hinsvegar búast við að því verði lofað að Dukakis muni lýsa yfir að Suður-Afríka sé „hryðju- verkaríki" og þarmeð í sömu kví og íran Khomeinis og Líbía Gaddafís í utanríkisafstöðu Bandaríkjastjórnar. Fréttaskýrendur segja að bein efnisleg áhrif slíkrar yfirlýsingar yrðu sennilega ekki stórkostleg. Hinsvegar yrði þesskonar orða- val táknrænt og sálfræðilega skilið sem merki um stefnu- breytingu í Washington, og lög vestra í stfl við frumvarpið í full- trúadeildinni mundu bæði minnka stuðning Suður-Afríku- stjórnar af Bandaríkjunum og gera öðrum vestrænum viðskipt- avinum apartheid-sinna erfiðara fyrir að standa gegn kröfum um efnahagsþvinganir og verslunar- bann. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Frakkland Rocard opnar meira Ný stjórn í París Hin nýja stjórn Rocards í Frakklandi hefur á sér enn frekari svip „opnunar“ en sú sem mynduð var strax eftir endurkjör Mitterrands, og munar þar mest um tvo sæmilega þekkta stjórnmálamenn úr miðsæknasta lagi hinnar fyrrum sameinuðu hægriblakkar. Peir Soisson og Rausch sem koma úr miðjuflokkunum PR og CDS bætast við þann ráðherra- hóp fyrri stjórnar Rocards sem ekki var úr Sósíalistaflokknum, og einnig hefur fjölgað ráðherr- um sem ekki hafa verið þekktir fyrir flokkspólitík. Helstu ráðherrastöður eru eins skipaðar og í fyrri stjórn Roc- ards, Pierre Beregovoy er fjár- málaráðherra, Roland Dumas utanríkisráðherra, Jean-Pierre Chévenement varnarmálaráð- herra, Pierre Joxe dómsmálaráð- herra, Lionel Jospin menntamálaráðherra og Jack Lang menningarmálaráðherra. Ekki er búist við því að þingið sem nú er hafið muni beita sér gegn stjórninni, enda þyrfti til þess sameiginlegan fjandskap sundraðra hægriflokka og Kommúnistaflokksins. Að auki er þingtími stuttur í sumar, og hafa Rocard og hans menn því væna hveitibrauðsdaga frammá haustið. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. júlí 1988 er fimmti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 5 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.158,40_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1988 til 10. júlí 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2154 hinn 1. júlí n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 5 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1988. Reykjavík, 30. júní 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.