Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 16
r—SPURNINGIN-I Spurt á norræna barnavernd- arþinginu. Hvaöa verkefni eru mest aökallandi hér á landi í barnaverndunarmálum? Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri í Mosfellsbæ: Endurskipulagning á barnaverndarlöggjöf- inni. ( litlum sveitarfélögum er alltof mikil ábyrgð lögð á herðar pólitískra fulltrúa í barnaverndarnefndum, án þess að þeir fái faglega aðstoð. Hrefna Ólafsdóttir félagsráögjafi á unglingageðdeild: Það þarf hugarfarsbreytingu hjá fólki, pláss fyrir börnin og aukna virðingu fyrir þeim. Börn verða mjög útundan í þjóðfélaginu, þvi þeir fullorðnu eru svo uppteknir af sjálf- um sér. þJÓOVIUINN Fimmtudagur 30. júnf 1988 146. tölublað 53. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 ■Í'V Um 500 manns sækja norræna barnaverndarþingið, sem haldið er í húsakynnum Háskóla íslands þessa vikuna. Fjöldi erinda verður fluttur dag hvern og þar sem Þjóðviljinn leit inn í gær var hvert sæti skipað. Mynd: Sig. ’ Ólafur Oddsson starfar í unglingaathvarfi Ftauða krossins: Það þarf að breyta viðhorfinu almennt til barna. T aka meira tillit til langana þeirra og þarfa. Guðrún Hreiðarsdóttir lögfræðingur: Við höfum litið sinnt fyrirbyggjandi aðgerð- um og þurfum að bæta aðstöðu fjölskyldu- fólks. Þar koma inní mál eins og vinnuálag og dagvistarmál. Vilhjálmur Árnason kennari: Það þarf að efla ábyrgðarkennd foreldra og bæta aðstöðu þeirra til að sjá um sln börn. Fólagsleg aðstaða verður að haldast í hendur við þjóðfélagsbreytingar. Norrœnt barnaverndarþing Emm langtá eftir Guðjón Bjarnason: Réttur barna hér mun minni og ótryggari. Leggjum ofmikla ábyrgð á börn Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs, segir að ekki gangi að semja flókin lög án þess að byggja líka upp aðstöðu til að framkvæma þau. Mynd: Sig. Nú stendur yfir norrænt barna- verndarþing í Reykjavík og eru þáttakendur um 500, þar af hátt í 200 frá íslandi. - Tilgang- urinn með þessum ráðstefnum, sem haldnar eru 3. hvert ár, er m.a. að auka umræðu um mál- efni barna og gefa fagmönnum tækifæri til að bera saman bækur sínar. Einnig eru kynntar rann- sóknir, sem tengjast stöðu barna og barnavernd, sagði Guðjón Bjarnason framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs íslands, sem unnið hefur að undirbúningi þingsins. - Norðurlöndin hafa lengsta hefð í barnaverndarmálum í heiminum og Norðmenn urðu fyrstir til að setja barnaverndar- löggjöf rétt fyrir aldamótin, sagði Guðjón, sem telur íslendinga horfa mest til Norðmanna um fyrirmynd í þessum málum. En hvernig stöndum við okkur í samanburði við hin Norður- löndin? - Við stöndum okkur illa að því leyti að félagsleg þjónusta hér er langt á eftir. Menn treysta á að óopinbera kerfið virki, en það er að líða undir lok með þeim breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu, t.d. á fjölskyldu- gerðinni. - Hins vegar eru barnavernd- araðgerðir hér í mörgum tilvikum vellukkaðar. Við höfum reynt að finna varanlegar lausnir fyrir börn, eins og að koma þei m í fóst- ur. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið meira um að börn séu látin rokka á milli staða. Þau eru kannski ár í einhverri vistun og síðan reynt að senda þau heim aftur. Ef það gengur ekki tekur enn einn staðurinn við. Menn eru nú að átta sig á að svona skamm- tímalausnir reynast ekki vel. Guðjón sagði að börn hér á landi hefðu lélegri stöðu en gengur og gerist í Skandinavíu og réttur þeirra til að segja eitthvað um sín mál væri mun minni og ótryggari. Við skærum okkur líka úr að því leyti að leggja of mikla ábyrgð á börn, þau ættu strax að verða fullorðin. Nú er verið að endurskoða ís- lensk barnaverndarlög og sagði Guðjón að stefnt væri að því að nýju lögin yrðu aðgengilegri bæði fyrir almenning og þá sem ættu að vinna eftir þeim og í betra sam- hengi við önnur lög er tengjast þessum málaflokki. En flókin lög og reglur eru ekki nóg til að ná árangri. - Það þarf líka að byggja upp gott kerfi til að framkvæma þau, sagði Guðjón, sem taldi að bæði faglega og pen- ingalega væri barnaverndarstarf hér á landi í hættu. mj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.