Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 9
Lena Cronquist á milli Stúlkunnar í vatninu og Ágúst 86 II: Eilíf sæla virðist ekki vekja neina þörf á nánari útlistun. Mynd - Ari máli í mínum myndum. Samband okkar var mjög flókið og erfitt, kannski meðal annars vegna þess að það var á okkur mikill aldurs- munur. En ef til vill er samband mæðra og dætra alltaf flókið. Ég er til dæmis að fjalla um það í þessu málverki þarna sem heitir Móðirin. Við erum inni í þessu litla, lokaða herbergi og hús- gögnin sem ég hef málað eru hús- gögn sem voru á heimili foreldra minna. Ég hef reyndar fjölgað skápunum, málað tvo skápa sitt hvoru megin við hana þó þau ættu ekki nema einn slíkan, til að undirstrika þrengslin í umhverf- inu. En ég hef líka snúið hlut- föllunum við og málað mig stærri en hana, hún er orðin eins og tuskubrúða sem ég held á, - kannski hef ég gert það til að fá Ioksins tækifæri til að ráða ferð- inni... En allar þessar myndir af sjúkrabeði og dauða. - Þetta eru myndir um dauða föður míns og móður. Faðir minn lá á spítala í tíu daga áður en hann dó, og það var augljóst að hverju stefndi. Við vorum mikið hjá honum móðir mín, systir og ég, og ég teiknaði mikið þann tíma, reyndar eftir að hafa velt fyrir mér hvort það mætti, og hvort ég gæti leyft mér að sitja og teikna við dánarbeð föður míns. En það varð úr að ég gerði það, og úr varð meðal annars þessi mynd sem ég kalla Dómsdag. Þar erum við mæðgur og hjúkrunarfólkið og svo hef ég málað héra við fæt- ur okkar eins og þú sérð. Mér fannst táknrænt að þegar faðir minn dó varð mér litið út um gluggann, og þá sá ég héra fyrir utan sjúkrahúsið. Pabbi sagði okkur svo oft frá héra sem hann passaði þegar hann var ungur, og svo var héri fyrir utan sjúkrahús- ið á dánarstund hans. Pess vegna fannst mér hann eiga að vera með á myndinni. - En þarna er ég líka að velta fyrir mér samskiptum okkar móður minnar og systur annars vegar þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum, og svo hins veg- ar starfsfólki sjúkrahússins. Það virðist vera mikil fjarlægð á milli ykkar. Jafnvel eitthvað vélrænt yfir starfsfólkinu. - Já,þaðersú tilfinningsemég fékk, þó að auðvitað væri fólkið bara að vinna sitt starf. Ég er ekki að reyna að gefa í skyn að þetta hafi verið vont fólk, þvert á móti, það var bara þessi tilfinning sem maður fékk stundum. Það kom fyrir að maður spurði sig hvað það væri að gera þarna, endalaust á hlaupum við að taka púlsinn og hlusta eftir hjartanu þó að við vissum öll að pabbi væri að deyja og ekkert meira hægt að gera fyrir hann. Það var eiginlega okk- ar tilfmningalega afstaða til dauða pabba sem rakst á vísinda- lega afstöðu starfsfólks sjúkra- hússins til dauðans. En þetta var vissulega gott fólk og allt af vilja gert til að hjálpa. - Svo dó móðir mín nokkrum árum seinna, og þá málaði ég til dæmis myndirnar Ágúst 86. Það var allt öðruvísi en þegar faðir minn dó, og allt aðrar hugsanir sem sóttu að mér. Ég hélt áfram að vinna með samband okkar, til dæmis í myndinni Mamma og ég, þar sem hún er eins og skuggi á bak við mig. Það er eins og það sé ekki hægt að Iosna fyllilega undan áhrifum foreldra sinna, þau eru alltaf í kringum mann, jafnvel þótt maður reyni að líkj- ast þe-im ekki. Ég hef kannski hugsað að aldrei myndi ég vera svona eða svona við mín börn, og svo tek ég allt í einu eftir að ég geri nákvæmlega sama hlutinn. Borðið með kristöllunum hérna á miðju gólfi, það kemur svolítið á óvart í byrjun. Tengist það einhverjum málverkanna? - Það gerir það, þetta eru allt hlutir frá heimili foreldra minna. Það stendur þannig á því að eftir dauða mömmu leið mér mjög illa, vissi ekki almennilega hvað ég ætti að gera, þangað til allt í einu ég tók niður kristalsljósa- krónuna, tók hana í sundur og raðaði á borðið. Svo setti ég skóna undir. Varstu búin að taka eftir þeim? Sjáðu, þeir eru á hill- unni undir borðinu, það verður helst að lyfta dúknum aðeins til að sjá þá. Áttu von á því að þú haldir áfram með sama þema? Þig og móður þína? - Ég býst við því. Ég er ekki búin með það ennþá og er með hugmyndir að nokkrum myndum sem ég vildi mála út frá sama Ágúst 86 I. „Ég held áfram að vinna með samband okkar mömmu." þema. Þessi sýning markar þann- ig ekki lok neins tímabils sem slík. Þótt það að sýna sé í raun- inni alltaf eins og lok ákveðins tímabils og byrjun nýs. Sýning Lenu Cronquist verður í Norræna húsinu í viku í viðbót, eða til 10. júlí. Hún er opin dag- lega kl. 14:00-19:00. LG Djass Kvartett Tómasar á leið til Svíþjóðar Birgir Baldursson, Tómas R. Einarsson, Kjartan Valdimarsson og Sigurður Flosason. Á sunnudags- og mánudags- kvöldið spilar kvartett Tómasar R. Einarssonar í Heita Pottinum í Duus-húsi. Þetta verða síðustu tónleikar kvartettsins áður en hann heldur til Svíþjóðar. Þar verður hann fulltrúi íslands á Nordiska Radiojazzdagar í Karlstad 8.-10. júlí, en sænska út- varpið skipuleggur þessa nor- rænu djasshátíð og tekur upp þá tónlist sem þar verður flutt. Síðan liggur leiðin á djasshátíðina f Kristianstad, en hún er ein af þeim elstu á Norðurlöndum. Þar spilar kvartettinn við opnun há- tíðarinnar 14. júlí. íslendingarnir verða í góðum félagsskap í Kristi- anstad, meðal annarra spila þar Lester Bowie’s Brass Fantasy, David Sanborn og hið danska tríó þeirra Niels-Henning, Palle Mikkelborg og Kenneth Knud- sen. Auk Tómasar R. Einarssonar kontrabassaleikara skipa kvart- ettinn Sigurður Flosason (altó- og barítónsaxófónn), Kjartan Valdimarsson (píanó) og Birgir Baldursson (trommur). Efnis- skrá hljómsveitarinnar er að mestu frumsamin og eru lögin eftir þá Tómas R. Einarsson og Sigurð Flosason. Tónleikarnir í Heita Pottinum hefjast kl. 21.30 bæði kvöldin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.