Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Hvað finnst þér um stöðuveitingu mennta- málaráðherra í félags- vísindadeild HÍ? B. Einarsson ellilífeyrisþegi: Mér finnst hún hneyksli, því það voru aðrir hæfari. Þetta er pólitísk veiting og apaköttur sem fékk stöðuna. Er hann ekki á launum hjá ísal og fleiri góðum mönnum? Ragnar Axelsson Ijósmyndari: Ég treysti Birgi fullkomlega og finnst þetta bara gott hjá honum. Ef valið í dómnefndina hefur ver- ið hlutlægt er þessi ákvörðun í lagi. Málfríður Jóhannsdóttir fóstra: Mér finnst að það eigi að taka tillit til niðurstöðu nefndarinnar, sem fjallaði um umsækjendur, og samkennara. Þeir eiga að vita betur en menntamálaráðherra. Nína Björk Árnadóttir skáld: Ég hef á tilfinningunni að þetta sé ekki alveg eins og það á að vera. Maður verður sleginn við að sjá hvað ráðherra hefur mikið vald. Viðar Pétursson bakari: Mér finnst hún fáránleg og geysi- lega pólitísk lykt af þessu máli. þlÓÐVIUINN Laugardagur 2. júlí 1988 148. tölublað 53. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Mibbœrinn Taflveður á Lækjartorgi Þröstur Þórhalls sigraðifyrir Landsbankann. Hlautsex vinninga af sjö mögulegum. Þátttakendur á vegum 50 fyrirtækja kepptu umfarandbikar Þröstur Þórhallsson bar sigur- orð af öðrum keppendum á 7. úti- skákmóti Skáksambands íslands, sem haldið var á Lækjartorgi í gær í blíðskaparveðri. Þröstur tefldi fyrir Landsbankann og hlaut hann sex vinninga af sjö mögulegum. Jóhann Örn Sigur- jónsson er tefldi fyrir Visa-Island hafnaði í öðru sæti með sama vinningatjölda, en Þresti var dæmdur sigurinn eftir að Jóhann gaf einvígi þeirra sem skera átti úr um hvor yrði vinnmingshafl. Alls tóku 50 fyrirtæki þátt í mótinu sem orðið er fastur liður í fjáröflunarstarfi Skáksambands- ins. Að sögn mótsstjórans, Ólafs S. Ásgrímssonar, eru fæstir kepp- endanna starfsmenn viðkomandi fyrirtækja heldur skákmenn innan sambandsins, sem dregnir eru á fyrirtækin. Þau styrkja síð- an Skáksambandið með því að greiða 6.500 kr. fyrir þátttökuna. Áður en þetta var upplýst hafði vakið athygli blaðamanns hversu ungur keppandi Seðlabankans, var og er forvitnast átti um starf hans hjá bankanum, göntuðust menn með að hann væri umsækj- andi um bankastjórastöðu á þeim bænum. En í ljós kom að þar fór Guðmundur Sverrir Jónsson, einn af okkar yngstu skákmönn- um, og var hann ekki ánægður með frammistöðuna. Búinn að tapa 2 fyrstu skákunum. Ólafur sagði að keppendur væru á öllum aldri, þeir yngstu um 10 ára og aldursforsetarnir komnir á sjötugsaldurinn. Hann sagði að mótið væri heldur lakar skipað en oft áður, t.d. væri eng- inn stórmeistari. Þeir væru er- lendis og uppteknir í öðru. -mj Það er eins gott að vera snöggur að ákveða leiki, því ekki voru nema 7 mínútur á keppanda og náðist að tefla 7 umferðir á tæpum 3 tímum. Mynd Ari. Vigdís Næst vil ég að mér gangi eins velogyður Glæsisigur Vigdísar Finnboga- dóttur í kosningunum síðustu helgi hefur vakið sína athygli er- lendis, einsog sést hér að ofan af teikningu með frétt í franska stór- blaðinu „Le Monde“. í fréttinni sem skrifuð er af fréttaritara blaðsins á íslandi, Gérard Lemarquis, segir meðal annars að forsetakosningar nú hafi verið íslendingum lítt að skapi, enda ríki sú venja að ekki sé boðið fram gegn forseta - sem á vissan hátt hafi konunglegt yfir- bragð, og Vigdís sé vinsæl mjög. Lemarquis segir að framboð Sigrúnar, sem brjóti gegn ákveðnu „tabúi" í lýðveldissögu- nni, megi með vissum hætti teng- ja við opnun samfélagsins á síð- ustu árum, og því að menn sætti sig síður við hinar óskráðu reglur samfélags sem hingaðtil hafi leyst flest mál “innan fjölskyldunnar" , Forsetakosningarnar á síðum „Le Monde“ Teiknarinn Pancho í Le Monde lætur Frangis Mitterrand vera að óska Vigdísi til hamingju símleiðis: „í næsta skipti vonast ég til að mér gangi jafnvel og yður.“ án þess að sinna endilega um formleg grundvallarréttindi. Hin sterka kvennahreyfing - sem pólitískt tjái sig í Kvennalist- anum - bandalagi róttækrar kvennastefnu í norrænum stíl og hreinlyndrar kvennahefðar á landsbyggðinni (associations féminines rurales puritaines) - hafði hægt um sig í þessum kosn- ingum, segir Le Monde, en leiðir hinsvegar líkum að því að karl- maður hefði aldrei náð þeim 1500 undirskriftum sem þurfti til famboðs gegn Vigdísi. Sigur Vigdísar er mikill segir Mondurinn, en eftir situr í Islend- ingum einhver eyðslukennd, jafnvel þótt landsmömnnum finnist að virðing fyrir lýðræðinu sé dýrmæti sem aldrei greiðist of háu verði. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.