Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 2
Dándimaður vikunnan I rósa- garðinum HVAfí SEGIR UPP- LÝSINGA- FULLTRÚINN? Eitt af því sem handritið svarar aldrei er hvernig fjölskyldan, sem samanstendur af aldraðri móður, syni henni og mellunni hans, tengjast borgarmálum yfirleitt. Morgunblaðið IIVAfí ÞÁ í LEIKNUM SJÁLFUM Jónas Hallgrímsson var bestur Völsunga, en hann hleypti miklu lífi í framlínuna þegar hann kom inná í leikhléinu. Þjóðviljinn / KLÓNUM Á HOLLYWOOD Áður en maður veit af er allt orðið fullt af lélegum aukaleikurum og grátklökkum andartökum á nærliggjandi sjúkrahúsi og víðar þegar dóttir hetjunnar og fyrrum eiginkonunnar liggur nær dauða en lífi af völdum vondu fjölskyld- unnar. Morgunblaðið HINN RÉTTI SÓNN Einkennilegt var að ef sónn fékkst ekki með nokkru móti var betra að hringja í eitthvert auð- munað númer en að bíöa þolin- móður eftir sóninum. Maður gat að vísu lent hvar sem var annars staðar en á númerinu sem valið var (t.d. austur á Þórshöfn) en upp úr slíku sambandi kom jafn- an sónn. Morgunblaðið KRÓKURÁ MÓTI BRAGÐI Sem betur fer er honum kálað nokkrum mínútum eftir að hann kemur fyrst fram í myndinni. En því miður eru áhorfendur ekki lausir við hann fyrir fullt og allt, því að hann er aftur og aftur að koma fram í draumum - eða mart- röðum - konu sinnar. Tíminn NÆRTÆKT LITAVAL Malbikunarstöðin á svörtum lista. Dagur MÉR ERU FORNU MINNIN KÆR Fjósið var læst með hengilás og hafði innbrotsþjófurinn snúið sundur lásinn og farið inn. Fann hann þar allstóran mjólkurbrúsa, gerði sér lítið fyrir og settist undir fjórar beljur og þurrmjólkaði þær! Stal hann síðan mjólkurbrúsan- um og nytinni úr kúnum. Dagur KÖLD ERU KVENNA RÁÐ Að eiga margar frillur, segir hún, var ekki fyrirhyggjulaust kynsvall heldur þaulhugsuð leið til að treysta pólitísk völd. DV SKAÐI SKRIFAR Hl belra lífs undir forystu sköllóltra Ég, Skaöi, hef lengi veriö veikur í hnjánum fyrir mann- kynssögunni og er flestum öörum fróöari um hana. Því miður skil ég ekki allt í henni, þótt ég leggi mig allan fram. Til dæmis hefi ég aldrei skiliö sögu Sovétríkjanna sem gerist í feiknarlegum stökkum og sveiflum og minnir mig á ekkert frekar en styggan klár sem afi minn átti. Þessi saga er svo skrýtin aö þegar sovéskir leiötogar segja aö allir séu glaðir, pattaralegir og frjáisir í landinu, þá má ganga út frá því sem vísu aö þar sé allt í eymd og volæði. Ef þeir aftur á móti segja að landsmenn séu aö kikna undan feiknarlega stórum vandamálum, þá er eins víst aö þeir séu allir að hressast. Þetta er þó ekki óbrigðul vísbending um skilning á sögu Sovétríkjanna. Aftur á móti hefi ég komið auga á annan rauðan þráö í þeirri sögu sem ekki er með nokkru móti hægt aö slíta. Hann er sá, að velsæld og framfarir í Sovétríkjunum fara alveg eftir því hvort það eru sköllóttir menn sem stjórna landinu eöa loönir. Og jjegar sköllóttir stjórna, þá er allt í sómanum eöa á leiöinni þangað. En hárprúöir menn eru allra meina feöur. Skoöum þetta nánar. Fyrst kom Lenín - hann var góöur foringi, enda nauðasköllóttur: hann kenndi bændum að lesa, blandaöi hagkerfið og setti upp rafmagnsperur um allt og fleira gerði hann merkilegt meðan honum entist aldur til. Næst kom svo Stalín - mikið vel hærður, enda grimmur mjög og hið versta kúgunartröll viö vini sem vandalausa, auk þess sem hann snarruglaði í ríminu ýmsa efnilega menn út um allan heim. Og heimtaöi þar aö auki lof- söngva af hverjum manni fyrir aö þeir fengju að vera til, eða eins og í kvæðinu segir: Voriö kom í vetrar stað þökk sé Stalín fyrir þaö. Jæja. Þessi loðni drjóli liföi alltof lengi, en þá vildi svo farsælllega til aö við stjórnartaumum tók einhver alsköll- óttasti leiötogi sem viö höfum séð, Níkíta Khrúsjov. Hann var glaður og reifur, ræktaöi maís, opnaöi tukthúsín, sendi fimm orustuskip í brotajárn og fleira gerði hann gott og þarflegt sinni þjóð og heiminum. Hefði getaö gert meira ef hann heföi ekki verið of lengi í skóla hjá Stalín hárprúða. Þeir loðnu sáu að ekki mátti við svo búið standa og steyptu skallanum góða. Settu í staðinn einhvern alloðn- astaforingjasem menn hafa séð, Brézhnév, ennislausan mann með augnabrýn miklar, samgrónar svörtum makka. Enda var eins og við manninn mælt - hann tók upp alla vonda siði fyrirrennara síns, nema hvað hann þorði ekki að drepa fólk neitt að ráði; þeim mun meira lagði hann upp úr sukki og ódugnaði og sjálfshóli. Að lokum gat karlinn ekki gengið fyrir orðum og medalíum sem hann hafði hengt á sig fyrir það afrek að leggja efnahaginn í rúst og glömruðu svo hátt þegar hann bar sig um að alla aðra setti hljóða. Nú jæja. Áfram heldur sagan í anda sinna hárrænu lögmála. Á eftir Brezhnev kom Andropov, sem ætlaði að gera eitthvað gott- enda maður sköllóttur. En því miður hafði hann ekki tíma til þess því hann dó. Þá kom Tsjern- enko með mikinn gráan makka og tók það strax aftur að Andropov hafi ætlað að gera eitthvað merkilegt: allt skyldi verða eins og það var á hárprúðri öld. En hann dó líka. Og nú höfum við hann Gorbatsjov sem hamast eins og hundrað manns við að bæta böl og efla frelsi og er svo vinsæll og vel látinn að jafnvel vinir mínir Kanarnir mundu skipta á honum og Reagan sem allra fyrst. Enda er Reag- an kafloðinn og búinn að setja land sitt á hausinn þótt enginn vilji viðurkenna það. Meðan Gorbatsjov er sköll- óttur eins við vitum öll. Þetta er nokkuð góð kenning því hún skýrir svo margt í sögunni sem annars verður ekki skilið. Og ég er að hugsa um það, hvort ekki mætti draga af henni nokkrar ályktanir fyrir okkur íslendinga og þá sérstaklega okkur Sjálfstæð- ismenn. Við höfum varla átt aðra leiðtoga en hárprúða - Ólaf Thors og Hermann, Bjarna Ben og Jóhann Hafstein og nú síðast höfum við Davíð sem er greinilega með alltof mikið hár. Samt hefur okkur gengið furðanlega vel. En ef við tökum mið af Rússum, þá hljótum við að sjá,að ef við hefðum haft vit á að velja okkur sköllótta forystumenn, þá hefði okkur vegnað miklu betur. Þá væri hér hvorki verð- bólga, kröfubólga, vaxtabólga né stílbólga og allir mundu una glaðir við sitt. Ég skýt þessu máli til ykkar, góðir (slendingar. Og þótt ég sé ekki vanur að flíka einkamálum mínum þá sakar ekki að láta þess getið að ég er sjálfur sköllóttur... Sunnudagur 3. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.