Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 6
Já en félagi Gorbatsjov, ráðuneytið hirðir allt af okkur... PERESTROJKAN HIÐ NAUÐSYNLEGA SEM ERFITT ER AÐ FRAMKVÆMA eftir Árna Bergmann Þegar ég var í Sovétríkjun- um á dögunum fannst mér flestir vera sammála um eitt: aö glasnost (málfrelsið) gengi vel og heföi fest sig rækilega í sessi, en perest- rojkan, umbætur í efna- hagsmálum, hefði enn ekki skilað miklum árangri. Og það væri reyndar hættulegt. Og sú spurning sem allireru að reyna að svara og leggja jafnvel fyrir útlendan ferða- lang er einmitt þessi: hvernig stendur á því að perestrojkan rekur sig á háa múra í veru- leikanum og á erfitt með að komast yfirþá? Fyrst er að rifja það upp hvers vegna perestrojkan er nauðsyn- leg. Gjaldþrot skipulagstrúar Það efnahagskerfi sem til varð á stjórnarárum Stalíns og hefur lítið breyst síðan er byggt á feiknalegu miðstýrðum áætlun- arbúskap. Flokkurinn og Ríkisá- ætlunin ákveða hvað hver verk- smiðja framleiðir, hvaðan hrá- efni orka og önnur aðföng eigi að koma, hvert varan á að fara og á hvaða verði. Þetta kerfi getur skilað vissum árangri á afmörk- uðum sviðum þegar um er að ræða einföld verkefni til að leysa úr einfölcium þörfum: t.d. að framleiða þrjátíu miljón pör af gúmístígvélum á tilteknum tíma eða auka kolaframleiðslu. En eftir því sem þarfir fólks verða fjölbreyttari og ófyrirsjáanlegri fjarlægist sá möguleiki (sem alltaf stóð á veikum fótum) að hægt sé að láta sovésk fyrirtæki bregðast við eftirspurn og nýjum þörfum fljótt og vel. Það er ekki einu sinni hægt að tryggja með skipu- lagi og tilskipunum að verka- skipting komist á milli fyrirtækja - því hleypur ofvöxtur í hvert fyr- irtæki út af fyrir sig, öll reyna að framleiða sem mest sjálf af því sem þau þurfa. Fyrirtækin eru sett undir áætlun sem hefur laga- gildi - og stjórnendur þeirra finna upp lýgilega útsmognar aðferðir til að láta allt líta vel út á pappírn- um. Afleiðingin er sú að allt framleiðslubókhald í landinu er falsað, enginn veit í rauninni hvað er framleitt, þótt skýrslur sýni framfarir á flestum sviðum, vöruskortur er mikill, verðlag hvorki í samræmi við tilkostnað né eftirspurn. Þegar komið var fram á stjórnartíð Brézhnevs breiddist stöðnun út um kerfið og samdráttur varð á mörgum svið- um - Gorbatsjov var að segja á flokksráðstefnunni sem nú er haldin í Moskvu að núna fyrst sé að koma í Ijós hve slæmt ástandið var orðið. Það sem gera skal Perestrojkan, sem á að rífa landið upp úr feninu, á svo að byggja á þessu hér: Skert verða mjög völd áætlan- astofnana og ráðuneyta. Fyrir- tækin eiga að vera sjálfstæð, bera ábyrgð á eigin fjárhag (í stað þess að ráðuneytin haldi slæmum fyrirtækjum á lífi með millifærsl- um frá þeim sem betur vinna). Þar með eiga þau að kaupa að- föng á heildsölumarkaði, ráða sjálf framleiðslunni, taka mið af samkeppni við önnur fyrirtæki, ráða meiru um verðmyndun, launapólitík og fleira, hafa sjálf ráðstöfunarrétt yfir hagnaði. Auk þess verði efnt til sovésks tilbrigðis við blandað hagkerfi. Það líti út í þá veru að ríkið haldi stóriðjunni, hráefna- og orku- vinnslu og reyndar fleiru (sem sósíaldemókratar eitt sinn köll- uðu „stjórnpalla efnahagslífs- ins“). En að auki komi til sam- vinnufélög einkum í þjónustu- greinum og landbúnaði og einka- framtak í smáum stfl. Andstaðan við breytingarnar Þetta lítur bara vel út. Sýnist ekki ýkja flókið. En er mjög erfitt í framkvæmd. Og ber margt til. Ég nefni aðeins fáein atriði sem oft ber á góma í samtölum manna í Moskvu um þessar mundir. Þeir „kerfismenn" sem hingað til hafa haft örlög fyrirtækja í hendi sér, hljóta að reyna að halda í völd sín, reyna að laga perestrojku að sínum þörfum: þeir geta þvælst fyrir, spillt miklu með lofsyrðum um perestrojku á vör, en í reynd haldið áfram á fyrri braut. Gott dæmi um þetta eru svokallaðar ríkispantanir. Svo á að heita að verulegur hluti fyrirtækja hafi tekið upp „fjárhagslega sjálfsá- byrgð“ um áramót. Þar með framleiða þau ekki eftir tilskip- unum. En í nafni þeirrar fimm ára áætlunar sem enn er í gildi er Sjónvarpstækjaverksmiðjur í samkeppni? Já en þetta er allt sama sjónvarpstækið... svo þröngvað upp á fyrirtækin „pöntunum" frá ríkinu, sem eru í reynd hinar gömlu tilskipanir. Vegna þess að „pantandinn" - þeas ríkið, setur skilmála um verð, sem eru svo harðir að jafngildir þungum skatti á fyrir- tækin. Og pantanirnar ná til svo- til allrar framleiðsulgetu fyrir- tækjanna svo þau hafa ekki svig- rúm til að framleiða neitt til að selja sjálf- t.d. öðrum fyrirtækj- um. Sjálfstæðið verður því næsta lítið. (Vinir mínir verkfræðingar vissu þó dæmi um að fyrirtæki stæðu í innbyrðis viðskiptum með sína umframframleiðslu, en það væri í mjög smáum stfl). Annað dæmi um skemmdar- verk kerfismanna: Ráðuneytin taka sér enn - þvert ofan í nýsett lög um sovésk fyrirtæki - það bessaleyfi að ákveða hvað mikið af arði verður eftir í fyrirtækjun- um - til tækjakaupa, til hagsbóta fyrir starfsfólk osfrv. Ég heyrði til talsmanna fyrirtækja sem kvört- uðu yfir því, að ráðuneytin ák- væðu af geðþótta hvort þeir héldu eftir 20, 15 eða jafnvel sex kópekum af hverri gróðarúblu - og er þá til nokkurs að reyna að spjara sig? spurðu þeir. Blendin afstaða verkafólks í þriðja lagi er engin ástæða til að ætla að verkafólk upp til hópa sé hrifið af þeirri samkeppni og minnkandi atvinnuöryggi sem perestrjokan hlýtur að hafa í för með sér. Laun hafa verið lág í Sovétríkjunum, en flestir launa- menn hafa haft tiltölulega svipuð laun (á bilinu einn á móti þrem eða fjórum) - og þessi afkoma hefur verið trygg, hvernig sem menn standa sig. Vinnuagi er í raun miklu losaralegri en í kapít- alískum fyrirtækjum. Þeir verka- menn sem vilja leggja sig fram og fá umbun fyrir geta að sjálfsögðu hrifist af perestrojku og sjálfstæði fyrirtækja. En þeirsem af ýmsum ástæðum eru ekki eftirsóknarvert vinnuafl, geta blátt áfram tapað á perestrojku - ekki síst vegna þess að hún gerir ráð fyrir að fækkað verði fólki í ofmönnuðum stofn- unum og verksmiðjum. Dæmi af þessu: Verkamenn í bílasmiðjunni í Riga kusu sér sjálfir nýjan forstjóra sem hefur Heyrt og séð í Sovétríkjunum Heyrt og séð í Sovétríkjunum Heyrt og séð í Sovétrí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.