Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 16
Guðrún Þórðardóttir, félagi í und- irbúningshópi um bætta umferð- armenningu. - Það verður að koma til hugarfarsbreyting, sérstak- lega hjá krðkkum sem eru ný- komin með bílpróf; við verð- um að koma þeim í skilning um að það er ekki vitund smart að keyra gáleysislega eðadrukkinn, segirGuðrún Þórðardóttir, dagskrárfulltrúi barnaefnis á Stöð tvö, en hún tilheyrir hópi fólks sem hefur ákveðið að skera upp herör gegn umferðarógninni, og hefur ýmis áform á prjónunum íþvískyni. - Við höfum ekki stofnað neinn formlegan félagsskap enn- þá. Fyrst viljum við kanna undir- tektirnar betur, og því verðum við með símatíma um helgina, en við höfum komið saman nokkr- um sinnum til að ræða vænlegar leiðir í baráttunni fyrir bættri um- ferð, enda ofbauð okkur eftir slysahrinuna það sem af er sumri. Hvernig á líka annað að vera; öll umferðarlagabrot hafa stóraukist og tíðni þeirra farið stighækkandi með hverjum nýjum mánuði, segir Guðrún. f maímánuði ein- um var það til dæmis hátt í hundr- að manns sem voru teknir fyrir ölvun við akstur í Reykjavík, og þá má gera sér í hugarlund að hinn raunverulegi fjöldi drukk- inna ökumanna hefur verið miklu hærri. Og í þessu sambandi vil ég árétta það sem að sjálfum okkur snýr; við eigum að vera meira vakandi hvert fyrir öðru en við erum og ósparari á stuðning. Ef einhver ætlar til dæmis að keyra heim úr samkvæmi eftir að hafa drukkið, þá á það að vera sjálf- sagt mál að benda þeim hinum sama á villu síns vegar. Það er ekki tilviljun að fólk það sem hér hefur forgöngu tengist flest leikhúsi, enda var nærri því höggvið í hörmulegu bílslysi á Skúlagötunni fyrir skemmstu, er drukkinn ökumaður á stolnum bíl var valdur að dauða ungrar konu. Það má svo skoðast sem kaldranaleg árétting að sama daginn og blaðamaður ræddi við Guðrúnu varð enn eitt dauðaslys- ið í umferðinni er einhver vesl- ings bjálfinn í stórsvigi á Miklu- brautinni keyrði niður gamlan mann. Að sögn Guðrúnar eru það fyrst og fremst konur enn sem komið er sem að hópnum standa, án þess þó að hann einskorðist við þær á nokkurn hátt. Við vilj- um ná til allra sem hafa áhuga, segir hún, og þá einkanlega þeirra sem eru tilbúnir að starfa að framgangi þessa máls. Undir- tektirnar hafa verið mjög góðar hvar sem við höfum borið niður, s.s. meðal leikara, kvikmynda- gerðarmanna og á fjölmiðlunum, og stuðningur úr þessari átt er alveg snúist við. Það sama hlýtur að vera hægt að gera í umferð- armálunum." 2. Breytt og hert refsilöggjöf sem undirstriki hvers konar drápstæki fólk hafi í rauninni undir höndum þegar sest er undir stýri. 3. Breytingar á auglýsingastarf- semi í tengslum við umferðina. Guðrún bendir á að ýmislegt hafi verið vel gert í þessum efnum, en annað ekki hrifið, og segir að hópurinn vilji meðal annars beita sér fyrir gerð áróðursmynda sem færu víða. Stofnfundur hinna væntanlegu samtaka fyrir bættri umferð er ekki á dagskrá alveg á næstunni, en hitt skal áréttað að hópurinn er með símatíma laugardaginn 2. júlí milli kl. 1 og 6 e.h. Og síma- númerið er 26040. HS að þér Guðrún Þórðardóttir: Umferðarógninni verður að linna. Sam- tökfyrirbœttri umferð stofnuðinnan tíðar. Símatími hjó undirbúnin hópnum í dag, laugardag mjög mikilvægur, þar sem við höfum fullan hug á að búa til efni á borð við fræðslumyndir fyrir skólakerfið, áróðursmyndir og fleira í þeim dúr. Það er einkum á þremur svið- um sem hópurinn fyrir bættri um- ferð hyggst beita sér á næstunni: l.Átak í fræðslumálum og því sem lýtur að ökukennslunni. Guðrún segir að í þessu sambandi væri athugandi að hækka „bfl- prófsaldurinn" upp í 18 eða 19 ár. Hugarfarsbreyting þurfi að koma til hjá ungum krökkum sem eru nýkomin með bílpróf, og þá sér- staklega strákunum. Þeir verði að skilja að það sé ekki vitund smart að aka gáleysislega eða drukkinn. „Fyrir nokkrum árum þótti fínt að reykja,“ segir hún, „en svo er samstilltum áróðri fyrir að þakka að það dæmi hefur Sigrún, Vigdís og Auður [ forsetakosningunum um síð- ustu helgi skilaði nokkur hóp- ur kjósenda auðu, eða á þriðja þúsund manns. Stund- um er afstaða af þessu tagi persónugerð og kennd við einhverja ótiltekna Auði, og sé það tekið gott og gilt má segja að um þrjár konur hafi verið að velja í embættið en ekki tvær. En hvað sem þessu líður hefur sá hvimleiði ósiður reiknimeistara og fjölmiðla uppvakist enn á ný að spyrða saman auð atkvæði og ógild, svo að úr verður einhvers konar undirmálsþátttaka í kosningunum. Þessum ósóma þarf að linna; það er fullgild afstaða að mæta á kjörstað og skila auðu, og á ekkert skylt við það athæfi að krota klámvísur á kjörseðilinn sinn eða éta hann eða eitthvað enn annað sem verð- ur til þess að hann telst ekki með. Hvað með Ragnar? Einsog menn vita neitaði Birg- ir ísleifur Gunnarsson boði um að koma á fund foreldra barna í Ölduselsskóla eftir hina umdeildu ráðningu. Ragnar Júlíusson er formaður fræðsluráðs og stóð í skít- verkinu fyrir íhaldið þar einsog venjulega. Sú saga gengur að honum hafi líka verið boðið á fundinn, hann hafi ekki getað mætt. Þaö voru víst einhver bílavandræði...B Gott á hvern? Barnaheimilið Ós dettur upp fyrir sem dagheimili um næstu áramót ef borgarstjórn staðfestir samþykkt sem gerð var nýskeð í stjórn Dagvistar barna, en samkvæmt henni lækkar rekstrarstyrkurinn frá borginni svo mjög að sjálfhætt er fyrir þá foreldra sem að heimilinu standa. í eina tíð var ekki annað að heyra en að borgarstjórnarmeirihlutinn hefði hina mestu velþóknun á foreldrareknum barnaheimil- um, og því kemur aðför þessi nokkuð á óvart, en heita má að hún bitni eingöngu á þessu eina heimili. Það skyldi þó aldrei vera ástæðan að meðal þeirra sem nú eiga börn á Ósi eru tveir borgarfulltrúar úr minnihlutanum, þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvenna- lista, og Kristín Á. Ólafsdóttir, Alþýðubandalagi. Hálfgert klámhögg ef rétt er; dóttir Kristínar er að hætta á Ósi, og Ingibjörg Sólrún er rétt ófarin úr borgarstjórn vegna endur- nýjunarreglna Samtaka um kvennalista.H Engin fyrirstaða Öldungar Sjálfstæðisflokks- ins eru agndofa yfir skipun Hannesar Hólmsteins í vik- unni. Skipunin er alltof hneyksliskennd gæðinga- pólitík fyrir þá settlegu arist- ókrata sem áður voru bak- beinið íflokknum, sérstaklega háskólamenn í Sjálfstæðis- flokknum. Skipan Hannesar mun hafa verið knúin fram innan flokksins af fámennu en harðskeyttu liði frjálshyggju- manna, og segja öldungarnir að hún sýni best eymd Sjálf- stæðisflokksins sem hafi misst alla fyrirstöðu gagnvart öfgamönnum.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.