Þjóðviljinn - 06.07.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Side 1
Hvar sem fariö er um Gaza-svæðið eru herjeppar eins og þessir á um ísraels í Palestínu. Takið eftir byssunni með táragashylkinu fram sveimi. Þeir eru ímynd ógnarstjórnarinnar á hinum hernumdu svæð- aná. Ljósm. ólg. Hungurvofan í fiara Þriðja greininfráPalestínu íblaðinu ídag segirfrá ógnarástandi á Gaza-svœðinu Limlestir flóttamenn, svelt- andi fiskimannafjölskyldur, eyði- lögð heimili, götuóeirðir og ó- mennskar aðstæður í flóttamann- abúðum og á sjúkrahúsi var með- al annars það sem Ólafur Gísla- son fékk að sjá í eins dags heim- sókn á Gaza-svæðið. En þar heimsótti hann meðal annars fi- skimenn sem líða hungur vegna þess að herstjórnin bannar þeim að sækja björg í hafið. „ísraels- stjórn hefur tekið hungurvofuna í sína þjónustu f baráttunni gegn flóttamönnunum," segir Ólafur, sem einnig segir frá viðræðum sínum við dr. Abu Jaffar, lögf- ræðing og skáld og forstöðumann mannréttindastofnunarinnar „Gaza Centre for Right and Law“. Sjá bls. 7-9 Sparnaður Tanngarður fluttur út? Hugmyndir í heilbrigðisstarfshópi Alþýðubandalagsins: Samið verði við erlenda háskóla um menntun tannlœkna. Kennsla í sjúkraþjálfun efld. Rekstur tannlæknadeildar kostaði 25 miljónir á síðasta ári og er þessi menntun sú dýrasta í háskólanum. í fréttabréfi Al- þýðubandalagsins er sagt frá hug- myndum starfshóps um heil- brigðismál þar sem lagt er til að tannlæknadeild verði lögð niður og samið verði við erlenda há- skóla um menntun tannlækna. Lœknar sjái um lyfsölu án ágóðahlutar sé til dæmis ljóst að skattlagning matvöru geti haft áhrif á fæðuval fólks en hvetja þurfi fólk til holl- ara matarræðis. Matthías Halldórsson læknir sem á sæti í starfshópnum sagði í samtali við Þjóðviljann ígær að rannsóknir á tannsjúkdómum megi flytja til læknadeildar og semja síðan við til dæmis Svía um Bent er á að mikill skortur sé á sjúkraþjálfurum og nota megi þá fjármuni sem sparist með því að leggja tannlæknadeild niður til að efla kennslu í sjúkraþjálfun. Starfshópurinn leggur áherslu á að bæta þurfi öll ytri skilyrði í þjóðfélaginu ef markmið um aukið heilbrigði eigi að nást. Það tannlæknakennsluna þar sem tannlæknadeildir standi hálftóm- Matthías telur einnig til bóta að heildsala með lyf verði þjóð- nýtt. En nú eru skráðar 16 heildsölur með lyf. Sjá síðu 3 ^agur 6. júlí 1988 151. tölublað 53. árgangur Landsbankinn Framsókn fær sinn Gengiðfrá ráðningu Vals Arnþórssonar í nœstu viku. Þorsteinn Sveinsson líklegastur arftaki hjá KEA og sem stjórnarfor- maður SÍS Samningur þeirra Þorsteins Pálssonar, Steingríms Her- mannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar frá stjórnar- myndunarviðræðum í fyrra um að helmingaskiptareglan skuli enn gilda við bankastjóraráðn- ingar í Landsbankanum ætlar að halda. Erfiðlega gekk að koma Sverri Hermannssyni í stól Jónas- ar Haralz en auðveldara verður að koma Vali Arnþórssyni í stól Helga Bergs. Úrslit þriðju lotunnar eru enn óljós en ráðgert var að Kjartan Jóhannsson fengi bankastjóra- stöðu Stefáns Hilmarssonar í Búnaðarbankanum. Gengið verður frá ráðningu Vals á bankaráðsfundi í næstu viku. Miklar bollaleggingar eru uppi um hverjir taki við helstu embættum Vals innan Samvinnu- hreyfingarinnar. Ýmsir eru út- nefndir en samkvæmt heimildum Þjóðviljans er Þorsteinn Sveins- son kaupfélagsstjóri á Egilsstöð- um og góður félagi Vals, líkleg- astur til að taka við af honum bæði sem kaupfélagsstjóri KEA og stjórnarformaður SÍS. Sjá síðu 3 og leiðara Nýtt álver Aukin spenna Ef bygging 180 þúsund tonna álvers verður að raunveruleika þarf Landsvirkjun að leggja í framkvæmdir fyrir 15 milljarða króna. Núverandi áætlanir Landsvirkjunar gera ráð fyrir 10 milljarða framkvæmdum fram til aldamóta en raforkuþörfin eykst um 80 gígavattsstundir á hverju ári til almenningsnota. Jóhann Maríusson aðstoðar- forstjóri Landsvirkjunar segir byggingu álvers ekki leiða til hærra raforkuverðs til almenn- ings. Landsvirkjun sé bundin að lögum sem koma eigi í veg fyrir að framkvæmdir sem þessar hækki almennt raforkuverð. Vegna hagstæðs verðs á áli greiðir ísal nú rúm 17 mills fyrir raforkuna en verðið getur sam- kvæmt samningum hæst orðið 18,5 mills. Sjá síðu 3 Tindastóll sló KR út . Sjö leikir voru í 16-liða úrslit- unum í gærkvöld. KR-ingar máttu þola tap gegn 2. deildarliði Tindastóls, sem fara því í 8-liða úrslitin. Þá unnu Fram, Valur, Víkingur, ÍA, Leiftur og FH einnig sína leiki. Sjá síðu 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.