Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 2
__________________FRETTIR__________________ Heilbrigðismál Tannlæknadeild lögð niður Samið verði við erlenda skóla um menntun tannlækna. Sjúkraþjálfun efld. Heildsala með lyf þjóðnýtt Ein af fjölmörgum hugmyndum sem fram komu á heilbrigð- ismálastefnu Alþýðubandalags- ins i aprfl og kynntar eru í frétta- bréfi flokksins, er að tannlækna- deild Háskólans verði lögð niður. Samið verði við erlenda háskóla um menntun tannlækna en rann- sóknir í tannlækningum flytjist til læknadeildar. Þeim fjármunum sem sparast með þessu verði var- ið til eflingar menntunar sjúkra- þjálfara við skólann. Matthías Halldórsson læknir á sæti í nefnd sem fjallar um heilbrigðismál fyrir miðstjórn- arfund Alþýðubandalagsins í haust. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann að menntun tann- lækna væri dýrust allrar menntunar í landinu. Hann sagð- ist hafa heyrt að hún væri jafnvel dýrari hér en í Bandaríkjunum. Nærtækt væri að semja við Svía þar sem tannlæknadcildir í Sví- þjóð stæðu hálftómar vegna mett- unar tannlæknaþarfarinnar þar. Jónas Ásmundsson bókari Há- skólans sagði Þjóðviljanum að rekstur tannlæknadeildar hefði kostað 26 milljónir á síðasta námsári. Alls voru 62 nemendur skráðir í deildina en töluverður hluti þeirra fellur út strax á fyrstu önn. Fjárveiting til tannlækna- deildar verður rúmar 31 milljón á næsta skólaári. Til samanburðar má nefna að sjúkraþjálfunin kostaði 10 milljónir á síðasta námsári og hækkar fjárveiting til hennar um 800 þúsund fyrir næsta ár. í sjúkraþjálfun voru skráðir 68 nemendur á síðasta námsári. Þá vekur athygli að hjúkrunarfræðin kostaði svipaða upphæð og tannlækningarnar eða 24 milljónir en í hjúkrunarfræði Lektorsstaðan voru 276 nemendur á síðasta námsári. Matthías lagði áherslu á að rannsóknir í tannlækningum þyrftu ekki að flytjast úr landi með kennslunni. Rannsóknirnar mætti flytja til læknadeildar. Þá er heilbrigðisnefndin með til- lögur um aukið forvarnarstarf í heilbrigðismálum og bendir á að til að ná markmiðum um aukið heilbrigði þurfi að efla allt forvarnar- og fræðslustarf. Lagt er til að 200% skattur verði settur á innfluttning sykurs og skattur- inn síðan notaður til að greiða niður samfelldan skóladag og hollar skólamáltíðir. Matthías sagði það skoðun sína að þjóðnýta ætti heildverslun með lyf. Þá ættu læknar á heilsu- gæslustöðvum að geta séð um lyfjasölu án ágóðahluta. Land- læknir hefði viðrað þá hugmynd að lyfjafræðingur yrði á hverri heilsugæslustöð. En Matthías tel- ur það vannýtingu á menntun lyfjafræðinga þar sem lyfsala sé klárt afgreiðslustarf. Matthías er læknir á Hvamms- tanga. Hann sagði lyfjafyrirtækin senda sölumenn út á land til að kynna lyf sín. En þeir gæfu varla hlutlausa mynd af lyfjunum og teldu bara upp jákvæðu hliðar þeirra. Það yrði til mikilla bóta ef lektorar og prófessorar í lyfja- fræði færu reglulega um landið og kynntu lyf fyrir læknum. Sextán lyfjaheildsölufyrirtæki eru skráð í landinu. Matthías sagði að þeim bæri skylda til að eiga lyf á lager en það vildi stund- um bregðast. Á tímabili hefði td. horft til vandræða vegna þess að asmalyf voru ekki til á lager. -hmp Stöðusektir Sektimar lækka Vegna óska frá samtökunum Gamli miðbærinn var á borg- arráðsfundi í gær samþykkt að lækka umtalsvert sektir vegna ó- löglegrar stöðu bifreiða og einnig stöðumælasektir. Einnig var samþykkt að lækka stöðumæla- gjald úr 50 krónum á hálftímann í 50 krónur á klukkutímann. Stöðusektir, það er ef maður leggur ólöglega og það er ekki við stöðumæli, eru lækkaðar úr 750 krónum í 500 krónur. Stöðumæl- asektir breytast þannig í með- förum að séu þær greiddar innan þriggja daga frá því að þær eru skráðar er upphæðin aðeins 300 krónur, en þegar meira en þrír dagar eru liðnir hækkar sektin í 500 krónur. _tt Iðnó Borgin með og ekki Borgarstjóri vill taka þátt í viðræðum um nýtingu Iðnó undir menningar- starfsemi en ekki leggja mikið afmörkumtil starfseminnar sjálfrar r Aborgarráðsfundi í gær kom fram svarbréf borgarstjóra til menntamálaráðherra vegna ósk- ar hans um að borgarstjóri til- nefni fulltrúa sinn í samstarfshóp menntamáia- og fjármálaráðu- neytis og borgarinnar um nýtingu Iðnó til menningarstarfsemi. Davíð Oddsson borgarstjóri tilnefndi Gunnar Eydal skrif- stofustjóra borgarinnar sem sinn fulltrúa í viðræðuhópinn en í bréfi sem með tilnefningunni kom nefnir borgarstjóri að hans álit sé að Reykjavíkurborg sé ekki stætt á að leggja mikið fjár- magn eða atorku í slíkt og þvflíkt vegna hinna miklu framkvæmda sem eru á vegum borgarinnar. Þar var bygging ráðhúss einn af stóru póstunum. -tt Rekstur Tannlæknadeildar Háskólans kostaði 26 miljónir á síðasta námsári. Styðja deildina Við ræddum málið og hljóðið í stjórnarmönnum var mjög þungt, sagði Sveinn Andri Sveins- son formaður Stúdentaráðs. En stjórn SHÍ kom saman til fundar á mánudagskvöld. Sveinn sagði stjórnina ekki hafa ályktað um lektorsskipunina enda yrði fund- ur í Stúdentaráði á fímmtudag vegna málsins. Menntamála- nefnd stúdentaráðs kom saman í gærkveldi vegna skipunarinnar og nemendur í stjórnmálafræði héldu sömuleiðis fund um málið í gærkveldi. Sveinn sagði skipun Hannesar Hólmsteins í lektorsstöðuna, þvert gegn niðurstöðu dóm- nefndar, lýsa vantrausti á Há- skólann. „Þetta er ekki bara van- traust á dómnefndina og félag- svísindadeild, heldur vantraust á Háskólann í heild,“ sagði Sveinn. Að sögn Sveins má auðvitað líta á ráðherra sem öryggisventil þegar skipað er í stöður í Háskól- anum. „Þetta á einungis við þeg- ar um greinilegt samsæri er að ræða en ekki er hægt að sjá að svo hafi verið í þessu tilviki. Við hljó- tum að standa með félagsvísinda- deild í þessu máli. Enda er þetta afarslæmt fordæmi sem ráðher- rann gefur,“ sagði Sveinn. -hmp Ríkisstjórnin Látum ekki beygja okkur Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra: Ekkisamstarfefeinná að beygja sig undir vilja annars. Ekki gott afspurnar að ráðherrar beri ágreiningsmál sín á torg r Eg lít ekki svo á að menn verði að beygja sig undir vilja eins aðila í stjórnarsamstarfi. Slíkt er ekki hægt að segja við samstarfs- aðila - enda væri þá ekki um sam- starf að ræða, sagði, sagði Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra, er hann var inntur eftir orðaskaki forsætis- og utanríkis- ráðhcrra að undanförnu og þrætu þeirra um það hvor þeirra hafi fyrst kastað stríðshansk- anum. Guðmundur sagði það fráleitt að einn samstarfsaðili í ríkis- stjórn, gæti krafist þess að aðrir gerðu stefnumið hans að sínum, en haft er eftir Þorsteini Pálssyni í Morgunblaðinu í gær að Sjálf- stæðisflokkurinn geti ekki sætt sig lengur við þá framkomu sem ýmsir framsóknarmenn hafa sýnt að undanförnu. Guðmundur sagðist ekki vilja svara fyrir þá Þorstein Pálsson og Steingrím Hermannsson, - það er best að þeir svari fyrir sig. - Óneitanlega er það ekki gott afspumar og þaðan af síður góð- ur svipur á ríkisstjórnarsamstarfi, að menn beri sín ágreiningsmál á torg. Það er farsælast að menn leysi ágreining innandyra, sagði Guðmundur. Hann sagði ekki síður mikil- vægt að forystumenn flokka sem ættu í ríkisstjórnarsamstarfi ynnu af heilindum og eindrægni að sameiginlegum málum. - Við munum hlusta á þeirra sjónarmiðog taka tillit til þeirra. Ég býst við að ályktun miðstjórn- arinnar verði tekin til umræðu á næsta framkvæmdastjórnarfundi Framsóknarflokksins, sagði Guðmundur, aðspurður um stjórnmálaályktun ungra fram- sóknarmanna þar sem varað er við afleiðingum áframhaldandi stjórnarþátttöku Framsóknar- flokksins. - Það er hins vegar Ijóst að ein stofnun í flokknum tekur ekki ákvörðun um það hvort flokkur- inn taki áfram þátt í ríkisstjórn- inni eða ekki. -rk Dagvistun barna Dagheimilin óhult um sinn Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fresta enn frekar umfjöllun um tillögu meirihlutans í stjórn Dagvista barna um breytingar á styrkja- reglum borgarinnar, en þær fela meðal annars í sér lækkun á framlagi til dagheimila í einka- eign. Tillagan kom fyrir borgarráð síðasta þriðjudag og var af- greiðslu hennar þá frestað. Nú hefur henni því verið frestað í tví- gang en breytingarnar ættu að taka gildi um næstu áramót sam- kvæmt þessari tillögu. Þá mundu styrkveitingar borgarinnar til dagheimila lækka, og aðeins nema 40% af kostnaði við fimm tíma leikskólarekstur, en ekki helmingi af heilsdagsplássi eins og nú er. Fallist var á að fresta umfjöllun °g afgreiðslu tillögunnar með því skilyrði að hún yrði ekki tekin fýrir fyrr en borgarstjórn kemur aftur saman í september, en síð- asti fundur hennar fyrir sumar- leyfi er á morgun. Ef svo færi að hún yrði tekin upp fyrir þann tíma verði að kalla saman borgar- stjórn á aukafund. - Mér sýnist sem fólk sé að átta sig og sé að verða tilbúið til að skoða þetta mál betur, því er ég fegin, segir Kristín Olafsdóttir varafulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarráði og fulltrúi í Dagvist'- um barna, en þar greiddi hún at- kvæði gegn tillögunni. -tt 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 6. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.