Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Nýtt álver 15 milljarða framkvæmd Jóhann Maríusson: Fýsilegur kosturfyrir Landsvirkjun. Leiðir ekki til hœkkunar raforku til almennings Ef bygging nýs álvers með 180 þúsund tonna afkastagetu verður að raunveruleika, mun það kalla á framkvæmdir upp á 15 milljarða króna hjá Lands- virkjun. Áætlanir Landsvirkjun- ar gera ráð fyrir framkvæmdum fyrir 10 milljarða króna fram að aldamótum til að anna aukinni eftirspurn eftir raforku á al- mennum markaði. Þannig að nýtt álver gæti leitt til framkvæmda fyrir 25 milljarða króna. Jóhann Maríusson aðstoðar- forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við Þjóðviljann að áætl- anir Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir að anna eftirspurn eftir raf- orku í landinu út öldina, með því Eyjar FIVEIokað Frystihús FIVE í Vestmanna- eyjum hefur ekki aftur starf- rækslu að loknum sumarleyfum í ágúst, og verður lokað um óák- veðinn tíma. Aflasamdráttur og rekstrarerfiðleikar eru þær ástæður sem nefndar eru fyrir lokuninni. - Það er samdráttur í gangi hér í Eyjum eins og annarsstaðar í fiskvinnslunni. Það er ósköp ein- faldlega of dýrt að hafa mörg frystihús í gangi hér með svo og svo mikið af starfsfólki hvert, sagði Rúnar Vöggsson verkstjóri við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að hugmyndin hefði í upphafi verið sú að loka húsinu um tíma, eða meðan starfsfólkið tæki sér sumarfrí, en þegar til kom hafi verið ómögulegt að halda rekstr- inum áfram, eða svo hafi ráða- menn fyrirtækisins sagt frá á fundi með starfsfólkinu fyrir helgi. í uppsagnarbréfi er starfsfólki gefinn kostur á starfi í Vinnslu- stöðinni eða Fiskiðjunni og held- ur það að fullu starfsaldursrétt- indum sfnum. Ef síðar verður ákveðið að hefja aftur starfsemi í frystihúsi FIVE mun fiskvinnslufólk sem áður starfaði þar sitja fyrir störf- unum sem þá bjóðast. -tt Flugleiðir Samið iíiii samning? Þetta er svona hálfgert heiðurs- mannasamkomulag milli Flugleiða og flugmannanna, sam- komulag um að ná samkomulagi. Það er ekki orðið til samkomulag nema um útivistartíma flug- manna í leiguflugi, en um annað eru menn sammála um að ná samkomulagi, sagði Einar Sig- urðsson fjölmiðlafulltrúi Flug- leiða í samtali við ÞjóðvUjann í gær. Flugmenn vilja fyrst og fremst ná fram breytingum á vinnutíma og vinnufyrirkomulagi en segjast ekki leggja neina ógnaráhersíu á að breyta launaliðum samning- anna og telja allar sínar kröfur innan ramma bráðabirgðalag- anna. Hugmyndir um að breyta al- gjörlega vinnufyrirkomulaginu í innanlandsfluginu eru nú til um- ræðu og fela þær í sér að komið verði á vaktafyrirkomulagi flugá- hafnanna. - Slíkt gæti verið til góðs bæði fyrir Flugleiðir og flug- menn, sagði Einar. -tt að klára Blönduvirkjun. Ef af byggingu nýs álvers yrði þyrfti að ljúka framkvæmdum við Kvíslar- veitu og veita Þjórsá í Þórisvatn. Hækka þyrfti stíflugarða við Þórisvatn en eftir það yrði miðlun frá Þórisvatni það góð að hægt væri að stækka Búrfellsvirkjun um 100 megavött. Jóhann sagði fyrsta áfangann kosta um 4 milljarða, þe. við Búr- fell og Kvíslarveitu. Verðlag mið- ast við desember 1987. „Ef 180 þúsund tonna álbræðsla verður að raunveruleika á næsta áratug mun allur raforkugeirinn kosta 25 milljarða, þar af fara 19 milljarðar í virkjunarfram- kvæmdir og fluttningskerfi," sagði Jóhann. Annars geri Landsvirkjun ráð fyrir fram- kvæmdum upp á 10 milljarða fram að aldamótum. Þörfin fyrir raforku eykst að jafnaði um 80 gígavattsstundir á ári. í ár er þörfin 3900 gvst. en eykst um 850 gvst. fram til alda- móta. Að sögn Jóhanns er talið hagkvæmt að virkja með vatnsaflsvirkjunum uþb. 30 þús- und gvst. en 180 þúsund tonna álver þyrfti um 2500 gvst. Raforka til stóriðju er nú 46% raforkusölunnar. Jóhann telur að þetta hlutfall verði 50% um alda- mótin verði álverið byggt. Út frá hagsmunum Landsvirkjunar sé þetta fýsilegur kostur rétt eins og meiri fiskur í sjónum er útgerð- inni til hagsbóta. Hvað varðar verðlagninguna á raforkunni sagði Jóhann megin- málið vera hvernig það væri tengt álverði. Samkvæmt núverandi samningum við ísal getur verðið lægst orðið 12,5 mills en hæst 18,5 mills. í dag greiðir ísal rúmlega 17 mills og telur Jóhann verðið fara í hámark á síðasta ársfjórð- ungi í ár. Jóhann sagði ekkert ákveðið með raforkuverð til hugsanlegs álvers, um það verði að semja. Landsvirkjun sé hins vegar bund- in af lögum sem eiga að hindra að framkvæmdir sem þessar leiði til hækkunar raforkuverðs til al- mennings. -hmp Frá fundi skreiðarútflytjenda og Nígeríumanna í gær. Á myndinni eru dr. Jakob Sigurðsson frá íslensku umboðssölunni og Alhaji Samaila Mamman viðskiptaráðherra Nígeríu. Skreið Liðkað fyrir samningum Skreiðarútflytjendur á fundi með viðskiptaráðherra Nígeríu Það gerðist nú svo sem ekkert sérstakt á þessum fundi en málin voru rædd frá ýmsum hlið- um og við gáfum Nígeríumönnum ýmsar upplýsingar og skýrðum þeim frá okkar afstöðu varðandi útflutning til Nígeríu, sagði dr. Jakob Sigurðsson hjá Islensku umboðssölunni h/f en í gær áttu íslenskir skreiðarútflytjendur fund með viðskiptaráðherra Níg- eríu, Alhaji Samaila Mamman, sem staddur er hér á landi í opin- berri heimsókn. Jakob sagði það ekki útilokað að heimsóknin ætti eftir að skila einhverjum árangri en hversu miklum væri ómögulegt að segja. - Það hafa orðið talsverð manna- skipti hjá Nigeríumönnum og þeir hafa sýnt því mikinn áhuga að taka upp skreiðarviðskipti á ný og lofað að beita áhrifum sín- um heima fyrir til að það geti orð- ið. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeim tekst það og við mun- um fylgja því eftir að eitthvað verði gert, sagði Jakob. Skreiðarsala til Nígeríu er nú lítil sem engin og ekkert mun verða framleitt á þessu ári til að selja þangað. Jakob sagði að verðið á Nígeríumarkaði væri svo lágt að það borgaði sig ekki að hefja framleiðsu fyrir þann mark- að, auk þess sem greiðsla eldri skulda væri forsenda fyrir frekari viðskiptum við Nígeríuménn. Skuldir Nfgeríu víð íslenska framleiðendur voru í apríl um 860 miljónir króna og þar af má reikna með að afskrifa þurfi rúm- an helming eða um 440 miljónir. KEAISlS Arftakamir útnefndir Porsteinn Sveinsson lík- legastursem eftirmaður Vals hjá KEA. Fylgir formannsembœttið í stjórn SÍS einnig með? Eftir að Valur Arnþórsson verður sestur í stól banka- stjóra Landsbankans í byrjun næsta árs verður í kjölfarið nokk- ur uppstokkun á nokkrum helstu embættum Sambandsins og KEA. Þannig mun Valur Iáta af embætti kaupfélagsstjóra KEA og stjórnarformanns SÍS auk fjölda annarra stjórnarembætta fyrir Sambandið. Fjölmargir hafa verið nefndir sem hugsanlegir arftakar Vals sem kaupfélagsstjóra KEA, en samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans bendir nú flest til þess að Þor- steinn Sveinsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum og stjórnarmaður í SÍS fái stöðuna. Þeir Valur eru miklir mátar og samstarfsmenn innnan SÍS og er skemmst að minnast þess er Valur gerði tillögu um Þorstein sem stjórnarmann í stjórn Samvinnutrygginga. Sú til- laga var túlkuð sem bein árás á forstjóra Sambandsins Guðjón Ólafsson sem vann kosninguna naumlega. Aðrir sem hafa einkum verið nefndir sem arftakar Vals á Ak- ureyri eru þeir Axel Gíslason fyrrverandi aðstoðarmaður Er- lendar Einarssonar og Jón Sig- urðarson nýráðinn forstjóri Ála- foss. Þeir síðarnefndu eru heima- menn en heimildarmenn Þjóð- viljans segja að Valur muni hafa það í hendi sér hver taki við emb- ættinu. Stjórn SÍS hefur verið boðuð til fundar á mánudaginn kemur. Þar verður væntanlega rætt um nýja forystu í stjórninni, en að sögn stjórnarmanna sem Þjóð- viljinn ræddi við í gær hefur Valur ekki viljað ræða þessi mál hingað til þó eftir því hafi verið leitað. Varaformaður stjórnarinnar er Ólafur Sverrisson fyrrv. kaupfé- lagsstjóri í Borgarnesi og segja heimildarmenn Þjóðviljans að hann muni trúlega taka við for- mannsembættinu þegar Valur flytur sig yfir í Landsbankann um áramótin. Á aðalfundi SÍS næsta vor verði hins kosinn nýr formað- ur og ekki ólíklegt að Þorsteinn Sveinsson verði fyrir valinu. Það mun ekki spilla fyrir stöðu Þor- steins verði áður búið að ráða hann sem kaupfélagsstjóra KEA, en hingað til hefur nær undan- tekningalaust fylgt þeirri stöðu að verma formannsstætið í stjórn SÍS. Landsbankinn Valur ráðinn í næstu viku Bankaráðsmenn stjórnarflokkanna bundnir af ráðherrasamningnum. Valur Arnþórsson fundar með formanni bankaráðs í dag Bankaráð Landsbankans hefur verið boðað til fundar í næstu viku þar sem m.a. verður gengið frá ráðningu Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjóra KEA og stjórn- arformanns SÍS sem bankastjóra Landsbankans í stað Helga Bergs sem sagt hefur starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum. Til stóð að bankaráðið kæmi saman á morgun en þeim fundi hefur verið frestað vegna veikinda eins bankaráðsmanna. Hins vegar munu þeir Pétur Sig- urðsson fyrrv. alþingismaður og formaður bankaráðs og Valur eiga fund í dag þar sem Valur mun formlega lýsa yfir áhuga sín- um á að setjast í bankastjórastól- inn. Þessi fundarhöld í dag koma furðulega fyrir sjónir því óform- lega var gengið frá ráðningu Vals í stöðu bankastjóra Landsbank- ans með samningum forystu- manna Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks við myndun núver- andi ríkisstjórnar sl. sumar. For- ystumenn Alþýðuflokksins gerðu ekki athugasemdir við þann helmingaskiptasamning, um að Sverrir Hermannsson og Valur Arnþórsson tækju við af Jónasi Haralz og Helga Bergs. Sverrir fékk embættið eftir mikil átök og uppákomur í bankaráði í kring- um síðustu áramót. Nú er komið að þætti Vals og segja heimilda- menn Þjóðviljans að hann muni ganga mjög friðsamlega fyrir sig. - Þrátt fyrir óánægju einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins með að Valur setjist í stólinn, þá eru bankaráðsmenn flokksins múlbundir af samningum Þor- steins og Steingríms og því verður ekki haggað, sagði innanbúðar- maður í Landsbankanum í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Valur mun því hljóta öll at- kvæði fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðismanna í bankaráðinu, fulltrúi Alþýðubandalagsins mun trúlega sitja hjá en nokkur óvissa er um afstöðu fulltrúa Alþýðu- flokksins Eyjólfs K. Sigurjóns- sonar. Trúlega mun hann einnig sitja hjá, en Alþýðuflokksmenn. eru margir sáróánægðir með að sá þáttur „bankastjórasamnings- ins" er lýtur að þeirra manni, þ.e. að Kjartan Jóhannsson fái stól í Búnaðarbankanum, hefur enn ekki gengið upp, vegna andstöðu sitjandi bankastjóra. -«g. Miðvikudagur 6. júlí 1988 'JÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.