Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Helmingaskiptin í Landsbankanum Sennilega væri klókasta ráðið fyrir þá stjórnarliða sem enn vilja halda Framsóknarflokknum innan stjórnar að draga sem mest á langinn skipan nýs bankastjóra í stað Helga Bergs í Landsbankan- um. Það lítur nefnilega þannig út að bitlingaáhyggjur séu eitt af fáu sem enn heldur Framsókn inní stjórninni fyrir utan hagsmuni ráðherr- ans sem heldur að hann sé keisari yfir sjávarútvegsráðuneytinu. Framsóknarmenn yrðu nefnilega ófúsir að yfirgefa stjórnarsam- starfið án þess að íframkvæmd kæmi hinn óskrifaði hluti stjórnarsátt- málans um bankastjórastöðurnar þrjár. Sjálfstæðisflokkurinn tryggði sína stöðu þegar Svei rir Hermannsson tók við af Jónasi Haralz, og nú er röðin komin að Framsóknarflokknum þegar Valur Amþórsson tekur við af Heiga Bergs, líka í Landsbankanum. Síðast á röðin svo að koma að Alþýðuflokknum og þá á Kjartan Jóhannsson að fá sæti Stefáns Hilmarssonar í Búnaðarbankanum. Sögulega séð er síðasta staðan eina nýmælið því Stefán er einn örfárra bankastjóra sem ekki er rammtengdur stjórnmálaflokki. Og hafa Alþýðuflokksmenn þá fengið nokkuð fyrir sinn snúð í stjórninni. Einsog sagt hefur verið um rónana að þeir komi óorði á áfengi þá koma svona vinnubrögð óorði á pólitík. Þetta skilja meira að segja þeir sem sömdu um helmingaskiptin, eða þriðjungaskiptin, í ríkis- bönkunum. Alþýðuflokksforingjar hafa að vísu ekkert tjáð sig ennþá, en Þorsteinn Pálsson afsakaði sig þannig í síðdegisblaðinu fyrir tæpum hálfum mánuði að „hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki sé áratugahefð fyrir því hjá öllum flokkum, undantekningarlaust, að pólitísks jafnvægis sé gætt við ráðningu bankastjóra ríkisbank- anna". Þetta er mjög undarleg staðhæfing. í fyrsta lagi vegna þess að það „pólitíska jafnvægi" sem Þorsteinn talar um að hafi verið gætt er eingöngu jafnvægi milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarílokksins ef horft er framhjá einum og einum krata. í öðru lagi er alrangt að hér sé á ferð einhver áratugahefð hjá öllum flokkum. Það eru tveir stjórnmálaflokkar sem komu á þessum helmingaskiptum og hafa viðhaldið þeim með kjafti og klóm, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur, og stundum hefur Alþýðuflokkurinn fengið að vera með. Helmingaskiptin sem stjórnarflokkarnir sömdu um fyrir ári eru þeirra eigin pólitík, gamaldags pólitík sem byggir á lénsveldi fyrir- greiðslunnar og klíkuskaparins, og hefur einnig komið fram í öðrum stjórnarráðstöfunum, meðal annars nýlegum stöðuveitingum menntamálaráðherra. Það er löngu kominn tími á að taka til höndum og uppræta spilling- una kringum bankakerfið, -og það verk á ekkert skylt við gasprið um að gefa einkabissnessnum ríkisbankana, sem þjóðin á þótt hún stjórni þeim ekki. Það þarf að breyta til í bankaráðunum. Það á að afnema æviráðn- ingu bankastjóra og setja reglur um endurnýjun bankaráðsmanna. Einnig er athugunarvert að þar sitji fleiri en þingkjörnir fulltrúar, til dæmis fulltrúar frá starfsmönnum og viðskiptavinum, og jafnframt þarf að breyta reglum um bankaleynd þannig að bankaráðsmennirnir geti sinnt því eftirlits- og upplýsingahlutverki gagnvart eigendum —þjóöinni— sem á að vera helsta forsendan fyrir setu þeirra í ráðunum. Einnig er brýnt að skilja bankaeftirlit frá Seðlabanka og gera það að sjálfstæðri stofnun á borð við Ríkisendurskoðun. Það þarí þó einkanlega að skera upp bæði bankakeríið og stjórnkerfið allt til að nema þaðan ýmislegt krabbamein eftir langa vaidatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarílokks, meðal annars og ekki síst til þess að skapa skýr skil milli faglegra stofnana og póli- tískra, á milli faglegra stöðuveitinga og pólitískra. Auðvitað eiga stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki að hafa áhrif á út- lánastefnu í bönkunum einsog aðra peningastjórnun, og þá sérstak- lega stjórnarflokkar á hverjum tíma. Til þess eru stjórnmálaflokkar. Auðvitað eiga þeir að geta skipað sína menn í ráðgjafar- og áhrifa- stöður í efnahags- og peningamálum. En það er í andstöðu við lýðræði, sama hvað „hefðin" er löng, að klíkur úr pólitík og viðskiptum nái að hreiðra um sig einsog kolkrabbar og teygja armana í alla valdapósta, að tveir stjórnmálaflokkar eigni sér bankastjórastöður til fyrirgreiðslu og vinargreiða áratugum sam- an, að það þyki sjálfsagt að þeir sem eiga að gæta hagsmuna eigenda -þjóðarinnar- í ríkisbönkunum taki við skipunum frá Þor- steini Pálssyni, Steingrími Hermannssyni og Jóni Baldvini Hanni- balssyni um það hverja á að ráða þar í mikilvægar stöður. Lénsveldið á íslandi verður að brjóta á bak aftur. Það er óneitan- lega eilítið undarlegt að í þeim slag skuli ekki einungis vera hægt að sækja hugmyndir til stofnenda Bandaríkja Norður-Ameríku heldur skuli helmingaskiptakerfið íslenska vera komið aftar á merina en valdakerfið í Sovétríkjunum eftir nýjustu tíðindi eystra. Þessi uppskurður á stjómkerfinu er eitt af þeim brýnu verkefnum sem bíða eftir að hér verði til landstjórnarbandalag af allt öðrum toga en þá ríkisstjórn sem nú er að nuddast í sundur. -m JSttsersta,: ass i- ~*r<*\\ at leiu * ••Winniöur wmmótmæit ' <MHA, Klerk ar ^sts^S^- 1 8e»,rEeaganBa„darf..7 Slysið og níðingsverkið Bandarískt herskip skaut tveim flugskeytum að ír- anskri f arþegaþotu á sunnu- daginn var og grandaði henni: tvö hundruð og níu- tíu manns týndu lífi. Það sést á blöðum í gær að mikið er úr því gert, að hinir eða þessir málsmetandi menn í heiminum túlki þennan atburð sem „hörmu- leg mistök" - og einmitt þau orð valdi Morgunblaðið í yfirskrift sinni um málið. Það er vitanlega rétt - þetta voru „hörmuleg mistök" - en þar með er reyndar fátt eitt sagt. Og svo mikið er víst, að ekki mundu aðrir en Bandaríkjamenn komast upp með að vera í tiltölulega sæmilegum friði með slíka túlkun á atburði sem þess- um. Ef einhverjir aðrir ættu í hlut, þá mundu flestir taka undir með fjölmiðlum í ýms- um íslömskum löndum, sem kalla árásina á flugvélina níðingsverk, fjöldamorð, eða þaðan af verra. Það er nefnilega ekki sama hver drepur mann. Oftrúátækni En kannski skiptir það ekki hófuðmáli hvað menn vilja kalla atburð á borð við þann sem varð á Persaflóa um helgina. Við skulum heldur nema aðeins staðar við þessar tvær klausur hér úr fréttaskeytum um málið: „Flugskeytið, sem grand- aði írönsku farþegaþotunni, er hluti af fullkomnasta loft- varnakerfi fyrir herskip sem um getur, og segja banda- rískir sérfræðingar, að mjög ólíklegt sé að það geti villst á skotmörkum." „ Hvorki Reagan né Crowe (forseti bandaríska herráðsins) reyndu að svara spurningunni um það, hvernig verið gæti að hið rándýra og fullkomna varn- arkerfi í beitiskipinu Vinc- ennes skyldi ruglast á tiltölu- lega lítilli orustuþotu eins og F-14 og belgmikilli breiðþotu". Af þessum klausum tveim verður það fyrst fyrir að draga þá ályktun, að hinir ýmsu áfangar vígbúnaðar- kapphlaupsins séu einkum og sér í lagi hættulegir vegna oftrúarátækni. f þeimsegir, að loftvarnabúnaður skips- ins hafi verið sá fullkomnasti sem til er- og samt hafi græjurnar ruglað saman lít- illi orrustuþotu og digurri farþegaþotu. Annaðhvort er þá, að hinn besti búnaður er stórhættulega viðkvæmur - eða þá að þegar allt kemur til alls reynist hann gagns- laus í því að leiðrétta þá heimsku, sem sýnist beinlín- is innif alin í hernaðarlegu uppeldi svonefndu. Heimsku sem stundum er lýst á þennan hátt: skjóttu fyrst, spurðu svo, það er ör- uggast. Háskaleg uppsöfnun í annan stað er rétt að minna á það sem áður hefur verið sagt um Persaflóa- striðiðm.a. héríblaðinu: Bandaríkjamenn sendu her- skipaflota á vettvang nokk- uð svo í anda gamallar fall- byssubátapólitíkur: Flotinn átti að tryggj a það, að olíuhagsmunir Bandaríkj- anna og nánustu banda- manna þeirra yrðu ekki fyrir borð bornir í Persaflóa- stríðinu. En herskip þessi hafa ekki orðið að gagni neinu - siglingar um Persafl- óa eru brösóttar sem fyrr. Aftur á móti hefur háskaleg uppsöfnun vígbúnaðar á svæðinu aukið lfkur á því að æ fleiri vopn tali - eins og nú hefurgerst. Meðófyrir- sjáanlegum afleiðingum: ír- anir hafa hótað hefndum geypilegum, verði af þeim þurfa Bandaríkjamenn „skiljanlega" að svara í sömu mynt - og svo áfram allar þær greiðu götur sem til helvítisliggja. Að etja fólki saman í ritstjórnapistli íTíman- um í gær er vitnað til um- mæla Viglundar Þorsteins- sonar, formanns Félags ís- lenskra iðnrekenda í nýlegri blaðagrein. Þar segir Víg- lundur: „Það er einfaldlega svo að verstu óvinir íslenska lág- launamannsins eru þeir stóru hópar launþega sem betur eru settir. Þeir hópar koma einfaldlega í veg fyrir að þeir lægst launuðu fái sér- stakar leiðréttingar á sínum kjörum." Tímamaður vill ekki leyf a Víglundi að sitja í friði með þessa „einfaldlegu" kenn- . ingu. Hann skýtur því á for- manninn að hann sé líkast til sjálfur í hópi þeirra atvinnu- rekenda sem láti það við- gangast að „hálaunaaðall- inn" klifri upp eftir bakinu á öðrum, auk þess að atvinnu- rekendur stundi það óspart að semja eftir kjarasamn- inga við menn prívat og per- sónulega um „20-40-60 eða jafnvel 100% yfirborganir." Þetta er ekki nema satt og rétt og engin ástæða til að láta atvinnurekendur í friði með þá eftirlitsiðju sína að halda því að launafólki að höfuðóvinir þess séu aðrir launamenn. Við vitum að því miður eru ekki allir launamenn samstíga í kjara- baráttu og að um vissa hagsmunaárekstra er að ræða milli þeirra. En sú staðreynd má aldrei skyggja á það sem mestu máli skiptir fyrir þróun launamisréttis. En það er þetta: það er, eðli málsinssamkvæmt, mjögí hag atvinnurekendum (hvernig sem þeir eru inni við beinið sem persónur) að semja um sem lægst lág- markskaup í kjara- samningum. Til að geta svo haft þá launastefnu sem í raun er fylgt í þeirra fyrir- tækjum sem allra mest í hendi sinni. Ekki síst með laumuspili með yfirborgan- ir, sem leiðir til þess, að það verður feimnismál hvað hver og einn hefur í laun - og allirtortryggjaalla. ÁB. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgálufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Arnason, Ottar ProppS ~N Fréttastjórl: Lúðvik Geirsson. Blaoamonn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristbferSvavarsson, Magnlriður Júliusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gislason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handritn- og próf nr kalostu r: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. UJównyndarar:EinarÓlason,SigurðurMarHalldórsson. Útlitstelknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur PállJónsson. SkrifstofustjórhJóhannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. AuglýsingastjórkSigrlðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. BflstjórhJónaSigurdðrsdóttir. Útbroiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn; Síðumúla 6, Roykjavik, símar: 681333 &681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verfi Hausasölu: 60 kr. Helgarblöft:70kr. Áskrlf tarvorð á mánu ði: 700 kr. 4 SÍDA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.