Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 5
r VIÐHORF Nýtt álver útlendinga í Straumsvík Verður raforkan á útsöluprís? Hjörleifur Guttormsson skrifar: Lengi hefur verið deilt um þá stóriðjustefnu, sem viðreisnar- stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokks bar fram á sjöunda ára- tugnum með fyrstu samningun- um við Alusuisse um álver í Straumsvík. Samkvæmt henni eiga íslendingar að forðast að eiga hlut í orkuiðnaði og eru rök- in einkum þau að hann sé sveiflukenndur og því of áhættu- samur. Hins vegar eigi íslending- ar að hagnast af raforkusölu og sköttum á erlendu stóriðjuna. Sagan af samskiptum okkar við Alusuisse til þessa hefur afsann- að þessar kenningar, en nú er mælt með því að við fetum áfram sömu braut. Þeir sem til eiga að þekkja benda á, að sé eitthvað upp úr stóriðju að hafa sé það í iðjuver- unum og þá einkum í úrvinnslu- iðnaði en ekki af raforkusölunni. Þar megi teljast gott ef menn sleppi á sléttu. Sú staðreynd að fjölþjóðahringarnir leitast við að ná langtímasamningum um orku- kaup fyrir málmbræðslur sínar, ekki síst af þróunarlöndum, styð- ur þessar staðhæfingar. Af því hafa margar þjóðir mátt súpa seyðið, þar á meðal Grikkir og Ghanabúar, sem ásamt íslend- ingum hafa staðið í málaferlum til að reyna að rétta hlut sinn eftir á. Þetta kom berlega í ljós, þegar íslensk stjórnvöld flettu ofan af svikamyllu Alusuisse. Auðhring- urinn hafði falsað bókhald sitt um árabil til að komast hjá samnings- bundnum skattgreiðslum og láta líta svo út, að álbræðslan þyldi ekki að greiða hærra raforku- verð. Þótt tvöföldun næðist fram á raforkuverðinu 1984, var þar allt of skammt gengið, svo og hvað snerti verðtryggingu. Raf- orkuverðið sem um var samið féll um fjórðung að verðgildi á aðeins þremur árum, 1985-87. Samt ber svo við að bæði iðn- aðarráðherra og stjórnarformað- ur Landsvirkjunar láta að því liggja að þessir gömlu samningar um álverið geti verið viðmiðun í samningagerð fyrir nýja ál- bræðslu. Þessar yfirlýsingar eru satt að segja með fádæmum þeg- ar um svo mikla hagsmuni er að ræða, og það ekki síst eftir að Alusuisse er komið í spilið á nýj- an leik. Viðskiptalögmál tekin úr sambandi Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið merkisberi erlendu stór- iðjustefnunnar með tilheyrandi orkusölu. Þetta hefur nánast ver- ið gert að trúaratriði í röðum for- ustumanna flokksins, og þeir sem ekki vildu játast óskorað undir kenninguna, t.d. Gunnar Thor- oddsen, fengu bágt fyrir. Fátt sýnir betur hvað forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru oft fjarri því að láta viðskiptaleg viðhorf ráða gerðum sínum. Þannig stóðu þeir dyggan vörð um raf- orkusamninginn við ísal löngu eftir að ljóst var að hann var kom- inn úr öllu samhengi við verðþró- un á orku í heiminum. Enn virðist hið sama uppi á teningnum, því að farið er með forsendur raf- orkusölunnar sem eins konar rík- isleyndarmál. t í september 1982 gaf Lands- virkjun út það álit, að kostnaðar- verð orku til stóriðju frá nýjum virkjunum myndi verða á bilinu frá 18-22 mill á kílóvattstund miðað við þáverandi verðlag og horfur um fjármagnskostnað. Síðan þá hefur dollarinnar lækk- að að raungildi og fjármagns- kostnaður á alþjóðamörkuðum hækkað. Þegar litið er á reikninga Landsvirkjunar eins og þeir birt- ast í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 1987 kemur líka í ljós, að kostnaður fyrirtækisins á bak við hverja selda kílóvattstund á því ári nemur um 85 aurum eða 21,9 millum miðað við meðalgengi á því ári. Hér er um að ræða raf- orku bæði frá gömlum og nýleg- um virkjunum, þannig að eðlilegt er að álykta að kostnaður vegna framtíðarvirkjana verði talsvert hærri. til að draga útlendingana að landi. Almenningur axlar byrðarnar Eins og með annan tilfallandi kostnað er hins vegar ekki auðvelt að halda honum innan sviga til lengdar. Menn þekkja það af nýlegum dæmum að Landsvirkjun vill fá sitt og engar refjar. Eins og áður segir var meðalkostnaðarverð af seldri orku hjá Landsvirkjun í fyrra um 85 aurar. Stóriðjan greiddi hins vegar rétt röskan helming upp í stund í almennri notkun, á sama tíma og gera má ráð fyrir að stór- iðjufyrirtækin greiði að meðaltali um 70 aura. Þetta er því tífaldur munur. Frystihús og önnur iðn- fyrirtæki með meiri háttar véla- notkun greiða 506 aura á kíló- vattstundina eða sjöfalt meira en stóriðjan. Rafhitunarkostnaðinn þekkja þeir sem við hann búa. Þó er hann greiddur niður úr 269 aurum í 175 aura kílóvattstundin. Þessi mikli verðmunur er ekki til kominn vegna þess að smá- sölufyrirtækin séu ofhaldin. Raf- magnsveitur ríkisins voru við fjárlagagerð ársins 1988 af- „Menn hljóta að spyrja hvort landsmenn hafi efni á að leyfa Landsvirkjun að gerafleiri langtímasamninga um raforkusölu tilstóriðju undir framleiðslukostnaði." Aðstoðarforstjóri Landsvirkj- unar, Jóhann Már Maríusson, greindi frá því á fundi Verkfræð- ingafélags Islands um stóriðju í nóvember 1987, að „til þess að koma til greina í samkeppni um ný álver þurfi ísiendingar að geta boðið rafmagnsverð sem liggur á bilinu 14-19 mill á kílóvattstund á núgildandi verðlagi. Eins og áður segir liggur afstaða Landsvirkj- unar ekki fyrir um það hvaða verð talist geti viðunandi hvað þetta varðar, en ljóst er að sam- keppnisróðurinn verður harður," sagði Jóhann Már. Hver er samningsstaðan ? Það er vægast sagt nöturlegt að horfa upp á þá afstöðu, sem samningamenn fslendinga hafa komið sér í varðandi nýtt álver útlendinga í Straumsvík. Raforkuverðið sem Lands- virkjun hefur upp á að bjóða er engan veginn samkeppnisfært, ef menn telja að selja þurfi það undir 22 mill og slá auk þess af um verðtryggingu. Þetta má hins vegar ekki segja upphátt, heldur á að reyna að klæða rafmagnssamninginn í dul- argervi, þannig að almenningur eigi erfitt með að botna í forsend- unum. Svo viðkvæmt er þetta mál, að Jóhannes Nordal hefur ekki treyst sér til að hefja umræðu um forsendur slíkra samninga í stjórn Landsvirkjunar, hvað þá á víðari vettvangi. Starfsmenn Landsvirkjunar við Háaleitisbraut, forstjórar og sérfræðingar, mega ekici segja orð um leyndarmál þessa óskil- getna fyrirtækis að því er varðar raforkuverðið. Þar fylgja þeir ekki aðeins boðum stjórnarfor- mannsins heldur ráðum varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, Friðriks Sophussonar, sem sagði í Sameinuðu þingi 14. apríl sl.: „Raforkuverðið er samnings- atriði, einkum og sér í lagi vegna þess að það koma mjög margar leiðir til greina varðandi raforku- verð." Þá vitum við það og viðsemj- endurnir líka. Raforkuverðið skal verða afgangsstærð, beitan það eða 47 aura, en almennings- veitur hins vegar yfir þrefalt meira en stóriðjan eða 148 aura á kílóvattstund. Slík hlutföll innlendum fyrir- tækjum og almenningi í óhag eru með fádæmum, og tala skýru máli um, hvoru megin áhættan liggur. Stóriðjan notaði á síðasta ári meirihluta seldrar orku Landsvirkjunar og það hlutfall mun taka stórt stökk upp á við, ef greiddar með um 400 miljón króna áætlaðan rekstrarhalla. Menn hljóta að spyrja, hvort landsmenn hafi efni á að leyfa Landsvirkjun að gera fleiri lang- tímasamninga um raforkusölu til stóríðju undir líklegum fram- leiðslukostnaði. Á Alþingi hvílir mikil ábyrgð í þessu efni. Þar dugir ekki að líta á Kvíslaveitur eða Blönduvirkjun, sem skila munu hagstæðasta raforkuverð- fjórðungsbiturreynsla. Orkusala í málmbræðslur fjölþjóðafyrir- tækja er ekki ábatavænleg nú frekar en þá og uppgripin liggja ekki á frumvinnsiustiginu. Þótt álverið hafi verið hátt síðustu mánuði og geti haldist svo í ein- hver misseri eftir langvarandi lægð, kemur fyrr en varir að því að framboðið vex umfram eftir- spurn. Ólíklegt er að meðaltals- verðið til lengri tíma liggi svo nokkru nemi yfir framleiðslu- kostnaði. Tenging raforkuverðs- ins við álverð er því lítil trygging og réttlætir engan afslátt af ís- lands hálfu. Fyrir þjóð sem safnað hefur jafn miklum erlendum skuldum og við íslendingar er óráð að bæta þar við stórum fúlgum vegna raforkusölu til útlendinga, hvort sem væri til stóriðju hér- lendis eða útflutnings á orku um sæstreng, sem fáir hafa raunar trú á. Orkulindirnar hlaupa ekki frá okkur, og við eigum að keppa að því að fjölnýta þær til eflingar öðrum atvinnugreinum, þar á meðal í fiskirækt og ylrækt. Abyrgðin er stjórnarflokkanna Þótt Friðrik Sophusson iðnað- arráðherra sé hinn formlegi ábyrgðaraðili vegna þess undir- búnings sem nú fer fram vegna nýrrar álbræðslu, er málið í heild á samábyrgð ríkisstjórnarflokk- anna. Enginn úr stuðningsliði ríkisstjórnarinnar á Alþingi getur þvegið hendur sínar af málsmeð- ferðinni til þessa. Þar á hver flokkur sinn fulltrúa í stóriðju- nefndinni undir hinni þríeinu for- ystu Jóhannesar. Ætli menn að stinga við fæti er Skrifað undir samstarfssamning um framhaldsathugun á álverinu nýja í ráðherrabústaðnum í fyrradag. Þá kom einnig fram að álfyrirtækin erlendu lítasvo á aðforsendan sé svipað raforkuverðog fsal fær nú. (Mynd: Sig.). hugmyndirnar um risaálbræðslu verða að veruleika. Tífaldur munur Heildsöluverðið segir hins veg- ar ekki nema hálfa sögu. Þegar að notandanum kemur er verðsam- anburðurinn enn hrikalegri. Við- skiptavinur Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða, sem búa við hæst raforkuverð, greiða nú 713 aura fyrir kflóvatt- inu. Síðari virkjanir verða dýrari og ef til stóriðjusamninga kemur þarf að ráðast í þær fyrr en ella. Erlenda stóriðjan er tímaskekkja Það má virða þeim sem gerðu álsamningana á sjöunda áratugn- um það til betri vegar, að þeir vissu lítið um það út í hvaða fen þeir voru að fara. Það á ekki Íengur við, því að baki er aldar- ekki seinna vænna að leita við- spyrnu. Menn hafa reynsluna af því að hún er lítilfjörleg eftir að stóriðjupakkinn er kominn inn á borð Alþingis. Þá er of seint að byrja að lesa sig til og lýsa fyrir- vörum. Það hefur ekici meira gildi en nöldrið að undanförnu í ráðherrunum út af nýjustu verð- hækkunum Landsvirkjunar. Hér er hins vegar meira í húfi. Hjörleifur er þingmaður fyrir Ai- þýðubandalagiö á Austurlandi. Miðvikudagur 6. JÚIM988 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.