Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN Til sötu Miele tauþurrkari, Fiat Panda árg. '84, og 3ja vetra trippi. Uppl.s. 30659 e.kl. 18.00. LADA SPORT Mig vantar notuð dekk, svo sem hálfslitin. Uppl. ísíma 91-71858. Til sölu 26" litsjónvarpstæki í góðu lagi. Upplýsingar í síma 688561. Hústjald í kvikmynd Er ekki einhver sem þarf að losa eitt úr geymslunni gefins eða selja ódýrt? Ef svo er hafið sam- band við Steinunni í síma 27272. Styrkjum íslenska kvikmyndagerö Látum af hendi sófasett og önnur hægindi fyrir ekki neitt. Upplýs- ingar í síma 623690. DBS karlsmannsreiöhjól í góðu ásig- komulagi til sölu. Verð kr. 4000. Sími 14148. Óska eftir reiöhjóli fyrir 8 ára telpu. Upplýsingar í síma 19338. Kettlingar 4 kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 687051. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL1300, árg. '83til sölu. Innflutt- ur frá Þýskalandi fyrir ári. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt ársgömul vetrardekk fylgja. Útvarp. Bíll í toppstandi. Verðtil- boð. Upplýsingar í síma 681310 eða 681331 á daginn. Girðingarstaurar Sextán fúavarðir tréstaurar á spottprís. Sími 41289. Ferðatöskur Til sölu ódýrt 2 nýlegar ferðatöskur, önnur stór. Sími 41289. Sumarhúsasófi Tveggja sæta furusófi með lausum púðum, sófaborð og strákarfa fyrir blómapotta eða þess háttar. Lágt verð. Tilvalið í sumarbústað eða gerðhús. Sími 41289. VW rúgbrauð til sölu vegna brottflutnings. Árgerð '82, ný vél ekin 8.000. Spottprís, 200.000. Upplýsingar í símum 14793 og 21245. Góður barnavagn til sölu. Verð kr. 5.000. Upplýsingar í síma 39763 eftir kl. 17.00. íbúð óskast Hjón með eitt barn óska eftir 3-4 herbergja ítaúö til leigu frá 1. ágúst. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar gefur Aðalbjörg í síma 52274. Barnapía óskast til að passa 4 ára stelpu fyrir hádegi í júlímánuði. Upplýsingar í síma 16881 millikl. 5og7. Ræstitæknir Við óskum eftir hressum ræstitækni milli tvítugs og þrítugs. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Fríðu í síma 30117. Óska eftir gangfærum bíl helst gefins eða mjög ódýrum. Allar gerðir koma til greina. Sími 45196. Óskum eftir 4-5 herbergja íbúð á leigu í Breiðholti III (helst). Erum reglu- söm. Skipti á 3ja herb. íbúð í Breiðholti II möguleg. Sími 79564. 30.000 staðgreitt Subaru Sedan 1600 árgerð '78 til sölu. Skipti á vídeó koma til greina.. Upplýsingar í sama 91-52106. Þrif á stigagöngum Tek að ér að þrífa stigaganga einu sinni í viku eða oftar. Upplýsingar í síma 10154. Kettlingar Mjög fallegir, þrifnir, 2 mánaða kett- lingar fást gefins. Sími 17333. Til sölu ódýrt mjög lítið notaður kvenfatnaður, terelyn kápa, blazerjakki, leðurjakki og mokkajakki nr. 38-40. Sími 611624. Au-pair Anna (9 ára) er að leita að góðri au-pair sem talar ensku vel og lang- ar til að læra þýsku. Þarf að geta byrjað í sept. Vinsamlegast skrifið og sendið mynd með. - Anna og Karen Schurich, Bernhardstr. 15, D 5300 Bonn 3. Húsnæði óskast Ung og reglusöm, snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. nk. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn, Margrét. 85 lítra fiskabúr til sölu, með öllu, þ.e. dælu, hitara, Ijósi, lofti og fiskum. M.a. 2 stórum gullfiskum. Verð kr. 5.000. Upplýs- ingar í síma 611091 eftir kl. 17.00. Leiguskipti Óska eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík. Möguleikar á skiptum á stórri og góðri íbúð í Neskaupstað. Frá og með haustinu. Upplýsingar í síma 17087. Viltu fara til Luxemburg á morgun fyrir sllkk? Til sölu eru ífarmiðarfyrirfullorðna og einn fyrir barn til Luxemborgar á morgun 6. júlí. Selast fyrir pínulítið. Miðarnir gilda aðeins aðra leið, en þeir sem hafa hug á að bregða sér ódýrt út fyrir landsteinana geta keypt miða til baka frá Lux, mikið ódýrar en að kaupa þá hér heima. Hringdu strax í síma 681310 eða 681331. ísskápur Óskum eftir litlum ísskáp gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 681331 epa 681310. Tek að mér vélritun vönduð og góð vinna. Hafið sam- band við Guðbjörgu í síma 32929. Trjáplöntur til sölu Birki, reyniviður, ösp, 100-150 cm. Enn er ekki of seint að planta út. Sterkar plöntur, sanngjarnt verð. 15% afsl. af öllu. Uppl.s. 681455. Rafmagnssuðupottur til sölu. Tilvalinn í sláturgerðina. Selst ódýrt. Einnig rafmagnssláttu- vél. Sími 51643 milli kl. 12-1. Ertu að fara til Spánar? Viltu læra spænsku eða kata- lónsku. Ég heiti Jordi og er spænsk- ur jarðfræðinemi við HÍ. Ég vil kenna einstaklingum eða hópum. Tala dálitla íslensku og ágæta ensku. Þeir sem hafa áhuga vins- amlegst hringi í síma 625308 á Nýja Garði og biðjið um Jordi á herbergi 2. Ef ég er ekki við þá skiljið eftir nafn og símanúmer. Gerist áskrifendur að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im- port. Áskriftarsími 621309. Goft mál í alla staði. Kaffið sem berst gegn Apartheid. FRETTIR Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Garðyrkjudeildar borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í frágang á sparkvelli ásamt undirbún- ingi á skólagörðum við Malarás í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júlí kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Tryggingafélögin töpuðu um 300 milljónum á bifreiðatryggingum á sl. ári. Tryggingafélög Tjón hæiri en iögjöld Heildarhagnaður tryggingafélaganna 900þúsund. Brunabótafélagið tapaði 27 milljónum Staða tryggingafélaganna var slæm á síðasta ári og voru þau flest rekin f kringum núllið. Aðal orsökin liggur í því að tjóna- greiðslur félaganna voru hærri en sem nam iðgjöldum. Mestu valda greiðslur vegna bifreiðatjóna en samanlagður halli tryggingafél- aganna var 19,5% vegna þeirra. Sjóvá og Tryggingamiðstöðin skera sig úr en þau voru bæði með hagnað upp á rúmar 20 milljónir. Hin tryggingafélögin stóðu flest á núlli 1987 en sem dæmi má nefna að Hagtryggingar voru reknar með 500 þúsund króna tapi. Mest var tap Brunabótafé- lagsins en það tapaði 27 milljónum á síðasta ári. Tapið má að sögn Benedikts Jóhannes- sonar hjá Talnakönnun rekja til lækkandi iðgjalda í fyrra og stór- tjóna sem urðu á því ári. Benedikt sagði eigið fé trygg- ingafélaganna vera 1 milljarð. En tapið á bifreiðatryggingunum einum hefði verið 300 milljónir. Hann sagðist reikna með að 60% hækkun iðgjalda bifreiðatrygg- inga á þessu ári myndi slá aðeins á tapið. En á móti kæmi ný tryg- ging: slysa- og líftrygging öku- manns sem reyndist tryggingafé- lögunum dýr. Benedikt kynnti skýrslu sína um stöðu tryggingafélaganna fyrir félögunum í gær. Við það tækifæri sagði hann raunávöxtun sjóða tryggingafélaganna hafa verið rúm 3% í fyrra sem þætti ekki mikið. Horfurnar í verð- bólgumálum væru ískyggilegar. „Ríkisstjórnin hefur haldið fast í fastgengisstefnuna, nema tvisv- ar, þrisvar sinnum og vonandi heldur hún stefnunni - alla vega fram í næstu viku," sagði Bene- dikt. Þjóðviljinn spurði Benedikt hvort tryggingafélögin væru of mörg. Hann sagði þegar hafa gætt þróunar til fækkunar; Sjóvá hefði keypt Hagtryggingar og Tryggingamiðstöðin Reykvíska endurtryggingu. Tryggingafélög- unum væri þó hollt að endur- skipuleggja reksturinn. -hmp Norðurlönd Hvetja til frekari takmöricunar kjamavopna 20 árfrá undirritun vopna. Um Itilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá því að samningur um bann við útbreiðslu kjarnavopna var lagður fram til undirritunar hafa utanríkisráðherrar Norðurland- anna gefíð út sameiginlega yfír- lýsingu þar sem öll ríki eru hvött til að gerast aðilar að samningn- um og útbreiðsia kjarnavopna verði takmörkuð enn frekar. Ráðherranir telja að aðild allra samnings um bann við ýtbreiðslu kjarnorku- 140 ríki hafa undirritað samninginn ríkja að samningnum og fram- kvæmd þeirra á öllum ákvæðum hans sé besta leiðin til að ná að- almarkmiðum hans, þ.e. að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarn- avopna, að hvetja til friðsam- legrar nýtingar og að takmarka og fækka kjarnavopnum. Samningur þessi var fyrst lagður fram til undirritunar 1. júlí 1968 og voru Norðurlöndin fimm, Danmörk, Finnland, ís- land, Noregur og Svíþjóð meðal fyrstu rfkja til að undirrita og staðfesta samninginn. Nú hafa flest ríki eða um 140 talsins gerst aðilar að samningnum og ekkert þeirra hefur eignast kjarnavopn eftir gildistöku hans en nokkrar þjóðir hafa enn ekki undirritað samninginn. iþ Isfiskútflutningur Aöeins 600 tonn á viku Utanríkisráðuneytið: Tilað koma ívegfyrir offramboð og verðhrun á erlendum mörkuðum j I tanríkisráðuneytið hefur ákveðið að ef fyrirsjáanlegt offramboð verði á óunnum þorski og ýsu á erlendum mörkuðum og ef það gæti leitt til verðhruns að mati ráðuneytisins, muni ráðu- neytið grípa til útflutningstak- markana sem miðist við að ekki verði flutt út meira af framan- greindum tegundum en sem nem- ur 600 tonnum á viku. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að ef það reynist óhjá- kvæmilegt að grípa til útflutn- ingstakmarkana vegna offram- boðs og hættu á verðhruni af þeim sökum verði útflutnings- leyfi veitt eingöngu til útflutnings af framangreindum fisktegund- um af fiskiskipum sem veiddu þær til útflutnings í gámum á sama tímabili 1987. Leyfin verða bundin við tiltekið hlutfall af þeim afla sem fluttur var út á sama tímabili í fyrra. Nauðsyn- legt sé að útflutningurinn jafnist sem best yfir tímabilið og munu ákvæði þar að lútandi verða í út- flutningsleyfum. Útflutningur frá 3-9. júlí mun koma til frádráttar því magni sem kemur í hlut ein- stakra útflytjenda á öllu tímabil- inu samkvæmt ofangreindum reglum. Dregið verður með hlið- stæðum hætti úr útflutningi á óunnum fiski sem fiskiskip sigla með en skipulag þess útflutnings verði engu að síður með sama hætti og verið hefur. -grh 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.