Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 8
Sjúklingur nr. 2: „Þeir bundu mig á höndum og festu aftan í herjéppann og óku af stað...“ Ljósm. ólg. Sjúklingur nr. 3: „Þeir drógu mig inn (herbíl og börðu þannig að ég fékk nefbrot og innvortis blæðingar og get varla hreyft mig fyrir verkjum..." Ljósm. ólg. með okkur sjálfur. Við fengum annan bíl og bílstjóra af götunni og ókum inn að búðunum. Fylgd- armaður okkar var þekktur í búð- unum, og þegar börnin ætluðu að þyrpast í kringum okkur og gera hávaða eins og gerst hafði í Ram- allah, þá gaf hann þeim fyrir- skipanir og þau hlýddu. í stað þess að elta okkur og heimta að vera ljósmynduð, þá fóru þau á varðberg, dreifðu sér um búðirn- ar og létu skilaboð ganga þegar hermannajepparnir sem voru á eftirlitsferðum um búðirnar nálg- uðust. Við máttum oft taka til fótanna eða forða okkur inn í næsta kofa, en með aðstoð barn- anna komumst við ferða okkar óséðir. Við komumst í gegnum búð- irnar niður að ströndinni og þar sá ég í fyrsta skipti Miðjarðarhaf- ið í þessari ferð. Fyrir neðan strandgötuna voru verbúðakofar í röðum sem mynduðu gott skjól. Bátar voru í röðum á ströndinni, litlar skektur sem tóku ekki nema 1-2 menn, og þarna voru sjómenn Sjúklingurnr. 4:„Égneitaðiaðfjarlægjavegatálmaogþeirspörkuðumeðhermannastígvélunumíandlitiðá mér þannig aö ég nefbrotnaöi... Ljósm. ólg. að gera að netum sínum. Því fólk- ið í Beach-camp hefur lífsviður- væri sitt af fiski. Mér var tjáð að hernaðaryfir- völdin hefðu ákveðið að ryðja öllum verbúðunum í burt næstu daga í öryggisskini. Nokkrir sjó- menn voru þarna að draga bát á land, aðrir að gera að netum. Ég gaf mig á tal við þá og spurði hvernig útgerðin gengi. Þeir sögðu að yfirvöldin væru að eyði- leggja fyrir þeim lífsbjörgina. Ákveðið hefði verið að setja skatt sem næmi 1000 jórdönskum dínörum (hátt í árslaun verka- manns) á hvern bát fyrir að sækja sjóinn. Enginn fiskimaður þarna hefur möguleika á að reiða fram slíka fjárhæð. Þeir sem ekki borga eru fangelsaðir fyrir að fara út. Og þeir bentu mér á að allir bátarnir sem væru netalausir á ströndinni væru í eigu sjómanna sem þegar væru komnir í fangelsi. „Við höfum ákveðið að fara í verkfall í einn dag, og ef þessum ákvæðum verður ekki breytt, þá höfum við ekki önnur ráð en að hlaða stóran bálköst hér á strönd- inni og brenna bátana okkar.“ Er mikill fiskur í sjónum? „Nei, stóru bátarnir hirða allt. Við förum út klukkan 4 á morgn- ana og leggjum netin og sofum svo í bátnum og komum að landi um eftirmiðdaginn. Veiðin gerir lítið meira en að næra fjölskyld- una. En ef við missum hana höf- um við ekkert að borða.“ Með hungurvofuna að vopni Við héldum upp í kampinn á ný og heimsóttum eina fiskimanna- fjölskyldu. Húsakynnin voru eins og ég hafði séð áður: hlaðnir múrsteinskofar með bárujárns- þaki, afgirtur garður með steyptu og hvítskúruðu gólfi. Inni í kof- anum var eldri kona á flatsæng og grét með ekkasogum. Maður hennar, sem reyndist 58 ára þótt hann virtist vera eldri, var hjá henni. Og tveir synir hans birtust fljótlega, nokkrar yngri konur og sægur af börnum. Það voru 35 munnar að mata í þessari fjöl- skyldu. Húsmóðirin var greini- lega sjúk, elsti sonurinn var ný- kominn úr fangelsi og annar son- urinn var veikur af brjósklosi í baki. „Ég er fæddur í Jaffa 1930. Fjölskylda mín átti sitt hús og sitt land og sitt lífsviðurværi þar. Ég flúði hingað 1948. Ég hef stundað sjóinn og ég á 5 syni sem allir eru sjómenn. Nú heimta þeir að við borgum 1000 dínara hver og einn. Ég er hættur að sækja sjóinn. Ég hef engar tekjur og húsið er matarlaust. Við erum seld undir guðs náð. Sjómenn eru stolt fólk eins og þú, sem kemur frá ís- landi, veist. En það er búið að rýja okkur allri sjálfsvirðingu. Jafnvel aðstoðin sem okkur er send frá Evrópu lendir í vösum gyðinganna. Við jjurfum að kaupa aðstoðina frá fiskifélaginu sem gyðingarnir stjórna. Að- stæðurnar hér eru verri en í Líb- anon, því hér er verið að svelta okkur til hlýðni. Ég vil að þú komir þessum skilaboðum á framfæri við íslenska sjómenn, því að ég veit að sjómenn allra landa finna til samstöðu. Sjó- menn eru stolt fólk.“ Þessi lífsreyndi sjómaður horfði til mín vonaraugum eins og ég gæti veitt honum einhverja björg. Dóttir hans færði okkur te- bolla og börnin hópuðust í kring- um okkur. Hann sýndi mér lúin persónuskilríki gefin út af bresku landsstjórninni fyrir 1948, eins og til að sanna mál sitt. Það var eina vegabréfið hans. Hann sýndi mér leyfið sem hernámsyfirvöldin höfðu gefið honum til þess að sækja lífsbjörgina í sjóinn. Nú gilti það ekki lengur. Ég kvaddi þessi sjómannshjón með kossi og fyrirvarð mig fyrir þá niðurlægingu sem ég hafði séð. Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.