Þjóðviljinn - 06.07.1988, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Qupperneq 9
Reynsla af fangavist Þegar við gengum í gegnum búðirnar til baka sáum við her- mannajeppa í fjarska og fylgdar- maður minn tók á sprett. Við hlupum sem fætur toguðu á eftir á milli kofaraðanna og yfir opin skolpræsin þar sem dauðar rottur og annar óþrifnaður lá á víð og dreif. Þetta var leikvöllur ber- fættu barnanna í búðunum. Þeg- ar við töldum okkur hólpna spurði ég fylgdarmann okkar hvað myndi gerast ef þeir sæju okkur? -„Þeir taka myndavélina þína og filmurnar. Og þeir setja mig í fangelsi aftur.“ -Hvernig var vist þín í fangels- inu? -„Þeir handjárnuðu mig og bundu fyrir augun þannig að ég vissi ekki fyrr en eftir nokkra daga hvar ég var staddur. Þeir létu mig standa uppréttan með hendur bundnar fyrir aftan bak í nokkra daga og létu mig hoppa dag og nótt. Svo var ég settur í klefa sem var 1x0,5 m að flatar- máli. Það var ekki hægt að leggj- ast niður. Ég held að ég hafi verið í þeim klefa í 3 daga, annars man ég það ekki. En ég þekki menn sem hafa verið í þannig klefa í 18 daga. Þeir spörkuðu í mig með hermannaklossunum og köstuðu sandi í vit mín... Ég held ég hafi verið þarna í 2 vikur, ég man það ekki, sagði þessi starfsbróðir minn og vildi ekki ræða það meira. Tveir heimar Starfsbræður mínir í Gaza lögðu hart að okkur að gista yfir nóttina. Við gætum sofið á skrifstofunni. Það væri hvort sem er engan bíl að fá, og brátt yrði Gaza-svæðinu lokað. Á morgun yrði allsherjarverkfall, og þá myndum við geta séð raunveru- leg átök. Ég þurfti að beita öllum mínum sannfæringarkrafti til þess að fá fylgdarmann okkar til þess að aðstoða okkur við að finna bíl. Þegar við komum í bæ- inn var allt krökkt af her- mönnum. Fylgdarmaður okkar gekk 30 metrum á undan okkur Hluti sjómannafjölskyldunnar í Strandbúðunum í Gaza. „Yfirvöld sjálfsvirðingu", segir fjölskyldufaðirinn í hvítu skyrtunni. Kona hans meina okkur að sækja sjóinn. Ég hef 35 munna að mata og húsið er með hvítan klút lá grátandi á flatsæng á kofagólfinu. Ljósm. ólg bjargarlaust. Sjómenn eru stolt fólk, en það er búið að ræna okkur og við létum sem við þekktum hann ekki. Að lokum fann hann bíl sem var reiðubúinn til að aka okkur til Tel Aviv. Við komumst klakklaust í gegnum vegabréfs- skoðun til Tel Aviv og þaðan með áætlunarvagni til Jerúsalem. Þar lentum við á stássgötu borgarinn- ar þar sem ferðamenn sitja við útikaffihúsin yfir ölglasi. Þetta var eins og að sitja á Café de Paris við Via Veneto í Róm. Áhyggjur heimsins voru víðs fjarri. í skemmtistaðnum „Underground disco" glumdi við ærandi disco- tónlist: „Tell me lies, tell me lies, tell me sweet little lies...“ rétt eins og maður væri kominn í Hollywood í Ármúlanum. Þetta var eins og eiturvíma, og þegar ég breiddi yfir mig lakið uppi á Jiót- elinu seint um kvöldið fór ég að gráta. -ólg Eitt af mörgum heimilum í flóttamannabúðunum í Gaza sem ísraelsher hefur lagt í rúst vegna þess að einhver íbúi þess var grunaður um þátttöku í andófi gegn hersetunni. Slíkar refsiaðgerðir eru framkvæmdar samstundis, fyrirvaralaust og án dóms og laga. Ljósm. ólg Frá ströndinni í Strandbúðunum í Gaza. Fiskimennirnir rjátla við netin sín en geta þó ekki róið, þvífyrst þurfa þeir að greiða 1000 dínara í skatt.. „Það á að svelta okkurtil hlýðni, en við höfum áformað að brenna alla bátana okkar í mótmælaskyni", sögðu þeir. Ljósm. ólg eisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.