Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 10
 Hví ekki í Hveradali? Þegar ég byrj aði að vinna við Þjóðviljann - ætli það hafi ekki veriðfyrir 12árum-þávarhann til húsa við Skólavörðustíginn. Það var góður vinnustaður og ákaflega vel í sveit settur. Húsa- kynnin voru að vísu ekki beinlínis nýtísku- né ríkmannleg. En ein- hvernveginn fannst manni þau vera í stíl við þann jarðveg, sem blaðið var vaxið úr. Stigar voru háir, brattirog þröngir. Herberg- in lítil og þægindasnauð. Mín vistarvera var t. d. svo þröng, að þegar búið var að koma þar fyrir skrifborði og stól, að viðbættum sjálfum mér, þá var eiginlega ekkert rúm fyrir annan mann. Kæmi einhver til að spjalla, sem var oft því að gestagangur var mikill, þurfti hann helst að vera frammi á gangi, ef gang skyldi þá kalla. Það kom að vísu ekki svo mjög að sök því herbergið var hurðarlaust, sem mátti, aðþessu leyti, teljast til þæginda. í kjallar- anum var sameiginleg mat- og kaffistofa. Þangaðflykktustallir samtímis á ákveðnum tímum dagsins, blaðamenn, prentarar ogannað starfsfólk. Þá varoft glatt á hjalla. Þetta var ákaflega gott og sósíalískt samfélag. Svo ákváðu ég held ein fjögur blöð að koma upp sameiginlegu prentverki, Blaðaprenti. Sú sam- vinna varskynsamleg út af fyrir sig, en grunnur hennar hefði mátt veratraustari. Húsnæðifékkst inni í Síðumúla. Þá töldu Blaða- prentsblöðin sig verða að flytja þangað og gerðu það. Velunnar- ar Þjóðviljans lögðu hart að sér við að koma upp húsnæði yfir blaðið og Skólavörðustígurinn var yfirgefinn. Þetta er ágætt hús og vinnuaðstaða góð þó að and- rúmsloftið á Skólavörðustígnum hafi e.t.v. eitthvað þynnst. En það finna þeir auðvitað ekki sem aldrei unnu þar niðurfrá. Og nú standa þjóðflutningar enn fyrir dyrum. Blaðaprent flytur eitth vað upp á Hálsa og sjálfsagt þykir að blöðin fylgi á eftir. Það eru því horfur á að styttast fari í dvöl Þjóðviljans hér í Síðu- múlanum. En þessirflutningar hafa sínar skuggahliðar fyrir suma starfsmenn blaðanna, eins og Oddur hjá Tímanum hefur réttilega bent á. Hvað eiga þeir að gera sem aldrei hafa náð það hátt í mannfélagsstiganum að eignast bíl eins og við Oddur? Kaupa bíl og fara að aka, sem líklega þýddi bara sjálfsmorð? Eyða drjúgum hluta dagsins í að fara með strætisvagni í vinnu og úr? Reyna að verða sér úti um íbúð þarna uppfrá, sem raunar er nú borin von að tækist og yrði þá líka sennilega til þess að maður endaði ævina í skuldafangelsi? Eða eigum við bara einfaldlega að hætta þessu puði? Því í óskóp- unum var bara ekki farið upp í Hveradali? Þarer þóa.m.k. fal- legt umhverfi og samgöngur engu verri? _ mhg. í dag er 6. júlí, miðvikudagur íelleftu viku sumars, sautjándi dagur sólmánaðar, 188. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.16en sest kl. 23.47. Tungl hálft ogþverrandi. Þjóöviljinn fyrir 50 árum Gjaldeyrislánið fengið. Ríkis- stjórnin tekur lOOþúsundstpd. lán í Englandi með 4% vöxtum. Lánið til rafveitu Akureyrar verður tekið næstu daga, líklega í Danmörku. „Hlutleysisnefndin" ræðir brottflutning erlendra herja frá Spáni. Búistvið að tili. Breta verði samþ. Hægviðri og þokusúld við Norðurland. Dálítil síldveiði á Húnaflóa. UM UTVARP & SJONVARP l Etrúar Sjónvarp kl. 20.35. í kvöld sýnir Sjónvarpið fyrsta þáttinn af þremur um söguslóðir Etrúa. Eru þættirnir þýskrar ætt- ar. Etrúar voru meðal frum- byggja ftalíu. En er Rómaveldi tók að vaxa fiskur um hrygg þur- rkuðust Etrúar út sem þjóð. Hinsvegar reyndust mennin- garáhrif þeirra lífseig og áttu eftir að móta mjög ítalska menningu um langan aldur og gætir þeirra raunar enn í dag. Margt er myrkri hulið um þennan forna þjóðflokk en í þáttunum verður því tjaldað sem til er. Fjallað verður um stjórnskipulag Etrúa og trúar- brögð og skyggnst þar um sem einhverjar menjar er um þá að finna. Farið verður um þær slóðir sem breski rithöfundurinn D.H. Lawrence heimsótti 1927 og skrifaði um bók. Þýðandi og þul- ur er Þórhallur Eyþórsson,- mhg. Irland í „Heimshorni“ Aldarbragur Rás 1, kl. 22.30. A miðvikudagskvöldum í sumar verður á dagskrá rásar eitt fjallað um lönd og lýði um veröld víða. Sér Jón Gunnar Grjetars- son um það. Nefnast þættir þessir „Heimshorn“. í þeim verður leitast við að kynna stjórnmála- og efnahagsþróun hinna ýmsu landa og gripið niður í sögu þeirra í því skyni að gefa nokkra mynd af því, sem einkum mótar þjóðlíf landanna. Rætt verður við fs- iendinga sem búið hafa lengur eða skemur í viðkomandi landi. í þættinum í kvöld verður fjallað um írska lýðveldið, sem er hið yngsta í Evrópu. Rabbað verður við Anton Holt um þjóðlíf íra og menningu. Holt er írskur að hálfu og hefur fylgst grannt með fram- vindu mála á írlandi undanfarin ár. - mhg. Rás 1 kl. 10.30. A hverjum miðviku- dagsmorgni verða í þessum mán- uði og þeim næsta fluttir þættir um tíðarandann á árunum 1920- 1960. Leitast er við að gera grein fyrir þeim tíðaranda og því and- rúmslofti sem ríkti í hinum vest- ræna heimi frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar og fram undir lok kalda stríðsins. Er eink- um fjallað um umbrot í menning- arlífi, lifnaðarháttum og tísku á þessu tímabili. Á þriðja áratugn- um var með ýmsum hætti lagður grunnur að nútíma þjóðfélagi á Vesturlöndum. Síðan reið krepp- an yfir og hafði margháttaða þjóðlífsröskun í för með sér. í kjölfar hennar kom svo heimsstyrjöldin síðari og síðan uppbyggingarstarf á þeim rúst- um, sem hún lét eftir sig. Stuðst er við blöð og aðrar samtímaheimildir, íslensk rit og erlend. Inn á milli hins talaða orðs verður svo leikin tónlist, sem tengist efninu. Fyrsti þáttur- inn nefnist „Upphaf nútímans" og fjallar um þriðja áratuginn. Umsjónarmenn eru Helga Guð- rún Jónasdóttir og Bergdís Ell- ertsdóttir. Lesari með þeim er Freyr Þormóðsson. - mhg. GARPURINN KALLI OG KOBBI Því má segja að ég hafi yfirburði í vopnabúnaði. Eins gott fyrir þig að makka rétt. Þetta er einmitt gallinn við öll vopnabúr Úrelt áður en við er litið. srrKTT-, FOLDA 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.