Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Sumardvöl á Laugarvatni Orlofsdvöl Alþýðubandalagsins á Laugarvatni í ár er vikuna 18.-24. júlí. Umsjónarmenn í sumar veröa þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Karlsdóttir. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir 12 ára og eldri kl. 12.000.- Fyrir 6-11 ára kr. 8.000.- Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2.000.- Enn eru nokkur ptáss laus í þessa vinsælu orlofsviku og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig strax á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Athugið: Sérleyfisbílar fara frá BSÍ kl. 09:00 að morgni 18. júlí. Alþýðubandalagið Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru allir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Grímseyjarför Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra í ár verður sumarhátíðin haldin í Grímsey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum við Félagsheimili Grímseyinga. Samið hefur verið við Flugfélag Norðurlands um fargjöld og fjölskylduaf- slátt. Stjórn kjördæmisráðs og formenn Alþýðubandalagsfélaga veita nánari uþþlýsingar og taka á móti þátttökutilkynningum. Nauðsynlegt er að láta skrá sig sem fyrst. Stjórn kjördæmisráðs Austurland Sumarferð í Jökuldalsheiði 9. júlí Laugardaginn 9. júlf gengst Alþýðubandalagið á Austurlandi fyrir skemmtiferð um Jök.jidal, Hrafnkelsdal og Jökuldalsheiði. Farið verður í rútum frá Egilrstöðum (söluskála KHB) kl. 9.00 að morgni og komið aftur um kvöldið. rargjald er kr. 900.-. Ferðir verða frá fjörðunum til Egilsstaða eftir þátttöku og aðstæðum. Skoðuð verður náttú___g: akin byggðasaga í leiðinni. Meðal annar^. ¦.,a, 5ui litið við á fombýlum í Hrafnkelsdal og á eyðibýlum í Jökuldalsheiði. í hópi ieiðsögumanna verður Pátl Pálsson frá Áðalóóli. Fararstjon verður Hjörlelfur Guttormsscr.. Hór er einstakt tækifæri aö kynnast þessum slóðum í fylgd með staöKunn- ugum. Ferðin er auðveld fyrir fólk á öl. um aldri og allir velkomnir. Væntanleglr þátttakendur eru beðnir aö skrá sig sem fyrst hjá Ferða- miðstöð Austurlands á Egilsstöðum, síml 12000. Alþýðubandalagið - kjördæmisráð ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Sumarferð í Þórsmörk Sumarferðir Æskulýðsfylkingarinnar hafa ætið notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni verður farið í Þórsmörk helgina 15.-17. júlí. Nánar auglýst síðar. Verði stillt í hóf. Skráning að Hverfisgötu 105, s. 17500 frá kl. 13.00-16.00 alla virka daga. Allir veikomnir. Framkvœmdaráð ÆFAB Stjórnarfundur Fundur í stjórn ÆFAB verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, Hafnar- firði 8.-10. júlín.k. Dagskrá auglýst nánar síðar. Framkvæmdaráð Tómstundaskólinn Vilborg ráðin skólastjóri Vilborg Harðardóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Tóm- stundaskólans en hún tekur við starfinu af Ingibjörgu Guð- mundsdóttur sem verið hefur skólastjóri frá 1985. E>að er Menningar- og fræðslu- samband alþýðu sem á og rekur Tömstundaskólann sem býður upp á fjölbreytt námskeiðahald. Sl. vetur stunduðu um 1100 manns nám við skólann á samtals 114 námskeiðum. Skólinn hefur kennsluaðstöðu í Iðnskólanum í Reykjavík. Akureyri íbúð fyrir fræði- og listamenn Akureyrarbær býður litla íbúð í Davíðshúsi á Akureyri til afnota fyrir fræðimenn og/eða listamenn frá og með komandi hausti. í búð- in verður til afnota í 1-6 mánuði hverju sinni. Ekki er gert ráð fyrir öðru endurgjaldi fyrir afnot af íbúð- inni, en að viðkomandi fræði- maður eða listamaður kynni á einn eða annan hátt viðfangsefni sitt, eftir nánara samkomulagi hverju sinni. Umsóknir um íbúðina skal senda til skóla- og menningar- fulltrúa Akureyrar, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Skák íslandsmót í 3ISK2K Fyrsta íslandsmótið í „atskák" hefst í Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur á fóstudag og stend- ur fram á sunnudag. Tefldar verða 11 umferðir. í atskák er umhugsunartími hvers keppanda 30 mínútur. FIDE hefur hvatt aðildarsam- bönd sín til að hefja keppni í at- skák og nýlega er lokið fyrsta Evrópumeistaramótinu með þessu sniði. Fyrsti atskákmeistari Evrópu var Anatoly Karpov fyrrv. heimsmeistari. Skráning í íslandsmótið í atskák er í dag frá kl. 14-17 í síma 27570 en öllum er heimil þátttaka. Ritari Utanríkisráöuneytið óskar að ráða ritara til starf a í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að, ritarinn verði sendur til starfa í sendi- ráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneyt- inu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík fyrir 21. júlí nk. Utanríkisráðuneytið ^í^ ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða ökum af skynsemi! u UMFERÐAR RÁÐ Auglýsið í Þjóðviljanum Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress, Haföu þá samband viö afgreiðslu í^odviljans, sími 681333 LAUS HVERFI VIÐSVEGAR UM BORGINA Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviíjann Móðir okkar og tengdamóðir Guðríður Þ. Einarsdóttir fyrrverandi Ijósmóðir Austurbrún 4, Reykjavík verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Borgarspítalans eða Grindavíkurkirkju. Ásta Guðjónsdóttir Guðjón B. Jónsson Guðmundur Jónsson Gunnar Þór Jónsson Guðjóna Jónsdóttir Birna Elíasdóttir Lovísa Jóhannesdóttir Ragnheiður Júlíusdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.