Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 15
I kvöld Fótbolti 1 .d.kv. kl.20.00 KR-ÍA 3.d. B. kl.20.00 Huginn-Magni Mjólkurbikarinn Vondaufir Völsungar Leiftur vann ná- grannanal-3 í daufum leik Völsungar voru meira með boltann í fyrri hálfleik og áttu ágætis færi, sem þeim tókst ekki að nýta en Ólafsfirðingar voru meira í því að hreinsa fram. Það var síðan á 45. mínútu að dæmt var víti á Leiftur sem Jónas Hall- grímsson skoraði úr og kom Völ- sung í 1-0. En um leið og Leiftur byrjuðu á miðju, ruku þeir upp völlinn, þar sem þeim tókst að einnig að fiska víti sem Sigur- björn Jakobsson skoraði úr 1-1. Völsungar sóttu enn í síðari hálfleik og Leiftur beitti skæðum skyndisóknum. Á 64. mínútu gerðu Steinar Ingimundarson annað mark Leiftur, en flestallir voru sammála um að hann hefði verið rangstæður. Völsungar gáf- ust þó ekki upp strax en þegar fór að líða að leikslokum fór skapið að eyðileggja fyrir nokkrum, til dæmis fékk Kristján Olgeirsson gult spjald fyrir að tefja á þann hátt að 5. flokks peyi hefði verið skammaður fyrir. Ólafsfirðingar innsigluðu svo sigurinn á lokamínútum með marki Gústafs Ómarssonar í þessum mjög svo daufa leik. -öó/ste Og þetta líka... Sitthvort verðið Landsliðsmaðurinn Pat Nevin sem spilaði með Chelsea síðasta tímabil hefurveriðseldurtil Everton. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar því Chelsea vill selja drenginn á 1.7 miljón pund en Everton vill aðeins borga 400.000 pund. Það verður því dómstóll valinn úr leikmönnum sem ákveður verðið. Guetamala í stað Mexíkó Eftir að Mexíkó var sett í tveggja ára bann frá þátttöku í öllum stærri knattspyrnumótum hefur FIFA beðið Guatemala að koma í stað Mexíkó á Ólympíuleikunum í Suður-Kóreu, en Guatemala varð í næsta sæti á eftir Mexíkó í forkeppninni. IÞROTTIR Mjólkurbikarinn Atli Einarsson í sérflokki Víkingar blómstruðu gegn Pór en unnu nauman sigur2-l. Björn Bjartmarz gerði bœði mörkin Víkingar voru með algera ein- stefnu þegar þeir sóttu Þórsara heim í gærkvöldi í 16 liða úrslit- unum. Þeir voru mun meira með boltann og hefðu átt að skora fleiri mörk með Atla Einarsson sem sinn besta mann. Þórsarar voru einstaklega slappir enda hrjá þá bæði veikindi og meiðsli. Líklega hefði sæmileg frammistaða þeirra ekki dugað heldur, því gestirnir voru klassa betri. Fyrsta markið kom á 35. mínútu þegar Björn skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Trausta Ómarssyni. Á 41. mín- útu fékk hann sitt fyrsta tækifæri í stórsókn en Víkingum tókst fjór- vegis að verja á línunni. Atli Éin- arsson átti heiðurinn af öðru markinu þegar hann fiskaði bolt- ann af Þórsara á Víkingsvítat- eignum á 65. mínútu, rauk upp allan völlinn og renndi boltanum á Björn sem nikkaði inn sitt ann- að mark. Eftir seinna markið tóku Akureyringar aðeins við sér og tókst að minnka muninn í 1-2 þegar tvær mínútur voru til leiks- loka er Siguróli Kristjánsson skoraði af stuttu færi eftir vel út- færða homspyrnu. Þórsarar voru nærri að jafna á 90. mínútu þegar Guðmundur Valur Sigurðsson átti hörkuskot úr aukaspyrnu af 25 metra færi, en Guðmundur Hreiðarsson varði meistaralega. Dómarinn Guðmundur Sig- urðsson, sem annars hefur staðið sig ágætlega í sumar, var ansi slakur en bitnaði það jafnt á báð- um liðum. Lárus Guðmundsson, sem var atvinnumaður í Þýska- landi þar til fyrir skömmu, sat á varamannabekknum og Jóhann Þorvarðarson fyrrum fyrirliði var ekki með að þessu sinni. Hæðarg- arðingar geta kannske farið að líta björtum augum á framtíðina, ef Víkingar ætla að drífa í að vinna fleiri leiki. -gg/ste Mjólkurbikarinn Ómar hetja Fram Framarar lögðu Eyjamenn, 2-1, í jöfnum leik Framarar halda sigurgöngu sinni áfram, hvort sem leikið er í deild eða bikar. Þeir náðu að knýja fram sigur í jöfnum bar- áttuleik í Vestmannaeyjum og stefna eflaust á að vinna tvöfalt í ár. Pétur Arnþórsson kom Fram yfir á 15. mínútu en Ólafur Árna- son jafnaði fyrir Vestmannaey- inga þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan var 1-1 í hálfleik en eftir aðeins sjö mín- ÓmarTorfason Mjólkurbikarinn útna leik í þeim síðari skoraði Ómar Torfason fyrir Fram og reyndist það sigurmark leiksins. Eyjamönnum tókst síðan ekki að bæta við marki og fóru Fram- arar því ánægðir heim. -þóm Mjólkurbikarinn FH burstaði Reyni Hörður skoraði þrjú í 5-0 sigri FH-ingar sýndu að það er eng- in tilviljun að þeir tróna nú á toppi 2. deildar. Þeir tóku Reyni Sandgerði í kennslustund og verða allt annað en auðsigraðir í bikarnum í sumar. Hörður Magnússon var á skot- skónum í gærkvöldi og hætti ekki fyrr en þrennan var fullkomnuð. Þó höfðu Reynismenn sýnt gest- risni sína með því að koma tuðr- unni í eigið net í upphafi leiks. Jón Erling Ragnarsson skoraði svo síðasta mark leiksins rétt fyrir leikslok. -þóm Atli Einarsson sýndi greinilega hversu góður hann getur verið og var langbestur á Akureyrarvelli. Lagði meðal annars seinna mark Víkinga með glæsibrag. Mjólkurbikarinn Skaginn slapp Sigurmarkið gegn KA þegar tvær mín- útur voru til leiksloka Allt ætlaði vitlaust að verða á Akranesvelli þegar Aðalsteinn Víglundsson skoraði sigurmarkið gegn KA eftir sendingu frá Hcimi Guðmundssyni en það var á 88. mínútu. Leikurinn var frekar jafn fram- an af og áttu bæði liðin jafn mikið í honum. Undir lokin voru flestir, leikmenn og áhorfendur., farnir að bíða eftir framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni þegar markið kom eins og þruma úr heiðskírulofti. Eftir markið sóttu Akureyringarnir án afláts og Akranes pakkaði í vörn svo að ekkert komst framhjá. Ekki voru allir sáttir við dóm- arana og sérstaklega línuverðina sem þóttu sérlega óákveðnir en það kom niður á báðum liðum. Akurnesingar geta engu að síður farið að hlakka til 8 liða úrslit- anna. Sauðkrækingar Vopnafjörður reyndist ekki slæmur kostur Valur vann örugglega þrátt fyrir skrekkinn Það gerði algerlega gæfumun- inn að Tryggva Gunnarsson skoraði strax á upphafsmín- útunum fyrir Val, scm gátu þá slakað á og einbeitt sér að því að spila góðan fótbolta. Valsmenn sóttu síðan undan vindi og gerðu þrjú mörk til við- bótar fyrir leikhlé. Þeir voru betri aðilinn í leiknum eins og við var að búast. Samt voru öll hin fyrstu deildarliðin hin sælustu með að sleppa við að fara til Vopnafjarð- ar. í síðari hálfleik róaðist leikur- inn talsvert og Einherjamenn áttu nokkrar sóknir sem reyndust ekki mjög hættulegar. Valur bætti tveimur mörkum við fyrir leikslok og líta nú björtum augum á 8 liða úrslitin. „Völlurinn var mjög erfiður og þröngur og fór byrjun leiksins mest í það að venjast vellinum. Við bjuggumst við mikilli baráttu en reyndumst betri. Nú ætlum við í úrslit, enda tími til komin,“ sagði Guðni Bergsson í Val eftir leikinn. Jón Grétar Jónsson gerði þrjú af Valsmörkunum sem ér gott hjá honum því hann hefur ekki verið neitt sérlega iðinn við að pota boltanum í netið undanfarið. Tryggvi Gunnarsson, Sigurjón Kristjánsson og Guðni Bergsson gerðu sinn hvert markið. -ste skutu KR í kaf KR-ingar náðu að vinna upp þriggja marka forskot Tindastóll, næst neðsta lið 2. deildar, gerði sér lítið fyrir og sló KR út úr bikarnum í sviftinga- sömum leik í gærkveldi. Leikur- inn var á Sauðakróki og komust heimamenn í 3-0 fyrir Ieikhlé en KR-ingum tókst að vinna upp for- skotið í síðari hálfleik. Eyjólfur Sverrisson tryggði Sauðkræk- lingum síðan sigurinn með öðru marki sínu í leiknum. Leikurinn var frekar jafn og voru hálfleikstölur ekki í fullu samræmi við gang leiksins. Eyj- ólfur og Guðbrandur Guðb- randsson voru mjög ágengir við mark KR-inga og deildu með sér markaskoruninni. Þeir gerðu sitt markið hvor á 15. og 16. mínút- um og þá stóð vörn Tindastóls loks fyrir sínu og munaði um minna. Guðbrandur bætti síðan þriðja markinu við á 34. mínútu og staðan þv£ 3-0 í hálfleik. Greinilegt er að Ian Ross hefur messað vel yfir sínum mönnum í Ieikhléi því þá komu KR-ingar tvíefldir til leiks. Pétur Pétursson var í miklu stuði og lagði boltann í tvígang fyrir fætur Gunnars Oddssonar þannig að Gunnar átti ekki í vandræðum með að klára dæmið. Björn Rafnsson jafnaði svo fyrir Vesturbæjarliðið á 77. mínútu þannig að þeir virtust með pálmann í höndunum. En heimamenn voru ekki á því að gefast upp og skömmu síðar skoraði Éyjólfur sigurmarkið. -þóm Miðvikudagur 6. júlí 1988 pJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.