Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 16
r-SPURNINGIN-n Ætlar þú að ferðast inn- anlands í sumar? Ásdís Lilja Ragnarsdóttir garðyrkjumaður: Nei ég reikna ekki meö því. Ætli ég láti ekki öll ferðalðg bíða þar til næsta sumar. Unnur Magnúsdóttir hús- móðir: Ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Ég hef mjög gaman af innanlandsferðum en þetta er bara spurningin um að koma sér af stað. Guðni Guðmundsson lög- fræðingur: Nei það eru hvorki innan né utanlansferðir á dagskrá hjá mér í sumar. Róbert Arnarsson verka- maður: Það getur vel verið að ég skreppi í útilegu um verslunar- mannahelgina en annars er ég að vinna í allt sumar. Agnes Magnúsdóttir, starfs- maður sjúkrasamlagsins: Ég er nú búin að taka mitt sumarfrí og fór ekki í neitt ferða- lag. Ég hef þó hugsað mér að fara í nokkrar helgarferðir t.d. á Þingvöll. þJÓÐVILIINN Miðvikudagur 6. júlí 1988 151. tölublað 53. árgangur SIMI681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 öræfakyrrðin var allsráðandi við Álftavatn þar sem fagur fjallhringurinn speglaðist í lygnu vatninu. Hálendið Allar leiðir að opnast Ferðafélagið með skála á 21'stöðum. Landmannalaugar efstar á lista útlendinga, en íslendingar sœkja í gróðurinn í Þórsmörk í ár hefur verið unnt að opna helstu hálendisvegi hálfum mán- uði fyrr en venjulega og eflaust hafa margir brugðið sér á fjöll í góðviðrinu um helgina. Nú er verið að gera við vegaskemmdir á Syðri-Fjallabaksleið og Eyja- fjarðarleið á Sprengisand og standa vonir til að þær verði opn- aðar um næstu helgi. Hjá starfsmanni vegaeftirlits- ins fengust þær upplýsingar að flestar aðrar leiðir væru vel færar stórum bflum, snjór farinn og vatnsmagn orðið lítið í ám. Hann vildi þó benda á að aurbleyta væri í Hvítárnesafleggjara frá Kjal- vegi og sandfok á hálendinu norðan Vatnajökuls gerði vegi austantil illfæra öðrum en 4 hjól- adrifs bflum. Vítt og breitt um óbyggðirnar hefur Ferðafélag íslands reist skála og eru þeir nú 27, þar af 12 í eigu deildanna á Norður- og Austurlandi. Að sögn Þórunnar Þórðardóttur hjá F.Leru verðir á 5 stöðum yfir sumartímann: í Þórsmörk, Landmannalaugum, Herðubreiðarlindum, Hvera- völlum, Nýjadal og Kverkfjöll- um. Auk þess eru sjálfboðaliðar um tíma í Snæfelli, Hvítárnesi og við Álftavatn. Hún sagði að salernisaðstaða hefði áhrif á verð fyrir gistingu í skálunum og í ár kostar nóttin í nálægð við vatnssalerni 550 kr., en 100 kr. minna þar sem aðeins eru kamrar. Ef fólk notar sér þessa gistiaðstöðu mikið, marg- borgar sig að ganga í félagið. Árgjaldið er nú 1.600 kr. og fyrir það fæst árbók Ferðafélagsins, auk afsláttar á gistingu og í ferðir. Einungis í Þórsmörk eru sturt- ur, en á Hveravöllum og í Land- mannalaugum eru náttúrulegar laugar sem hafa mikið aðdráttar- afl. Er blaðamaður var á ferð í Landmannalaugum um síðustu helgi eyddu margir íslensku gest- anna sumarnóttinni í laugunum á meðan útlendingarnir sváfu og söfnuðu kröftum fyrir gönguferð- ir næsta dags. Þórunn sagði að útlendingar sæktu langmest í Landmanna- iaugar. Þeir vildu komast í virki- legar óbyggðir og heilluðust af lit- adýrðinni og gróðurlausum auðnum. íslendingar væru hins vegar fjölmennastir í kjarrinu í Þórsmörk. Margir taka báða þessa staði í einni ferð og ganga mjög fallega leið, svokallaðan Laugaveg, úr Landmannalaug- um í Þórsmörk. mj Táp og fjör og frískir menn.... Svolítið kalt en hressandi að skola af sér ferðarykið í fossi í Fljótshlíðinni. Myndir: mj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.