Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 2
Kvikmyndasjóður Umbi fær 10 miljónir Ágúst Guðmundsson notar ekki styrkinn í ár. Fénu veitt til töku Kristnihalds undir Jökli Kvikmyndasjóður Islands hef- ur úthiutað kvikmyndafélaginu Umba 10 miljónum, til fram- leiðslu á myndinni Kristnihald undir Jökli. Að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins, er um að ræða endur- úthlutun á styrki, sem Ágúst Guðmundsson fékk til að gera myndina Hamarinn og Krossinn, en Ágúst er hættur við að fram- leiða hana á þessu ári. Áætlaður kostnaður við gerð Kristnihalds undir Jökli er um 40 miljónir og var þýsk sjónvarps- stöð búin að leggja fram fjórðung af því, sem fyrirfram kaup á myndinni. - Við erum alveg alsæl yfir að fá þetta fé frá Kvikmynda- sjóði, sem þýðir að ekki þarf að taka eins mikil bankalán og til stóð, sagði Guðný Halldórsdóttir leikstjóri myndarinnar. Áætlað er að hefja tökur í Búð- ahrauni á Snæfellsnesi um 17. þessa mánaðar og hefur þar verið reist stór sviðsmynd. Innitökur verða síðan aðalega teknar í Mos- fellsbæ. mj Póstur og sími Gjaldskrár hækka um 15% Samþykkt hefur verið 15% hækkun á gjaldskrá Pósts og síma sem taka á gildi um miðjan mán- uðinn. Ríkisstjórnin veitti heimild sína á síðasta ríkisstjórnarfundi um 15% meðalhækkun en for- ráðamenn Pósts og síma fóru fram á um 24% meðalhækkun. Nú er unnið að nánari útfærslu á hækkuninni sjálfri, það er hvað hækkar og hve mikið í krónum talið, hjá hagdeild Pósts og síma og er að vænta að því verki verði lokið seinnipartinn í dag. -tt FRETTIR Erlendir ferðamenn Umtalsverð fækkun Finnst maturinn óheyrilega dýr. Um 500fœrri erlendirferðamenn samanborið við júní 1987. Mest fækkun Bandaríkjamanna í júní komu 18.431 útlendingar til landsins og er það um 500 færri en á sama tíma í fyrra. Fækkun er frá flestum þjóðum og mest fækk- ar komu Bandaríkjamanna, sem eru rúmlega 1.300 færri í ár. Fólk sem talað var við í ferð- amannaþjónustunni taldi miklar verðhækkanir innanlands að undanförnu eiga stóran þátt í þessari fækkun. Sérstaklega þætti útlendingum verð á mat óheyri- lega hátt á íslandi. í þeim löndum sem við fáum flesta ferðamenn frá er ekki nema 3-5% verðbólga, en hér gera spár ráð fyrir að verðbólgan hækki um 28% milli áranna 1987 og 1988. Gengisfellingar á vor- mánuðum vega þarna eitthvað á móti, en dugir ekki til að mati þeirra er talað var við. Kjartan Lárusson, hjá Ferða- skrifstofu ríkisins taldi full- snemmt að örvænta um sumarið. Samkvæmt bókunum hjá þeim væri von um gott meðalár hvað varðaði fjölda ferðamanna. Hins vegar hefði hann áhyggjur af stöðu gengismála, sem gæti þýtt tap hjá ferðaskrifstofum jafnvel í toppári. Ferðaskrifstofurnar eru bundnar af því verði sem gefið er upp í erlendri mynt að hausti og verða því að taka á sig tap, ef hækkun gjaldeyris verður minni en innlends kostnaðar. Njáll Símonarson hjá Úlfari Jakobsen sagði að ekki væri laust við að stefndi í fækkun ferða- manna í sumar og virtist það eiga við hjá flestum ferðaskrifstofum. - Dýrtíðin er að drepa okkur, sagði Njáll og tók sem dæmi að mun dýrara væri fyrir Evrópubúa að koma til íslands, en fara í lang- ferð til landa Asíu. mj Handleggsbrotsdómur Hver er réttur borgaranna? Lögreglumaður dœmdur til að greiða 20.000 kr. sektfyrir handleggsbrot af gáleysi. Handtaka og fangelsun ekki talin að nauðsynjalausu. Lögmað- urSveins: Fráleitt annað en málið verði rekið lengra. Spurning um réttindi borgaranna Listaverk Ásmundar Sveinssonar eru fyrir alla aldurshópa. í það minnsta kunnu börnin úr Arseli í Árbæjarhverfi vel að meta tröllkerl- ingar og karla Ásmundar þegar þau komu í heimsókn í listasafnið í gær. Mynd - Sig. - Fljótt á litið virðist mér ekki lagður mikill þungi á ábyrgð lög- reglumanna í starfi og þau rétt- indi sem hver borgari á. Það er dálítið sérkennilegt, að á það sé fallist að taka mann, sem ekkert hefur til saka unnið og loka hann inni, sagði Jón Magnússon lög- maður Sveins Jónassonar, frá Eskifirði, um dóm Sakadóms Reykjavíkur í svonefndu hand- leggsbrotsmáli. Lögreglumaðurinn sem hand- leggsbraut Svein í fangageymsl- um lögreglunnar, var dæmdur til að greiða 20.000 kr. fyrir h'k- amsmeiðingar af gáleysi, auk hluta málskostnaðar. Hann var sýknaður af þeirri ákæru, að hafa að nauðsynjalausu handtekið Svein á dvalarstað hans, eftir að sonur umrædds lögreglumanns kærði Svein fyrir meintar skemm- dir á bíl sínum. Varðstjóri á vakt var einnig sýknaður, en hann var ákærður fyrir að hafa að nauðsynjalausu vistað Svein í fangaklefum lög- reglunnar. - Ég tel fráleitt annað en þetta mál verði rekið lengra, því hér er um prinsipmál að ræða. Þó menn vilji ekki endilega hefndarað- gerðir gagnvart þessum lögreglu- mönnum, þá er þetta spurning um hvaða réttindi borgararnir hafa, sagði Jón Magnússon. Hann tók fram að hann væri ekki búinn að lesa dóminn, en áliti þetta út frá fréttum fjölmiðla af úrskurði Sakadóms. _______________________mj Lögreglufélag Reykjavíkur Akranes Launalaus í 3 mánuði Akraprjónfær ekki ábyrgðir hjá Landsbanka. Á10 milljónir útistandandi. Starfsfólk í sjálfheldu. Sumarfrí án launa og orlofs Saumastofan Akraprjón á Akranesi hefur ekki getað greitt starfsfólki laun frá því í mars og skuldar fólkinu um 3 milljónir. Starfsfólkið hefur hins vegar fengið greiddar atvinnu- leysisbætur fyrir þá daga sem það er heima vegna verkefnaskorts. Allt bendir til að starfsfólk verði sent í sumarfrí án þess að fá gert Herinn Útivist takmörkuð Yfirmaður bandaríska hersins á Keflavíkurflugvclli hefur ákveðið að banna ungum ógiftum hermönnum að fara út af her- svæðinu eftir miðnætti. Pessi tilskipun kemur í kjölfar viðræðna lögregluyfirvalda á Suðurnesjum og hersins vegna fjölda kærumála síðustu vikur og mánuði á hendur hermönnum vegna nauðgana og slagsmála. Útivistarbannið stöðvar að- sókn hermanna á skemmtistaði en hingað til hafa þeir átt útgang af hersvæðinu í næturlífið á Suðurnesjum og í Reykjavík. upp laun eða orlof. Frá þessu er skýrt í nýjasta tölublaði Skaga- blaðsins. Starfsfólkið er í mjög erfiðri stöðu en meirihluti þess eru kon- ur. Tugir kvenna hafa verið atvinnulausar á Akranesi og út- litið því ekki bjart fyrir starfskon- ur Akraprjóns missi þær vinn- una. Skagablaðið hefur eftir Sig- rúnu Sigmundsdóttur trúnaðar- manni að mikil óánægja og óvissa ríki á meðal starfsfólks en „flestar okkar eiga ekki völ á annarri vinnu,“ sagði Sigrún. Frá aprfllokum hefur einungis verið unnið tvo daga í viku en fyrir þá hafa ekki verið greidd nein laun. Starfsfólkið hefur því þurft að láta sér nægja atvinnu- leysisbætur fyrir þrjá daga í viku. Skagablaðið hefur eftir Rúnari Péturssyni framkvæmdastjóra Akraprjóns að fyrirtækið eigi úti- standandi 10 milljónir hjá út- flutningsaðilum. Um sé að ræða víxla sem að hluta til hafi verið seldir en lent í vanskilum. Lands- bankinn væri því ekki tilbúinn til að kaupa fleiri víxla af fyrirtæk- inu nema það útvegi betri ábyrgðir. Akraprjón hefur lagt inn beiðni hjá atvinnuþróunarsjóði Akraness þess efnis að sjóðurinn útvegi ábyrgðir. Atvinnuþróun- arsjóður hélt fund í gærkvöldi en ekki var vitað hvort beiðni Akr- aprjóns fékk þar afgreiðslu þegar Þjóðviljinn fór í prentun í gær. -hmp Fjölmiðlar ýkt og logið Staðreyndir um atburð- arás í handleggsbrots- málinu að lesa í dóms- skjölum í kjölfar dóms í máli tveggja lögreglumanna, sem ákærðir voru vegna handtöku og hand- leggsbrots Sveins Jónassonar, sendi Lögreglufélag Reykjavíkur harða ádrepu til fjölmiðla. Sagt er, að það sem haft hafi verið fyrir almenningi í landinu sem heilagur sannleikur í þessu máli, sé ekki annað en runa af rang- færslum, ýkjum og lygum. - Þessi þvættingur hefur síðan verið brúkaður sem tilefni til að úthrópa þá menn sem átt hafa hlut að máli og síðan til að rakka niður lögreglustéttina og stimpla hana sem safn hrottamenna sem ljúgi til að vernda hver annan. I bréfi lögreglufélagsins segir að niðurstaða dómsins segi það eitt að skilgreina þurfi að nýju ábyrgðarþátt lögreglu. Hins veg- ar bendi ekkert til óeðlilegs harð- ræðis. Lögreglumanninum sem dæmdur var fyrir líkamsmeiðing- ar af gáleysi var vikið úr starfi vegna ákærunnar og einnig syni hans, sem fyrir engum sökum var hafður. Er þess vænst að menn skyggn- ist eftir staðreyndum málsins í dómsskjölum og að í íslenskri blaðamannastétt finnist menn er fáist til að gera almenningi grein fyrir því er sannara reynist. mj 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.