Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 8
„Fingurnir mikilvægastir." Brúðumar kjarninn Peter Waschinsky: Mérfór aðfinnastað það sem gerðist í brúðuleikhúsinu væri raunverulegra enþað semgerðistí hinum opinbera raunveruleika í kulda og blæstri í byrjun júní kom hingað til lands Austur- Þjóðverji næstum því í þjóðbún- ingi, að minnsta kosti var hann í lederhosen (stuttbuxum úr leðri). Það var Peter Waschinsky, mætt- ur með sýningu sína Anamaðka, með allt sem þurfti til sýningar- innar í einni lúinni ferðatösku. Waschinsky er talinn með frum- legri brúðuleikhúsmönnum í heiminum í dag og hefur víða vak- ið mikla athygli með einsmanns leikhúsi sínu sem þykir með því nýstárlegra sem sést hefur innan brúðuleikhússins mörg undan- farin ár. En hann leggur áherslu á að endurnýjun hans á leikform- inu byggi á aldagamalli hefð brúðuleikhússins. En þó vinnan við brúðul- eikhúsið sé aðalstarf Waschin- skys fæst hann einnig við aðra hluti, starfar sem leikstjóri og kvikmyndagerðamaður, auk þess sem hann kennir brúðuleiklist við Ernst Busch skólann í Berlín. - Ég byrjaði að fást við brúðu- leikhús sem drengur, - segir hann. - Brúðuleikhús var mjög útbreitt í Austur-Þýskalandi á sjötta áratugnum, svo ég fór oft á sýningar, og eins setti ég upp mínar eigin sýningar heima hjá mér. Brúðuleikhússýningarnar voru eiginlega það sem hafði mest áhrif á mig þegar ég var lít- ill, enda var ekki svo mikið um samkeppni, til dæmis var sjón- varpið alls ekki jafn útbreitt og það er núna. Það var til að mynda ekkert sjónvarp heima hjá mér. - Mér fór að finnast að það sem gerðist í brúðuleikhúsinu væri raunverulegra en það sem gerðist í hinum opinbera raun- veruleika. Að saga sem gerðist í brúðuleikhúsi væri á einhvem hátt sannari eða trúverðugri en saga sem gerðist „í raun og veru“. Ekki bara fyrir börn - Ég lærði leiklist og brúðuleiklist í Berlín á árunum 1970 til 74. Ég byrjaði sem Ieikari, og nálgaðist svo brúðul- eikhúsið meðal annars í gegnum látbragðsleik, sem þykir vera góður undirbúningur fyrir þá sem vilja vinna við brúðuleikhús. - Brúðuleikhúshefðin í Aust- ur-Þýskalandi er mjög sterk, þó hún sé nokkuð mikið í molum. En hefðin hefur aldrei rofnað al- veg, svo við höfum þar mörg mis- munandi form af góðum brúðul- eikhúsum bæði í Austur-Þýska- landi og reyndar í allri Austur- Evrópu. Aðstæður fyrir þann sem vill leggja brúðuleikhúsið fyrir sig eru þannig mjög góðar, það er hægt að velja úr mörgum skólum og eins eru leikhúsin ríkisstyrkt svo við getum byrjað sem atvinnulistamenn um leið og við útskrifumst og þurfum þannig ekki að hafa áhyggjur af atvinnu- leysi. - Að vísu kemur fyrir að mað- ur reki sig á þennan misskilning sem virðist vera ríkjandi víða í Evrópu að brúðuleikhús sé ein- göngu ætlað börnum. Það virðist hafa gleymst að upphaflega var brúðuleikhúsið ekki síður fyrir fullorðna og þar voru oft flutt leikrit sem voru alls ekki ætluð bömum. Ég get nefnt þér sem dæmi að Goethe fékk hugmynd- ina að Faust þegar hann sá sög- una um hann flutta í brúðuleik- húsi. Óperur og götuleikhús En þú fæst líka við önnur leikhúsform en brúðuleikhúsið. - Já, ég hef leikstýrt óperum í Ríkisóperunni í Berlín, og þá nota ég mér alla þá tæknilegu möguleika sem óperuhúsið hefur uppá að bjóða. Eins hef ég gam- an af að leika í frjálsu leikhúsi eða tilraunaleikhúsi, þar sem for- sendur sýningarinnar eru allt aðr- ar en í hefðbundnu leikhúsi. Og svo hef ég reynt fyrir mér sem götuleikari þar sem ég hef svo til engin hjálpartæki og enga að- stoðarmenn. - Ég hef líka gert nokkrar kvikmyndir, sú síðasta er unnin út frá brúðuleikhússýningu minni á Ótta og eymd í Þriðja ríkinu eftir Brecht. Kvikmyndin er ekki allt leikritið, heldur dreg ég fram nokkur atriði úr því, sem undir- strika grundvallarhugmynd leikritsins, eða umfjöllunina um fasismann. - Annars er alveg sama hvað ég fæst við, ég sný alltaf aftur að brúðuleikhúsinu, og hugsa öll mín verk út frá því. Brúðurnar eru kjarni þess sem ég geri, og um þær snýst öll mín leikhúsvinna. Brúðulaust brúðuleikhús Á hverju byggirðu þína ný- sköpun innan brúðuleikhússins? - Ég leita eftir nýjum vinnuað- ferðum sem frá hefðbundnu sjón- armiði virðast skrítnar, en í raun og veru virðast þær aðeins ný- tískulegar og óvenjulegar vegna þess að ég nýti mér hefðina á ann- an hátt en gert hefur verið hingað til. Það eru fleiri en ég sem leita fyrir sér í brúðuleikhúsi á þennan hátt og það er enginn vafi á því að okkar rætur, eða það sem við byggjum á er allt að finna í hefð- inni. Munurinn er einungis sá að við drögum fram hluti sem eru hefðbundnir án þess að líta út fyrir að vera það, vegna þess að það eru atriði sem ekki hafa feng- ið svo mikla athygli hingað til. En það sem við byggjum á er allt í hinu hefðbundna brúðuleikhúsi, menn verða bara að kunna að leita þess. Ertu með allt sem þú þarft fyrir sýninguna í þessari einu ferða- tösku? - Já, ég er með allan minn far- angur og allt sem ég þarf til sýn- ingarinnar í töskunni. Það miícil- vægasta í mínum sýningum eru fingumir. Ég reyni oft fyrir mér með mismunandi aðferðir eða tækni í mínu leikhúsi, en ég kem alltaf aftur að því að nota hend- umar. Ég vonast til þess að geta einhvern tímann verið með brúð- uleikhússýningu án nokkurra hjálpartækja. Brúðulaust brúðu- leikhús. Evrópskir Ánamaðkar Geturðu sagt mér eitthvað um Ánamaðka, sýninguna sem þú ert með hér núna? - Ég gerði hana fyrir einum fimmtán árum, og fór fyrst með hana í leikferðalag þegar ég fór með hana á brúðuleikhúshátíð þar sem keppt var um verðlaun í Póllandi um miðjan áttunda árat- uginn. Síðan hef ég farið víða með hana, til dæmis til Frakk- lands og til Bandaríkjanna. - Sýningin byggir á 5 víetnöm- skum þjóðsögum. Þegar ég gerði hana var ennþá stríð í Víetnam og daglegar fréttir af því í Austur- Þýskalandi eins og annars staðar. En þegar maður heyrir eingöngu stríðsfréttir frá einhverju landi er eins og maður gleymi því að það er verið að fjaila um raunveru- lega þjóð sem á sér menningu og sögu. Ég fór að velta fyrir mér menningu og sögu Vietnam, og kynntist þá þessum þjóðsögum sem eru grundvöllur sýningarinn- ar. - En það er ekkert víetnamskt við sjálfa sýninguna. Sögurnar eru séðar með augum Evrópu- mannsins. Til dæmis er víetnam- ski stúdentinn Dang Cong Chat í sögunni Góði þorpsandinn, orð- inn að þýskum námsmanni. Þeg- ar ég gerði brúðuna hafðl ég einn vin minn í huga, svo Dang Cong Chat er með kringlótt gleraugu og sítt hár eins og dæmigerður evrópskur stúdent á áttunda ára- tugnum. Þú ert ekkert orðinn leiður á Ánamöðkum þó þú hafir verið með þá í gangi í svona mörg ár? - Ég hef verið að fást við svo margt annað á þessum árum, þó ég hafi haft sýninguna í gangi all- an þennan tíma. Og þó þetta sé alltaf sama sýningin að stofninum 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlf 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.