Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Júgóslavía Þinghúsið tekið herskildi 5000 verkamenn marseruðu um Belgrad og ákölluðu Tito. Efnahags- stefna stjórnvalda illaþokkuð. Héraðsstjórn ogflokksforysta Króatíu víki með góðu eða illu Verkfallsaðgerðir um 5000 verkamanna í Borovo leður- og skóverksmiðjunni Vukovar í Króatíu mögnuðust til mikilla muna í gær. Verkfallsmennirnir héldu fylktu liði til höfuðborgar- innar Belgrad og mótmæltu fyrir framan þinghúsið. Þrátt fyrir að lögreglan hefði gætur á verkfalls- mönnum, tókst um 1500 verka- mönnum að brjóta sér leið inn í þinghúsið þar sem þeir gerðu kröfur sínar um kauphækkanir og efnahagslegar umbætur heyrinkunnar. - Við tilheyrum Tito og Tito tilheyrir okkur, hrópuðu verk- fallsmenn í salarkynnum þing- hússins og út um torg og stræti báru verkfallsmenn myndir af hinum heittelskaða og látna þjóðarleiðtoga Júgóslavíu, Bros Tito. Kröfur verkfallsmanna, er lögðu niður störf sl. laugardag, verða beinskeyttari með hverjum deginum sem líður og beinast æ meir að gagnrýni á stjórnvöld og illa þokkaðar efnahagsaðgerðir stjórnvalda frá því í vor. Einna mestum tíðindum sætir þó að verkfallsmenn krefjast þess að snúið verði á ný til sjálfsstjórn- ar verkamanna yfir fyrirtækjum, en undanfarið hafa stjórnvöld haft horn í síðu sjálfsstjórnarfyr- irkomulagsins og klemmt æ meir að sjálfræði verkamanna í fyrir- tækjum. Jafnframt hafa þeir sett fram kröfur um að héraðsstjórnin og flokksleitogar Kommúnista- flokksins segi af sér, ella verði þeim vikið frá völdum. Verkfallsmenn setja fram kröf- ur um 100% launahækkun og gagnrýna harðlega stjórn Borov verksmiðjunnar. Þeir hótuðu stjórnvöldum að þeir myndu ekki yfirgefa Belgrad fyrr en komið hefði verið til móts við kröfur þeirra. Verkfallsmenn höfðu ráðherra erlendra viðskipta, Nenad Krek- ic, að skotspæni í aðgerðunum. Krekic þessi á ekki aldeilis uppá pallborðið hjá verkfallsmönnum, Bros Tito, fyrrum þjóðarleiðtogi Júgóslavíu, var oft óþægur Ijár í þúfu ráðamanna í Kreml, þó hér fari vel á með þeim Brézhnev og honum. Verkfallsmenn í Borovo leður- og skóverskmiðjunni í Króatíu hafa tekið minninguna um Tito í sína þágu og stormuðu inn í þinghúsið í Belgrad í gær til að hrópa niður efnahagsstefnu stjórnvalda. enda ásaka þeir hann um að hafa steypt Borovoverksmiðjunni botnlausan rekstrarvanda, er hann var forstöðumaður fyrir- tækisins fyrir tveimur árum. -reuter Mexíkó Má bóka sigur Byltingarflokksins Býr að 60 ára reynslu íkosningasvikum og brögðin eftirþví. Miljónir látinna og ófœddra vakna til lífs á kjörskrá, segir stjórnarandstaðan í gær kusu Mexíkanar sér for- seta og meirihluta þingmanna og er enginn í vafa um að frambjóð- endur Byltingarflokksins sigri, með réttu eða röngu, eins og gerst hefur síðustu 60 ár. Forsetaframbjóðandi Bylting- arflokksins, fertugur hagfræðing- ur að nafni Carlos Salinas de Gortari, hefur hamrað á því í kosningabaráttunni, að öll at- kvæði verði hrein og tær og heiðarlega fengin. Svo gæti litið út ef Gortari fær eigi nema rúm Bandaríkin Afsögn Meese hjálpar Bush Einkavinur Reagans hættirsem dómsmálaráðherra vegna svindlásökunar. Talið hjálpa Bush, - óljóst hvernig árásin á Persaflóa spilar inní J| fsögn dómsmálaráðherrans hergagnaframleiðendur þykja n Edwin Meese f fyrradag kom ekki á óvart eftir sífellt harðari svindlákærur, og er talin koma George Bush varaforseta vel í baráttunni fyrir forsetakosning- arnar í nóvember, -hvaða þátt sem frambjóðandinn á í afsögn- inni. Meese hafði verið sakaður um að hafa notað stöðu sína, -eina af hinum allra voldugustu í stjórnkerfi Bandaríkjanna- til að draga sér og sínum fé, og er ekki fyrsti háttsetti pólitíkusinn á valdaferli Reagans til að yfirgefa Washington eftir samsvarandi hneyksli. Meese sagði að í skýrslu sérs- taks rannsóknardómara um mál sitt væri hann talin sýkn og hefði hann viljaðp bíða með afsögn sí- ona þangað til slík niðurstaða lægi fyrir. Skýrslan verður ekki gerð opinber á næstunni en haft er eftir kunnugum að þar segi að ekki sé ástæða til opinberrar kæru, en hinsvegar sé Meese ávít- aður harðlega fyrir embætti- sstörf. Demókratar höfðu mjög beint spjótum að Meese sem fulltrúa siðleysis í stjórn Reagans -og Bush - og óttuðust aðstoðar- menn varaforsetans mjög að Me- ese gæti orðið repúblikönum að fótakefli ef hann sæti frammað kosningum. Dukakis frambjóðandi dem- ókrata sagði um afsögn Meese að hún breytti engu, hneykslin hefðu komið á færibandi í stjórn- inni, og nú væri enn eitt í uppsigl- ingu í Pentagon, þarsem sam- skipti við yfirstjórnar hersins við m]og gruggug. Óljóst þykir hver áhrif árásin á fiugvélina írönsku á sunnudag hefur á kosningabaráttuna. Víst er að slíkur atburður setur máls- vara stjórnarinnar sjálfkrafa í vörn, en Dukakis varast að vinna sér of augljós prik útúr niðurlæg- ingu Bandaríkjahers. Hann virð- ist í stað opinnar gagnrýni sem gæti snúið fólki frá honum á þjóð- ernisforsendum reyna að nota tækifærið til að hressa upp á álit sitt utanríkismálum, en þar þykir Bush hafa nokkurt forskot. -reuter Meðan allt lék í lyndi og einkavinur Reagans, Edwin Meese dómsmálaráðherra var ekki kunnur opinberlega af öðru en heiðarleik. Meese karlinn hefur nú séð sæng sína útbreidda sökum æ harðari ásakana á hendur honum fyrir að hafa notað valdastöðu sína til að drýgja tekjurnar með vafasömum hætti. 50% atkvæða, en venjulega hefur flokkurinn ekki látið sér nægja minna en 70-100% greiddra at- kvæða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að hugmyndaauðgi Bylting- arflokksmanna sé hreint ótrúleg, þegar kemur að kosningasvikum og hafi þeir komist á snoður um ein 500 afbrigði. Á kjörskrá eru um 38 miljónir og segir Cardenas, frambjóðandi hinnar vinstrisinnuðu Þjóðlegu lýðræðisfylkingar, að 6-8 miljónir nafna á kjörskrá séu fals eitt eða gruggug á einhvern hátt. Meiri- hlutinn tilheyri látnu fólki, sem rís upp frá dauðum um stundars- akir, til að sýna Byltingarflok- knum hollustu sína. Þeim til að- stoðar komi fjöldi ófæddra ein- staklinga. Það vantar ekki að allt líti vel út á kjörstöðunum 55.000, þar sem vísa þarf vottorði fyrir kosninga- rétti auk skilríkja. Eftir að kosið er, eru allir merktir á fingri með svörtu óuppleysanlegu bleki, en efnafræðingasveit Byltingar- flokksins kann ráð við því eins og öðru. Nýtt undraefni leysir upp blekið á svipstundu og menn til- búnir að kjósa sinn flokk öðru sinni. Valdabaráttan getur leitt menn til myrkra verka og um helgina fundust kosningastjóri Þjóðlegu lýðræðisfylkingarinnar og að- stoðamaður hans, báðir skotnir í höfuðið. Við útför þeirra hét Cardenas á Mexikana, að fylkja sér um flokk þeirra til að mót- mæia ofbeldi af þessu tagi. - reuter/ny Persaflói Herstyrkur í stað stefnu Árásin eflir gagnrýni í Bandaríkjunum á Persaflóaflotann Aeuter-fréttastofan hefur eftir ýmsum sérfræðingum um hernað og pólitík við Persaflóa að árásin á farþegaflugvélina á sunn- udaginn beri vott um að Banda- ríkjastjórn reyni með herstyrk sínum í Flóanum að vega upp á móti skorti á skýrri stefnu í má- luim suður þar. Reagan lýsti því yfir um leið og hann harmaði atburðinn að floti sinn mundi halda áfram að sinna meginhlutverki sínu, að halda opnum siglingaleiðum um Flóann, en ýmsir sérfræðingar telja forsetann vera úti að aka með slíkum yfirlýsingum. Eftir einum sérfræðingnum, Robin Wright, er haft að her- skipin bandaríksu hafi ekkert skýrt hlutverk og séu þar fyrst og fremst tiul að sýna að Bandaríkj- in er sem stórveldi á vettvangi. Annar - Eugene Carrol fyrrver- andi aðmíráll- hefur um nokkra hríð varað við að farþegavélar kynnu að vera í hættu vegna af- skipta Bandaríkjaflota á Flóanum og segir stefnu stjórnar sinnar á svæðinu mjög köflótta og ráðast meira af kröfum skipstjóra á herskipunum en hugsaðri stefnu frá utanríkisráðuneytinu. Bandaríkjastjórn ákvað í júlí fyrir ári að láta flotann fylgja 11 olíuskipum frá Kúvæt um Flóann og hafa önnur skip síðan bæst við. Kúvæt styður íraka gegn íran, en Bandaríki eru opinberlega hlut- laus þótt samúð með Irak sé augljós. íranar lýstu strax yfir að ákvörðuninj væri ögrun, hefur síðan nokkrum sinnunt lent sam- an við Bandaríkjaflota og beðið yfirleitt lægri hlut. Robert Hunter, sem átt hefur sæti f Þjóðaröryggis ráðinu bandaríska, heldur því fram að Washington-stjórnin hafi gert illt verra með flotaafskiptum sínum. Flutningaskip séu í meiri hættu nú en áður, og við afskipti Bandaríkjahers hafi það gerst að íranar hafi byrjað að ráðast á flutningaskipin en voru áður nær eingöngu írakar. „I rauninni höfum við búið til ■ einkaskotsvæði fyrir íraka“ er haft eftir Hunter „og sagt þeim að þeir geti skotið einsog þeim líst á írönsk skip en skjóti íranar til baka munum við skjóta á þá. Þetta gerir okkur að eins miklu stríðsaðila og hægt er að vera án þess að lýsa yfir styrjöld.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.