Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 10
í DAGrf Iðrakvef í ung- liðunum Ungir Framsóknarmenn hafa nú staðið í stóru fundarhaldi. Manni skilst eiginlega að til hans hafi verið efnt af því að „stóru" Framsóknarmennirnir hættu við að halda sinn fund, sem eitt sinn var talað um að yrði um þetta leyti. Hinir„ábyrgu“ Framsóknar- menn töldu hinsvegar rétt að bíða með það fundarhald þartil séð yrði til hvers hinar flausturs- legu kákaðgerðir ríkisstjórnarinn- ar leiddu, rétt eins og það lægi ekki öllum í augum uppi. Ungir Framsóknarmenn eru mjög óánægðir með ríkisstjórn- ina og snúa geiri sínum mjög að samstarfsflokkum Framsóknar- manna. En erekki Framsóknar- flokkurinn annar stærsti flokkur stjórnarinnar? Á hann þar ekki fjóra ráðherra? Mér f innst ósann- gjarnt og beinlínis rangt að segja áhugamál Framsóknarráðherr- anna algerlega fyrir borð borin í rikisstjórninni. Færekki Halldór að veiða hval? Fær ekki Steingrímur að ferðast? Annars er það ekkert nýtt að ungir Fram- sóknarmenn séu óánægðir með ríkisstjórnir, sem flokkur þeirra hefur staðið að. Svo mun oftar en hitthafa verið. Samband ungra Framsóknar- manna er nú nokkuð komið til ára sinna. Það var stofnað á þremur sólskinsdögum austurá Laugar- vatnifyrir50 árum. Þávarvorí lofti þráttfyrir harkatök kreppuár- anna. Vinstri stjórn Framsóknar- og Alþýðuflokksins var þá við völd og hafði snúið varnarstríði, sem þjóðin háði þá í sókn, sem við búum enn að. Ungir Fram- sóknarmenn voru því bjartsýnir. Þeir lifðu í Ijóma áranna frá 1927- 1931 og 1934-1938. Stofnþingið var fjölmennt og glæsilegt í alla staðiendaákaflegavel undirbú- ið. Það kaus sérauðvitað stjórn í samræmi við þau markmið sem það vildi stefna að. Aðalstjórnina skipuðu Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri, formaður, Jón Helgason, síðari ritstjóri, Guðmundur V. Hjálmarsson, síðast kaupfélags- stjóri á Skriðulandi í Saurbæ, Valdimar Jóhannsson, síðar bókaútgefandi og Egill Bjarna- son, síðarbóksali. Síðan til- nefndu fulltrúar úr hverju kjör- dæmi einn mann í stjórn. Þetta varúrvalsfólkáallagrein, um það get ég borið af eigin kynnum - undanskil þó greinarhöfund -, staðráðið í þv( að berjast gegn öllum hægri hneigöum sem upp kynnu að koma í flokknum. En saga þessara samtaka var að byrja. Og saga hefur aldrei mót- ast aifarið af einhliða viðhorfum. Reynslan hefur kennt mér að hámarkslengd þessara pistla megi ekki vera mikið yfir 350 orð. Nú er að koma að þeim mörkum. En sennilega held ég þessum hugleiðingum um Samband ung- ra Framsóknarmanna eitthvað áf ram. Saga þess er á ýmsan hátt lærdómsrík. - mhg. í dag er 8. júlí, föstudagur í tólftu viku sumars, nítjándi dagur sólmán- aðar, 190. dagur ársins. Sól kem- urupp í Reykjavík kl. 3.21 en sest kl. 23.42. Þjóðviljinnfyrir 50 árum KRON gengið í Samband ís- Ienskrasamvinnufélaga. Aðal- fundiS.Í.S. lokið. Kínverjar munu verjast meðan þeir hafa ferþumlung lands og einn hermann. Mei Ling stóð í gær á aðaltorgi Hankow-borgar og safnaði kvenskrauti upp í herkostnaðinn. Sparið eyrinn þá kemur krón- an. Verzlið við Kaupféiagið. í sumar- skapi Stöð 2, Stjarnan og Hóte) ís- land kl. 21.00. Þrenningin - raunar ekki sú heilaga - Stöð 2, Stjarnan og Hótel ísland, standa að þættinum „í sumarskapi“ kl. 21.00 í kvöld. Þátturinn er í beinni útsendingu, sem útvarpað verður samtímis í stereo á Stjörnunni. Sagt er að þarna verði talsvert um mannaf- erðir, meira að segja „utanbyggðar“-fólk úr sveitun- um og svo Flosi nokkur Ólafsson hvaða maður sem það er nú. Gestamóttökur annast þau Bjarni Dagur Jónsson og Saga Jónsdóttir, sem gefa sér jafn- framt tíma til að „taka á málum líðandi stundar" og veitir nú hvergi af. Verða það engin vett- lingatök. - mhg. Getur það virkilega verið að kauptúnið við Miðfjörðinn, Hvammstangi, sé ekki nema hálfrar aldar gamalt? Ég kom þangað fyrst ekki mjög löngu upp úr 1940. Þá var Karl heitinn Hjálmarsson þar kaupfélags- Rás 1 kl. 21.00. Á Sumarvökunni í kvöld ríður Klemens Jónsson á vaðið með þátt, sem hann nefnir: „Þegar Ut- varpið kom“. Þar mun Klemens veita okkur hlutdeild í minning- um sínum um bernskudaga Út- varpsins. Einn góðan veðurdag, þegar Klemens var 11 ára kom afi hans arkandi heim og heldur bet- ur færandi hendi, hafði orðið sér úti um Telefunken útvarpstæki. Og allt í einu var alheimurinn kominn upp í Norðurárdal (Klettstíu?). Þegar Útvarpið tók að flytja tal og tóna vítt og breitt um byggðir landsins birti í mörg- um „lágum bæ“. Klemens mun stjóri og Gústaf Halldórsson í frystihúsinu og mér fannst þetta býsna stór staður. En maður verður víst að trúa kirkjubókun- um og í dag er Hvammstangi í „Niði aldanna“ hjá Erni Inga á Akureyri, í tilefni hálfrar aldar „spila“ upptökur frá þessum árum og við fáum væntanlega að heyra raddir manna, sem heita mátti að væru heimilisvinir flestra íslendinga á árdögum Útvarps- ins. Þegar Klemens hefur kvatt mun Útvarpskórinn gamli og góði syngja, undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, sem frændi minn, Sveinn heitinn Bjarman, sagði mér eitt sinn að væri einhver sá mesti „músikant" sem hann hefði kynnst. Loks heldur svo Edda V. Guðmundsdóttir áfram lestri sín- um úr Minningum Önnu Borg. Kynnir er sem áður Helga Þ. Stephensen. - mhg. afmælis Hvammstanga um kom- andi helgi, eins og skrifað stendur hjá Útvarpinu. Spjallað verður m.a. við tvo aldna Hvammstang- abúa, Jakob Bjarnason og Sigurð Eiríksson. Er ekki að efa að út- varpshlustendur verða margs vís- ari um Hvammstanga eftir þenn- Sumarvaka GARPURINN KALLI OG KOBBI | Engin smáhrúga\ af risaeðlubeinum sem við höfum fundið! / Tjöslum þeim saman með lími, og þegar það er búið geturðu teiknað alvörurisaeðlu. ' Næsta skrefið er svo að skrifa 1 grein um niðurstöðurnar og koma henni á framfæri við Náttúrufræðinginn. FOLDA TJúNG! 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.