Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN-q Hvaöa einkunn gefurðu ríkisstjórninni á ársaf- mælinu? Hrafn Hauksson, kaupmaður Ætli ég gefi henni ekki 5. Hún hefur alls ekki verið betri en í meðallagi. Efnahagsmálineru ekki nógu góð og verðbólgan að vaða af stað. Sigrún Haraldsdóttir, afgreiðslustúlka Ég gef henni ekki góða ein- kunn. Hún hefuralveg misst efnahagsmálin út úr höndunum á sér. Þorsteinn Hjartarson, borgarstarfsmaður Hún fær frekar slæma einkunn aðölluleyti. Sólveig Halldórsdóttir, hjúkrunarkona Ég gef henni þá einkunn að hún fari frá sem fyrst. Það ríkir öngþveiti í peningamálum og dýrtíðin vex gífurlega. Auk þess bætist alltaf á erlendar skuldir. Bjarni Guðmundsson, leigubílstjóri Svona 5 og 1/2. Hún dinglar við að stjórna og óráðsía er á efna- hagsmálunum. Þegarsérfram á samdrátt á strax að taka ( taumana, en ekki stjórna enda- laust með gengisfellingum. þlÓÐVILIINN Föstudagur 8. júlí 1988 153. tölublað 53. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Heyskapur Heyjað af krafti í góðviðrinu Tún víðafarin að skemmast fyrir norðan vegnaþurrka. Kœrkomin upp- stytta á Suðurlandi Á bænum Hróki á Kjalarnesi var Guðbjartur Hólm önnum kafinn við sláttinn. Hann sagðist hafa byrjað fyrir viku og aðstoðuðu börnin hann við heyskapinn á kvöldin og um helgar. - Ég bind allt í bagga, því það er miklu auðveldara að gefa með þeim. Votheyið er hins vegar erfitt að eiga við fyrir mann á mínum aldri. Mynd: Sig. essa dagana eru bændur víð- ast hvar um landið að hamast í heyskap, enda góður þurrkur í öllum landshlutum. Ekki spratt sérlega vel í júní og er þar ýmist um að kenna kulda eða vætuleysi. - Heyskapur gengur í loftköst- um þessa dagana, enda samfelld Kálfurinn undi sér vel á nýslegnu túninu, en leist ekki nema mátulega á útsendara blaðsins og að þiggja nein blíðuhót. Mynd Sig. sunnangola og blíða, sagði Ólafur Vagnsson hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar. Hann sagði meirihluta bænda byrjaða og einstaka maður væri að verða búinn. Þeir fyrstu hefðu hafið slátt um miðjan júní. - Sprettan er óvíða mikil og eru þurrkar að verða vandamál hér norðanlands. Tún eru víða farin að skemmast af ofþurrki og þó einstaka skúrir komi gerir það lítið gagn, sagði Ólafur og taldi að flestir óskuðu sér rigningar, þó það kæmi illa á þá sem væru í miðjum klíðum. Hann sagði að á nokkrum bæj- um í Höfðahverfi væru verulegar kalskemmdir og þurrkarnir gerðu ástandið verra. Líklega yrðu sumir að fá leigð tún annars staðar til að ná inn nægum hejpum. Á Austurlandi eru heyskapur víðast rétt að byrja og þar er sömu sögu að segja og fyrir norðan. Ekki góð spretta vegna þurrka. Á Suðurlandinu hefur hins vegar ekki vantað vætuna í júní, en þar var hæg spretta vegna kulda. Hjalti Björnsson, hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sagði að nú þyti grasið upp og menn næðu góðu fóðri inn á hverjum degi. Hann sagði menn mjög mis- jafnlega á vegi stadda. Þar sem ekkert sauðfé væri og tún friðuð væru allir komnir af stað. Þur- rkurinn er nú búinn að vara í viku og útlitið mjög gott að mati Hjalta. í Borgarfirðinum var svipaða sögu að segja og á Suðurlandi, þurrkur mjög góður og þeir sem ekki eru byrjaðir að slá að fara til þess á næstu dögum. mj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.