Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 3
Lektorsstaðan Söguleg samstaða Stúdentaráð einhuga á mótiskipun Hannesar. Fagleg þekking ekki í menntamálaráðuneytinu Sá fáheyrði atburður gerðist á fímmtudag að Vaka og Röskva samþykktu samhljóða harða ályktun gegn stöðuveitingu Birgis Isleifs Gunnarssonar í stjórnmálafræði. í ályktun SHÍ segir að stúdentar eigi kröfu á, að til skóians séu ávallt ráðnir hæf- ustu menn sem völ er á hverju sinni. Með skírskotun til dómn- efndarálits sé Ijóst að svo hafí ekki verið með skipun Hannesar Hólmsteins. SHÍ vekur athygli á þeirri niðurstöðu dómnefndar að Hannes hafi verið talinn „hæfur að hluta“. Hann sé því ekki mað- urinn í stöðuna þar sem kostur hafi verið á tveimur hæfum mönnum. SHÍ tekur undir áskorun opins fundar stjórn- málafræðinema og vilja félagsvís- indadeildar, að staða lektors í stjórnmálafræði verði skipuð hæfum manni. SHÍ beinir þeim tilmælum til ráðherra að stöðuveitingavald verði með lagabreytingum fært til háskólaráðs og að vald ráðherr- ans verði algerlega formlegt. í rökfærslu með ályktuninni segir ma. að hina faglegu þekk- ingu sé að finna innan Háskólans en ekki í menntamálaráðuneyt- inu. Pórunn Sveinbjarnardóttir for- maður Röskvu sagði Þjóðviljan- um að það þyngdi vægi ályktun- arinnar að hún var samþykkt samhljóða, enda væri alger ein- hugur á meðal stúdenta. „Álykt- unin er mikilvægur hlekkur í keðju þeirra mótmæla sem nú dynja á ráðherra," sagði Þórunn. -hmp > FRETTIR Lektorsstaðan Hrokafullur ráöherra Háskólaráð: Ráðherra hefur sýntfádœma hroka í kúgunartiraunum sínum. Ekkigefið að doktorspróffrá Oxford geri menn hœfa. Meðmœlendur Hannesar ekki hlutlausir Háskólaráð, sem er æðsta stofnun Háskólans, kom sam- an til skyndifundar í gær vegna lektorsmálsins. í ályktun ráðsins kemur fram að það mun láta at- huga lagalega stöðu Háskólans í málinu í því skyni að hnekkja skipun Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í stöðu lektors í stjórnmálafræði. Háskólaráð segir menntamálaráðherra hafa sýnt fádæma hroka í tilraun sinni til að kúga Háskólann og átelur ráðið Birgi Isleif Gunnarsson harðlega fyrir framgöngu hans í málinu. „Ráðherra telur að doktors- próf í stjórnmálafræði frá Oxford hljóti að sanna hæfni til að kenna undirstöðugreinar stjórnmála- fræði. Staðreyndir málsins eru þær að Hannes H Gissurarson hefur ekki stundað formlegt nám í stjórnmálafræði, hann hefur ekki tekið nein námskeið í þeirri grein svo að vitað sé og hefur ekki sýnt með ritstörfum sínum að hann hafi þá þekkingu á helstu kenningum og rannsóknarað- ferðum í greininni að hann teljist hæfur til kennslu í undirstöðu- greinum hennar,“ segir í ályktun- inni. Þá segir í ályktuninni að dokt- orsnám á tilteknu sviði tryggi ekki að viðkomandi hafi hlotið nauðsynlega grunnmenntun til að taka að sér kennslu í undir- stöðugreinum fræðanna. Undir- stöðumenntun Hannesar sé í heimspeki og sagnfræði en ekki í stjórnmálafræði. Háskólaráð mótmælir því að ráðherra skuli veita Hannesi stöðuna á grundvelli meðmæla fyrrverandí kennara hans. „Slík- ar umsagnir eru ekki frá hlut- lausum aðilurn eins og ráðherra gefur í skyn því kennarar leitast eðlilega við að gera hlut nemenda sinna sem mestan.“ Hafi ráð- herra verið ósáttur við niðurstöð- ur dómnefndarinnar hefði hann getað krafist þess að ný nefnd yrði skipuð. Háskólaráð segir kennslufrelsi Háskólans hafa verið virt af menntamálaráðherrum hingað til. Það sé einsdæmi að ráðherra veiti í stöðu við Háskólann á grundvelli sérskoðana. Mótmælir Háskólaráð tilraun ráðherra til að hafa áhrif á kennsluhætti Há- skólans með þessum hætti. Háskólaráð segir það miður að menntamálaráðherra skuli hafa kosið að beita valdi sínu þvert á anda þeirra laga sem nú gildi um stöðuveitingar í Háskólanum. Auk þess segir Háskólaráð Birgi hafa lítilsvirt Háskólann með því að senda tilkynningu um stöðuna og bréf til rektors og Háskólaráðs fyrst til fjölmiðla áður en þau bár- ust réttum aðilum. Ásökunum um vanhæfni dómnefndar er vísað á bug enda hafi ráðherra ekki sýnt fram á vanhæfni hennar þó sönnunar- byrðin liggi hjá honum. Ráð- herra hafi brotið freklega þá meginreglu frjálsra háskóla að til þeirra veljist í störf menn á grundvelli hæfni til kennslu og rannsókna á tilteknu sérsviði. -hmp „Menntamálaráðherra hefur sýnt fádæma hroka í tilraun sinni til að kúga Háskólann," segir í ályktun Háskólaráðs. Ráðið segir einsdæmi að veitt sé í stöðu við Háskólann á grundvelli sérskoðana. Mynd: Sig. ASI-kæran Alitshnekkir fyrir stjómvöld Ragnar Aðalsteinsson, hrl: Stjórnvöldsetja ofan gagnvartalmenn- ingsálitinu. Gylfi Kristinsson, félagsmálaráðuneyti: Flestar ríkis- stjórnir taka tillittil úrskurða ILO. Úrskurðirnir hafa siðferðilega þýðingu Arvisst berast Alþjóðavinnu- málastofnuninni, ILO, tugir kæra vegna brota ríkisstjórna á samninga- og félagafrelsi. Lang flestar kæranna eru á hendur stjórnvöldum í þeim löndum þar sem félagafrelsi og lýðréttindi eru fótum troðin og standa höllum fæti, þó dæmi séu um það að stjórnvöld á Vesturlöndum hafi komist á kærubekkinn. - Úrskurðir í málum sem þess- um hafa fyrst og fremst gildi gagnvart almenningsálitinu. Rík- isstjórn sem sett er ofan í við með þessum hætti setur ofan hvað snertir almenningsálit, sagði Ragnar Aðalsteinsson, hæstarét- tarlögmaður, en hann er lögf- ræðilegur ráðunautur Alþýðus- ambandsins í kærumálinu til ILO á hendur ríkisstjórninni. Síðustu árin hafa milli 50 og 60 ríki verið kærð til ILO vegna brota á samþykktum samtakanna um samninga- og félagafrelsi. Á síðasta ári fjallaði ILO um kærur á hendur um 60 ríkja, árið þar áður voru ríkin 56 talsins og 1985 41 að tölu. Kærur vegna brota á sam- þykktum stofnunarinnar um fél- agafrelsi og rétt launþega til að semja sameiginlega og haga samningsmálum sínum á þann veg er þeim þykir best henta, eru rannsakaðar á vegum sérstakrar nefndar á vegum ILO. ísland sem er aðili að ILO hefur játast undir þessar samþykktir. - Úrskurðirnir hafa fyrst og fremst siðferðilega þýðingu, sagði Gylfi Kristinsson, deildar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, - athugasemdir sem ríkisstjórnir fá á sig frá ILO eru í flestum til- fella teknar alvarlega, þó ein- hverjar þeirra láti áfram reka á reiðanum. í fyrra breyttu stjórnvöld í 67 tilvika lögum, reglugerðum eða framkvæmdum í samræmi við at- hugasemdir ILO. Vestur-Þýska- land er þó undantekning frá regl- unni - eitt Vesturlanda. Um ára- bil hefur ILO gert athugasemdir án árangurs við það illræmda Berufsverbot - atvinnubann, sem vinstrinnar í þjónustu þess opin- bera þar í landi hafa fengið að kenna illilega á undanfarin ár. Engar upplýsingar fengust um það í félagsmálaráðuneytinu hvort félagsmálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, hefðu borist fyrirspurnir ILO um greinargerð stjórnvalda vegna ASÍ-kærunnar. -rk Fataiðnaður 20 starfsmönnum sagt upp störfum Saumastofa Karnabœjar hœttir rekstri og starfsemin flutt úr landi. Viðrœður um sölu í gangi eiganda Karnabæjar hyggst hann færa starfsemi saumastofunnar úr landi, til Hollands, Belgíu og Tyrklands, þar sem skilyrði til slíkrar starfsemi eru hagstæðari. Viðræður um sölu á saumasto- Ollum starfsmönnum á sauma- stofu Karnabæjar í Kópavogi var sagt upp störfum þann 1. júní s.l. en á saumastofunni starfa um 20 manns. Að sögn Guðlaugs Bergmann, funni hafa staðið yfir um nokkurt skeið en óvíst er enn hvort af henni verður og ekki liggur ljóst fyrir hvort starfsmenn verði endurráðnir. 'Þ Laugardagur 9. júlf 1988 it>JÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Framfœrsl uvísitalan Liggur við rauða strikið A kureyrarsamningarnir á línunni. Fór 1,4 stig framúr Dagsbrúnars- amningunum. Þröstur Ólafsson: Skýrist ánœstu dögum hvað við gerum Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 3,5% í júnímánuði og svarar þessi hækkun á einum mánuði til 50,8% árshækkunar. Samkvæmt grunninum frá febrú- ar 1984 er vísitalan komin í 262,4 stig, sem eru 1,4 stigum yfir rauða strikinum í Dagsbrúnar- samningunum frá því í febrúar en 0,6 stigum undir rauða strikinu i Akureyrarsamningunum frá í aprfl. - Það skýrist næstu daga hvað við gerum. Við munum skoða þetta eftir helgina, sagði Þröstur Ólafsson framkvstj. Dagsbrúnar í samtali við Þjóðviljann. Verka- mannsambandið samþykkti í vor að gera Akureyrarsamningana að sínum en Dagsbrún hefur enn ekki formlega gengið frá þeirri samþykkt og því gilda þar enn samningarnir sem félagið gerði við vinnuveitendur í febrúar. í þeim samningum er rauða strikið í júlí miðað við 261 stig en 263 stig í Akureyrarsamningunum. Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að vissulega væri þetta mikil hækkun framfærsluvísitölu, en ekkert meiri en menn hefðu átt von á miðað við það sem gerst hefði í efnahagsmálum undanfar- ið. -nij

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.