Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 2
rosa- garðinum ÁFRAM HANNES Það á aö vera aðal sérhvers há- skóla sem hefir einhverja sjálfs- virðingu, að hæna til sín þá menn sem líklegastir eru til að færa út landamæri þekkingarinnar. Sag- an sýnir að sumir þessara manna hafa bakað sér óvinsældir, oft magnaðar óvinsældir, jafnvel verið teknir af lífi. Morgunblaðið HVER ER HANN? Fyrir gildistöku verðtryggingar fjárskuldbindinga var sparifénu stolið frá þeim sem trúöu bönkum fyrir því. Enginn vill fara þá leið aftur. En nú er eignum fólks stolið í stórum stíl, og ekki er það betra. Við höfum ekki reynt að feta hinn gullna meðalveg. Morgunblaðið AFSKIPTASEMI Barnið um borð. DV HVAÐA VANDRÆÐI Ung stúlka yfirgefur fjölskyldu sína og flyst til New York í leit að ævintýrum. Hún hittir skemmti- legan pilt sem því miður neytir fíknilyfja og stundar rán. Þjóðviljinn HAMARK ÓSVÍFNINNAR Svínið var að elta uppi mann í hans eigin húsagarði þegar það uggði ekki að sér, rann til í bleytu og féll í heimilissundlaugina. Tíminn HVAÐ VARÐ UM LEYNI- ÞRÁÐINN? Máliö snýst um að eigandinn geti komið skilaboðum til hundsins um hvað hann vill og að dýrið skilji og hlýði þeim. Til að ná þessu takmarki þarf eigandinn að reyna að setja sig inn í hvernig hundurinn hugsarog hvað veldur ákveðnum viðbrögðum hans. DV OJBARA Ford II hafði megna óbeit á smá- bílum, sérstaklega japönskum smábílum. Bíllinn SEM OG VIÐ- HORF GREINAR- HÖFUNDAR Volkswagen Golf og Passat hafa um árabil átt það sameiginlegt með þotum Flugleiða og flug- freyjum SAS að skera sig úr fyrir aldurs sakir. Bíliinn RÖKFRÆÐI FYRIR LENGRA KOMNA Reykingamenn eru líka menn þótt þeir séu það ekki eins lengi. Morgunblaðið Dándimaður vikunnan SKAÐI SKRIFAR Yfir háskólánn til sliamanna Mér hefur alltaf veriö vel við hann Hannes Hólmstein sem talar hreint og beint og er ekki meö neina tæpitungu viö þessa hálfkomma alla sem stjórna íslandi og háskól- anum. Því brást ég glaður viö þegar ég frétti aö Birgir ísleifur haföi vit á aö setja hann í lektorsstarf og þegar ég hitti strák á förnum vegi, þá óskaöi ég honum hjartanlega til hamingju. Mjór er mikils vísir, sagöi Hannes. En sagöu mér, spuröi ég, hefurðu ekki áhyggjur af þessum mótmælum og veseni: Áhyggjufullur? hváöi Hannes Hólmsteinn. Sástu mig ekki í eróbík í sjónvarpsþættinum sem við sendum út áður en Birgir sagöi sitt síðasta orð? Víst sá ég hann, sagöi ég. Þú varst svo helvíti stæltur, eins og Rambó eöa eitthvaö. Já, sagöi Hannes Hólmsteinn. Helduröu þá aö ég sé hræddur viö þessa pappírsbúka í Félagsfræðideild? Já en svo koma stúdentarnir.... Má ég spyrja þig að einu Skaði, sagði lektorinn. Muna stúdentar nokkurntíma hvar þeir voru staddir í gær? Ég veit ekki til þess. Ef þeir nú mæta ekki Þaö er þeirra mál. Stólarnir skulu standa meö mér þótt auðir standi. En kannski tekur það ekki aö vera aö þessu Hannes, sagði ég. Mér hefur alltaf fundist að þessi Félagsfræöi væru engin vísindi heldur bara svona bull um samfara- tíöni fráskildra á Austfjörðum og sjónvarpsgláp ellilauna- fólks á Suðurnesjum og annaö sem allir vita. Þaö er rétt hjá þér Skaði, þetta eru hjávísindi allt sam- an. Aö minnsta kosti meðan þessir hálfkratar og pilsfaldakapítalistar snúast hver um annan þveran í deildinni meö aumlegu væli. En ef maður hugsar og vinnur rétt, þá er hægt aö snúa þessu eymdarbæli upp í vígstöö til aö útrýma röngum og marxískum hugmyndum úr deildinni, háskólanum, fjölmiðlunum og barnaskólun- um. Það þýðir ekki aö dotta á varðberginu. Maður á að halda áfram að gera eitthvað. En nú ert þú svo mikið á móti ríkisafskiptum og svo- leiðis, sagði ég. Ég hélt þú ætlaðir aö taka aö þér Verslun- arskólann og drífa hann upp í að vera einkarekstursaka- demíu þar sem menn kaupa og selja snjallar hugmyndir eins og markaöslögmálin segja en eru ekki að láta skattg- reiðendur borga sér fyrir guð má vita hvaö vestur í háskól- aómyndinni. Og svo lítur það þannig út aö ráöherrann okkar hafi troðiö þér þarna inn í ríkiskerfið... Birgir ísleifur gerði þaö eina sem rétt var, sagði Hann- es. Maður verður að ráðast inn í vígi óvinarins til að sigra það innan frá. Það er óþarfa fyrirhöfn og fjárfsting að skjóta á það utan frá. Þegar maður er kominn inn fyrir múrana verður auðveldara að afhjúpa þessi laumumarx- ísku hjávísindi og vinna að því að koma þessu flykki í einkaeign ef einhver vill hirða það. Kannski verður hægt að fá Verslunaráð til að kaupa félagsfræðideildina - þeir þurfa stundum að vita hvað selst í landinu og hvað ekki og af hverju. Það er hægt að láta stúdentana gutla við þetta og þá verða þeir þægir og góðir og gleyma einhverjum hrokalátum um sjálfstæði Háskólans og annarri vitleysu. Það er enginn sjálfstæður og óháður markaðskögmálun- um, það ættu menn loksins að vera farnir að skilja Mér líst vel á þetta, Hannes, sagði ég. En mér finnst bara stundum að þú farir of geyst og með offorsi, menn gætu haldið að þú værir hrokafullur eða eitthvað þess- háttar. Ég heyri á þér Skaði, sagði Hannes Hólmsteinn, að þú veist að ég er hógvær og lítillátur inni við beinið. En hafðu engar áhyggjur af þessu. Maður verður að vera hrokafull- ur út á við. Það er bara partur af vörukynningunni. Held- urðu að Kókið mundi seljast ef menn hikuðu við að halda því fram að það væri allra gosa best? Jamm, sagði ég. en segðu mér eitt, Hannes Hólm- steinn. Ég hefi stundum áhyggjur af samkeppninni. Ég veit að hún þarf að vera, en samt.. Samt hvað? Ja, sjáðu til menn ráku Hafskip til að hafa samkeppni og svo fór það í vaskinn, menn hafa samkeppni í refabú- skap og fara allir á hausinn, og menn hafa samkeppni við sjálfa sig í veitingarekstri og fara á hausinn og ég er orðinn dálítið skelfdur um þetta allt saman. Önd yðar skelfist ekki, sagði Hannes. Þetta stafar bara af því Skaði, að samkeppnin er ekki rétt. Ekki rétt? Nei. Samfélagið er skekkt af allskonar óhollum áhrif- um. Menn borga ekki nógu hátt verð fyrir aðgangseyrinn að samkeppninni. Nú, sagði ég. Meinarðu að þeir eigi bara að fá séns á að græða sem ríkir eru fyrir? Nei, sagði Hannes. Sénsinn stendur opinn. Ég segi bara eins og Rockefeller gamli þegar hann svarði manni sem vildi vita hvernig hann ætti að verða ríkur: Safnaðu hundrað dollurum (eða hundrað þúsund ég man það ekki) og legðu það í gott fyrirtæki. Já en Hannes Hólmsteinn, hvernig veit maður hvað er gott fyrirtæki? Hannes Hólmsteinn leit á úrið. Ég má ekki vera að þessu Skaði. Ég þarf að fara að búa mig undir fyrirlestrana í haust... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.