Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 4
„Rétt formað setníngarbrot..." Saga af bróðurYlfing effir FriðríkÁ. Brekkan gefin úf á nýí aldarminningu skáldsins „Einmitt nú - þegar sagnalist- in á í vök að verjast - er lofs- vert að draga fram í sviðsljós höfunda sem lengi hafa leynst að tjaldabaki. Vonandi tekst að draga gleymskutraf af j menningarstjörnum sem í skært skinu fyrir hálfri öld.“ Á 1 þessa leið lýkur Jón Böðv- arsson formála sínum að nýrri útgáfu að Sögu af bróður Ylfingi eftir Friðrik Ás- mundsson Brekkan. Hinn 28. júlí næstkomandi eru hundrað ár liðin fráfæðingu skáldsins, og erskáldverkið gefið út á ný í tilefni af aldaraf- mælinu. Á þriðja tug aldarinnar samdi Friðrik og gaf út verk sín á dönsku eins og þá var nokkuð iðkað, og má nefna Guðmund Kamban og Gunnar Gunnarsson til þeirrar sögu. Frá þessum tíma er Saga af bróður Ylfing, en hana þýddi höfundurinn sjálfur á ís- Iensku. Skáldverkið vakti mikla athygli sem framhaldssaga í út- varpi fyrir nokkrum árum í upplestri séra Bolla Gústavs- sonar. Svið sögunnar er fengið úr Njálssögu. „Brekkan hefur ritað á dönsku snildarverkið Ulveung- ernes Broder og rís á ódauðlegu vísuorði úr Njálu: Brjánn féll og hélt velli,“ segir Halldór Laxness um bókina í fyrsta kafla Grikk- landsársins. Og heldur áfram: Friðrik var ekki norrænn mað- ur yfirlitum, heldur einhver teg- und af kelta að okkar hugmynd- um, og mjög var það honum líkt að búa til leingri sögu en Njálu sjálfa útaf þessu eina orðtaki sem í þeirri bók vísar til Brjánsbar- daga. Grikklandsárið má öðrum þræði skoða sem endurminningar þótt alit lúti þar rökum skáld- skaparins, en þar segir höfundur- inn að Friðrik Brekkan hafi lum- að á skemmtilegri gamansemi, þó aldrei gætti alvöruleysis í textum hans, „og skopsögur sagði hann í hálfum hljóðum; en það skríkti í honum undirniðri.“ Síðan rekur Halldór fróðlegt samtal þeirra fé- laga um verk og vandvirkni: Þú kvartar yfir því að síðan í fyrrasumar hafirðu mátt hafa þig allan við að fljúgast á við þennan Þórð í Kálfakoti, sagði Friðrik. En ég ætla samt að segja þér það að tíminn skiftir ekki máíi þegar verið er að semja skáldverk, og ekki held ég nein sú innri orusta sé of laung sem leynist bakvið rétt formað setníngarbrot í skrifuðum texta. Einginn spyr þegar hann les pródúktið: hvað ætli hann hafi verið leingi að koma þessu sam- an, eða hvurnin datt honum það í hug, og hvað varð hann að kaupa það dýrt; og hvað misti hann af mörgum sporvögnum meðan hann var að þessu? Sannleikur- inn er sá, að ekki má hætta við setníngu fyren víst er að hún gæti ekki orðið betri þó sjálfur Tagore væri kominn og reyndi að bæta um hana. Hvenær er frásögn fullkomin, spyr ég. Aldrei, sagði Brekkan. Þýðir nokkuð að vera að þessu, spyr ég. Nei, sagði Brekkan. Á þetta þá ekki við um lífið alt, spyr ég áfram. Jú, sagði Brekkan; en það breytir aungvu. Engin furða að höfundur sem þvílíkar kröfur gerði hafi sett saman vönduð skáldverk sem nutu vinsælda á sinni tíð, þótt fyrnst hafi yfir síðan. Því ber að fagna framtaki útgáfustjórnar þeirrar sem nú gefur skáldsöguna um bróður Ylfing út á nýjan leik í aldarminningu skáldsins. HS Þetta málverk af Friðriki Ásmundssyni Brekkan málaði Ásgeir Bjarnþórsson, en Ijósmyndina af því tók Björgvin Pálsson. Þœftir eftir Stefán Snœvarr Lagið Þegar ég var tíu ára var ég í sveit norður í Svarfaðardal. Eitt kvöldið fór ég í bíó á Dalvík, og sá makalausa austuríska vellu um lítinn, munaðarlausan ungverskan flóttadreng sem var tek- inn í fóstur af góðum, gömlum, lírukassaleikara í Vínarborg. Fljótlega kom í Ijós að stráksi hafði engilfagra rödd og eftirýmis ævintýri komst hann í Vínardrengjakórinn. í lokasenunni söng hann undurfagurt lag, svo fagurt að ég, sem ekkert þekkti nema bítlalög, táraðist. Ég mundi laglínuna löngu eftir að ég var komin til vits og ára og flautaði hana fyrir tónlistarmenntað fólk og spurði hvort það kannaðist við lagið. En árangurslaust, engin kannaðist við þetta fallega lag. Meira en tuttugu árum eftir að ég sá myndina var ég staddur í húsi þar sem leikin var sígild tónlist af plötum. Og allt í einu heyrði ég lagið! Ég lyftist upp í sætinu, þreif plötuumslagið og las. Töfralagið hét „Exultate Jubiltate" eftir Wolfgang Amadeus Mozart, sjálfan verndardýrling síbernskunnar. Krúsjoff Snemma árs 1964, skömmu áður en Nikita Krúsjoff var vikið frá völdum, eignuðumst við krakkarnir skjaldböku sem við skírðum í höfuðið á ráðamanninum sovéska. Skjaldbakan var hin kátasta um nokkurt skeið, en þegar líða tók að hausti lagðist doði yfir kvikindið, það svaf öllum stundum og bærði vart á sér. Að lokum var svo komið að engin hreyfing sást undir skildinum. Við vorum sannfærð um að Krúsi væri allur og grófum hann í garðinum við hátíðlega athöfn. Löngu seinna datt mér í hug að skjaldbakan hefði einfaldlega lagst í vetrardvala, kannski grófum við Krúsjoff lifandi. Næst þegar ég eignast skjaldböku ætla ég að kalla hana Gorbasjoff og gæta þess vandlega að hún hljóti ekki sömu örlög og sú fyrri. Maðurinn með gullhjálminn Þegar ég var barn kom móðir mín eitt sinn frá útlöndum og sagði mérfrástórbrotnu listaverki sem hún hafði séð í einhverju listasafni. Málverkið hét „Maðurinn með gullhjálminn" eftir Rembrandt van Rijn. „Og hefði ég verið klessumálari hefði ég strax hætt að mála abstrakt", sagði móðir mín. Sextán ára gamall var ég staddur í Amsterdam og fór þar á mikla Rembrandtsýningu, en nennti ekki að skoða hana alla, brá mér í dýragarðinn. Seinna frétti ég mér til sárrar gremju að ég hafði misst af manninum með gullna hjálminn, fórnað hon- um á altari Ijónsins og fílsins. Mörgum árum seinna var ég á þvælingi í Vestur-Berlín og skellti mér á listasafn. Tíu mínútum fyrir lokun velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að fara upp á efri hæðina en hætti við, hugsaði að tæpast myndi sá með gullna hjálminn hanga þar. „Hann er sjáífsagt á einhverju stóru safni í henni Ameríku'1 sagði ég við sjálfan mig. Seinna var mér sagt að þetta mikla listaverk væri stolt Dahlemsafnsins í Berlín. Og þar hangir hann enn, óséður af mér, en býr í huga mínum sem tákn þeirrar fegurðar sem engum er gefið að þekkja. Afsökunarbeiðni í síðasta Sunnudags- blaði var getið um félags- skap sem í bígerð er að stofna til höfuðs umferðar- ógninni í borginni og þeim hörmulegu dauðaslysum sem yfir hafa dunið að und- anförnu. Af þessu tilefni var rætt við einn af hvata- mönnunum, en sama dag og það viðtal var tekið varð enn eitt dauðaslysið í um- ferðinni er gamall maður lést eftir að hafa orðið fyrir bíl. Þessi kaldranalega tilviljun varð blaðamanni tilefni þeirra orða að „einhver veslings bjálf- inn í stórsvigi á Miklubrautinni" hefði orðið manninum að bana, en hafði ekki traustari heimild fyrir þeim orðum en einhverja út- varpsstöðina sem í gangi var af tilviljun, en þar var talað um „hraða og stress“ í umferðinni í tengslum við slys þetta. Að sögn lögreglu var umferðin með eðlilegum hætti þarna er banaslysið átti sér stað. Því skal ökumaðurinn beðinn afsökunar á ummælunum; nóg er nú víst að rata í þá ógæfu sem þarna varð þótt ekki bætist við svigurmæli á borð við þessi, og eru þau hér með dregin til baka. HS 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.