Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 7
Gamlar konur krossa sig við kirkju: var ríkið ekki búið að leysa öll þeirra mál? Ekki veitir okkuraf gœskunni Um hreinskilni og góðgerðarfélög Það er mikið stofnað af alls- konar félögum í Sovétríkjun- um um þessar mundir. í Len- ingrad eru til dæmis starfandi ung samtök sem nefnast „Fé- lagmiskunnseminnar". (fé- laginu eru um 5000 meðlimir, trúaðir og heiðnir, flokksmenn og flokksleysingjar. Þaðsem sameinar þá er vilji til að veita þeim hjálp án endurgjalds sem eiga í erfiðleikum - eink- um beina þeir kröftum sínum aðöldruðufólki, líttsjálf- bjarga. Þettafólkerlíkasam- einað í þeirri hugsun að samfélaginu veiti ekki af meiri góðvild. Félögum af þessu tagi fjölgar nú í Sovétríkjunum. Fyrstu skref- in í starfi þeirra voru ekki auðveld. Til dæmis stóðu Sam- verjar í Leningrad í löngu stappi áður en þeir fengu að leggja lið sjúkrahúsi þar sem mikið var um vanhirt gamalt fólk: heilbrigðis- yfirvöldum fannst að það væri verið að kássast upp á þeirra júss- ur - eins þótt sannarlega skorti bæði sjúkraliða og hreinlæti og öllum aðbúnaði væri mjög ábóta- vant. En af hverju verða miskunn- arfélög til einmitt nú, á dögum glasnost og perestrojku? Allt í lagi hjó okkur Fyrir því eru ýmsar ástæður. Ein er sú, að ríkið sjálft og tals- menn þess hafa áratugum saman sungið fagurlega um það, að hið sovéska samfélag væri öllum öðr- um mannnúðlegra og hefði tekið að sér að annast sjúka og aldraða og munaðarleysingja með sóma og rausn- því þyrftu menn hreint ekkert á „borgaralegri“ góðgerð- arstarfsemi að halda. Og gáum að því að þetta er áróður sem er afar þægilegur fyrir þá sem í hverju máli loka að sér og segja „þetta kemur mér ekki við - ég á nóg með mig“. En málfrelsi glasnosttímans hefur orðið til þess að menn tala af mun meiri hreinskilni en áður um félagsleg vandamál. Og þar með um það, að fullt sé af erfið- um vandamálum, sem áður voru ekki viðurkennd sem slík, vegna þess að hinn opinberi sannleikur um Sovétríkin hafði lýst því yfir að þau væru þegar leyst. Menn fóru til dæmis að gagnrýna harð- lega þrengsli, óþrif, vont fæði ofl. í sjúkrahúsum landsins, og þá skammarlegu vanrækslu sem gömlu fólki var einatt sýnd. Kemur okkur við Um leið var í vaxandi mæli far- ið að tala um það, að þótt ríkið hefði margt gott gert í trygginga- og heilbrigðismálum, þá þyrftu menn að passa sig á því að „manneskjan ekki eins og gufaði upp í stofnanakerfinu" (þetta orðalag er úr sovéskri umræðu, en gæti svosem hæglega komið úr munni þeirra sem hér hjá okkur gagnrýna, frá vinstri eða hægri - ofvöxt stofnana og oftrú á þær). Þegar svo þetta allt kom saman: viðurkenning á vandamálum, gagnrýni á stofnanir - og sá vilji til að virkja „grasrótarfrum- kvæði“ sem perestrojkumenn hafa sýnt, þá verður niðurstaðan þessi: Við stofnum Miskunnarfé- lög. Þeir sem forgöngu hafa haft um stofnun slíkra félaga (m.a. rit- höfundurinn Danííl Granín í Leningrad) minna í leiðnni á það, að „stöðnunartíminn" (það er að segja valdadagar Brezhnevs) hafi m.a. bakað samfélaginu mikið siðferðilegt tjón. Mikilli orku, segir Jelena Shakhova, blaða- maður hjá APN, var eytt í það að sannfæra okkur um að hjá okkur væri allt í lagi. En þetta þýðir m.a., að ef einhver tiltekinn ein- staklingur er ógæfusamur, illa haldinn - þá er engu líkara en að það sé honum sjálfum að kenna, það er hans smán, hans mál. Út- koman er blátt áfram sú, að mik- ill skortur er á góðvild í samfé- laginu... Kynlegur kvistur ó málfrelsinu: Þjóðrembufélagið Pamjat Útifundur í Leningrad - þar kom til átaka milli bráðlátra lýðræðisvina og stuðningsmanna Pamjat - og lögreglan kom einnig við sögu. Glasnostiö hans Gorbatsjovs gefur mönnum tækifæri til aö stofna allskonar félög. Hér að ofan var rætt um framleiðslu- samvinnufélög, mikiö fer fyrir menningarfélögum ýmis- konarog náttúrverndarfé- lögum. Sumfá straxviröulega lagalega stööu - en önnur eru „óformleg". Og meðal hinna óformlegu félaga er sérstæö- urfélagsskapursem Pamjat eða Minnið heitir, og geymir undarlegablöndu hugmynda - og þá ekki síst hugmynda um ágæti alls þess sem rússneskt er í bland við ótta við einskonar allsherjarsam- særi „gyðingaog frímúrara" gegn rússnesku þjóðinni. Samsœri gyðinga Foringjar Pamjat berjast hart fyrir opinberri viðurkenningu. Einn þeirra, Vasiljev, hefur reyndar gaman af að leika sig píslarvott ; hann kemur á fundi félagsins með hárkollu og falskt skegg, segist hafa verið að fela sig fyrir óvinum sínum mörgum og illum. Fjölmiðlar hafa yfirleitt sýnt þessu félagi fyrirlitningu, ekki síst vegna hins frumstæða gyðingafjandskapar sem ein- kennir það. En þessi antisemít- ismi er nógu sterkur og hefur frá fyrri tíð nægan hljómgrunn til þess að útbreitt blað eins og viku- ritið Ogonjkok sá sig til þess neytt á dögunum að prenta langa skýrslu um það rit sem Pamjat- menn sækja sína samsæriskenn- ingar einkum til, en það eru hinar illræmdu „Fundargerðir síons- öldunga". En þar er að finna út- listun á dularfullu samsæri gyð- inga (og frímúrara) um að ná heimsyfirráðum með því að út- breiða byltingarkenningar og allskonar óþjóðlega spillingu. Þetta falsrit var upphaflega samið af leynilögreglu Rússakeisara og var ætlað til að kynda undir gyð- ingafjandskap Nikulásar annars. Síðar fór það víða - Hitler trúði á þetta rit, Pýramídafélagið ís- lenska og margir fleiri hafa talið að „eitthvað er nú til í þessu“. Vantar einfalda skýringu Ég spurði vini mína í Moskvu um Pamjat. Sumir höfðu ekkert af því að segja. En tveir höfðu komið á fundi hjá þeim. Þeir sögðu að félagsmenn væru skrýt- in blanda. Mikið færi fyrir mjög fáfróðum mönnum og líklega misheppnuðum sem vantaði ein- hverjar einfaldar skýringar á því hvað væri að í lífi þeirra. Og þá er eins og fyrri daginn heppilegt að grípa tií heimsjúðans. Þessir menn, sagði Tolja, þylja allir ákveðnar tölur: Þeir eru vissir um að 45% allrar doktora og kandíd- ata í ýmsum fræðum séu Gyðing- ar (eða laumugyðingar) og allt sé það til komið af klíkuskap og samsæri og fyrirlitningu á Rúss- um. Þú veist sjálfur hvað fárán- legt þetta er - ég veit vel að það var mikið af Gyðingum í ýmsum stofnunum á fjórða áratugnum, en það er alit löngu fyrir bí og síðar var einmitt víða innleiddur mjög þröngur kvóti á að hleypa Gyðingum í ýmisleg störf - frá sumum voru þeir útilokaðir með öllu. En þetta hrekkur af Pamjat- mönnum eins og vatn af gæs. Þeir sjá laumujúða undir fölsku flaggi allsstaðar - líka í æðstu stöðum flokksins. „Gyðingar, segja þeir, hafa náð undir sig heilabúi þjóð- félagsins." Siðerni gegn fjöldamenningu En svo eru, sögðu vinir mínir, aðrir menn í þessum hópi, eins- konar hugmyndafræðingar, og þeir eru miklu sleipari í tali. Þeir halda mjög fram virðingarverð- um málum eins og varðveislu gamalla bygginga og verndun náttúru og blanda saman við þau bernskri aðdáun á öllu rússnesku, sem kemur kannski fram í því að menn innrétta íbúðir sínar í blokkum eins og bjálkahús til sveita í gamla daga. Þeir tala mikið um niðurdrepandi áhrif vestrænnar fjöldamenningar með rokki og eiturlyfjum, beru kven- fólki og neyslugleði (svo nokkuð sé nefnt) - sem grafi undan okkar góðu og gömlu rússnesku siðum. Þegar þeir taka flugið stilla þeir af mikilli mælsku upp siðleysi tæknidýrkunar og hagvaxtar- frekju gegn siðrænum og sögu- legum verðmætum. Þeir tala mikið um siðrænar lausnir vanda- mála, um hið andlega í lífi þjóð- arinnar - en það er einatt erfitt að henda reiður á því hvað við er átt og hvernig á að fylgja þessum markmiðum eftir, hvenig á að „snúa aftur til rótanna". Til dæm- is gerist það, sagði einn vinur minn, að þegar þeir eru spurðir um lýðræði og kosningar, þá fara svörin á flakk um draumaheima „hins andlega, lífræna og sið- vædda samfélags“. Menn vita ekki hve margir eru í Pamjat, enn síður hve mikla sam- úð félagið hefur. Og hvað svo verður, það veit enginn. En það er ærin ástæða til að geta um þetta félag í þessari syrpu: það er rétt að hafa í huga að glasnost ber ýmsa kynlega kvisti. únum Heyrtog séð í Sovétríkjunum HeyrtogséðíSovétríkjunum Heyrt og séð í So

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.