Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 9
SKAK Heimsmeistaraeinvígin 2. grein Fremsti skákmeistari Rússa réð ekki við Steinitz Sovétmenn haida nafni Mik- hael Ivanovich Tschigorin háttálofti. Hannerstundum kallaðurfaöirsovéskaskák- skólans. Tschigorin ól aldur sinn þegar sól rússneska keisaradæmisins var að hnígatil viðar.Tvímælalaust ein af höfuðpersónum skák- sögunnar, háði tvö einvígi um heimsmeistaratitilinn við Wil- helm Steinitz en þykir í dag einnamerkasturfyrirframlag sitttil skákfræðanna. Þar skildi hann eftirsig sporsem seint verða útmáð. Tschigorin skoraði Steinitz á hólm þremur árum eftir viður- eign Steinitz við hinn skapheita Zukertort eða árið 1889. Hann var þá tæplega fertugur og hafði unnið eftirtektarverð afrek. Hug- myndir hans stönguðust talsvert á það sem Steinitz hafði sett fram og var að ná viðurkenningu. „Bestu leikaðferðirnar eru ó- þekktar," sagði Tschigorin. Hann leiddi hjá sér deilur um kennisetningar og kvað ekki hægt að alhæfa nokkurn skapaðan hlut um skákina því sérhver staða byggi yfir sínum einkennum og lögmálum. Þegar hann settist að tafli gegnt heimsmeistaranum í janúarmánuði 1989 réði Steinitz yfir mun meiri reynslu á skák- sviðinu og reyndist tiltölulega auðvelt að yfirbuga andstæðing sinn. Lokaniðurstaðan var 10V4:6V4 en Tschigorin mátti vel við una því lengi vel var jafnt á með þeim en undir lokin tók Steinitz á sig rögg, vann þrjár skákir af fjórum og gerði út um einvígið. Það er margt sem bend- ir til þess að Tschigorin hafi litið á þetta einvígi sem undirbúning fyrir hina raunverulegu atlögu sína að heimsmeistaratitlinum, öðru einvígi sínu við Steinitz sem einnig fór fram í Havana. Það var árið 1892 viðureign þeirra ein sú merkasta í skáksögunni einkum fyrir hin dramatísku endalok þeg- ar Tschigorin lék sig í mát á úr- slitastundu. Einvígisreglur voru þær að sá teldist sigurvegari er fyrr ynni 10 skákir. Jafntefli voru mun færri en gengur og gerist á vorum dögum. Teflt var af mikilli grimmd og greinilegt var á öllu að Tschigorin var staðráðinn í að hreppa hinn eftirsóknarverða tit- il. Hann náði forystunni með sigri í fyrstu skákinni. Steinitz jafnaði fljótlega og komst einum vinningi yfir. Tschigorin svaraði með tveimur sigrum og eftir 10 skákir hafði hann tveggja vinninga for- skot. Steinitz minnkaði muninn með sigri í elleftu skák en Tschig- orin jafnaði þegar í stað. Þá höfðu báðir náð fimm sigrum en samanlagt var staðan 7:7. Áfram hélt baráttan með endurnýjuðum krafti: Tschigorin vinnur 15. skák, Steinitz jafnar, Tschigorin vinnur 17. skák, Steinitz jafnar, Tschigorin vinnur 19. skák og enn jafnar Steinitz. í lokaþætti þessa einvígis reyndist Tschigorin jafn slyppifengur og í hinu fyrra. Hann hafði lært að tefla tiltölu- lega seint, 16 ára gamall, og þó hann bæri af af flestum sakir óvenjulegrar hugmyndaauðgi og dirfsku gat hann aldrei kveðið niður hrikalega afleiki. f 23. skákinni var hann sleginn herfi- legri skákblindu. Steinitz hafði náð forystunni með öruggum sigri í 22. skák og var það jafn- framt hans níundi sigur. Er kom- ið var fram í 23. skákin hafði Tschigorin byggt upp gerunna stöðu og menn væntu uppgjafar Steinitz á hverri stundu, gerðust undur og stórmerki: Mikhael Tschigorin abcdefgh Manni yfir gáir Tschigorin ekki að sér. Einfaldasta sigurleiðin er 32. Hxb7 Bh5 33. Hb3 Bf7 34. Rf4 o.s.frv. 32. Bb4?? Einhver frægasti fingurbrjótur skáksögunnar: 32. .. Hxh2+ - og Tschigorin lagði niður vopn- in. Hann verður mát í næsta leik. Þar með hafði Steinitz náð sínum tíunda sigri og vann þar með ein- vígið. Tapið gerði út um vonir hins mikla rússneska meistara að öðl- ast heimsmeistaratignina. Hann náði þó firnagóðum árangri í mótum síðar og vann auk þess mikið og óeigingjarnt brautryðj- endastarf í Rússlandi, skipulagði skákstarfsemi, gaf út tímarit, ferðaðist um landið og hélt fyrir- lestra og tefldi fiöltefli. Hann lést 58 ára gamail. I baðstrandabæn- um Sotschi halda Sovétmenn ár hvert minningarmót um Tschig- orin. í lokin birti ég eina skáka Tschigorins þar sem helstu ein- kenni hans sem skákmanns koma skýrt fram. Þetta er 1. skák seinna einvígisins við Steinitz. Tschigorin var vel undirbúinn og beitti vopni sem enn í dag hefur mikla seiðmögnun, bragði Evans skipstjóra. Eftir kraftmikla byrj- unartaflmennsku opnar Tschig- orin taflið með glæsilegri riddara- fórn og hrekur kónginn fram á borðið. Havana 1892: 1. einvígisskák Tschigorin - Steinitz ítalskur leikur 1. e4-eS 2. Rf3-Rc6 3. Bc4-Bc5 4. b4-Bxb4 5. c3-Ba5 6. 0-0-d6 7. d4-Bg4 8. Bb5-exd4 9. cxd4-Bd7 10. Bb2-Rce7 11. Bxd7+-Dxd7 12. Ra3-Rh6 13. Rc4-Bb6 14. a4-c6 15. e5-d5 16. Rd6+-Kf8 17. Ba3-Kg8 18. Hbl-Rhf5 8 7 6 5 4 3 2 1 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. ■i mmkmk m Ail! Ö H m m mpm, H ■ QAÖ abcdefgh Rxf7!-Kx(7 e6+!-Kxe6 Re5-Dc8 Hel-Rf6 Dh5-g6 Bxe7+-Kxe7 Rxg6+-Kf6 Rxh8-Bxd4 Hb3-Dd7 Hf3-Hxh8 g4-Hg8 Dh6+-Hg6 Hxf5+ \ - og Steinitz gafst upp. Björk er best Hið virta rokktímarit í Dan- mörku, Information, fjallar um nýafstaðna rokkmessu í Hróarskeldu - Roskilde Fe- stival 1988 - í síðasta tölu- blaði og finnur henni allt til for- áttu, nema hvað Sykurmol- arnir eru þar hafnir upp í hæstu hæðir fyrir sína frammistöðu, og þá einkan- lega söngkona hljómsveitar- innar, Björk Guðmundsdóttir. Reyna poppskríbentar blaðs- ins mjög á þanþol móðurmáls síns þar sem þeir hauga sam- an hástigum lýsingarorða í lofgerðarskyni við Sykurmol- ana, í góðu samræmi við það að upphefð hljómsveitarinnar kemur að utan. Eða gerði; landinn hefur að vísu tekið við sér eftir að hún vann sér frægð og frama ytra. Metsölubók metsölubókanna Bókaútgefendur eru flestir heldur daufir eftir síðustu bókavertíð og horfa ekki frammá sérlega bjarta tíma. Kostnaður við bókagerð vex og vex, skattfríðindi engin og fjármagn rándýrt. Eitt efnileg- ustu forlaganna, Svart á hvítu, hefur sagt upp öllum starfs- mönnum og ákveðið að draga verulega saman seglin, og viðbúið að önnur fylgi á eftir. Eitt bókaforlag kvartar þó ekki, enda gaf það í vikunni út 41. metsölubók sína á nokkr- um árum. Þetta er Prenthúsið, og nýja metsölubókin er Djöflafjallið eftir Margit Sand- emo. (sfólkið, einmitt, -og selst hver bók í átta til níu þús- und eintökum sem samsvarar því að af ísfólksbókunum hafi selst um 350 þúsund eintök. ( nýjustu (sfólksbókinni heldur ísfólkið sögulegan ætt- arfund til að undirbúa stríðið gegn Þengli hinum illa og ráðst þar ýmsar gátur um sögu ættarinnar enda bæði lifendur og dánir til staðar. Mesta skelfingu vekur hin hrottalega saga Andans í myrkrinu... „Manna“skipti hjá Kvennalist- anum í borgarstjórn vegna endurnýjunarreglna þar á bæ: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hættir en í stað hennar kemur Elín G. Ólafsdóttir. Hefur hin fyrrnefnda gegnt borgarfull- trúaembættisverkum í sex ár, og þykir samtökunum það hæfilegt. Fréttastofa Stjörn- unnar hefur greint frá endur- nýjun þessari eins og vera ber, en í umfjöllun hennar vakti athygli að það sem einna fréttnæmast þótti var að Elín er móðir Valgerðar Matt- híasdóttur á Stöð tvö, og var sá fróðleikur því rækilega tí- undaður. Tungumálið bætir við sig eftir því sem veröldin breytist, og er víst ekki ný sannindi. Dæmi upp á þetta eru öll skrapmiða- happdrættin sem blómstra hér á landi nú um stundir, en eftir að þau komu til hefurorð- ið „skiptimiði,“ sem reyndar er ekki gamalt í málinu, öðlast viðbótarmerkingu: Nú oröið þyrpist fólk í sjoppur með smávinninga upp á einn eða fleiri fimmtíukalla og tekur fleiri miða upp í, í áframhald- andi von um þann stóra. Og þá biður maður um skipti- miða. Fréttamatið | Fimm skiptimiða, takk Sunnudagur 10. júlí 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.